Morgunblaðið - 16.06.1996, Qupperneq 12
12 B SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYIMDIR
w jr
IBIO
U"* RVALIÐ I kvik-
myndahúsum
borgarinnar er ágætt.
Sérstaka athygli hefur
vakið breska myndin
Trufluð tilvera eða
„Trainspotting", ein-
staklega mögnuð lýs-
ing á lífi heróínfíkla í
Edinborg eftir Danny
Boyie þann sama og
gerði „Shaliow Grave“;
er pst að þarna er
komið efni í stórfínan
kvikmyndagerðar-
mann sem gefur Mike
Leigh og Ken Loach
ekkert eftir. Fuglabúr
Mike Nichols er dægi-
legasta stundar-
skemmtun sem á nokk-
uð sameiginiegt með
frönsku fyrirmyndinni
er naut geysilegra vin-
sælda í Tónabíói fyrir
tveimur áratugum eða
svo. Dauðadæmdir f
Denver er góð maflu-
mynd um vináttu og
tryggð og furðufugla í
undirheimum Denver-
borgar og Ai Pacino
minnir á Guðföðurinn
í pólitíska samsær-
istryiiinum Spíllingu
eða „City Hall“.
Þetta er nokkrar
myndir sem vert er að
gefa gaum.
Hver var þessi María?
Undan straumi sögunnar
EINAR Heimisson, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður,
mun hefja tökur á sinni fyrstu bíómynd í fullri lengd um
mánaðamótin ágúst-september næstkomandi. Myndin heitir
María og verður tekin bæði á íslandi og í Þýskalandi með
þýskum og íslenskum leikurum og býst Einar við að hún
verði frumsýnd snemma á næsta ári. Hún fjallar um þýska
konu sem kemur til íslands eftir seinna stríð og gerist vinnu-
kona í sveit.
ÁHUGI á sögulegum myndum; Einar Heimisson.
Mikill styrkur fyrir myndina; Barbara Auer, sem fer með hlutverk Maríu.
INNBROT í fangelsi;
Cage fer með annað að-
alhlutverkið í Klettinum.
Klettur-
inn með
Cage
EINHVERJIR mestu
hasarframleiðendur
Hollywoodkvikmyndanna
voru Don Simpson og Jerry
Bruckheimer en þeirra sam-
starf gat af sér m.a. bestu
spennumynd síðasta árs,
Ognir í undirdjúpunum eða
„Crimson Tide“. Sumar-
smellurinn þeirra þetta árið
heitir Kletturinn eða „The
Rock“ og segir, ótrúlegt en
satt, af mönnum sem brjót-
ast inn í Alcatrazfangelsið
eða Klettinn.
Hún er síðasta myndin
sem Simpson og Bruckheim-
er framleiddu saman því
Simpson lést fyrr á árinu.
Með aðalhlutverkin fara Se-
an Connery, sem leikur ein-
asta fangann er sloppið hef-
ur frá Alcatraz, og Nicholas
Cage, sem leikur
eiturvopnasérfræðing en Ed
Harris er hryðjuverkamaður
sem komið hefur sér fyrir á
fangaeynni yfirgefnu með
eiturefnavopn og hótar að
sprengja þau yfir San
Francisco.
Leikstjóri er Michale Bay,
sem gerði „Bad Boys“ en
rokkmyndbandastíll hans
dugði honum vel í það skipt-
ið. „Engin taka í þessari
mynd varir lengur en í 5
sekúndur," er haft eftir
Harris.
12.000 höfðu
séð Fuglabúrið
ALLS höfðu um 12.000
manns séð banda-
rísku gamanmyndina
Fuglabúrið í Háskólabíói
og Sambíóunum eftir síð-
ustu helgi.
Þá höfðu rúm 15.000 séð
12 apa í Háskólabíói og
3.000 manns höfðu séð
myndina Neðanjarðar.
Réttardramað „Primal
Fear“ með Richard Gere
var frumsýnt um þessa
helgi en næstu myndir
Háskólabíós eru m.a. gam-
anmynd Mel Brooks, Drak-
úla: Dauður og í góðum
gír, með Leslie Nielsen,
breska myndin „Clockwork
Mice“ með Ian Hart
(,,Backbeat“) og „Barb
Wire“ með Pamelu Ander-
son.
Síðla sumars munu svo
myndirnar „Twister“ og
„Mission: Impossible" vera
sýndar í Háskólabíói og
Sambíóunum.
verður í Háskólabíói og Sambíóunum.
Einar er kunnur fyrir rit-
störf og gerð heimild-
armynda fyrir sjónvarp og
það var á meðan hann stund-
aði nám í kvikmyndaskólan-
um í Miinchen sem hugmynd-
in að Maríu varð til og bolt-
inn fór að rúlla. „Námið
byggist meðal annars á því
að setja niður allskonar efni
og eitt af því sem ég kynnti
var saga af þýskri stúlku sem
hrökklaðist hingað upp til
íslands eftir seinna stríð und-
an straumi sögunnar," sagði
Einar í samtali. „Ég hafði
kannað áður komu þýskra
kvenna hingað til lands eftir
stríðið og fjallað um efnið í
sjónvarpsmynd. Mér þótti
þetta efni vera kveikja í
spennandi sögu og komst að
því að menn voru sama sinn-
is. Prófessorinn minn var
sjálfur flóttamaður að austan
og fékk mikinn áhuga á sög-
unni. I fyrra kom svo kvik-
myndaframleiðandi í Munc-
hen inn í þetta ásamt ís-
lensku kvikmyndasamsteyp-
unni og ég þróaði handritið
í samstarfí við framleiðend-
uma. Síðan var farið í fjár-
mögnun á myndinni, sem
gengið hefur vonum framar.
