Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 19

Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 B 19 Við höfum metnað fyrir þessu verk- efni og ætlum að nota öll ráðtil að koma um valdabaráttu,“ segir Sigrún. „Enda kemur það skýrt fram að starf mitt fellur undir Margréti." „Við erum að fá nýtt skóla- merki, sem er svolítið lýsandi fyrir skólann,“ heldur Mar- ____________ grét áfram og nær í teikningu af merkinu. „Hér eru þrjár súlur und- ir einni silkihúfu. Það má segja að þijár skóla- deildir fallir undir stjórn skólameistara, þ.e. bóknámsdeild MK, ferðamálaskólinn, sem ____________ fer fram í öldungadeild, og hótel- og matvælaskólinn. Fyrir hverjum skóla er kennslustjóri en efst situr skólameistari." Á fagháskólastigi Nú eru um 500 nemendur í dag- skóla en um aldamótin er gert ráð fyrir að þeir verði um 1.000. Um 200 nemendur eru í Ferðamála- skóla íslands, sem er kvöldskóli og rekinn sem öldungadeild og Leiðsöguskóla íslands, en inn í hann er krafist stúdentsprófs. „Það má því segja að námið hér sé einn- ig á fagháskólastigi, sem verður eflt með tímanum. Strax í haust tekur meistaraskólinn til starfa og síðar verður tekið upp nám fyrir gestamóttökufólk, sem þarf einnig að hafa ákveðna þekkingu og þroska til þess að geta hafið nám,“ segir Sigrún. Starfsemi hótel- og matvæla- skólans verður tekin inn í þremur áföngum, þannig að um 150 nem- endur koma að jafnaði inn á hveiju hausti fram til ársins 1998. í haust hefst kennsla í bakaraiðn, mat- reiðslu, sjókokka- og framreiðslu- námi. Einnig verða teknir 12 nem- ar inn í grunndeild, sem er nýtt nám innan matvælageirans. „Grunndeildin er ætluð nemendum sem lokið hafa grunnskólaprófi og hafa áhuga á einhvetju námi sem tengist hótel- eða veitingaþjónustu eða matvælaiðnaði en gera sér ekki grein fyrir nákvæmlega hveiju. Þetta verður sambland af veru í skóla og starfi úti á vinnu- stöðunum, þannig að þeir verða nokkra daga í bakaríum, kjöt- vinnslu, eldhúsi, að vinna með þjónum, o.s.frv.,“ segir Sigrún. Þær segja að atvinnulífið hafi tekið hugmyndum um starfsþjálfun vel og taka jafnframt fram að það sé reynslan af öðrum brautum, s.s. ferðamála- braut og skrifstofubraut. „Á skrifstofubraut er í raun offramboð á vinnu- staðaplássum núna og í _________ sívaxandi mæli fá nem- arnir einnig atvinnu hjá því fyrirtæki sem þeir voru í starf- skynningu hjá,“ segir Margrét. Meistaraskóli á daginn Stefnt að því að sérstakur meistaraskóli fyrir kokka, þjóna, kjötiðnaðarmenn og bakara hefjist í haust þar sem almennt bóknám og rekstrargeinar verða sameigin- legar en síðan verða fagreinarnar kenndar sér. „Framreiðslu- og matreiðslumenn hafa verið mjög HÓTEL- & MATVÆLASKÓLINN J|[ Nýtt húsnæði - nýr skóli - 5000 fermetra sérhannað húsnæði - Fjögur kennslueldhús - Veitingasalir fyrir 30-250 manns - Bakarí og kökugerð - Kjötvinnsla Námsframboð 1. Löggiltar iðngreinar - Sveinspróf og meistaraskóli Bakstur, Framleiðsla, Kjötiðn, Matreiðsla, Kökugerð, Slátrun. 2. Starfsréttindanám Matartækni, Gestamóttaka, Skyndiréttamatreiðsla, Smurbrauð. - Tilraun- og rannsóknastofur - Mötuneyti og kaffistofa 3. Starfsmenntabrautir Hótel- og þjónustubraut, Sjókokkabraut, Heimilisbraut. ! Reiknað er með að skólinn verði að j fullu kominn til starfa haustið 1998 4. Endurmenntun Fræðslumiðstöð sem voru til dæmis í bygginga- greinum," segir Sigrún. Hún segir einnig að til að koma enn frekar TVÆR af þremur hæðum skólans verða tilbúnar í haust. Full- byggður verður hann um 5.000 fm og tvöfaldast því húsnæði Menntaskólans í Kópavogi. ósáttir við meistaranámið eins og staðið hefur verið að því vegna þess að það byggðist meira á þeim til móts við þá sem hyggja á meist- aranám verði að öllum líkindum boðið upp á kennslu síðari hluta dags, þannig að menn geti áfram unnið sína kvöld- og helgarvinnu. Meistaranámið