Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 B 11
leysa flóknari verk en mannsheil-
inn ræður við.
Frumherjar skammtafræðinnar
(N Bohr o.fl.) sýndu fram á að
tvíeðlið (þ.e. annarsvegar bylgju-
eiginleikar en hinsvegar eindaeig-
inleikar) útilokuðu hvor annan.
Við mælikringumstæður sem
framkalla bylgjuhliðina hverfur
eindahliðin og öfugt. Þannig er
ekki nein innri mótsögn. Ef við
skoðum pappírsblað sem er blautt
öðrum megin, en rautt hinum
megin má segja að pappírinn sé
hvorki blautur né rauður í heild.
Ef við skoðum aðra hliðina á úti-
lokum við jafnframt skoðun hinnar
hliðarinnar. Kannski má segja að
pappírinn sé blauður, skoðaður
sem heild.
(Þessi texti hér að ofan var
prentaður í Mbl. fyrir nokkrum
árum en misfórst á einhveiju stigi.
Þar var einnig eftirfarandi örleik-
rit:
Barnið: Pabbi, er rafeindin ögn?
Pabbi: Já skinnið mitt.
Barnið: Pabbi, er rafeindin
bylgja?
Pabbi: Já, hróið mitt.
Barnið: Pabbi, hvað er rafeind?
Pabbi: Hún er öglja, krúttið
mitt.)
Bylgjueiginleika efnis er því
erfiðara að sýna fram á sem eind-
in hefur meiri massa. Þannig eru
afar litlar líkur á að yfírritaður
leysist upp í bylgjuformi. Þær
eindir sem einkum hefur verið
hægt að sýna fram á bylgjuhliðina
á eru hinar hefðbundnu öreindir,
rafeindir, róteindir o.þ.h. En ný-
lega tókst vísindamönnum við
M.I.T. í Bandaríkjunum að sýna
fram á bylgjueiginleika heilla natr-
ínfrumeinda, og er það mikið afrek
í sjálfu sér. En í grundvallaratrið-
um ætti ekki að vera útilokað að
maður leysist upp í formi bylgna.
MANNLÍFSSTRAUMAR
ÞfÓÐLÍFSÞANKAR /Ergarbvinna mannbœtandi?
Skaðinn skal vera hdll
n
eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur
EG VELTI líka fyrir mér nauð-
syn ákveðinnar reglufestu ef
allar plöntur garðsins eiga að fá
að njóta sín. Sumum plöntum
hættir til að breiða úr sér, eins
og fyrrgreindum
runnum, öðrum
að sá sér þar sem
þeirra er ekki ósk-
að og sumar
plöntur eru svo
frekar á næringu
að nágrannar
þeirra veslast upp
og deyja. Ef garð-
urinn væri látinn óáreittur myndu
margar plöntur lognast út af, eink-
um þær fíngerðu og viðkvæmu.
Þær kraftmiklu og harðgeru
myndu hins vegar ryðja sér til
rúms í æ frekari mæli og kannski
myndi ein eða tvær loks hrósa sigri
að mestu á viðkomandi svæði. En
vissulega væri mikils misst fyrir
þá sem ætla sér að njóta fegurðar
garðsins. Flóran þar yrði harla
fátækleg ef hið óhefta frumskóg-
arlögmál fengi að ráða.
Sama máli virðist mér gegna
um samfélag manna. Fólk er að
vissu leyti líkt og plöntur. Sumir
eru harðgerir og kraftmiklir en
aðrir eru viðkvæmir og pasturslitl-
ir. Þessi munur er kannski orðinn
enn meiri í dag en hann var áður
fyrr. Læknavísindin sjá svo um
að nú lifa margir einstaklingar
sem áður hefðu ekki komist á legg.
Góður garðyrkjumaður reynir að
skýla viðkvæmum plöntum á
fyrsta vaxtarskeiði. Eins er þetta
ÉG LEIGÐI mér garðklippur um daginn til þess að klippa nokkur göm-
ul tré og úr sér sprottna runna. Þeir voru orðnir svo fyrirferðarmiklir
í garðinum að þeir voru beinlínis fjandsamlegir þeim plöntum sem uxu
í námunda við þá. Þeir einokuðu augljóslega bæði ljós og næringu í
krafti ofvaxtar síns. Meðan ég var að saxa niður runnanna með hávaða-
samri vélsöginni hugsaði ég um garðinn og mannleg samfélög. Þar er
greinileg samsvörun á milli. Þegar eitt samfélag fer að seilast til lífsrým-
is á kostnað nágranna sinna kemur staðgengill vélsagarinnar oft til
skjalanna, t.d. í formi styijalda.
með öll börn. Það þarf að veita
þeim gott skjól á fyrstu árunum.
