Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 14

Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 14
14 B SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ">"í iiiKP'- ” Loka Risaeðíur, •,' \ Margrét Kristíí) éiðndal,| ívar Ragnarssfen, Sígurður GuðMfnclsson, Þórarinri KrjaSínsson og.Hreinn StephenSen ■!L- ' ' - • „Súper 5“-flokkurinn AUKIN SAMKEPPNI á tónlistarsviðinu kallar á aukið samstarf ef vel á að vera og ekki skemm- ir ef samstarfið er ólíkra sveita. Á morgan kemur út breiðskífa „Súper fimm“ sem er afrakstur fjögurra ólíkra sveita og sér- stakrar gestasveitar. Helgi Björnsson söngvari SSSólar átti hugmyndina að „Súper fimm“-skífunni og samstarfinu sem skífan getur af sér. Hann segir að SSSól hafi stefnt á að gefa út einhver lög með vorinu og eftir nokkrar vanga- veltur hafi honum þótt þjóðráð að smala saman í breiðskífu ýmissa ólíkra hljómsveita og gráupplagt væri síðan að sveitirnar skemmtu saman eftir því sem kostur gæfist. Auk SSSólar eru í samfloti Funkstrasse, Spoon, Botnleðja og Astralsextettinn. Astr- alsextettinn á aðeins eitt lag á disknum, gamlan Dean Martin slagara, en annars skiptast lögin þannig að sveitirnar eiga þrjú lög hver, utan að SSSól á fjögur. Enn hafa sveitirnar ekki troðið upp saman, enda þungt í vöfum að fara um landið með svo fjölmennan flokk, en Helgi segir að sá hátturinn hafi verið á að SSSól hafi fengið sveitimar til skiptis til að hita upp, Funkst- rasse hafi þannig leikið í Njálsbúð og Botnleðja í Ýdölum. „Þetta er reyndar nokkuð sem við í Sólinni höfum gert alla tíð að gefa ungum hþómsveitum færi á að spila á stómm böllum, til að þær geti kynnt sig og sitt efni fyrir fleiri áheyrendum.“ „Súper fimm“ flokk- urinn heldur mikinn gleðskap í Tunglinu næstkomandi föstu- dagskvöld og þar koma fram allar sveitimar, SSSól, Spoon, Funk- strasse, Botnleðja og Astralsextettinn. Risaeðlur í út- rýmingarhættu RISAEÐLAN var í þremenningaklíkunni sem stefndi í heimsfrægð á vegum Smekkleysu þegar vegur hennar var hvað mestur. Klíkan, sem var auk Eðlunnar skipuð Ham og Bless, fór meðal annars í tónleikaferð til Banda- ríkjanna og til Evrópu, en Eðlan hitaði meðal annars upp fyrir Sykurmolana í mikilli tónleikaferð um Bretlandseyj- ar. Frá þeim tíma er fyrirtaks platan sveitarinnar, Fame and Fossils, sem gefín var út vestan hafs og austan. Smám saman dró síðan úr sókn sveitanna ogtónleikum Risaeðlunnar fækkaði smám saman þar til hún hætti að koma fram. Aldrei var þó stigið það skref að lýsa því yfír að sveitin væri hætt en það verður gert nú, fjórum árum eftir síðustu tónleika, því Risaeðlan kveður þetta líf með breiðskífu og miklum lokatónleikum í kvöld. Skömmu áður en Risaeðl- an hætti tónleikastússi og reyndar æfíngum líka, tók hún upp níu lög, en lauk aldrei við þær upptök- ur. Fyrir nokkru ákváðu sveitarmenn að ljúka þó við upptökurnar og þær komu út í liðinni viku í bland við eldri lög frá ævi sveitarinn- ar, þar á meðal nokkrum sem ekki hafa komið út á geisladisk áður, en einnig úrvali af Fame and Fossils. Margrét Kristín Blöndal, söngkona sveitarinnar