Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 20

Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 20
20 B SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + ATVINNUA UGL YSINGA R Kennarar athugið! Hafralækjarskóla í Aðaldal vantar sérkennara til starfa við sérdeild skólans, sem verður rekin í tengslum við vistheimilið í Árbót, skólaárið 1996-1997. Um er að ræða heila stöðu sérkennara til að kenna tveimur til þremur nemendum frá vistheimilinu. Nánari upplýsingar veitir Sigmar Ólafsson, skólastjóri, vinnusími 464 3580 og heimasími 464 3581. Tónlistarskóli Dalvíkur Laus er staða píanókennara næsta vetur. Um er að ræða fulla stöðu. Skólinn þjónar þremur sveitarfélögum, Dalvík, Svarfaðardal og Árskógsströnd. Hér eru miklir möguleikar fyrir áhugasaman kennara og píanista. Hringdu í síma 466 1863 fyrir hádegi (Hlín) og kynntu þér málin. Skólastjóri. Skólaskrifstofa Vestfjarða b.s. auglýsir Til umsóknar eru störf við sérfræðiþjónustu Skólaskrifstofu Vestfjarða. Til greina koma grunnskóla- og leikskólakennarar með fram- haldsmenntun, sálfræðingar og aðrir sér- fræðingar. Ennfremur ein staða ritara á ísafirði. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst en umsóknarfresturertil 5. júlí næstkomandi. Skólaskrifstofa Vestfjarða er byggðasamlag sveitarfélaga á Vestfjörðum og hefur aðsetur á ísafirði, en mun þjóna grunnskólum og leikskólum á Vestfjörðum. Búseta sérfræð- inga er í ísafjarðarbæ, en einnig er reiknað með að ráða sérfræðinga í hlutastörf á Hólmavík og í Vestur-Barðastrandarsýslu. Umsóknir sendist til Péturs Bjarnasonar, Skólaskrifstofu Vestfjarða, Hafnarstræti 1, 400 ísafjörður. Nánari upplýsingar veitir for- maður skólaráðs Vestfjarða, Ragnheiður Hákonardóttir, í síma 456 4130 og Pétur Bjarnason, viðtakandi forstöðumaður, í síma 456 3855 og 456 4684. Lausar stöður við Grunnskólann á ísafirði Á næsta skólaári eru lausar nokkrar kennara- stöður við Grunnskólann á ísafirði. Meðal kennslugreina eru: Náttúrufræði á unglingastigi. íþróttir pilta. Heimilisfræði. Myndmennt. Handmennt, m.a. smíðar. Tónmennt. Sérkennsla. Vélritun/tölvufræði. Einnig eru lausar stöður: Útibússtjóra í Hnífsdalsskóla. Skólabókavarðar skólaárið 1996/’97. Við bjóðum flutningsstyrk og hagstæða húsaleigu. * Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson í síma 456 3044/ 4305 og aðstoðarskólastjóri Jónína Ólöf Emilsdóttir í síma 456 4132. Slóð (URL): http://isafjord.ismennt.is/-krbg (Menntavefurinn á ísmennt). Sálfræðingar - sálfræðingar Framlengdur er umsóknarfrestur um áður auglýsta stöðu sálfræðings á Skólamálaskrif- stofu Reykjanesbæjar til 1. júlí 1996. Umsóknir berist undirrituðum, sem einnig veitir nánari upplýsingar. Bæjarstjórirm í Reykjanesbæ, Ellert Eiríksson. Frá Hrafnagilsskóla Kennara vantar að Hrafnagilsskóla, Eyjafjarðarsveit. Meðal kennslugreina eru almenn kennsla í 1. - 7. bekk, raungreinar og ritvinnsla á unglingastigi, íþróttir og smíðar. Einnig vantar kennara til forfallakennslu frá hausti til áramóta til kennslu í 4. bekk og/eða heimilisfræði. Hrafnagilsskóli er 12 km sunnan Akureyrar. Nemendur eru 175 í 1.-10. bekk og flestir í heimanakstri. Við skólann er nýtt og gott íþróttahús og sundlaug. Leikskóli er á staðnum. Skólinn er þátttak- andi f viðamiklu þróunarverkefni, sem nefnist Aukin gæði náms, ásamt þremur öðrum skólum á Norðurlandi eystra. Ódýrt húsnæði í boði. Umsóknarfrestur er til 22. júní. Upplýsingar gefa Sigurður Aðalgeirsson, skóla- stjóri, í símum 463 1137 og 463 1230 og Anna Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri, í símum 463 1137 og 463 1127 (heimasími). Kennarar Kennara vantar í Grunnskólann á Eiðum. Grsk. á Eiðum er skóli með u.þ.b. 40 nem- endum í 3 deildum, 1.