Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. JUNl 1996
B 21
\ /C//\ A D
Æm. ■ ■ BMI r o//X/Cj7/l\/\
NM Pharma
óskar eftir lyfjafræðingi til sjálfstæðra og
fjölbreyttra starfa.
NM Pharma er framsækið og vaxandi um-
boðsfyrirtæki fyrir lyf.
Starfið, sem er fjölbreytt, felst aðallega í
samskiptum við apótek, sjúkrahús, lækna,
heilbrigðisyfirvöld og innlenda og erlenda
samstarfsaðila, auk margvíslegra annarra
verkefna til að tryggja árangur fyrirtækisins.
Óskað er eftir lyfjafræðingi með eiginleika
til að starfa sjálfstætt, taka frumkvæði og
hafa góð samskipti við fólk.
Vinnutíminn er mjög sveigjanlegur og laun
miðast við árangur en ekki viðveru.
Umsóknarfrestur er til og með 21. júní nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
eru veittar á skrifstofu Liðsauka kl. 9-14.
Lidsauki
Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355
Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729
Ráðgjafastörf við
skólaskrifstofu
Akraness
Akraneskaupstaður hefur í tengslum við yfir-
töku grunnskólanna komið á fót skólaskrif-
stofu. Skólaskrifstofunni er ætlað að þjóna
leikskólunum, grunnskólunum og tónlistar-
skóla bæjarins.
Við leitum eftir tveimur starfsmönnum sem
starfa með skólafulltrúa að uppbyggingu
þjónustunnar í samstarfi við skólayfirvöld og
félagsþjónustu bæjarsins. Við leitum fyrst
og fremst eftir skólasálfræðingum en til
greina koma grunnskólakennarar með fram-
haldsmenntun, leikskólakennarar með fram-
haldsmenntun, sálfræðingar eða sérfræðingar
með menntun á sviði kennslu- og uppeldismála.
Um nýjan starfsvettvang er að ræða þar sem
áhersla verður lögð á:
- ráðgjöf við starfsfólk skólanna
- þjónustu við foreldra og nemendur
- stuðning við þróunarstarf skólanna
- samstarf við félagsþjónustu bæjarins
Ráðið verður í störfin frá 1. ágúst nk.
Laun verða samkvæmt kjarasamningum
Akraneskaupstaðar og Starfsmannafélags
Akraneskaupstaðar. Umsóknarfrestur er til
29. júní nk. og skulu skriflegar umsóknir
berast til skólafulltrúa Akraness að Stillholti
16-18, Akranesi, sem einnig veitir nánari
upplýsingar.
Kennarar
Lausar stöður við grunnskólana á Akranesi
Brekkubæjarskóli. Kennara vantar til al-
mennrar bekkjarkennslu og íþróttakennslu
pilta.
Upplýsingar veita: Ingi Steinar Gunnlaugs-
son, skólastjóri, vs. 431 1938 hf., 431 1193,
Ingvar Ingvarsson, aðstoðarskólastjóri, vs.
431 1938, hs. 431 3090.
Grundaskóli. Kennara vantar til almennrar
bekkjarkennslu, tónlistarkennslu og smíða-
kennslu.
Upplýsingar veitir Ólína Jónsdóttir aðstoðar-
skólastjóri, vs. 431 2811, hs. 431 1408.
Umsóknarfrestur er til 29. júní nk.
Umsóknarfrestur um áður auglýstar stöður
er framlengdur til 24. júní nk.
Nánari upplýsingar hjá undirrituðum í síma
431 1211.
Skólafulltrúi Akraness.
Ritstjóri
Starf ritstjóra Eiðfaxa og Eiðfaxa International
er laust til umsóknar.
í boði er krefjandi og skemmtilegt starf
í vaxandi fyrirtæki.
Hæfniskröfur: Menntun eða reynsla af fjöl-
miðlun, stjórnunarhæfileikar, góð íslensku-
og tungumálakunnátta, tölvuþekking og inn-
sýn í heim hestamennskunnar.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf
15. ágúst nk.
Nánari upplýsingar um starfið veita Gyða
Gerðarsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rafn
Jónsson, ritstjóri, í síma 588 2525.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist til Eiðfaxa ehf.,
Ármúla 38, 108 Reykjavík.
Að lifa er að skapa
Hefur þú áhuga á spennandi og
fjölbreyttri vinnu... ?
Hefur þú hugmyndir og lífskraft... ?
Hefur þú áhuga á að vinna á stórum og
líflegum vinnustað, þar sem þú gætir
fengið að láta sköpunarhæfileikann njóta
sín. . . ?
Ef svo er þá óskum við eftir þér til starfa í
útstillingadeild okkar
í Hagkaup í Kringlunni!!
Menntun eða reynsla af útstillingastörfum
er æskileg.
Upplýsingar veittar í Kringlunni, sérvörur.
Iðntæknistofnun vinnur að tækniþróun og aukinni fram-
leiðni i íslensku atvinnulifi. Á stofnuninni eru stundaðar
hagnýtar rannsóknir, þróun, ráðgjöf, gæðaeftirlit, þjón-
usta, fræðsla og stöðlun. Áhersla er lögð á hæft starfs-
fólk til að trygja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er.
