Morgunblaðið - 16.06.1996, Qupperneq 10
10 B SUNNUDÁGUR 16. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Tilbúin
skekkja
Skoðanakann-
anir birtast nú
títt um meint fylgi
forsetaframbjóð-
enda og eru þraut-
nýttar þótt stórt hlutfall svari
ekki. í þessu er önnur skekkja.
Eldri kjósendur en 75 ára eru
óhreinu bömin, útilokaðir í úr-
takinu. Þó kýs þetta fólk engu
síður en aðrir. Er jafnvel dug-
legra við að nýta þessi mannrétt-
indi sín. Fyrir utan dónaskapinn
við fólk með kosningarétt, þá
er þetta tilbúin skekkja. í þetta
sinn spyija flestir 18-75 ára
kjósendur, en þar fyrir ofan eru
6,9% kjósenda, samkvæmt
tölum Hagstofunnar. Tíu pró-
sent kjósenda eru eldri en sjö-
tugir.
I könnunum eru iðulega ekki
teknir með þeir sem komnir eru
yfir 67 ára aldur, en sá hópur
er hvorki meira né minna en
13,8% af kosningabæru fólki. í
símakönnunum eins og hjá DV
er þó sá spurður álits
sem svarar burt séð
frá aldri.
Þegar grennslast
var fyrir um þetta
furðulega tiltæki
könnunarfyrirtækj-
anna, sem hlýtur að
skekkja útkomuna
hvemig sem úrtakið
er unnið, fengust þau
svör að svona hefði
þetta bara alltaf ver-
ið. Líklega komið frá
útlöndum. En þegar
ofan í það var farið kom fram
að stór þáttur í þessu er að sama
könnun er nýtt til að spyija um
alls óskyld efni. Þar ráði auglýs-
endur ferðinni, telji sig líklega
ekkert varða um aldraða við-
skiptavini. Það er úreltur hugs-
unarháttur síðan fáir urðu svona
aldraðir. Bandaríkjamenn eru
löngu búnir að átta sig á því að
einmitt eldra fólkið eru góðir
viðskiptavinir. Hefur þá oft
rýmri ú’árráð og tíma til að eyða
í ferðalög og tómstundagaman,
punta sig, bjóða fólki og gefa
gjafir. Og það er ekki að borga
skuldir eða er atvinnulaust.
Tryggustu gestir á menningar-
atburði svo sem tónleika og leik-
hús eru t.d. eldra fólk, einkum
eldri konur. Með örri fjölgun
aldraðra er sá markaður orðinn
mikill og gróðavænlegur. Sumir
auglýsendur hér virðast a.m.k.
vilja selja þessu fólki, því póst-
kassamir í háhýsum þar sem
eldri borgarar búa em alltaf
troðfullir af rándýram litprent-
uðum auglýsingabæklingum um
aðskiljanlegan varning og sértil-
boð. Þeir auglýsendur vilja
væntanlega kanna hvað þetta
fólk vill kaupa. I landinu era um
20 þúsund manns yfir sjötugt
og reiknað með að á næstu áram
muni þeim snarfjölga, mest fólki
yfir 85 ára.
Hér á íslandi sýnir styrkur
aldraðra sig kannski einna best
í því að stjómvöld virðast helst
finna hjá þessum aldurshópi
matarholur í skattheimtuna
þegar harðnar á dalnum hjá
aumingja ríkissjóði, sbr. aðferð-
irnar við tvísköttun lífeyrissjóð-
anna og skattinn á spariféð.
Yfirleitt þykir ekki við hæfi að
sýna þeim sem maður ætlar að
hafa eitthvað út úr dónaskap.
Þessi dónaskapur við kjósendur
að afskrifa þá og skoðanir
þeirra fyrirfram er þeim mun
furðulegri. Frambjóðendurnir
munu áreiðanlega ekki fúlsa við
atkvæðum þessa fólks. I grein
Gárur
eftir Elínu Pálmadóttur
í Mbl. síðasta
sunnudag hefur
Inga Huld eftir
hjúkrunarfræðingi
og djákna á öldr-
unarlæknigadeild að henni finn-
ist skelfilegt þegar talað sé við
fólk með 80-90 ára vinnu og
reynslu að baki eins og óvita.
Þeir sem kaupa skoðanakann-
anir nálgast þessa kjósendur
vitanlega af slíku virðingar-
leysi. Er verið að gefa í skyn
að setja megi hámarksaldur á
kjósendur? Það er kannski ráð
áður en þeir verða svo margir
að þeir geta varið sig með at-
kvæðum sínum. Þegar litið var
yfir litríkt línurit yfir sumarlok-
anir spítala 1996 í blaðinu var
óneitanlega dulítið sláandi hve
stórt hlutfall af þeim deildum
sem lengst verður lokað, alveg
eða næstum til áramóta, eru
öldranar- og hjúkrunardeildir
aldraðra.
Allt samfélagið úir og grúir
af hefðbundnum klissíum varð-
andi eldri borgara þessa lands.