tekur 1-2 ár, mis- munandi eftir greinum. Haustið 1997 verður nám í kjöt- iðn og slátraraiðn tekið upp í MK og matartækninám sem hefur ver- ið kennt í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Auk þess verður bætt við starfs- menntabrautum á næstu þremur árum í matvælagreinum eins og skyndiréttamatreiðslu, smur- brauðsnám og nám fyrir ófaglært starfsfólk á hótel- og veitingastöð- um. Verður ýmist um að ræða 2, 4 eða 6 anna nám. Þegar talið berst að manneldismarkmiðum og næringarfræði í sambandi við skyndibitamatreiðslu leggja þær Margrét og Sigrún mikla áherslu á að hvort tveggja verði í hávegum haft innan skólans allt frá grunnn- ámi upp í meistaranám. Einnig verði lögð mikil áhersla á gæði og hreinlæti og verður farið eftir svo- kölluðu GÁMESS-eftirlitskerfi. „Þegar skóli er að flytja eða breyt- ast kemur það að sjálfu sér að auðvelt er að breyta áherslum og færa námið til nútímalegra horfs. Oftast kemur nýtt fólk að hlutun- um að ákveðnu marki og jafnvel þeir sem eru búnir að vinna við fagið lengi setjast niður með gagn- rýnu hugarfari,“ segir Margrét. Þær segja einnig stoltar frá því að komið verði upp fullkomnum - rannsóknarstofum í líffræði, efna- fræði og eðlisfræði fyrir allan skól- ann. Það muni til dæmis gefa nem- um tækifæri á að rækta sýni úr matvælum. „Einnig geta bakara- nemar farið sjálfir með hveitið á rannsóknastofu og kannað glúten- innihald og önnur gæði þess.“ Fagfélögin spennt Þær segja að fagfólk úr at- vinnugreinunum sýni skólanum mikinn áhuga, enda hafi ekki ver- ið gert neitt sambærilegt fyrir. þessar greinar áður. „Nánast allar stjórnir meistarafélaga, fagfélaga og klúbba hafa komið hingað og lýst yfir áhuga sínum,“ segir Sig- rún. „Þessi félög hafa nú þegar lagt af mörkum ómælda vinnu við undirbúning að tækjakaupum og meira að segja gefið skólanum fimm eldhús, einingar sem notað- ar voru á matvælasýningunni í vor.“ Enn eina nýjung í íslensku skólastarfi má nefna, þ.e. ráð- gjafanefnd atvinnulífsins, sem verður starfandi við skólann. I henni sitja fulltrúar sveina og meistara hverrar greinar fyrir sig._ Segist Margrét hafa lagt mikla áherslu á að slík nefnd væri starf- andi þannig að allir sem einhverra hagsmuna eigi að gæta hafi greið- an farveg inn í skólann með ábend- ingar eða nýjungar. „Þetta hefur ekki tíðkast hingað til,“ segir hún. Þessu samsinnir Sigrún og segir að þrátt fyrir hin og þessi fræðslu- ráð innan fagfélaganna hafi þau ekki haft þennan formlega aðgang að skólunum og öfugt. „Þessi skóli verður aldrei góður nema sam-; starfið við atvinnulífið verði í lagi,“ segir Margrét og að sjálfsögðu tekur Sigrún undir þetta, enda eru þær ákaflega samstiga varðandi uppbyggingu skólans. Power Macintosh 5200 600 tölvur á 45 dögum! Örgjörvi: PowerPC 603 RISC Tiftíðni: 75 megarið Vinnsluminni: 8 Mb Skjáminni: 1 Mb DRAM Harðdiskur: 800 Mb Geisladrif: Apple CD600Í (fjórhraða) Hátalarar: Innbyggðir tvíóma hátalarar Skjár: Sambyggður Apple 15"MultiScan Diskadrif: Les gögn af Pc disklingum Fylgir með: Sjónvarpsspjald sem gerir kleift að horfa á sjónvarpið í tölvunni auk þess sem haigt er að tengja við hana myndbandstæki eða upptökuvél, taka upp eíhi, vinna með það og setja eigin myndir í mismunandi skjöl. Composite og S-VHS inngangar. Fjarstýring Mótald með faxi og símsvara Hnappaborð: Apple Design Keyboard Stýrikcrfi: System 7.5.1 sem að sjálfsögðu er allt á íslensku Hugbúnaður: Hið fjölhæfa ClarisVibrks 30 sem einnig er á íslensku. í forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, tvö teikniforrit, gagnagrunnur og samskiptaforrit Staðgreitt ' .' ..... . .. - . ■ ■. -■ ;,;. ■ '■' v \ ■. - : "^^hbhhhhhhshhh&uEsbbshhKhhhhí^hbb^h^híbbhsbbí Apple-umboðið Skipholti 21 • Sími 511 5111 • Heimasíðan: http://www. apple. is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.