Ef þess er gætt að hlúa vel að litl-
um tjáplöntum og veita þeim gott
skjól þá vaxa þær upp beinvaxnar
á traustum stofni og standa vel
af sér stríða storma í hretviðrum
lífsins.
í skipulagningu garða er mikil-
vægt að hver planta fái rúm þar
sem hún fær þörfum sínum full-
nægt, hvað birtuskilyrði og jarð-
veg snertir. Skrúðgarðaarkitektar
kunna vel þau fræði og þeir kunna
að skipuleggja garða þannig að
alltaf standi einhver planta í
skrúða allt sumarið og tekur þá
ein við af annarri að blómgvast. í
mannlegu samfélagi er svona
skipulagning ekki alltaf auðsæ,
en hún er að vissu leyti fyrir hendi.
Við veitum styrkjum til þeirra sem
eru að vinna að einhveiju sem
ekki er harðgert og ryðst áfram.
Við reynum að leyfa hinu við-
kvæma að vera til og fá sitt vaxt-
arrými, það er einn angi af sið-
menningu og við styðjum við bak-
ið á þeim sem minna mega sín.
Það köllum við velferðarkerfi. Ef
garðurinn er skoðaður sést að
stuðningurinn við minni máttar er
nauðsynlegur. Ef viðkvæmu plönt-
unum væri ekki skýlt og sinnt
myndu þær deyja. Eins færi fyrir
viðkvæmu mannfólki. Við ættum
því ekki að ganga of nærri velferð-
arkerfínu, ef það myndi missa
starfshæfni sína myndu skjólstæð-
ingar þess veslast upp. Og þótt
þeir séu til sem ekki myndu gráta
það eru hinir margfalt fleiri sem
myndu sakna þessa fíngerða og
viðkvæma gróðurs úr flóru mann-
félagsgarðsins.
Það er sagt mannbætandi að
stunda garðyrkjustörf. Það er nú
kannski meira álitamál en í fljótu
bragði virðist. Garðyrkjumaðurinn
gerir ýmislegt sem ekki er strangt
til tekið neitt fallegt að gera -
jafnvel samviskuspursmál. Svo
sem að klippa niður og skera burt
tré, runna og blómplöntur. Það
má að vissu leyti flokka það undir
miskunnarleysi að sneiða niður
safamiklar greinar en á hinn bóg-
inn er þetta nauðsynlegt til þess
að viðkomandi planta komist til
æskilegs þroska og að hinar plönt-
urnar í garðinum kafni ekki.
Einnig í mannfélaginu verður
að halda jafnvægi milli hinna
ýmsu viðkvæmu starfs- og list-
greina til dæmis. Það er ekki
hægt að veita einni þeirra brautar-
gengi á kostnað hinna nema að
hætta um leið á að þær síðartöldu
gjaldi mikið afhroð. Ég hallast að
því að það sem sé mannbætandi
við garðyrkjustörfin sé það næði
sem þau gefa til þess að vera með
sjálfum sér og íhuga hinar ýmsu
hliðar tilverunnar. Meðan ég tíndi
saman allar föllnu greinamar, sem
ég og vélsögin höfðum af full-
komnu miskunnarleysi dæmt til
dauða, þessa fjandmenn þeirra
plantna sem áður hírðust í skugga
þeirra, orti ég kvæði um atferli
mitt í garðinum, með örlítilli vísan
til hins mannlega samfélags:
Um daginn leigði ég garðklippur og „gik“
síðan „amok“
og gömlu trén fengu um sárt að binda.
Ég sagði hátt við sjálfa mig: „ekkert „slugs“
og „fokk“,
svona á ekki að gera til málamynda."
Með flugbeittri egginni fleygaði ég af
fagurgræna sprota beijarunna
og stytti þar með lífið sem guð þeim áður
gaf.
Sú gjöf er það sem flestir heitast unna.
Mín fyrirmynd var Furstinn, hið foma fræði-
rit
er færði í letur Macciavelli sjálfur.
