Morgunblaðið - 27.06.1996, Page 1

Morgunblaðið - 27.06.1996, Page 1
100 SÍÐUR B/C/D/E 143. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ottast tafir í flugi Genf. Reuter. PIERRE Jeanniot, forstjóri Al- þjóðasambands áætlunarflug- félaga (IATA), sagðist í gær óttast að verulegar tafír yrðu í farþegaflugi í Evrópu gæfu rík- isstjórnir ekki eftir meira af loft- rými sínu til millilandaflugs. Aðvörun Jeanniots er sett fram daginn fyrir ársfund evr- ópskra flugumferðarstjóra, sem hefst í París í dag. Hann sagði að tölur sýndu, að rúmlega 12% flugferða á fyrstu fjórurn mán- uðum ársins hefði seinkað eða tæplega tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. „Það verður að aðhafast eitt- hvað strax svo hægt verði að afstýra miklum óþægindum fyr- ir flugfarþega í sumar,“ sagði Jeanniot. í apríl seinkaði 15% brott- ferða í Evrópu að meðaltali um 16 mínútur en óttast er að ástandið versni til muna á næstu tveimur mánuðum. Jeanniot sagði að vandann mætti fyrst og fremst rekja til tregðu flug- stjórnarmiðstöðva einstakra ríkja í Mið-Evrópu til þess að gefa eftir loftrými yfir 25.000 fetum til farþegaflugs sem stjórnað væri frá evrópsku flug- stjórnarmiðstöðinni Eurocontrol í Brussel. Eurocontrol hefur takmarkað loftrými til afnota og sagði Je- anniot að IATA væri ánægt með hvernig rekstur þess hefði tek- ist. Koma mætti í veg fyrir öng- þveiti og seinkanir með því að láta stofnuninni eftir aukið og ónotað loftrými til yfirflugs. Fögnuður í Prag Reuter MIKILL fögnuður braust út í Tékklandi í gær eftir sigur tékkneska landsliðsins í öðrum undanúrslitaleik Evrópumóts- ins í knattspyrnu í Englandi. Myndin var tekin á Wenceslas- torginu í Prag þar sem um tíu þúsund manns fögnuðu. Mæta Tékkar Þjóðverjum í úrslita- leiknum. ■ Tékkar mæta/El Jeltsín varar við stækkun NATO Vill efla herinn Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín Rússlandsforseti ávarpaði liðsforingjaefni í Kreml í gær og hét því að efla á ný varnir landsins. Hann sagði að líkur á heimsstyijöld hefðu minnkað en Rússum stæði enn ógn af staðbundn- um hættum og átökum á landamær- unum. Forsetinn hefur lofað að afnema herskyldu en andstæðingar hans segja að ríkið hafí ekki efni á þeim umskiptum. „Aætlanir Atlantshafsbandalags- ins um stækkun og nýjan klofning í Evrópu eru sérstakt áhyggjuefni," sagði forsetinn. „Öll þessi mál valda því að Rússar verða að hafa sterkan her sem eina af stoðum sjálfs ríkis- ins.“ Hann minntist á stríðið í Tsjetsjníju þar sem þúsundir rúss- neskra hermanna og tugþúsundir óbreyttra borgara hafa týnt lífi, Jeltsín sagði að þar hefði mjög reynt á siðferðisþrek hermanna. Þeir hefðu staðist prófið og sýnt hugrekki og fórnarlund. Kommúnistinn Víktor Íljúkín, for- maður öryggismálanefndar Dúm- unnar, gagnrýndi i gær brottrekstur nokkurra háttsettra -hershöfðingja og yfirmanns leyniþjónustunnar í vikunni. Jeltsín er talinn hafa vikið þeim að kröfu Alexanders Lebeds, nýs yfirmanns öryggisráðs Rúss- lands. „Þetta var árás á þá liðsmenn sem hafa a.m.k. reynt að stöðva þjófnað á fjármunum ríkisins, spill- ingu á æðstu stöðum og almenna lögleysu," sagði Íljúkín. ■ Hafna ríkjasambandi/30 Reuter Vertu velkominn, Bill! FUNDUR leiðtoga sjö helstu iðn- Citroen-bragganum er hér ekið ríkja heims hefst í Lyon í Frakk- framhjá, er Bill Clinton, Banda- landi í dag. A þessu skilti, sem ríkjaforseti, boðinn velkominn. Öþekkt samtök segjast ábyrg fyrir sprengjutilræðinu í Saudi-Arabíu