Umsjónarmaður
tölvukerfis
Iðntæknistofnun óskar eftir að ráða starfs-
mann til að hafa umsjón með tölvukerfi stofn-
unarinnar. Starfssvið hans verður að annast
daglegan rekstur tölvukerfa Iðntæknistofn-
unar og veita notendum aðstoð. Nánartiltek-
ið felst starfið í aðstoð við notendur og
fræðslu um notkun tölvanna, umsjón með
afritunartöku og öryggismálum tölvukerfisins
auk þess að sjá um bilanaþjónustu tölvubún-
aðar ásamt uppsetningu búnaðar er tengist
tölvukerfinu.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með
hagnýta menntun á sviði tölvumála og/eða
reynslu af tölvum og tölvunotkun. Æskilegt
er að umsækjendur séu með menntun í tölv-
unarfræði, kerfisfræði, verkfræði, tæknifræði
eða hafi aðra sambærilega menntun.
Umsækjendur þurfa að hafa haldbæra
reynslu og þekkingu í Unix og NT-stýrikerfi
og Windows-umhverfi ásamt forritum sem
því tengist, s.s. Word og Excel. Einnig er
æskilegt að umsækjendur hafi þekkingu á
hugbúnaðarkerfinu Lotus Notes og bók-
haldskerfinu Fjölni. Starfsreynsla er enn-
fremur talin æskileg.
Um er að ræða áhugavert og sjálfstætt starf
fyrir réttan aðila. Áhersla er lögð á að við-
komandi eigi auðvelt með mannleg sam-
skipti, hafi til að bera útsjónarsemi og skipu-
lagsgáfu. Hvatt er til að konur, jafnt sem
karlar, sæki um staríið.
Allar nánari upplýsingar veitir Örn Gylfason,
starfsmannastjóri, í síma 587 7000.
Umsóknum með upplýsingum um menntun
og fyrri störf, skal skila til hans fyrir 25. júní
næstkomandi.
Iðntæknistofnun 11
IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSUNDS
Keldnahotti, 112 Reykjavík
Sími 587 7000
Dalvíkurbær
Frá Dalvíkurskóla
Við auglýsum eftir kennurum til starfa í
almenna kennslu, hannyrðir og myndmennt
og vegna forfalla frá miðjum október 1996
vantar kennara í heimilisfræði- (V2 staða),
ritvinnslu- og bókfærslukennslu.
Einnig vantar skólaritara í 50% starf eftir
hédegi frá 10. ágúst.
Umsóknarfrestur er til 30. júní 1996.
Umsóknir berist til Dalvíkurskóla.
Nánari upplýsingar veita skólastjóri, Svein-
björn Markús Njálsson, og aðstoðarskóla-
stjóri, Anna Baldvina Jóhannesdóttir, í síma
466 1380 og 466 1381.
Sveinbjörn Markús Njálsson,
skólastjóri.
Út á land!
Verkstjóri
Frosti hf., Súðavík óskar að ráða verkstjóri
í rækjuvinnslu. Framtíðarstarf. Hjá fyrirtæk-
inu starfa um 30 manns og er unnið á vökt-
um. Byrjunartími er samkomulag. Húsnæði
er til staðar.
Við leitum að dugmiklum og metnaðarfullum
verkstjóra. Starfsreynsla úr rækjuvinnslu er
æskileg en ekki skilyrði.
Upplýsingar eru einungis veittar hjá Katrfnu
S. Óladóttir, Ráðningarþjónustu Hagvangs hf.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til 1
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. fyrir 21.
júní nk. merktar: „Verkstjóri 313.“
Gott sölufólk óskast
Tímaritið Bleikt og blátt óskar eftir vönu
sölufólki tiLað selja áskriftir í gegnum síma
á kvöldin. Unnið er eftir mjög hvetjandi
bónuskerfi. Vinnutíminn er mánudaga
-fimmtudaga frá kl. 18-22.
Ef þú ert góður, reyndur sölumaður og ert
eldri en átján ára, þá hafðu samband við
Sigrúnu Láru Shanko á þriðjudag í síma
515 5616 á milli kl. 15.30 og 22.00.
á
FRÓDI
BÓKA f- BLAÐAUTGAFA
Héðinshúsinu, Seljavegi 2, 101 Reykjavík.
Arkitekt
óskast til starfa á teiknistofu okkar.
Við erum að vinna að skemmtilegum og fjöl-
breyttum verkefnum og bjóðum upp á gott
vinnuumhverfi.
Leitum að framsæknum arkitekt með stað-
góða menntun, þekkingu í notkun teiknifor-
rita og helst með einhverja starfsreynslu.
Óskum eftir að umsækjendur leggi skriflega
inn nafn sitt og aðrar upplýsingar, sem farið
verður með sem trúnaðarmál.
Öllum umsóknum verður svarað.
Vinnustofa arkitekta ehf.,
Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík.