Morgunblaðið - 27.06.1996, Page 6

Morgunblaðið - 27.06.1996, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Prestar segjast hafa skilning á ákvörðun biskups Islands að hætta störfum Morgunblaðið/Árni Sæberg HERRA Ólafur Skúlason biskup ræðir við presta á prestastefnu. SÉRA Jón Helgi Þórarinsson á Dalvík og Míagnús Guðjónsson fyrrverandi biskupsritari við upphaf prestastefnu. Ætti að stuðla að friði í kirkjunni Prestar á prestastefnu eru almennt þeirrar skoðunar að ákvörðun biskups íslands að láta af störfum í lok næsta árs sé skynsam- leg út frá þeirri erfíðu stöðu sem hann hef- ur verið í. Að þeirra mati mun þetta stuðla að friði í kirkjunni, en benda jafnframt á að enn séu þar óleyst deilumál. Egill Olafs- son ræddi við presta á prestastefnu. Séra Kristján Séra Þórir Jökull Séra Kristinn Jens Björnsson Þorsteinsson Sigurþórsson Séra Vigfús Þór Séra Helga Soffía Séra Guðmundur Arnason Konráðsdóttir Þorsteinsson PRESTAR á prestastefnu telja almennt að ákvörðun herra Ólafs Skúlasonar að láta af biskupsembætti í árslok 1997 sé til þess fallin að stuðla að sátt innan kirkjunnar. Þeir telja að hann hafí tekið skynsamlega ákvörðun í þeirri erfíðu stöðu sem hann hafí verið í. Ákvörðun Ólafs Skúlasonar kom mörgum prestum á prestastefnu á óvart. Hún kom t.d. vígslubiskupun- um báðum algerlega í opna skjöldu. Ólafur ætlaði sér upphaflega ekki að tilkynna ákvörðun sína svo snemma. Hann ákvað hins vegar að segja frá henni við upphaf presta- stefnu þegar ljóst var að þær ávirð- ingar sem bornar hafa verið á hann yrðu ræddar á fundinum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ætluðu nokkrir prestar að ræða þessi mál á prestastefnunni og ljóst þótti að ein- hveijir þeirra myndu setja fram kröfu um afsögn biskupsins. Biskup vissi fyrir prestastefnuna í hvað stefndi og hann mat það svo að hann yrði að bregðast við kröfum presta um afsögn. Hann mun þess vegna hafa tekið ákvörðun um að tilkynna ákvörðun sína, sem hann hafði þá þegar tekið ásamt fjölskyldu sinni og nánustu samstarfsmönnum. Stuðlar að friði Þeir prestar sem Morgunblaðið ræddi við á prestastefnu í gær voru á einu máli um að þessi ákvörðun hefði verið eðlileg í þeirri erfíðu stöðu sem biskupinn var í. „Þetta lýsir stórum hug hjá biskupnum að meta ástandið þannig að rétt sé af honum að Ijúka störfum eftir eitt og hálft ár. Með þessu er hann auðvitað fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni kirkj- unnar. Þetta er gífurlega stórt skref af hans hálfu og það hljóta allir að sjá að það er stigið í átt til friðar,“ sagði séra Vigfús Þór Ámason, prestur í Grafarvogi. Séra Vigfús sagði mikilvægt að prestar tækju höndum saman og reyndu að stuðla að friði innan kirkj- unnar. Hann sagði að þeir erfíðleikar sem kirkjan hefði ratað í hefðu opnað augu manna fyrir mikilvægi þess að fundnar yrðu leiðir til að taka á ágreiningsmálum innan kirkjunnar. Það væru núna allir sammála um mikilvægi þess að afgreiða frumvarp um stöðu, stjóm og starfshætti þjóð- kirkjunnar, en þetta mál væri búið að vera í umræðu innan kirkjunnar í fjölda ára án þess að fást lögfest. Séra Vigfús sagði að kirkjan yrði einnig að taka mið af þeim hröðu breytingum sem væru að verða á þjóð- félaginu. Hún yrði að taka tillit til þessara breytinga eins og hún hefði raunar verið að gera undir forystu Ólafs Skúlasonar. Kirkjan þarf að bregðast við „Mér fínnst þessi ákvörðun mjög eðlileg og skynsamleg eins og staðan er orðin. í mínum huga ætti þetta að gefa möguleika á því að skapa frið í kirkjunni. Eg vona að við náum að nýta okkur þá möguleika. Það hefur mikil áhrif á alla söfnuði í landinu ef það er ófriður um embætti biskups íslands," sagði séra Kristján Bjöms- son, prestur á Hvammstanga. „Ég saknaði þess hins vegar að biskupinn skyldi ekki gefa yfirlýsingu um að kirkjan þyrfti að móta tillögur um hvemig hún ætti að bregðast við þegar ásakanir eru bomar á þjóna kirkjunn- ar um kynferðislega áreitrii. Ég vona að tillögur um þetta efni komi fram á prestastefnunni. Það hlýtur að vera forsenda þess að það skapist friður um þessi mál í framtíðinni að það verði tekið með öðmm hætti á þessu en gert var. Það þýðir ekki að neyta aflsmunar eins og hefur verið gert.