Vara við frekari tilræðum gegn Bandaríkjamönnum Dharan í Saudi-Arabíu, Washington. Reuter. Ná saman í Tékklandi Prag. Reuter. SAMKOMULAG tókst í gærkvöldi milli fráfarandi stjórnarflokka í Tékklandi um myndun nýrrar ríkisstjórnar en stærsti stjórnar- andstöðuflokkurinn, Jafnaðar- mannaflokkurinn, verður að leggja blessun sína yfir stjórnarsáttmál- ann svo stjórnin verði að veruleika. Samkvæmt samkomulagi, sem Vaclav Havel forseti kom í kring eftir kosningarnar fyrir fjórum vikum, hefur Jafnaðarmanna- flokkurinn, sem vann mjög á í kosningunum, goldið jáyrði við að styðja minnihlutastjórn Vaclavs KÍaus á þingi. I staðinn fær flokk- urinn lykilembætti í þinginu. Eftir er þó að ganga frá slíku samkomu- lagi og er það talið munu draga dám af því að Klaus og Milos Zeman, leiðtogi Jafnaðarmanna- flokksins, eru svarnir óvinir. Efast stjórnmálaskýrendur um að sam- komulag þeirra í milii muni halda út kjörtímabilið. BANDARISKIR og saudi-arabískir embættismenn sögðust í gær hafa litla hugmynd um hver gæti hafa staðið að sprengjutilræði sem varð 23 að bana og særði tæplega 400, þar af 105 alvarlega, í bækistöð Bandaríkjahers í austurhluta Saudi- Arabíu í fyrrakvöld. Áður óþekkt samtök höfðu samband við arabískt blað, sem gefið er út í London, og lýstu sig ábyrg fyrir tilræðinu. Sagði sá er hringdi, að búast mætti við fleiri árásum á erlendar her- stöðvar í Saudi-Arabíu ef Banda- ríkjaher yrði ekki á brott úr landinu. Sprengingin rústaði framhlið fjölbýlishúss þar sem bandarískir hermenn bjuggu, í borginni Khob- ar, þar sem er bækistöð banda- rískra flugvéla er gæta flugbann- svæðis yfir suðurhluta íraks. Norman Schwarzkopf, fyrrum yfirmaður herafla Bandaríkjanna, sagði að ofbeldi og andstaða við Bandaríkjaher væri að aukast í Saudi-Arabíu. „Við verðum að sýna þeim að við erum harðari af okkur en þeir,“ sagði hann í sjónvarpsvið- tali. Bætti Schwarzkopf því við, að það yrðu „hörmuleg mistök“ ef Bandaríkjamenn héldu á brott frá þessum heimshluta. Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna beindi í gærkvöldi þeim til- mælum til bandarískra ríkisborg- ara í Saudi-Arabíu, að fara með allri gát, láta sem minnst fara fyr- ir sér og tilkynna sendiráðinu um allt sem grunsamlegt gæti talist. Þetta var mannskæðasta tilræði gegn Bandaríkjamönnum í Mið- Austurlöndum frá því 1983, er 241 bandarískur sjóliði var felldur í Beirút. Yfirvöld í Saudi-Arabíu, sem í síðasta mánuði tóku af lífi fjóra menn sem viðurkenndu í sjón- varpsviðtali að hafa staðið að sprengjutilræði í annarri banda- rískri herbækistöð, hétu því í gær að þeim sem stóðu að tilræðinu í fyrrakvöld yrði refsað „harkalega og snarlega". Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, flaug til Saudi-Arabíu í gær til þess að skoða með eigin augum afleiðingar sprengingarinnar. Sagði hann við fréttamenn, að tilræðið myndi ekki hindra Bandaríkjamenn í að reka þau erindi sem þeir ættu. Christopher heimsótti slasaða sem eru á sjúkrahúsi. Hét hann því að tilræðismanna yrði leitað og þeim refsað. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði í gær að hann myndi leggja megináherslu á „baráttuna gegn hryðjuverkum," á fundi leið- toga sjö helstu iðnríkja heims, sem hefst í Lyon í Frakklandi í dag. Sagði Clinton að efnahagslegt ör- yggi væri óhugsandi ef lífi fólks væri hætta búin. Sagði Clinton fyrir um, að fánar skyldu hafðir í hálfa stöng í Banda- ríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.