Einna vitlausust virðist samt sú
að þeir hafí ekki skoðun á því
hvemig þeir vilji veija atkvæði
sínu eða að það skipti ekki máli
á kosningadag. Það gamla fólk
sem ég hefi rætt við um forseta-
frambjóðendur að undanfömu
eru einmitt þeir sem vita og
muna hvemig viðkomandi hefur
komið fram og hvað sýnt af sér
hingað til. Þekkja dæmi til hróss
eða lasts, velta því fyrir sér þeg-
ar þeir spá í hugsanleg viðbrögð
framtíðarforseta og traust á
honum. Vitanlega er það gegn-
særra hjá þeim frambjóðendum
sem verið hafa í pólitík á opin-
berum vettvangi. En lýðræðið
er sagt byggja á því að stjóm-
málamenn eigi, með réttu eða
röngu, að standa og falla með
gerðum sínum í kosningum. Þar
dæmi kjósendur verk þeirra.
Þetta er vinsæl klissía og óvíst
að lýðræðið virki þannig í raun.
En kjarni málsins er að ekki er
búið að setja gamalt fólk út af
kjörskrá ennþá og kannski
stappar svona dónaskapur bara
stálinu í það að fara á kjörstað
hvað sem tautar og raular og
halda reisn sinni með því að
sýna að enn verður að reikna
með því. Það láti ekki þegjandi
og hljóðalaust slá sig út úr sam-
félaginu. Það getur orðið ofan
á, því sá ku hlæja best sem síð-
ast hlær og öldruðum fjölgar
mest.
Annars virðist umheimurinn
vera farinn að átta sig á því að
kerfíð, þar sem öldraðum er
bara ýtt af sviðinu án þess að
þeir hafi nokkuð um það að
segja, sé ekki í lagi. Það er sí-
fellt meira til umfjöllunar í ræðu,
riti, í leikritum og kvikmyndum,
sbr. nýleg leikrit Jónasar Áma-
sonar og Súsönnu Svavarsdóttur
og hollenskan myndaflokk um
mannleg samskipti á efri áram,
sem þessa dagana er í sjónvarp-
inu.
MANNLIFSSTRAUMAR
TÆKNI/ Erhægt að hreyta okkur í bylgju?
Um efiii og bylgjur
EFNISFYRIRBRIGÐI era ekki öll þar sem þau era séð.
Segja má að deila um innsta eðli þeirra heijist á milli eðlis-
fræðinganna Isac Newtons og hins hollenska Cristians
Huygens á átjándu öld. Hinn fyrmefndi leit á ljósið sem
agnir, hinn síðamefndi sem bylgjur. Við fyrstu sýn virðist
sem þetta sé ein fárra deilna sem Newton hefur tapað, því
að Englendingurinn Thomas Yong framkvæmdi tilraun árið
1801 sem sýndi að það væri bylgur. Ljós gat slökkt sjálft
sig eins og bylgjur gera ef öldutoppur mætir öldudal. Alla
nítjándu öldina stendur Huygens uppi sem sigurvegari deil-
unnar. Uns að um aldamót era menn að athuga endurkast
ljóss frá málmyfírborði, og fá niðurstöður ósamrýmanlegar
bylgjuhugtakinu. Það er hinn ungi Albert Einstein sem leys-
ir úr gátunni, og slær föstu að ljós geti haft agnareigin-
leika. Ekki að það sé agnir almennt, heldu að í þessu sér-
staka samhengi komi eindareiginleikinn fram. Fyrir þessa
útskýringu, sem stendurtil hliðar við annað sem Einstein
gerði, fékk hann Nóbelsverðlaunin, en ekki fyrir hið mikla
meginverk sitt, afstæðiskenninguna.
Þetta er ein af fyrstu fæðingar-
hríðum skammtafræðinnar,
sem Einstein lagði minna af mörk-
um til en margir aðrir. Skammta-
kenningin er fráleitt verks nokkurs
eins manns. En
franski greifinn
de Broglie (Les:
Dubroj) setur um
1920 fram við-
snúna kenningu:
Rétt eins og það
sem talið var
bylgjur getur
hegðað sér eins
og sér eins og
agnir í ákveðnu samhengi, geti
það sem talið var eindir hagar sér
eins og bylgjur. Seint á þriðja ára-
tugnum glæpast eðlisfræðingamir
eftir Egil
Egilsson
C.J. Davisson og L.H.
Germer á að gera til-
raun sem leiðir í ljós
að rafeindir geti hagað
sér eins og bylgjur.
Þetta er ein þeirra til-
rauna sem tókust fyrir
„óheppni", nefnilega
þá að það kviknaði í
tilraunastofunni.
Málmsýnið hitnaði.
Það var sú meðferð
sem þurfti til að
bylgjueiginleikarnir
kæmu fram.
