Morgunblaðið - 26.05.1996, Page 22
22 E SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Smásnittur
ekkert mál að gera daginn áður
W WANN segist ekki alveg
1____M vera genginn í hnappeld-
W M una en á ekki í vandræð-
um með að segja frá því
hvernig brúðkaupsveislan hans yrði.
„Brúðkaupið færi fram í Viðey og
veislan yrði þar líka með íj'ölskyldu
og vinum.“ Sturla myndi velja
smásnittur og kampavín í veisluna
en að henni lokinni yrði farið í Perl-
una og þar snæddur kvöldverður með
nánustu fjölskyldumeðlimum.
„Sé fólk með veislu heima er ekk-
ert mál að búa til smásnittur með
dags fyrirvara. Leyndardómurinn er
að setja þær jafn óðum í öslqur,
bleyta smjörpappír og setja yfir þær
og síðan loka öskjunni. Ef fólk er
ekki með öskjur má setja blautan
Brúðkaupsveislan að
hætti Sturlu Birgisson-
ar matreiðslumeistara
smjörpappír yfír bakka og plast þar
yfir“, segir hann.
Hann segist mæla með kavíar-
snittum, reyktum laxi, rækjum,
humri og hunangslaxi. „Síðan má
hafa með þessu litla bufftartara, lax-
atartar, villipaté, gráðost í sveppa-
hatti og að lokum jarðarber og súkk-
ulaði. Hann mæiir síðan með anda-
bringu í aðalrétt fyrir fjölskylduna
og appelsínufrauð á eftir. Uppskrift-
irnar koma hér á eftir.
Sturla verður leyndardómsfullur
þegar hann er spurður hvort langt
sé í brúðkaup hjá honum. „Svo mik-
ið er víst að ég elda ekki þá,“ segir
hann og ekki möguleiki að draga upp
úr honum meira um það.
► STURLA Birgisson er mat-
reiðslumaður ársins 1996 en
hann hlaut einnig titilinn á síð-
asta ári. Hann útskrifaðist sem
matreiðslumaður úr Hótel-, og
veitingaskóla Islands árið 1985.
Að loknu námi hélt hann til
Bandaríkjanna og starfaði fyrst
í hálft ár á Columbia Gorge-hót-
elinu í Oregon og síðan í eitt ár
sem yfirkokkur á frönskum veit-
ingastað í bænum Carmel i Kali-
forniu. Sumarið 1988 starfaði
hann sem kokkur á Hótel Ork
og í tvö ár á Lækjarbrekku.
Hann vann á þriggja stjörnu Mic-
helin-veitingastað Roger Vergés,
Moulin de Mougins, í bænum
Mougins, sem er norður af Can-
nes í Frakklandi
og rak veitingastaðinn Punkt og
pasta við Amtmannsstíg í tvö ár.
Sturla tók við starfi yfirmat-
reiðslumeistara árið 1994. Hann
er í landsliði matreiðslumeistara.
Dvergappelsínufrauö
með appelsínu og
blóðappelsínusírópi
200 g dvergappelsínur (Kumqat)
_________100 ml vatn_________
6 eggjorauður______
_______safi úr 'Asítrónu_____
_________200 g sykur_________
300 ml léttþeyttur rjómi
_______4 matorlímsblöð_______
____________Síróp:___________
_________200 ml vatn_________
200 g sykur
_________oppelsínusafi_______
blóðappelsínusafi
Maukið dvergappelsínur í mat-
vinnsluvél. Setjið maukið í pott ásamt
vatni og 100 grömmum af sykri.
Sjóðið í 15 mínútur. Hrærið eggja-
rauður í hrærivél. Setjið 100 grömm
af sykri ásamt safa úr sítrónu í pott
og sjóðið í fímm mínútur. Hellið ró-
lega út í eggjarauðumar. Látið mat-
arlím í kalt vatn í fímm mínútur og
setjið það síðan í pott og bræðið.
Hellið í eggjahræruna. Blandið dver-
gappelsínumaukinu saman við rjóm-
ann og hellið eggjahrærunni út í líka.
Setjið í form og frystið í 3 tíma.
Sjóðið saman vatn og sykur í sírópið
og kælið síðan. Bætið í appelsínu-
mauki og helmingi af sykursírópi.
Sama er gert með blóðappelsínu-
maukið.
OFNSTEIKT andabringa með „Financiére“-sósu
og fínskornu grænmeti.
Morgunblaðið/Halldór
DVERGAPPELSÍNUFRAUÐ með appelsínu-
og blóðappelsínusírópi.
Ofnsteikt andabringa
með „Finan<iére"-sósu
og f ínskornu grænmeti
___________2 endur___________
200 ml noutakjötssósa sem búa
mó til með soði sem er þykkt
_______60 ml Madeiro_________
1 tsk. jgrðsveppg (trufflu)
brggðbætir (HG heildverslun)
_______3 skarlottulaukar_____
_______4 bökunarkartöflur____
_________1 blaðlaukur________
1 stór gulrót
1 zuccini
salt og pipor
smjörklípg
Úrbeinið endumar og geymið lær-
in. Skerið í fítuna og brúnið vel á
pönnu. Steikið í ofni við 130°C í 25
mínútur. Fínsaxið skarlottulauk í
smjöri, hellið madeira út í ásamt
nautakjötssósu og sjóðið niður. Saltið
og piprið. Sigtið. Bætið í bragðefni
og smjörklípu. Skrælið kartöflur og
fínskerið á rifjárni. Steikið á pönnu
með tefflonhúð. Kryddið með salti.
Brúnið báðar hliðar og steikið í ofni
í 10 mínútur við 180°C. Fínskerið
grænmeti og forsjóðið og kælið.
Steikið í smjöri og kryddið með salti
og pipar.
H Y G E A
jnyrtii»öru t’er.ilun
Kringlunni 8-12, sími 533 4533 Austurstræti 16, sími 511 4511
fyrsta sinn á íslandi bjdáum viá nú frá Chloé
töskur, slœður og skartgripi hannaáa af Carl Lagerfeld
Póstsendum
Kaupir þú brúðar-
undirfötin hjó
okkur fœrð þú
sokkaband
vutn
VERSLUNIN
ÉG & ÞÚ
^Laugavegi66, sími5512211.
Brúðkaupsafmætin
Hvað heita þau ?
?ÉÍS
1 árs 2 ára pappírsbrúðkaup bómullarbrúðkaup
3 ára leðurbrúðkaup
4 ára blómabrúðkaup
5 ára trébrúðkaup
6 ára sykurbrúðkaup
7 ára ullarbrúðkaup
8 ára bronsbrúðkaup
9 ára viðarbrúðkaup
10 ára tinbrúðkaup
11 ára stálbrúðkaup
12 ára silkibrúðkaup
12 ára koparbrúðkaup
13 ára kniplingabrúðkaup
14 ára fílabeinsbrúðkaup
15 ára krlstalsbrúðkaup
20 ára postulínsbrúðkaup
25 ára sillurbrúðkaup
30 ára perlubrúðkaup
35 ára kóralbrúðkaup
40 ára rúbínbrúðkaup
45 ára safírbrúðkaup
50 ára guílbrúðkaup
55 ára smaragðabrúðkaup
60 ára demantsbrúðkaup
65 ára kórónudemantabrúðk.
70 ára járnbrúðkaup
75 ára atómbrúðkaup
- kjarni málsins!