Morgunblaðið - 26.05.1996, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 26.05.1996, Qupperneq 38
38 E SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ \ .ómantísk brúðkaupsferð Morgunblaðið býður tveimur heppnum brúðhjónum í rómantíska helgarferð París/London Heppin brúðhjón geta valið milli þess að eyða rómantískum dögum í París eða London, sem báðar eru rómaðar lista- og menningarborgir. Ferðin er farin með Úrval-Utsýn og er innifalið flugferðir, gisting og morgunverður í þrjár nætur á Clifton Ford í London eða Hotel Observatoire Luxembourg í París, en bæði þessi hótel eru vel staðsett I—lc>t:el Búðir Búðir á Snæfellsnesi eru af mörgum sagðar vera einn rómantískasti staðurinn á landinu. Heppin brúðhjón hljóta f vinning tyær nætur á Hótel Búðum auk veislukvöldverðar við kertaljós og hestaferðar eða siglingar um nágrennið. Brúðhjón.ættingar og vinir! Fyllið út seðilinn hér fýrir neðan og sendið til Morgunblaðsins fyrir 3. júní nk. Heppin brúðhjón verða síðan dregin úr innsendingunum. Eftir því sem fleiri ættingjar og vinir senda inn seðla aukast möguleikar brúðhjónanna á að hreppa rómantíska helgarferð. Þátttakendur geta verið öll pör sem eru að staðfesta giftingardag á þessu ári. Róma.nt:ísl< brúðkaupsferð! Nafn brúðar.................................... Nafn brúðguma.............................. Heimilisfang brúðhjóna ............. ....... Póstnúmer.......................... Símanúmer Hvar og hvenær er brúðkaupið? Utanáskriftin er: Morgunblaðið - Rómantísk helgarferð • Kringlunni 1,103 Reykjavík Morgunblaðið/Þorkell Vignir Olafsson og Asgerður Hrönn Sveinsdóttir sem giftu sig í gær, laugardaginn 25. maí Bað hennar á hnjánum í skeljasandi W ATJ voru farin að taka eftir W Bhvort öðru nokkru áður en #—“^hann fór að stíga í væng- inn við hana., Hún var að gjóa á hann augunum þar sem hann var að mála hús í grenndinni við hana og hann tók eftir henni þar sem hún afgreiddi hann með lán í íslandsbanka. „Hún skrifaði mig fyrir það fyrsta á skuldabréfið sem Vigni Ólafsdóttur og roðnaði síðan það mikið að ég hef líklega átt eitt- hvað í henni þá þegar“, segir Vign- ir Ólafsson og er dálítið góður með sig en í gær, laugardaginn 25. maí gengu hann og Asgerður Hrönn Sveinsdóttir í hjónaband. „Ég bað hennar svo í febrúar 1995, gerði mér lítið fyrir og fór á hnén, meira að segja í skeljasandi þar sem við vorum í sumarbústað við Hreðavatnsskála“, segir Vignir. „Við vorum búin að ræða þetta stundum, langaði til að láta gifta okkur enda ástfangin og ánægð með lífið. Mér fannst þetta einmitt vera staðurinn í bústaðnum á Hreðavatni. Það var nefnilega ein- mitt þarna sem við hittumst á balli og hlutirnir fór að gerast.“ Það má segja að síðan hafi þau verið óað- skiljanleg . „Móðursystir mín eignar sér heiðurinn að því að við skyldum kynnast því hún ýtti mér og vinkonu minni á ball um árið þegar við vor- um staddar í bústað með henni og við létum okkur hafa það að ganga í spariskónum nokkra kílómetra. Þar hitti ég Vigni svona fyrir al- vöru“, segir Ásgerður.“ Stóðu sjálf í öllum undirbúningi Brúðkaupið sáu þau um sjálf Ásgerður og Vignir að öllu leyti. Þau fengu að vísu ráðleggingar hjá Hildigunni Johnson en hún hefur gert töluvert að því að aðstoða hjónaefni við undirbúninginn. „Það var mjög gott að leita til hennar því hún benti okkur á nýjar leiðir með undirbúninginn. Við höfð- um í upphafi verið að passa að und- irbúa veisluna þannig að gestunum liði sem best og þeir yrðu sem ánægðastir. Hildigunnur stakk hins- vegar upp á að við breyttum hugs- unarhættinum, þetta væri okkar dagur og við ættum að hafa hann eins og okkur langaði til. Við tókum hana á orðinu og skipulögðum brúð- kaupið og veisluna með þetta að leiðarijósi. Brúðkaupsdagurinn okk- ar er eins og við viljum hafa hann fyrir okkur. Gestirnir koma síðan og gleðjast með okkur. Fyrst ætluð- um við að hafa kalt hlaðborð en þá spurði Hildigunnur: „Hvað finnst ykkur gott?“ Þá kom ekkert annað en grillmatur til greina", segir Ás- gerður. Hún segist síðan hafa haft ákveðnar skoðanir á því hvað ætti að vera með grillmatnum og kokk- arnir hefðu séð að lítið þýddi að vera með einhveijar mótbárur. Mér fínnast marsípantertur og kransakökur vondar og því báðum við Jóhannes Felixson að búa til fyrir okkur englaköku sem er súkk- ulaðikaka með rommi og hún ofsa- lega góð“, segir hún. Perlur og pijál passa ekki Ásgerður vildi hafa kjólinn sinn einfaldan og hún var í síðum og beinum silkikjól með léttum jakka yfir. „Perlur og pijál hæfa mér ekki. Ég vildi því hafa vöndinn minn sem náttúrulegastan og rósirnar eru appelsínugular og síðan voru notað- ar ýmsar jurtir úr náttúrunni í hann. Bergflétta fannst okkur passa vel með útigrillinu og því var mikið skreytt með_ henni í veislunni. Vinkona Ásgerðar flaug heim frá Noregi til að vera svaramaður. „Það var mikilvægt fyrir mig að hafa Helgu Bjartsdóttur vinkonu mína sem svaramann og hún ákvað bara að skella sér heim en hún býr í Noregi. Þetta kallar maður sko vini“, segir hún og leggur áherslu á hvert orð. Synirnir Róbert og Theódór voru hringaberar og brúð- arsveinar og eftir brúðkaup var ekið til ljósmyndarans í eldrauðum Chervolet Bel Air árgerð 1957 takk fynr. í veislunni var líf og fjör, brúð- guminn sem leikur á gítar og banjó með Pöpunum tróð upp með bróður sínúm og föður sem báðir spila á hljóðfæri og hljómsveitin Hálft í hvoru lék fyrir dansi þegar leið á veisluna. Brúðhjónin höfðu að ráði Hildigunnar útbúið ýmsar fleygar setningar um hjónabandið sem fest- ar voru í augnhæð á salernum og víðar. Brúðhjónin létu sig hverfa í lok veislunnar þegar hæst lét . Spakmœli Hundrað karlar geta myndað herbóðir en það þarf eina konu til að skapa heimili kínverskt spakmæli Þrá er sauðkindin en hvað er það á móts við kvenkindina. Halldór Laxness: Sjálfstætt fóik (Bjartur) Guð hjálpi þeim sem vill ekki giftast fyrr en hann rekst á fullkomna konu. Guð hjálpi honum þó enn betur ef hann skyldi finna hana. Ben Tillet Kvæntur maður ætti að gleyma mistökum sinum, það er engin þörf á að tvær mann- eskjur muni alltaf það sama. Dewal Ó þó lýónaband. Enn einn sig- ur vonarinnar yfir reynslunni. Johnson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.