Morgunblaðið - 16.06.1996, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.06.1996, Qupperneq 18
18 B SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell SIGRÚN Magnúsdóttir, forstöðumaður hótel- og matvælaskólans, (t.v.) og Margrét Friðriksdóttir skólameistari hafa borið hitann og þungann af undirbúningi matvælanámsins. Fyrstu nemendur hefja nám i haust. Kraftakonur í kjarnaskóla Með viðbyggingu þeirri sem hýsir hótel- og matvælaskólann stækk- ar kennsluhúsnæði Menntaskólans í Kópa- vogi úr 5.000 í 10.000 fermetra. Fullbyggður verður matvælaskólinn sá fullkomnasti hér á landi og jafnvel þótt víðar væri leitað. Margrét Friðriksdóttir skólameistari og Sigrún Magnúsdóttir, forstöðu- maður verknáms, sögðu Hildi Friðriksdóttur frá þeirri byltingu sem verður á aðstöðu nem- enda og kennara, nýjum viðhorfum til matvæla- náms og þeim náms- greinum sem teknar verða upp. MENNTASKÓLINN í Kópavogi hefur verið framsækinn skóli á ýmsum sviðum. Hann var til dæm- is fyrsti skólinn til að taka upp fornám, hann býður upp á skrif- stofubraut með starfsnámi, auk þess sem skólinn var „móðurskóli" í ferðamálafræðum löngu áður en „kjarnaskóli“ kom inn í umræðuna. Nú hefur skólinn hins vegar verið skilgreindur sem kjamaskóli í ferðamálagreinum og hótel- og matvælafræðum og smám saman mun nánast allt matvælanám á höfuðborgarsvæðinu flytjast yfir til hans. Hugmynd menntamála- ráðuneytis er að kjarnaskólar verði búnir fullkomnum tækjabúnaði, hentugu húsnæði og hafi svigrúm í stundaskrá til að geta gegnt hlut- verki sínu. Til að átta sig á stærð skólans má geta þess, að allt fyrrverandi húsnæði Hótel- og veitingaskóla íslands, húsnæði bakara- og kjöt- iðnaðardeildar Iðnskólans og hús- næði Fjöibrautaskólans í Breiðholti í matvæla- og þjónustugreinum kæmist vel fyrir á einni af þremur hæðum nýja húsnæðisins, sem hver um sig er rúmlega 1.800 fm. Kjötvinnsla og verslun Margrét Friðriksdóttir skóla- meistari bendir á að gífurlegt magn aðfanga þurfi fyrir matvæla- kennsluna og því verði stór lager staðsettur í kjallara hússins með mismunandi köldum geymslum. Þar verður einnig sérstakur inn- kaupastjóri sem sér um öll hráefn- iskaup. „Ferlið er þannig að kenn- arar leggja nákvæma pöntun inn í tölvukerfi um það sem þeir þurfa að nota til kennslu daginn eftir. Það er slegið inn í birgðahald, hrá- efnið sett á vagn og flutt upp í kennslustofu skömmu áður en kennslan hefst. Kerfí af þessu tagi hefur ekki verið til hér á landi,“ segir hún og bætir við að MK sé í samstarfí við hótel- og veitinga- skólann í Kaupmannahöfn, sem hafi nýlokið við að þróa kerfið. „Þetta er því ekki einungis nýjung hér á landi heldur einnig í Dan- mörku.“ í kjallaranum verður einnig kjöt- iðnaðardéild með fjórum kennslu- stofum fyrir mismunandi vinnslu, s.s. úrbeiningu, reykingu, pylsu- gerð, salt-_ og suðuvinnslu, paté- gerð o.fl. í einni kennslustofunni verður verslun með fullbúnu kjöt- borði, þar sem nemendum og starfsmönnum gefst kostur á að kaupa það hráefni sem ekki verður nýtt í mötuneyti skólans. Á sömu hæð verða einnig bún- ingsherbergi og sturtur. „Fram til þessa hafa matvinnslunemar ekki haft aðgang að slíku. Nú fá þeir aðstöðu til að hafa fataskipti og þurfa ekki lengur að setja flíkur sínar við hliðina á pylsuvélinni," segir Margrét. Sjálfsþurftarbúskapur Á annarri hæðinni verða þrjár mismunandi kennslustofur fyrir þjóna. í þeim verður fullbúinn bar, skenkur eða „buffet“ með öllu til- heyrandi og aðstaða til að búa til borðskreytingar og slíkt. Einnig verður hægt að slá kennslustofun- um saman i einn framreiðslusal þegar þess þarf. Á sömu hæð eru einnig þrjú stór eldhús fyrir kokka, auk eld- húss og mötuneytis fyrir nemend- ur. Margrét segir að leitast verði við að nýta allt hráefni til fulln- ustu. Þannig munu kokkarnir nota hráefnið sem kjötiðnaðarmennirnir hafa útbúið og brauðin og annað úr bakaríinu verður notað í mötu- neyti og kaffiteríu skólans. Á efstu hæðinni eru tvö fullbúin bakarí, annað er sérbúið fyrir kökugerð og „konditoríum", þ.e. konfektgerð, sem ekki hefur verið kennt hér á landi áður. Einnig verður þar sýnikennslueldhús, sem er ekki síst hugsað fyrir sí- og endurmenntun. „Auk þess ætlum við að bjóða matvælafyrirtækjum að kynna nýja vöru hér og tengj- ast þannig atvinnulífinu til viðbót- ar við þau tengsl sem við höfum með nemasamningunum," segir Margrét og nefnir einnig að samn- ingur hafi verið gerður við Rafmagnsveituna um mælingar á tækjum, þannig að nemarnir verði meðvitaðir um kostnað við eldamennsku. Kjarnakonur í forystu Þær sem hafa borið hitann og þungann af þessu uppbyggingar- starfí eru tvær kjarnmiklar og metnaðarfullar konur, Margrét Friðriksdóttir skólameistari og Sigrún Magnúsdóttir forstöðumað- ur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þær taka höndum saman og byggja upp nýja starfsemi innan skólans, því fyrsta verk Margrétar árið 1987, þegar hún tók við stöðu aðstoðarskólameistara, var að koma á laggirnar Ferðamálaskóla innan MK og réð þá Sigrúnu sem forstöðumann hans. Þær eiga einnig sameiginlegt að hafa tekið við ábyrgðarstarfi 29 ára gamlar, þ.e. Margrét við aðstoðarskólameistarastöðunni og Sigrún stöðu hótelstjóra á Hótel Garði, sem Félagsstofnun stúdenta rak. Hún hafði þá lokið BA-námi í tónlistarfræði, heimspeki og norsku og síðar lauk hún MA- gráðu í hótel-, veitinga- og ferða- þjónustustjórnsýslu. Sigrún staldr- aði þó aðeins 2-3 ár við í MK á sínum tíma og hefur unnið mikið síðan innan hótel- og veitinga- greina, meðal annars hjá Sam- bandi veitinga- og gistihúsa. Um síðastliðin áramót var Sig- rún síðan aftur ráðin til MK og nú sem forstöðumaður hótel- og matvælaskólans. Starf Sigrúnar felst meðal annars í að fást við daglegan rekstur, fylgjast með inn- kaupum, kennslu, kennurum og öllu því starfsfólki sem kemur að þeim hluta skólans. Yngsti skólameistarinn Margrét hóf hins vegar kennslu- feril sinn í MK 1982 og kenndi þá íslensku og vélritun. Hún var sett- ur skólameistari árið 1991 í veik- indum Ingólfs Þorkelssonar skóla- meistara og fastráðin 1993 og þar með yngsti skólameistarinn á land- inu. Þetta er ekki eina ábyrgðar- starf hennar því í fyrra tók hún við formennsku í Skólameistarafé- lagi íslands. Og á fundi í Kaup- mannahöfn nú fyrir skömmu, þar sem verið var að undirbúa norrænt samstarf skólastjórnenda var ákveðið að ísland yrði í forsæti, þannig að hún verður jafnfram fyrsti formaður Norræna skóla- meistarafélagsins, sem stofnað verður í haust. Aðspurðar hvernig tveimur stjórnsömum konum gangi að vinna saman fara þær að hlæja og segja að það hafi gengið ljómandi vel. „Við segjum hiklaust okkar skoðanir, ræðum þær og komumst að nið- urstöðu,“ segir Margrét og undir það tekur Sig- rún. „Við erum líka sam- mála um að við erum að fara í sömu áttina og það er frekar að Margrét hrífi mann með sér en að árekstrar