Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 34
34 B SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FISKIMANNAÞORPIÐ Liideritz í sunnanverðri Namibíu þar sem mikill fjöldi íslendinga hefur búið og starfað.
Ahorninu á Bismarck
Strasse og Kaiser Wil-
helm Strasse rekur Frau
Schröder gardínuverslun
og hugsar vel um viðskiptavini sína.
Þegar hún svo sá strákling að betla
fyrir utan verslunina, stormaði hún
út og öskraði á drenginn á kjarn-
yrtri þýsku „Verschwinde du
Drecksack“ og strákurinn forðaði
sér eins og fætur toguðu. Ég varð
vitni að þessu atviki, ekki í Þýska-
landi, heldur á strönd Suður-Atl-
antshafsins í Namibíu í bænum
Swakopmund, sem segja má að sé
jafnþýskur og hvaða bær sem er í
Þýskalandi.
Saga
í Namibíu hafa svartir þjóð-
flokkar búið árþúsundum saman
og þar er að fínna merkar stein-
ristur frá forsögulegum tíma. Evr-
ópubúar komu ekki til Namibíu
fyrr en á 19. öld og Namibía varð
þýsk nýlenda árið 1884 og nefnd;
ist þá Deutsch-Súdwest-Afrika. í
fyrri heimsstyijöldinni 1914 komst
landið undir Suður-Afríku sem fór
með stjórn landsins næstu þrjá
aldarfjórðungana. Þótt svo langt
sé um liðið frá þýska nýlendutíma-
bilinu, eru þýsk áhrif ennþá mjög
sterk í Namibíu. Götunöfn eru víða
á þýsku, þýska er algengt mál í
listum, verslun og viðskiptum.
Margir þýskir skólar eru í landinu
og í Namibíu búa um 50 þúsund
afkomendur þýskra landnema sem
halda fast í þýska tungu, siði og
venjur.
Namibía var hjálenda Suður-
Afríku frá 1914 til 1990, en þá
hlaut landið sjálfstæði og Lýðveldið
Namibía var stofnað 21. mars
1990. Þegar loksins náðist sam-
komulag um viðskilnað við Suður-
Afríku eftir áratuga sjálfstæðisbar-
áttu, fór viðskilnaður landanna vel
fram í umsjón Sameinuðu þjóðanna
og undir yfirstjóm Martti Ahtisa-
ari, núverandi forseta Finnlands,
sem gerður var að heiðursborgara
Namibíu fyrir störf sín í þágu
landsins, þegar hann kom í opin-
bera heimsókn á síðastliðnu ári.
Eins og áður sagði var Namibíu
stjómað sem væri hún hluti Suður-
Afríku frá lokum fyrri heimsstyrj-
" aiidar til 1990 og fer því ekki á
milli mála að þótt þýsk áhrif séu
enn sterk í Namibíu, þá eru suður-
afrísk áhrif enn sterkari. Margir
bankar, verslunarkeðjur og stórfyr-
irtæki eru útibú frá Suður-Afríku
eða að stórum hluta í eigu suður-
afrískra aðila og um 80% alls vöru-
innflutnings til Namibíu kemur frá
Suður-Afríku. Gjaidmiðill Namibíu,
Morgunblaðið/Ómar Friðriksson
SKRAUTBÚNIR Namibíumenn dansa þjóðdansa við trumbuslátt,
sem þeir gera einatt þegar þeir fagna góðum gestum.
Samgönguráðherra Namibíu, Oskar Valent-
in Plichta, verður hér á landi í opinberri
heimsókn dagana 23.-28. júní nk. í boði
Halldórs Blöndals, hins íslenska starfsbróður
síns. I föruneyti ráðherrans verður meðal
annarra flugmálastjóri Namibíu sem er ís-
lendingurinn Grétar Oskarsson sem hér
gerir grein fyrir þessu landi sem mest tengsl
hefur við ísland af öllum Afríkuríkjum.
namibíski dollarinn, er bundinn
gjaldmiðli Suður-Afríku, randinu,
og hefur sama verðgildi. Gengi
þessara gjaldmiðla miðað við ís-
lenskar krónur er nú þannig að: 1
N$ = 1 rand = 15,50 íslenskar
krónur.
íbúar og tunga
íbúar Namibíu eru um 1,5 millj-
ónir og eru um 90% þeirra krist-
innar trúar. Ibúarnir skiptast í
grófum dráttum þannig að svartir
eru um 1,3 milljónir (Wambo
720.000, Kavango 130.000, Herero
110.000, Damara 110.000, Nama
80.000, Caprivi-búar 60.000, Búsk-
menn 50.000, Tswana 10.000, aðr-
ir 20.000), hvítir eru um 110.000
og litaðir um 100.000.
Hinir ýmsu svörtu þjóðflokkar
Namibíu eiga sér flestir eigið
tungumál eða mállýsku sem til-
heyra tveimur aðalmálaflokkum,
Bantu og Khoikhoi. í Namibíu eru
töluð alls um 14 tungumál og þar
af þijú af evrópskum uppruna
(þýska, enska og afrikaans). Afr-
ikaans, tungumál Búanna í Suður-
Afríku, sem runnið er frá hol-
lensku, var opinbert tungumál í
Namibíu ásamt ensku til 1990.
Ennþá er afríkaans það tungumál
sem flestir tala sín á milli í Namib-
íu (lingua franca), þótt enska sé
hið eina opinbera tungumál lands-
ins frá lýðveldisstofnuninni 1990.
Veðrátta og lega
Namibía er á vesturströnd Afr-
íku við Suður-Atlantshafið og er
strandlengjan 1.490 km löng.
Norðan við Namibíu er Angóla, í
austri er Botswana og í suðri Suð-
ur-Afríka. Namibía er átta sinnum
stærra en Island eða um 825 þús-
und ferkílómetrar. Loftslag er þurrt
og hlýtt, og í Windhoek er meðal-
hiti í janúar, sem er hlýjasti mánuð-
urinn, um 17 á nóttunni og 29 á
daginn. I júlí, sem er kaldasti mán-
uðurinn, er meðalhiti um 6 á nótt-
unni og 20 á daginn.
í höfuðborginni Windhoek búa
um 150 þúsund manns, en borgin
sjálf er mög falleg með fagran
fjallahring á hásléttu í miðju land-
inu í um 1.700 metra hæð yfir sjáv-
armáli. Til þess er tekið hversu
loftið er tært og ómengað og sjálf
borgin er hrein og snyrtileg. Borg-
ina prýða margar fagrar byggingar
frá þýska nýlendutímanum og þess
hefur verið sérstaklega gætt við
nýbyggingar að þær falli vel inn í
borgarmyndina eins og hún er fyrir.
Sólskinsdagar í Windhoek eru
að meðaltali um 360 á ári og ekki
rignir og vart sér ský á himni frá
maí til október. Aðalrigningar-
tíminn er frá janúar til mars, en
þá geta komið allmiklir rigning-
arskúrir með þrumum og eldingum
í stutta stund, en síðan brýst sólin
fram á ný. Vegna lítillar úrkomu
síðustu ár standa íbúar Windhoek
frammi fyrir miklum vanda. Vatns-
birgðir borgarinnar eru orðnar
hættulega litlar og verði ekki mikil
úrkoma á næsta rigningartímabili
getur neyðarástand orðið ríkjandi.
Atvinnuvegir
Meðaltekjur á íbúa Namibíu eru
með þeim hæstu í Afríku (um US$
1460/ári) en þeim er að vísu mjög
misskipt enn sem komið er. Mark-
viss menntun þjóðarinnar og upp-
bygging atvinnuvega mun vænt-
anlega bæta hagsæld og jafna lífs-
kjörin þegar fram líða stundir.
Aðal útflutningsvörur Namibíu eru:
demantar 38%, málmar alls konar
(þ.m.t. úraníum) 23%, fiskafurðir
21% og landbúnaðarafurðir 12%.
Ferðamannaiðnaður er ört vaxandi
og stefnt er að mikilli uppbyggingu
hans á öllum sviðum. Vegna gam-
alla tengsla við Þýskaland kemur
það ef til vill ekki á óvart að um
80% allra ferðamanna í Namibíu
koma frá Þýskalandi og þýskumæ-
landi nágrannalöndunum, Austur-
ríki og Sviss.
Stjórnarfar
Eins og kunnugt er af fréttum
er ástand skelfilegt í mörgum ríkj-
um svörtu Afríku og nægir að
nefna Líberíu, Angóla og Rúanda
sem dæmi þar um. Oftast er orsaka
hörmunga margra ríkja Afríku að
leita hjá misvitrum, samviskulaus-
um og gerspilltum leiðtogum ríkj-
anna, sem hafa náð völdum með
illu eða góðu og nýta sér fengin
völd í eigin hagsmunaskyni. Tveir
lýðræðislega kosnir þjóðhöfðingjar
Áfríku standa þó einkum og sér í
lagi upp úr sem óumdeildir og
traustir leiðtogar í löndum sínum,
hafnir yfir spillingu og misnotkun
valds.
Þessir þjóðarleiðtogar eru Nel-
son Mandela, forseti Suður-Afríku
og Sam Nujoma, forseti Namibíu.
Báðir háðu þeir áratugum saman
stranga baráttu fyrir sjálfstæði
landa sinna og þegar draumur
þeirra varð að veruleika, reyndust
þeir vandanum vaxnir og urðu boð-
berar friðar, sátta og samlyndis
meðal þegna sinna. Það er engin
tilviljun að svo mörg lönd Evrópu,
þar með talið Island og hin Norður-
löndin, eru sérstaklega fús að rétta
Namibíu hjálparhönd með hvers
konar þróunaraðstoð í formi fjár-
magns, þekkingar og mannafla. I
Namibíu kemur aðstoðin að notum