-3. bekk, 4.-6. bekk og 7.-9. bekk. Rekstraraðilar skólans eru Hjaltastaðarþinghá og Eiðaþinghá. Við erum að leita að líflegum bekkjarkennara fyrir miðdeildina okkar, sem í eru 15 nemend- ur. Auk þess eru möguleikar á fagkennslu í elstu deildinni. Grsk. á Eiðum er á einu gróðursælasta svæði landsins, Héraði, u.þ.b. 13 kílómetra frá Egilsstöðum. í boði er ódýrt húsnæði, flutn- ingur verður greiddur og auk þess eru tekju- möguleikar nokkuð góðir þar sem skólinn er heimavistarskóli lungann úr vetrinum. Ef þú hefur áhuga, hringdu þá í formann skólanefndar í síma 471 3835, eða oddvita Eiðahrepps í síma 471 3840. Byggingafulltrúi/ húsnæðisfulltrúi Húsavíkurkaupstaður auglýsir eftir bygginga- fulltrúa/húsnæðisfulltrúa. Um er að ræða 100% starf sem skiptist jafnt milli ofangreindra sviða. Um menntun og starfssvið byggingafulltrúa vísast til 4. kafla byggingalaga nr. 54/1978 og byggingareglugerðar, kafla 2.5. Húsnæðisfulltrúi er starfsmaður húsnæðis- nefndar og vinnur að verkefnum, sem skil- greind eru í 45. gr. 1. nr. 97/1993 um Hús- næðisstofnun ríkisins. Önnur verkefni verða skilgreind í erindisbréfi. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélags tæknifræðinga. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 1996. Umsóknir skulu berast bæjarstjóranum á Húsavík, sem veitir nánari upplýsingar. Bæjarstjórinn á Húsavík. Kennarar! Enn er möguleiki Við erum að byggja upp frábæran skóla. Undir Esjuhlíðum í stórkostlegu umhverfi og aðeins 25 mín. akstri frá Reykjavík er Klé- bergsskóli, fullbúinn, einsetinn skóli með um 120 nemendum, 1.-10. bekk. Hjá okkur er laus staða fyrir kennara á ung- lingastigi og við kennslu í heimilisfræði og tónmennt. Ef þú ert hugmyndaríkur og áhugasamur kennari, hvetjum við þig til að koma og vinna með okkur að uppbyggingu skólans. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Sigþór Magnússon, í símum 566 6083 og 566 6035. NESKAUPSTAÐUR Skólastjóri Laust er til umsóknar starf skólastjóra við Grunnskólann í Neskaupstað, 8.-10. bekk. Kennsla 8.-10. bekkjar fer fram í húsnæði Verkmenntaskóla Austurlands og skipulag skólastarfsins er unnið í samráði við skóla- meistara Verkmenntaskóla Austurlands og skólastjóra Nesskóla. (Nesskóli annast kennslu 1.-7. bekkjar.) Ráðið verður í starfið til eins árs. Umsóknarfrestur um ofan- greinda stöðu er til 1. júlí. Upplýsingar veita formaður fræðslumálaráðs og bæjarstjóri í síma 477 1700. Fræðslumálaráð Neskaupstaðar. Viðhaldsstjóri Fiskiðjan Skagfirðingur hf. á Sauðárkróki vill ráða viðhaldsstjóra sem hefur umsjón með viðhaldi og þjónustu við skip fyrirtækisins. Viðkomandi verður að vera vélfræðingur og tæknifræðingur. Upplýsingar gefur útgerðarstjóri í síma 455 4409 og 455 4400, fax 453 5839. Umsóknir sendist fyrir 22. júlí til: Fiskiðjan Skagfirðingurhf., Gísli Svan Einarsson, Eyrarvegi 18, 550 Sauðárkróki. M Arskógshreppur Árskógarskóli: Afleysingarskólastjóra vantar næsta skóla- ár 1996-’97. Einnig vantar kennara til al- mennrar kennslu. Þetta er fámennur skóli, u.þ.b. 60 nemendur í 1.-9. bekk. Hann er staðsettur um 12 km frá Dalvík og 30 km frá Akureyri. Umsóknarfrestur er til 27. júní. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri, Arnþór Angantýsson, í síma 466 1920, formaður skólanefndar, Helga Haraldsdóttir, í síma 466 1924 eftir kl. 17 og skrifstofa Árskógs- hrepps í síma 466 1901. Umsóknir skulu sendar á skrifstofu hrepps- ins, Melbrún 2, 621 Dalvík. Leikskólinn Leikbær: Leikskólastjóra vantar sem fyrst á leikskól- ann Leikbæ. Þetta er leikskóli með 24 heils- dagsplássum. Allar upplýsingar eru gefnar í Leikbæ í síma 466 1971 og hjá skrifstofu Árskógshrepps í síma 466 1901. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.