María er frá austurhér-
uðum Þýskalands þar sem
nú er Pólland og hefst við í
flóttamannabúðum í Lubeck
þegar hún fær tilboð um að
koma til íslands," hélt Einar
áfram. „Hún hefur lent í hör-
mungum stíðsiokanna og á
fullt af slæmum minningum
sem hún tekur með sér hing-
að upp. Hún ræður sig til
starfa úti í sveit hjá einhleyp-
um bónda, sem býr með syst-
ur sinni.“ Einar vildi taka það
skýrt fram að sagan og per-
sónur myndarinnar væru
hreinn skáldskapur þótt hinn
sögulegi rammi og aðstæður
sem móta þær séu raunveru-
eftir Arnold
Indrióason
legar.
Þekkt
þýsk leik-
kona, Bar-
bara Auer,
fer með
titilhlutverk
myndarinn-
ar en hún
er mjög eft-
irsótt leikkona í sínu heima-
landi og þykir mikill akkur í
því að hún tók að sér hlut-
verkið. „Það er mjög mikill
styrkur fyrir þessa mynd að
hafa fengið hana í hlutverk
Maríu,“ sagði Einar, „en hún
hefur getið sér gott orð í
Þýskalandi. Hún er í næstum
því hveiju atriði myndarinnar
og það reynir mjög á hana
sem leikkonu.“ Arnar Jóns-
son fer væntanlega með ann-
að stærsta hlutverk myndar-
innar, leikur bóndann sem
María lendir hjá þegar hún
kemur til Islands, og einnig
mun Hinrik Ólafsson fara
með hlutverk í myndinni.
Aðrir leikarar hafa ekki enn
sem komið er verið nefndir
til sögunnar.
María gerist á árunum
kringum 1950 og verður Ari
Kristinsson tökumaður en
myndin verður tekin á Snæ-
fellsnesi og í Reykjavík og í
Liibeck og Mecklenburg
Vorpommem í Þýskalandi.
Munu tökur standa yfir í 30
daga og áætlaður kostnaður
við myndina er um 80 milljón-
ir króna.
María fékk 13,5 milljónir
króna í styrk frá Kvik-
myndasjóði íslands þegar
endurúthlutað var úr sjóðn-
um fyrir skemmstu. Myndin
er dæmi um form sem Einar
hefur mikla trú á: hið sögu-
lega drama. „Ég hef lengi
ætlað mér að búa til slíkar
myndir,“ sagði hann að lok-
Fitubollan
Eddie Murphy
NÝJASTA gamanmynd
Eddie Murphy heitir
„The Nutty Professor" og
er einskonar endurgerð
samnefndrar myndar gam-
anleikarans Jerry Lewis
frá 1963. í henni bjó pró-
fessor Lewis til töfraform-
úlu sem gjörbreytti per-
sónuleika hans og gerði
hann mun sjálfsöruggari
og áræðnari en í endur-
gerðinni býr prófessor
Murphy til töfraformúlu
sem gerir hann akfeitan.
Lewismyndin mun vera
ein af betri myndum grín-
istans góðkunna
en óvíst
er hvernig endurgerðin
hefur heppnast. Víst er að
ekki veitir Eddie Murphy
af grínsmelli eftir nokkrar
vondar myndir í röð, m.a.
Vampíu í Brooklyn. Leik-
sljóri er Tom Shadyac en
James Coburn fer með
hlutverk í myndinni.
Murphy tekur miklum
breytingum í „The Nutty
Professor" en hann fitnar
ógurlega sem aðalpersón-
an Buddy Love og er sú
umbreyting unnin í tölvu.
Sjálfur fer Murphy með
fjölda smærri hlutverka
auk aðalrullunnar og leik-
ur m.a. föður sinn, móður,
ömmu og
frænda.
BOLLA,
bolla;
Murphy sem
prófessor
Buddy Love.
UFÁIR leikarar eru vin-
sælli en Robin Williams
og sannaðist það nú síðast
á gengi myndanna Fugla-
búrið og „Jumanji“ í
Bandaríkjunum. Þær voru
fyrstu myndimar í sögunni
með sama aðalleikaranum,
sem fóru yfír 100 milljón
dollara markið í tekjum um
sömu helgina.
■Svo það þarf varla að
taka fram að Williams er
eftirsóttur leikari. Hann
mun á næstunni leika á
móti Billy Crystal í mynd-
inni „Father’s Day“, sem
er endurgerð á franskri
mynd með Gérard Dep-
ardieu, og hann er einnig
að semja við Disneyfyrir-
tækið um að leika í endur-
gerð á Disneymynd frá
1961 sem heitir „The Abs-
ent-Minded Professor"
og er með Fred Mac-
Murray í aðalhlutverki.
■Jeffrey Katzenberg
sem fór frá Disneyfyrir-
tækinu og stofnaði kvik-
myndafyrirtækið Dream
Works við þriðja mann
hefur höfðað mál á hendur
Disney og heldur því fram
að hann eigi rétt á hluta
hagnaðarins af Konungi
ljónanna og Pocahontas,
sem hann ýtti úr vör á sín-
um tíma. Ef hann vinnur
málið gæti hann fengið 250
milljón dollara í vasann.
Það gerir 17 milljarða
króna.