verði. Við höfum líka báðar metnað fyrir þessu verkefni og ætlum að nota öll tiltæk ráð til að koma því áfram, þannig að þetta er ekki spurning MARGRÉT Friðriksdóttir, skóla- meistari Menntaskólans í Kópa- vogi og formaður Skólameistara- félagsins undanfarið ár, segir að eitt af stærstu baráttumálum fé- lagsins hafi náðst fram fyrir skömmu þegar fjármálaráðherra gaf samþykki fyrir því að kjör félagsmanna verði framvegis úrskurðuð af kjaranefnd. Áður fór Hið íslenska kennarafélag með samningsmál fyrir hönd skólameistara. „Við eigum eftir að fá úrskurð kjaradóms, þannig að við höfum ekki lokið barátt- unni. Næsta stórmál á dagskrá félagsins eru hins vegar nýju framhaldsskólalögin," sagði hún. Nú þegar fram- _______________ haldsskólalögin Einungis þrjár Mikil vinna framundan brautir til stúdentsprófs hafa verið samþykkt liggur geysileg vinna framundan við að semja reglu- ——— gerðir og nýja námskrá. „Lögin eru einungis hálfkveðnar vísur sem ekki er vitað hvernig á að framkvæma. Þar ætla skóla- meistarar að reyna að komast eins sterkt að og við mögulega getum til þess að hafa áhrif á hvernig lögin verða útfærð og túlkuð,“ sagði Margrét. Hún bætti við að á aðalfundi félagsins um miðja viku og þar hefði farð fram fyrsta umræða um útfærsluna. „Lögin þýða mikla breytingu fyrir framhalds- ______ skólann. I fyrsta lagi er aukin áhersla lögð á verknám. í öðru lagi verða einungis þrjár brautir til stúdentsprófs í framhaldsskólum þ.e. raungreinabraut, málabraut og félagsvísindabraut. í þriðja lagi verður samræmt próf í fram- haldsskólum." Hvað á að kenna? Margrét segir að sumu leyti sé fækkun brauta afturhvarf en hugsunin sé sennilega sú að sam- hæfa stúdentsprófið frekar. „Flestir skólar hafa verið með eðlisfræðibraut og náttúrufræði- braut, en nú verður einungis ein raungreinabraut. Hvað á þá að kenna? Á að henda alfarið ann- arri brautinni út eða búa til nýja sem er samsuða úr þessum tveim- ur?“ spyr Margrét og kveðst ein- ungis taka þetta sem dæmi, en bendir á að sums staðar sé málið flóknara eins og þar sem um er að ræða fjölmiðlalinur, sálfræði- línu, félagsfræðilínur o.s.frv. Aðspurð hvort hún álíti ekki að hér sé um of skamman tíma að ræða, þar sem breytt fyrir- komulag eigi að taka gildi haust- ið 1997, kveður hún svo vera. „Menn verða upp fyrir haus í reglugerðasmíð og námskrár- vinnu næsta vetur," sagði hún. Margrét kveðst reikna með að þeir nemendur sem hefja fram- haldsskólanám eftir núverandi kerfi fái að ljúka því. Hún reikn- ar því ekki með að samræmd lokapróf komi til framkvæmda fyrr en árið 2000-2001. „Svig- rúmið er því kannski örlítið meira þarna,“ sagði hún. Breytt starf Hún segir ennfremur að starf skólameistara muni breytast, þannig að þeir hafi meira að segja varðandi mannaráðningar og skólarnir verði að mörgu leyti faglega og fjárhagslega sjálf- stæðari en nú er. Einnig fái skólanefndirnar aukið vægi. Þá segir Margrét að félagið leggi ennfremur áherslu á aukið erlent samstarf, meðal annars hefði Skólameistarafélagið feng- ið staðfestingu á því í síðustu viku að það væri orðið fullgildur félagi í Alþjóðasamtökum skóla- meistara. Sömuleiðis stefna skólameistarar á Norðurlöndum á að stofna félag skólastjórnenda á fundi á íslandi í haust og verð- ur Margrét fyrsti formaður þess. Kjötfrákjöt- iðnaðar- mönnum og brauð og kök- ur frá bakaríi nýtist mötu- neyti skólans

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.