Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 5

Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 B 5 FRÉTTIR Setberg veitir viðurkenningar KIWANISKLÚBBURINN Set- berg, Garðabæ, hefur undanfar- in ár veitt nemendum í Garðabæ viðurkenningar fyrir góðan árangur í íslensku. I ár eru veitt- ar viðurkenningar til nemenda sem voru að ljúka prófi úr Hofstaðaskóla, Flataskóla og Garðaskóla. Frá afhendingu viðurkenn- inganna í Hofsstaðaskóla: Hilmar Ingólfsson skólastjóri, Matthías Guðmundur Péturs- son, Ragnheiður Gröndal, Huld Hafsteinsdóttir, Steinþór Eyþórsson og Sigurveig Sæmundsdóttir aðstoðarskóla- stjóri. IO/Intranet með beina útsendingu frá Ríkis- útvarpinu á alnetið IO/INTRANET, Intís og Ríkisút- varpið hafa tekið höndum saman um að gera Islendingum nær og fjær kleift að hlusta á dagskrá RÚV í gegnum alnetið. Sendingar eru þegar hafnar og mun verða sent út allan sólahringinn fram yfir 17. júní. Þetta er sérstaklega skemmti- legt fyrir þá íslendinga sem búa erlendis vegna þess að nú geta þeir fylgst með hátíðarhöldunum 17. júní í gegnum tölvur sinar. Þeir íslendingar erlendis sem hafa átt í vandræðum með að ná útsending- um RÚV í gegnum stuttbylgju geta nú hlustað á ijallkonuna í beinni útsendingu, hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Tilraunaútsendingar hafa staðið yfir um nokkurt skeið á fréttum frá Ríkisútvarpinu, og hafa viðbrögð Islendinga erlendis verið einstak- iega góð. Sérstaklega hafa Vestur- Islendingar verið ánægðir, því þeir hafa ekki svo mörg tækifæri til þess að heyra íslenskuna talaða. IO/Intranet eru engir nýgræð- ingar í beinum útsendingum á al- netið. Fyrirtækið hefur áður sent út margmiðlunarhátíðina Drápu sem var fyrsta beina myndútsend- ingin á alnetið frá íslandi. Og í samvinnu við útvarpsstöðina X-ið var sent út frá útgáfutónleikum veftímaritsins Decode á Ingólfstorgi 1. júní síðastliðinn. Það var fyrsta beina hljóðútsendingin frá íslandi. Slóðin inn á beinu útsendinguna sem er nú þegar í gangi er http://this.is/live FORELDRAREKINN Hljl . ' Sr BB LEIKSKÓLI í MIÐBÆNUM picnr^iwa hefur laus heilsdagspláss fyrir stúlkur á aldrinum 3-5 ára. Leikskólinn starfar eftir uppeldishugmynd sem byggist á einfaldleika, skýru og rólegu umhverfi, einbeitingu og friði. ímyndun, sköpun og skynjun barnanna sjálfra er í fyrirrúmi. Skýr og skipulögð dagskrá og aldurs- og kynjaskipting hluta úr degi, er ein leiðanna til að gefa hverju barni kost á námi og leik í jafningjahópi. Upplýsingar veitir Sólrún í síma 552 3277. -kjarni málsins! Hamlbók garöeigaiulans 1996/1997 48 síðna hugmyndabæklingur með vörunum frá BM»Vallá fyrir garðinn þinn. Komdu við eða hringdu í síma 577 4200 (grænt númer 800 4200) og fáðu sent eintak - þér að kostnaðarlausu. Netfang: bmvalla.sala@skima.is BM-VALLA Breiðhöfða 3 112 Reykjavík. Forsetafram- bjóðendur tala í Kvenna- kirkjunni KVENNAKIRKJAN heldur upp á kvenréttindadaginn með messu í Seltj arnarneskirkj u miðvikudaginn 19. júní kl. 20.30. Forsetaframbjóðendurnir Guð- rún Agnarsdóttir og Guðrún Péturs- dóttir tala um lífsgildi, trú og kon- ur. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir fjytur stutta predikun. Anna Pálína Árnadóttir syngur við_ undirleik Gunnar Gunnarssonar. Ásdís Þórð- ardóttir leikur á trompet. Kór Kvennakirkjunnar syngur undir stjórn Bjarneyjar I. Gunnlaugsdótt- ur við undirleik Mörtu Hlínar Magnadóttur. Kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu. -----»-■».♦---- Gróðursetning* í Heiðmörk FARIÐ verður í gróðursetningarferð á vegum Kvenréttindafélags Islands miðvikudaginn 19. júní kl. 16. Þátttakendum er boðið í vorbiót á Hallveigarstöðum að lokinni ferð. Áhugasemir félagar eru beðnir um að skrá sig á skrifstofunni og fá upplýsingar um staðsetningu gróð- urreits félagsins í Heiðmörk. Verðið stenst allan samanburð Honda Accord 1.8i er búinn 115 hestafla 16 ventla vél meö tölvustýrðri fjölinnsprautun. Upptak er 11.3 sek. í 100 km/klst. meðan eyðslan við stöðugan 90 km. hraða er aðeins 6,6 lítrar á 100 km. Honda Accord 1.8i er búinn loftpúða í stýri, rafdrifnum rúðuvindum og loftneti, vökva- og veltistýri, þjófavörn, samlæsingum, útvarp/segulbandi og bremsuljósi (afturrúöu. Styrktarbitar eru í huröum. Lengd: 468,5 cm. Breidd: 172 cm. Hjólhaf: 272 cm. Honda Accord 2.0i LS er búinn 131 hestafla vól, ABS-bremsukerfi, tvöföldum loftpúða, 4 gíra sjálfskiptingu ásamt fjölmörgum öðrum kostum. Verðið er aðeins 2.185.000,- á götuna. Tveggja ára alhliða ábyrgð fylgir öllum nýjum Honda bifreiðum og þriggja ára ábyrgð er á lakki. Tökum aðra bíla uppí sem greiöslu og lánum restina til allt að fimm ára. 1.734.000,- (H VATNAGARÐAR24 S: 568 9900 Margfaldur verðlaunabíll sameinar glœsilegt útlit, óviðjafnanlega aksturseiginleika, ríkulegan staðalbúnað, mikil gC&ðÍ og einstaka hagkvœmni ■ rekstn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.