Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 22

Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 22
22 B SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N U A UGL YSINGAR i MÝRDALSHREPPCIR ■k Mýrarbraut 13, 870 Vlk í Mýrda Skólastjóri Tónskóla Laus er til umsóknar staða skólastjóra Tón- skóla Mýrdælinga frá 1. september nk. Leitað er eftir einstaklingi sem getur kennt á sem flest hljóðfæri og jafnframt tekið að sér stöðu organista við Víkurkirkju. Aðsetur Tónskóla Mýrdælinga er í Vík í Mýrdal. Vík er 182 km frá Reykjavík (u.þ.b. 2 tíma akstur). Mýrdalurinn er rómaö- ur fyrir náttúrufegurð. íbúar Mýrdalshrepps eru 563 og er tónlistarlíf í hreppnum öflugt. í Víkurkirkju er 3 ára íslenskt 11 radda pípuorgel. Unnið er að nánu samstarfi Tónskóla, leik- skóla og grunnskóla. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Mýrdalshrepps í síma 487 1210 og hjá for- manni Tónskólanefndar í síma 487 1118. ÍSLANDSBANKI Viðskiptafræðingur eða sambærileg menntun íslandsbanki hf. auglýsir eftir viðskiptafræð- ingi eða aðila með sambærilega menntun til starfa í tölvu- og upplýsingadeild bankans. Tölvu- og upplýsingadeild sér um þróun margvíslegra upplýsingakerfa fyrir bankann. Helstu hugbúnaðarverkfæri eru Oracle og Delphi. Helstu stýrikerfi eru: Unix, Novell, VMS, Windows og MS-DOS. Umsækjandi þarf að hafa góða skipulags- hæfileika og eiga gott með að umgangast starfsmenn og viðskiptavini deildarinnar. Hann þarf auk þess að vera jafnvígur á hóp- vinnu og sjálfstæðl í vinnubrögðum. Nánari upplýsingar veitir Hákonía Guð- mundsdóttir, deildarstjóri hugbúnaðardeild- ar í síma 560-8000. Laun og kjör samkvæmt samningum í S.Í.B. og bankanna. Umsóknir sendist Guðmundi Eiríkssyni, starfsmannaþjónustu íslandsbanka hf., Kirkjusandi 2,155 Reykjavík, fyrir 1. júlí 1996. Kennarar Okkur vantar nokkra kennara til starfa við grunnskólann í Vestmannaeyjum. Við Barnaskóla Vestmannaeyja eru lausar 3 kennarastöður. Um er að ræða 1 stöðu við handmenntakennslu (smíðar), 1 staða við tónlistarkennslu (bekkjarkennsla og skóla- kór) og 1 staða við dönskukennslu. Nánari upplýsingar gefur Hjálmfríður skóla- stjóri í símum 481 1944 og 481 1898. Við Hamarskóla f Eyjum eru lausar 3-4 kennarastöður. Um er að ræða 1 stöðu sér- kennara, 1-2 stöður við almenna kennslu (yngri börn) og 1-2 stöður á unglingastigi, kennslugreinar eðlisfræði, stærðfræði og tölvur. Ef þú ert áhugasamur kennari og vilt taka þátt í virku skólastarfi hafðu samband við Halldóru skólastjóra í síma 481 2644 eða 481 2265 eða Ástríði í síma 481 2355. Skólastarf í Vestmannaeyjum stendur á gömlum og traustum grunni og tók fyrsti barnaskóli á islandi til starfa í Eyjum árið 1745. Barnaskóli Vestmannaeyja er heilstæður grunnskóli og eru nemendur 450 talsins. Skóíinn er vel búinn kennslutækjum, hressum krökkum og áhugasömu starfsfólki. Hamarsskóli er nýlegur skóli og var fyrsti áfangi tekinn í notkun 1982. I skólan- um eru 360 nemendur á aldrinum 6-16 ára. Þar eru skemmtileg- ir krakkar, hresst starfsfólk og góður starfsandi. Skólanefnd grunnskóla í Vestmannaeyjum. Hlutastarf Keilusamband íslands óskar eftir starfs- manni á skrifstofu í hlutastarf. Vinnutími er 10-15 tímar á viku á skrifstofutíma. Umsóknir sendist til Keilusambands íslands, íþróttamiðstöðinni Laugardal, 105 Reykjavík, fyrir 25. júní nk. LANDSPÍTALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... í þágu mannúðar og vfsinda BARNASPITALI HRINGSINS Sérfræðingur Laus er til umsóknar staða sérfræðings í barnalækningum með hjartasjúkdóma barna sem undirgrein. í starfinu felst, auk lækn- inga, þátttaka í kennslu og rannsóknum í samráði við forstöðulækni Barnaspítala Hringsins. Einnig felst í starfinu greining og meðferð á hjartasjúkdómum barna, tengdum hjartaaðgerðum. Umsóknir með upplýsingum um nám, fyrri störf og reynslu af kennslu og vísindastörfum sendist á eyðublöðum stöðunefndar lækna til forstöðulæknis Barnaspítala Hringsins, Ásgeirs Haraldssonar, prófessors, sem veit- ir og nánari upplýsingar, sími 560 1050. Mat stöðunefndar byggist á innsendum umsóknargögnum. Eyðublöð fást hjá heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og skrifstofu Ríkisspítala. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. Sérfræðingur Laus er til umsóknar staða sérfræðings í barnalækningum. Sérfræðingurinn skal hafa víðtæka reynslu í gjörgæslu barna. í starfinu felst, auk lækninga, þátttaka í rann- sóknum og kennslu í samráði við forstöðu- lækni Barnaspítala Hringsins. Umsóknir með upplýsingum um nám, fyrri störf og reynslu af kennslu og vísindastörfum sendist á eyðublöðum stöðunefndar lækna til forstöðulæknis Barnaspítala Hringsins, Ásgeirs Haraldssonar, prófessors, sem veit- ir og nánari upplýsingar, sími 560-1050. Mat stöðunefndar byggist á innsendum umsóknargögnum. Eyðublöð fást hjá Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og skrifstofu Ríkisspítala. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. KVENNADEILD LANDSPITALANS Aðstoðarlæknar Aðstoðarlæknar óskast til lengri og skemmri tíma á kvennadeild Landspítalans. Ráðning felur í sér störf á ýmsum skorum kvenna- deildar samkvæmt vinnuskipulagi deildarinn- ar og þátttöku í vöktum. Möguleikar eru á vísindastörfum í samráði við prófessor og forstöðulækni. Upplýsingar veita Reynir T. Geirsson, pró- fessor/forstöðulæknir, eða Jón Þ. Hallgríms- son yfirlæknir, kvennadeild Landspítalans. Ritari í móttöku glasafrjóvgunar- deildar Ritari í móttöku glasafrjóvgunardeildar kvennadeildar Landspítalans (100% starf) óskast frá 1. ágúst 1996. Ráðning er til eins árs með möguleika á framlengingu. Starfið felst í daglegum rekstri móttöku glasafrjóvg- unar, símavörslu, ritun læknabréfa og þátt- töku í tölvuvæðingu deildarinnar. Reynsla af tölvuvinnu og störfum læknaritara eræskileg. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 1996. Upplýsingar veitir Þórður Óskarsson sér- fræðingur í síma 560 1175. Umsóknum ásamt meðmælum skal skila á skrifstofu Reynis T. Geirssonar, forstöðulæknis kvennadeildar Landspítalans, 101 Reykjavík. AKUREYRARBÆR Barnaskóli Akureyrar í Barnaskóla Akureyrar er laus heil staða forstöðumanns skólavistunar og auk þess nokkur störf við síðdegisvistun, ræstingu og gæslu (blönduð störf) og aðstoð við börn með sérþarfir. Einnig vantar kennara við sama skóla við eftirtaldar kennslugreinar: • Sérkennslu 1/1 staða. • Alm. bekkjarkennslu (5.-7. bekk). • Heimilisfræði 1/2 staða. í Barnaskóla Akureyrar er lögð áhersla á endurmenntun og samvinnu allra starfs- manna og þar er hefð fyrir því að sinna ný- breytnistarfi. Ákjósanlegt tækifæri fyrir fólk með frumkvæði og vilja til að vinna að skólaþróun. Upplýsingar gefur skólastjóri/aðstoðarskóla- stjóri í síma 462 4172 eða aðstoðarskóla- stjóri, Birgir Sveinbjörnsson, í heimasíma 462 6747. Upplýsingar veitir einnig starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 2. hæð. Umsóknarfrestur er til 28. júní. Starfsmannastjóri. NESKAUPSTAÐUR Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður í Neskaupstað: Grunnskólinn f Neskaupstað • Almenn kennsla • Mynd- og handmennt • Sérkennsla Grunnskólinn í Neskaupstað er tvískiptur, annars vegar Nesskóli, þar sem börnum í 1.-7. bekk er kennt og hins vegar Verk- menntaskóli Austurlands þar sem 8.-10. bekk er kennt. Upplýsingar veita Gísli Sighvatsson í síma 477 1726 og Einar Már Sigurðarson í síma 477 1620. Tónskólinn í Neskaupstað: • Gítarkennara • Þverflautu-, klarinett- og saxafónkennara • Leiðbeinanda fyrir forskólanemendur Um er að ræða tvær stöður. Upplýsingar veitir Egill Jónsson í síma 477 1822. Leikskólinn Sólvellir • Stöður leikskólakennara. Upplýsingar veitir Guðrún Hólmfríður Jóns- dóttir í síma 477 1485. Umsóknarfrestur um ofangreindar stöður er til 1. júlí. Fræðslumálaráð Neskaupstaðar Hrútafjörður Skólabúðirnar að Reykjum og Barnaskóli Staðarhrepps auglýsa eftirfarandi stöður lausartil umsóknar: Við Skólabúðirnarerlaus staða íþróttakennara. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 451 0001 heima eða 451 0000. Við Barnaskóla Staðarhrepps er laus 11/2 staða kennara. Um er að ræða kennslu í 1.-7. bekk og er þeim skipt í tvær deildir, eldri og yngri. Eru 10-12 nemendur í hvorri deild. Um er að ræða bæði almenna kennslu og kennslu í verkgreinum. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 451 0030 heima eða 451 0025.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.