og fiðluleikari, segir að þar sem hljómsveitin hafi aldr- ei hætt almennilega hafi það hvílt á henni að hætta með látum og ekki síst að gefa út þau lög sem hún tók upp fyrir margt löngu og aldrei voru gefin út. „Þetta er eins og að hafa verið á stökkpallinum í fjögur ár og komast aldrei í laugina,“ segir hún glað- beitt og bætir við að lögin hafi ekki komið út á sínum tíma meðal annars vegna þess að til sögunnar komu kærustur, börn og „alls- konar ónútímalegt kjaft- æði“. Margrét segir að Risaeðlan hafi alla tíð verið „ógeðslega löt“ og vantað í hana alla löngun í frægð og frama; metnaðurinn hafí ekki verið nógur til að koma sér á framfæri ytra þegar tækifærin gáf- ust. „Við skildum ekki þetta fyrirbæri frægð og frama.“ Margrét segir að hljóm- sveitar- 1* hafi kviðið i fyrirþvíað , % J koma sam- eltir Árna fyrstu æf- Motthíasson ingu small allt eins og flís við rass, þau mundu öll lögin og það eina sem leggja þurfti áherslu á við æfingar var að hljósmveitin yrði eins þett og forðum. „Þetta er eins og að hjóla, þú gleymir því ekki svo glatt.“ Margrét segir að ekki hafi kviknað nein ný lög á æfingum fyrir tónleik- ana, enda hafi það verið ásetningur þeirra að semja ekkert; „þetta verður bara loka og þá verður það loka“, segir hún ákveðin. Lokatónleikar Risaeðl- unnar verða í Tunglinu í kvöld og Margét segir að tónleikadagskráin sé löng; „þetta verður eins og hjá Bruce Springsteen, fyrst leikum við í þijá tíma og svo þegar við erum klöppuð upp leikum við í þrjá tíma í viðbót.“ Halldóra Geir- harðsdóttir, sem lék á saxó- fón og söng með Eðlunni kemur einnig fram á tón- leikunum, en hún var ekki með síðustu árin eftir að hún hóf leiklistarnám. „Á sínum tíma fór hljóm- sveitin í mat og gleymdi að koma aftur, en núna á þessu að ljúka," segir Mar- gét ákveðin að lokum. mPLOTUUTGAFA er með líflegasta móti, alls kemur út á fjórða tug breiðskífna um þessar mundir, og eins gott að menn hafi sig alla við í kynningarstarfi og tón- leikahaldi. I vikunni kom úr fyrsta breiðskífa hljóm- sveitarinnar Reggae on Ice, sem var endurstofnuð fyrir skemmstu með mjög breyttum mannskap. Breiðskífan ber heitið í berja- mó og þeir Reggímenn hyggjast kynna hana með útgáfuteiti í Astro á mið- vikudag, þar sem stendur til að spila plötuna á tónleik- um. Þeir sem ekki eiga heimangengt þann dag geta svo barið Reggae on Ice augum á sumarsólstöðuballi á Hótel íslandi föstudags- kvöldið. mSJÓMANNADAGUR- INN var 2. júní sl. og þá kom út safn sjómannalaga sem kallast Oskalög sjó- manna, perlur hafsins. Útgefandi er Hljóðsmiðjan, „Súper þrfr“ Helgi SSSól, Hafþór úr Spoon og Heiðar úr Botnleðju. Morgunblaðið/Sverrir Mogunblaðið/Kristinn sem tileinkar plötuna „öllum þeim sem sótt hafa björg í bú úr greipum Ægis fyrir landsmenn í aldaraðir". Söngvarar á plötunni eru Ari Jónsson, Björgvin Halldórsson, María Björk, Sjgrún Hjálmtýsdóttir og Öm Ámason, en lögin eru flest allþekkt, þar á meðal Ég veit að þú kemur, Ég fer í nótt, Ship o hoj, Suður um höfin, Vor við sæinn og Föðurbæn sjómannsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.