Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 B 17 FRÉTTIR „Island“ keypt fyrir indversk götubörn ÍSLENSK hjálparstofnun, ABC hjálparstarf, er að kaupa lítið land- svæði á Indlandi sem hlotið hefur nafnið Island. Þar er verið að byggja þriggja hæða hús sem tekið verður í notkun í þessum mánuði og verður framtíðarheimili fyrir 150 munaðar- laus börn. Landið er í Gannvaram, 20 km norðaustur af borginni Vijay- awada, sem er ein af stærstu borg- um Andra Pradesh fylkis á suðaust- urströnd Indlands. Landið er ætlað munaðarlausum og yfirgefnum börnum á Indlandi. Barnaheimilið Litlu ljósin (Little Lights Orphanage) er í nágrenninu en það hefur verið heimili nauð- staddra barna í ij'ögur ár og hafa nú um 370 börn, sem öll eiga ís- lenska stuðningsforeldra í gegnum ABC hjálparstarf, eignast þar heim- ili. Heldur er þröngt um börnin og mun nýja húsið bæta þar úr. Áætlað er að 600 börn eignist þarna heim- ili um næstu áramót. ÁBC greiðir allan kostnað við uppihald barnanna, landakaup og byggingar. ABC er íslenskt kristileg hjálpar- starf sem stofnað var fyrir 8 árum. Starfið er unnið í sjálfboðavinnu og renna ö!l framlög óskert til hjálpar nauðstöddum börnum á Indlandi, Filippseyjum, Úganda, Kambódíu, Bangladesh, Haiti og Rúmeníu. Nú fá um 2000 böm læknishjálp, hjálp til menntunar, fæðis, klæða og í mörgum tilfellum heimilis vegna stuðningsforeldra ABC hjáiparstarfs. Um tvær og hálfa milljón króna vantar upp á svo að hægt sé að ljúka við að greiða fyrir landið „ísland“ og bygginguna sem verður tekin í notkun í þessum mánuði. Það kostar 12.000 krónur að byggja heimili fyrir hvert barn, en ef allt er reikn- að með s.s. landið, skóli, sturtur, Fylgstu meb í Kaupmanuahöfn Morgunblabib faest á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu IfloraunÍJlatofc -kjami málsins! salerni og annað, kostar um 25.000 krónur að koma upp framtíðarað- stöðu fyrir barn. ABC hjálparstarf hefur markað sér þá stefnu að kosta engu til við safnanir eða auglýsingar svo allt sem safnast megi nýtast óskert til hjálpar. Innborgunarseðlar liggja frammi í flestum bönkum og sparisjóðum fyrir þá sem vilja leggja þessu máli lið, en einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu starfsins sem rekin er af sjálfboðalið- um að Sóltúni (Sigtúni) 3, Reykjavík. Flateyrarkirkja fær góðar gjafir GÖÐIR gestir heimsóttu Flateyrar- kirkju annan í hvítasunnu og færðu þeir kirkjunni rausnarlegar gjafir. Voru þar á ferð fulltrúar ferm- ingarbarna í Kjalarnesprófasts- dæmi í fylgd tveggja presta, þeirra Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur í Grindavík og Bjarna Þórs Bjarna- sonar, héraðsprests. Gáfu börnin Flateyrarkirkju sím- bréfatæki, myndvarpa og sýningar- tjald, sem keypt hafði verið fyrir söfnunarfé fermingarbama í Kjalarnesprófastsdæmi. Má nærri geta að gripirnir koma í góðar þarf- ir og færði sóknarprestur Flateyr- inga aðkomufólkinu bestu þakkir. FRÁ afhendingu gjafabréfsins í Flateyrarkirkju. F.v. Tryggvi Björgvinsson, Garðabæ, Ásta Margrét Halldórsdóttir, Flateyri, sr. Bjarni Þór Bjarnason, héraðsprestur í Kjalarnesprófasts- dæmi, sr. Gunnar Björnsson, Flateyri, Georg Rúnar Ragnars- son, Flateyri og Margrét Kristín Pétursdóttir, Grindavík. * Sgf£!«B MagMMKMgBMB PHILIPS Þynnsti siminn á markaðnum (I7mm) Fizzlénur og handhægur 70 tima hleðsla (200 tima hleðsla táanleg) Og uerðið aðeins stgr. Heimilistæki hf TÆKNI-OG TOLVUDEILD SÆTÚNI 8 SfMI 5691500 Umboösmenn um land allt tgr * SUMARUTSALAN HEFST Á fiRlcJUDAGSMORGUN KL. 10:00 AF ALLRIMETRAVORU Trönuhrauni 6 • Hafnarfir>i • Sími 565 1660 • Opi> mánud.-föstud. 10-18. laugard. 10-14 Su>urlandsbraut 50 V/Fákafen • Sími 588 4545 • Opi> mánud,- föstud. 10-18, laugard. 10-14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.