“ Kristján sagðist geta tekið undir með biskupi íslands að það væri óheppilegt fyrir kirkjuna að efna til biskupskosninga núna strax. Hann sagðist einnig hafa skilning á því að Ólafur vildi ljúka þeim verkefnum sem hann væri að vinna að fyrir Lúterska heimssambandið. Kristján sagði mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þær ásakanir sem beinst hafa að Ólafi Skúlasyni væru ekki eina vandamál kirkjunnar. Þau yrðu til staðar þó að nýr maður settist í stól biskups. Miklu skipti að kirkjunni tækist að fínna leiðir til að leysa þessi mál farsællega. Hann sagðist fínna fyrir einlægum vilja presta til að það yrði gert. Skynsamleg ákvörðun „Þetta kemur mér ekki algerlega á óvart. Ég þóttist sjá að þetta væri það eina rétta í stöðunni. Mér finnst þessi ákvörðun biskupsins vera vitur- leg. Ég tel einnig skynsamlegt af honum að láta einhvem tíma líða áður en hann hættir störfum,“ sagði séra Kristinn Jens Sigurþórsson, prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. „Þetta ætti að auðvelda margt í uppbyggingarstarfinu sem er fram- undan. Við þurfum öll að sameinast um að koma á meiri friði innan kirkj- unnar. Það eru hins vegar ennþá óleyst erfíð mál og nægir að nefna deilumar við Langholtskirkju. Von- andi tekst að finna þar einhverja lausn. Það er skelfílegt þegar svo virð- ist vera sem sóknamefndarmenn vinni að því að koma sóknarprestinum frá. Slík vinnubrögð eiga ekki heima innan kirkjunnar." Blendnar tilfinningar „Tilfínningar mínar gagnvart þessari ákvörðun biskups em nokkuð blendnar. Mér hefur þótt allur að- dragandi hennar afskaplega sorgleg- ur. Astandið í kirkjunni í vetur hefur ekki einungis hryggt alla þjóðina heldur einnig okkur prestana,“ sagði séra Helga Soffía Konráðsdóttir, prestur í Háteigskirkju í Reykjavík. „Ég skil þessa ákvörðun biskups að draga sig í hlé hins vegar mjög vel. Það er orðið svo ófriðlegt innan prestastéttarinnar og einnig er ófrið- legt kringum embætti biskups. Þetta er algerlega óviðunandi ástand og ekki hægt að hafa þetta svona áfram. Við verðum að taka því ef það er ekki hægt að skapa frið með öðmm hætti en að Ólafur víki úr embætti fyrr en hann ætlaði. Mér fínnst þetta lýsa góðri dómgreind biskupsins. Ég vona aðákvörðun biskups stuðli að friði og einingu innan kirkjunnar. Það er mér kappsmál. Ég hvet alla sem hafa tekið afstöðu í þessu máli og lýst henni opinberlega að einbeita sér að uppbyggjandi verkefnum fynr kirkjuna og söfnuðina í landinu." Erfiður vetur „Þessi ákvörðun kemur mérj sjálfu sér ekki á óvart,“ sagði sérá Guð- mundur Þorsteinsson, prestur við Árbæjarkirkju í Reykjavík. „Það er ljóst að liðinn vetur hefur verið bisk- upnum ákaflega erfiður. Aðförin að honum hefur verið slík að ég get ekki annað en dáðst að því hvað hann hefur þó staðið sig vel í starfí. Ég óttast aftur á móti ef að það á að vera hægt að taka menn starfslega af lífi með rógi og ósönnuðum aðdrótt- unum. Maður spyr: Hver verður næst- ur? Ég harma að hann skuli nánast vera þvingaður til að segja af sér fyrr en efni stóðu til. Ég held að hann geri þetta til þess að reyna að skapa frið í kirkjunni. Að mínu mati hefur Ólafur Skúlason unnið mjög gott starf fyrir íslensku kirkjuna og safnaðarstarf hefur blómgast undir hirðisstjóm hans,“ sagði Guðmundur. Staða biskups erfið „Þessi ákvörðun kom mér á óvart. Ég tel að þetta hafi verið skynsamleg ákvörðun í þeirri erfíðu stöðu sem biskupinn var í. Menn hafa verið að ræða hvemig ákvörðun af þessu tagi gæti borið að. Sumir em þeirrar skoð- unar að í ljósi alls sé umdeilanlegt hvort biskupin eigi að bíða svona lengi með að hætta. Hann hefur gefíð skýr- ingar á tímasetningunni sem við hljót- um að virða," sagði séra Þórir Jökull Þorsteinsson, sóknarprestur á Sel- fossi. Séra Þórir Jökull sagðist eiga von á að prestar fæm strax að líta I kring- um sig eftir nýjum biskupsefnum og slíkar vangaveltur væra án efa komn- ar af stað í hugum margra. Séra Þórir sagðist vona að þessi ákvörðun biskupsins ætti eftir að stuðla að meiri friði innan kirkjunnar. „En það má líka spyija, hvað er frið- ur í kirkjunni? Á hinum pólitíska vettvangi er frið- urinn stundum skoðaður sem einhvers konar ógnaijafnvægi. Er það hinn eiginlegi friður? Ég held að friður í kirkjunni sé fyrst og fremst virkur friður, þ.e. ástand sem knýji menn til starfa í anda kirkjunnar. Sá friður er friður umræðu, jafnvel nokkurra átaka.“ Ætluðu að ræða mál biskups Eðllleg ákvörðun í erfiðri stöðu I I } \ I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.