„Ef þarftu að skaða óvin þá skaltu nota vit
og skaðinn skal vera heill en ekki hálfur.“
Nemur hjá bestu kennurunum,
kynnist heilsusamlegri lífsspeki,
ratar á góðan vinnustað og
vinnufélaga, eignast hugsandi vini,
giftist skilningsríkum maka sem
leyfir henni að njóta sín sem per-
sónu, þekkir hjálpsama kunningja
sem opna möguleika.
Hún leggur að auki stund á
sjálfsaga og nær tökum á ástríðum
sínum. Veit hvað hún á að forð-
ast, veit hvað hún vill og hvernig
hún getur náð markmiðum sínum.
Hún er í einu orði sagt hamingju-
hrólfur og lifír eins og líf hennar
sé blessað frá byijun til enda. Öll
bömin verða að mönnum og barna-
börnin líka.
Svona manneskjur eru til og það
er eins og allar hindranir forðist
þær. Ekkert illt hendir, samt er
eins og þær skilji heiminn og þján-
inguna og hafí samúð með þeim
sem hún dynur á og geri jafnvel
eitthvað til að hjálpa þeim.
Þetta er heppnin, að allflestar
tilviljanir séu manneskjunni í
hag. En er þá ekkert hægt að
gera til að auka líkurnar á heppni
í lífinu?
ímyndum okkur aftur tvo menn.
Annar er eins og hestur á kappreið-
um með hlífar beggja megin við
augun. Hann sér ekki til allra átta
og er þar af leiðandi ekki opinn
fyrir möguleikunum í lífinu.
Hinn er tilbúinn og viðbúinn.
Hann temur sér víðsýni og er leit-
andi. Hann er heppinn vegna þess
að hann er undirbúinn. Hann býst
við að eitthvað gerist, setur sér
raunhæf markmið og stekkur á
tækifæri sem er í seilingarfjar-
lægð. Hins vegar fer það framhjá
þeim fyrmefnda vegna þess að
hann kemur ekki auga á það. Þetta
er eina leiðin til að vera líklegri
til að vera heppinn: Að vaka á
verðinum til að sjá gæsina og grípa
hana meðan hún gefst.
Speki: Heppnin birtist hjá þeim
sem sjá möguleikana og búa sig
vel áður en rétta færið gefst
Kínverskt veitingahús
Nýbýlavegi 20, Kópavogi,
sími 554 5022, fax 554 2333
Takið með heim:
5 rétta máltíð kr. 1.100
2ja rétta máltíð kr. 790
Borðað á staðnum:
5 rétta máltíð kr. 1.250
Gerum tilboð í veislur.
Frí heimsending um helgar
Sýnir“simanumer: serr
hringt er úr hvort[sem |
ert heima eða að heinjl
GeVmir 55 símanúméi
Síðumúla 37 -108 Reykjavík
Síml 588- 2800 - Fax 568-7447
• Árangursrík fitubrennslu leikfimi
3-6 sinnum ( viku.
m Vigtun vikulega
m cm. mælingar
m Persónuteg ráðgjöf um matarœði
m Matardagbœkur
• Mappa meðfróðlegum upplýsingum
m ílppskriftarbœklingur
m Verðíaun vikulega fyrir ástundun
m Takmarkaður fjöidi í hvern hóp
Margrét Sœvardóttir fór d Átaksnámskeu) ( september sítiastliðnum
og hefur nú lostiað við 25 kg þar eð hálft tU eitt kg á viku.
Systir hennar Hugrúri Sœvarsdóttir hefur einnig náð góðum árangri.
Hún hefur lést um 8 kg d námskeiði okkar.
"Gotl aðhald, hreyfing og skynsamlegt matarœði er allt sem þarf'.
S UIKNÁ ÁZANCjUZSm
FnumNNsmÁMsmÐ
W/MfÆífcíW mMT 24. J ÚMÍ
Skráning og nánari upplýsingar í
síma 565-2212.
Morgun og kvöldtímar. Frí
barnagœsla fyrir morguntíma.
Verð: 5.900,-.
1LTDT7QQ
ru*. r' ,\ )
LTKAMSRÆKT OG LJÓS
BÆJARHRAUNI 4/VIÐ KEFLAVÍKURVEGINN/SÍMI 565 2212