Segja má að þetta séu grófír
megindrættir hinnar miklu þróun-
ar nútíma skammtafræði, sem
verður að telja helstu forsendu
tækniframfara aldarinnar. Sú
EF UÓSBYLGJUR frá tveimur raufum
falla á skjá, myndast víxlmynstur. Þar
sem toppur einnar bylgju mætir dal ann-
arrar verður myrkur. Þar sem toppur
mætir toppi verður (jós.
fræðigrein er lykill að skilningi á
rafeiginleikum fastra efna, sem
era aftur undirstaða tölvutækni,
fjarskiptatækni, gagnavinnslu og
-geymslu, ásamt því að tölvur
/Er hcegt að auka líkumar á heppnt?
Hugsað um heppni
Aristóteles nefndi heppnina sem þátt í lífshamingjunni. Þrátt fyrir dyggð-
ugt lífemi, þekkingu, volduga vini og blómlega ást yrði heppnin að fylgja
með. Happ virðist vera tilviljunarkennt enda er talað um einskæra og
algera heppni. Heppni getur líka virst óþörf skýring, en er hún það?
Er hún ef til vill ekki til?
ÞAÐ ER eins og heppnin fylgi
sumum mönnum ævina alla,
aðrir búa við ólánið þrátt fyrir
góða greind. Til eru dæmi um fólk
sem hefur öðlast hamingju - en
■mBMi svo snýst ham-
ingjuhjólið við og
það byijar að
missa allt eins og
Job í Jobsbók
Gamla testament-
is, sem glataði
blessun guðs.
Skýringin er hul-
eftir Gunnar
Hersvein
ín.
Aðrir sigla lygnan sjó lífíð á
enda. Þeir fá það sem þeir þrá, og
heppnast iðulega ætlunarverk sín.
Ef til vill búa heppnir sig betur
undir lífíð, gera fleiri ráðstafanir
og hreinlega vinna betur að mark-
miðum sínum í lífínu en hinir
óheppnu. Aðrir segja síðan við þá:
„Þú varst aldeilis heppinn af fá
starfið," - eða annað sem þeir
kepptu að.
Einkunnir í skóla era að sára-
litlu leyti háðar heppni. Bak við
háar einkunnir er vinna og góð
greind, bak við lágar að minnsta
kosti leti og áhugaleysi. Heppni í
prófum er vart mælanleg. En gild-
ir það sama í lífínu?
Imyndum okkur tvo menn sem
báðir hafa góða greind, áhuga og
era vinnusamir. Báðir ná góðum
árangri í vinnu og fá það sem þeir
keppa að til dæmis fjölskyldu og
möguleika til að leyfa sér margt í
lífinu. Báðir telja sig hamingju-
sama. Þeir era heiðarlegir og
leggja stund á dyggðugt líferni.
En nú fer ólánið að elta annan
þeirra á röndum. Svikahrappur í
fyrirtækinu setur það á hausinn,
og hann verður atvinnulaus, konan
hans verður ástfangin af öðram
manni, bömin lenda í slæmum fé-
lagsskap. Byggingafélagið sem
hann keypti íbúð af sendir himin-
háa bakreikninga. Bílnum hans er
stolið.
Með öðram orðum, allt snýst á
verri veg án sjáanlegrar ástæðu
hjá góðum og gildum manni. Eða
var hann ef til vill ekki vakandi á
verðinum?
Hinn maðurinn heldur áfram
veg heppninnar allt sitt líf eins og
hann sé með töfrasprota í höndun-
um. Samt er hann að engu leyti
ólíkur hinum. Hann er sagður
heppinn, hinn óheppinn og eina
skiljanlega skýringin er að um til-
viljun sé að ræða sem hvorugur
hefur neitt um að segja.
Óheppni maðurinn getur farið
með æðraleysibænina. Hann gat
ekki ráðið því sem gerðist, hann
gerði ávallt sitt besta eins og hinn
heppni. Atburðimir vora ekki á
hans valdi. Hann var bara óhepp-
inn.
Menn geta látið lífíð vegna
óheppni eða án ástæðu og af
hreinni tilviljun. Að keyra bíl í
umferðinni er áhætta og það er
ekki nóg að vera öruggur og góður
bílstjóri. Aðstæður geta skapast í
umferðinni sem enginn ræður við.
ÓHEPPNI og heppni.
Blindbylur skellur á, eða einhver
bílstjóri missir stjóm á bifreið sinni
og veldur slysi.
Samt er alltaf hægt að verða
fyrir hundaheppni og vinna í happ-
drætti eða lottói, einhveijir hljóta
alltaf að vinna pottinn og það get-
ur jafnvel breytt lífi fólks, stundum
til betri vegar og stundum til verri
ef þeir hafa ekki vit til að höndla
heppnina og græðgin nær tökum
á þeim eins og fjölskyldunni í Eng-
landi sem vann í lottói, sem leiddi
til morðs vegna deilna um skipting-
una. Heppni krefst þroska.
En hvernig lifir hin heppna
manneskja? Hún er Iukkunnar
pamfíll í einu orði sagt. Allt sem
hún tekur sér fyrir hendur heppn-
ast. Hún fæðist í friðsömu landi,
fæðist inn í vandamálalausa fjöl-
skyldu sem hefur þroskandi áhuga-
mál, elst upp við ást og umhyggju.