Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vopnað rán framið á ís-
lenskum leikurum í Tékklandi
ÚTRÝMINGARBÚÐIRNAR voru í
smáþorpinu Theresienstadt og voru
í raun heilt samfélag, en þar er
nú safn og í gær [þriðjudag] var
þar varla nokkur sála á ferli. Eftir
að við Viðar Eggertsson höfðum
skoðað brennsluofnana gengum við
til baka inn í sjálft þorpið, framhjá
öskuhaugunum fyrrverandi,
kvennadeildinni og barnadeildinni,
og vorum í leit að kaffíhúsi. Við
komum þá inn á stórt grasi gróið
torg þar sem stóð stór steinkirkja,
sem hafði á sínum tíma verið bæki-
stöðvar Gestapo, þýsku öryggislög-
reglunnar. Á korti yfír búðirnar eða
safnið var eitt húsanna merkt sem
kaffihús, sem opnað hefði verið
árið 1942. En þegar við héldum
þangað í leit að kaffi reyndist þar
vera komin antik- eða fornmuna-
verslun, og við brugðum okkur inn
að skoða, enda þótt klukkan væri
orðin sex og verslanir að loka.
Búðareigandanum virtist þykja það
allt í lagi þótt við værum að þvæl-
ast þarna eftir lokun, og við skoð-
uðum ýmsa hluti í um það bil tíu
mínútur. Ég ákvað að kaupa mín
fyrstu gleraugu, auk þess einn bolla
og hnífapör.
En meðan eigandinn var að
pakka þessu inn fyrir mig opnaðist
hurðin og inn komu þrír menn með
vélbyssur. Einn þeirra var með
sokk yfír höfðinu. Við héldum að
þetta væri auðvitað hluti af ein-
hvers konar útiskemmtun, en svo
reyndist ekki vera, langt í frá.
Þeir skipuðu okkur á einhvers
konar hrognamáli að leggjast í
gólfíð, og við gerðum það umsvifa-
laust og steinþegjandi. Búðareig-
andinn stundi aftur á móti og grét
og þeir baukuðu lengi eitthvað við
Tveir íslenskir leikarar, þau Guðrún Snæ-
fríður Gísladóttir og Viðar Eggertsson
lentu í fyrrakvöld í vopnuðu ráni í fyrrver-
andi útrýmingarbúðum nasista í Tékk-
landi. Þau Guðrún og Viðar hafa að undan-
förnu verið á leiklistarhátíð í Dresden í
Þýskalandi en fóru í fyrradag í dagsferð
yfir til Tékklands. Frásögn Guðrúnar af
atburðinum fer hér á eftir.
hann, en þar sem
ég leit ekki upp
veit ég ekki ná-
kvæmlega hvað
það var. Eftir það
sem mér fannst
vera heil eilífð
kom einn mann-
anna til mín og
miðaði á mig
byssunni. Ég
benti á töskuna
mína og bauð
honum „pass-
port“, þar sem ég
hafði heyrt að ís-
lensk vegabréf
væru í hávegum
höfð af glæpa-
mönnum margra
ríkja. En þessi sagði bara nei takk. með einhvers konar vír. Sama var
Annar kom þá framan að mér, gert við Viðar Eggertsson, fyrrver-
sagði: „Sorrí“, og setti heftiplástur andi Borgarleikhússtjóra.
fyrir munninn á mér. Því næst Við reyndum bæði að láta sem
batt hann saman hendurnar á mér minnst fyrir okkur fara, og eftir
mikið brauk og taut fóru mennim-
ir um síðir með stóran poka af
málverkum, gömlum byssum og
peningum. Þeir tóku líka kredit-
kortin okkar Viðars eins og í fram-
hjáhlaupi, og það sem verst var,
myndavélina mína með heilli filmu
sem ég hafði tekið í Theresienstadt
og víðar.
Búðareigandinn grenjandi
reyndist þá ekki vera bundinn líkt
og við; að minnsta kosti gat hann
skorið böndin af okkur Viðari, og
sendi svo Viðar út í bláinn að sækja
lögregluna, þar sem hann hafði
engan síma. Seint og um síðir kom
Viðar með lögregluna og þá fyrst
þorði ég að líta upp frá gólfínu.
Síðan tóku við sjö klukkutíma
yfirheyrslur í næsta húsi við fyrr-
verandi aðalbækistöðvar Gestapó.
Ég fékk að hringja eitt símtal og
hringdi þá í neyðarsíma Kredit-
korta og lét loka kortunum okkar.
Lögreglumennirnir hringdu síðan
í íslenska ræðismanninn í Prag,
Þóri Gunnarsson, og hann kom
keyrandi um miðja nótt með ís-
Ienskusérfræðinginn Helenu Kad-
ekovu, og gegnum hana fór öll
skýrslugerðin fram. Við vorum
meðal annars látin fara aftur á
vettvang í antíkbúðina og látin
leika þar atburðinn, hvort í sínu
lagi, inn á myndband. Þar kom sér
vel að allir kunnu sitt fag, bæði
leikararnir og túlkurinn.
Þessir íslendingar voru því heil-
ir á húfi á eftir, að vísu hálfgert
á nærbuxunum, en í fanginu á
hinum ótrúlega skipulagða og dug-
lega ræðismanni okkar í Prag, sem
stendur þessa dagana fyrir heil-
mikilli íslenskri kvikmyndahátíð í
borginni.
Margrét
styður
Olaf Ragnar
MARGRÉT Frímannsdóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins, segist
styðja Ólaf Ragnar Grímsson í
embætti forseta íslands.
„Það hefur legið fyrir frá því
að Ólafur ákvað að gefa kost á sér
að ég styddi hann,“ sagði Mar-
grét. „Ég tel að þau hjón muni
gegna þessu embætti mjög vel.“
----» ♦ »----
Vitni vantar
að ákeyrsl-
um á börn
LÖGREGLAN í Reykjavík leitar
eftir vitnum að tveimur slysum í
Reykjavík síðustu daga._
Umferðarslys varð í Álfheimum
skömmu fyrir klukkan hálftíu mið-
vikudagskvöldið 19. júní sl. Þá hljóp
stúlka áleiðis vestur yfir götuna á
móts við hús númer 11A þegar hún
varð fyrir bíl og slasaðist. Kona
nokkur mun hafa gefið sig á tal
við móður stúlkunnar og er konan
vinsamlegast beðin um að gefa sig
fram við rannsóknardeild lögregl-
unnar og vitni ef einhver hafa verið.
Fimm ára drengur mun hafa
orðið fyrir bíl við Kambasel 49 síð-
degis laugardaginn 19. júní. Dreng-
urinn fannst meðvitundarlítill í veg-
kantinum. Hann segir að þarna
hafi kona skrensað á bíl og skilið
sig eftir á götunni. Atvikið var til-
kynnt lögreglu kl. 17.03. Þessi
ökumaður og vitni að atburðinum
eru beðin um að gefa sig fram við
rannsóknardeild lögreglunnar.
FAST6IG NASALA
ViTASTÍG 13
Miðleiti
5-6 herb. íbúð á 3. hæð, endaíbúð í vesturenda, 132 fm,
ásamt 25 fm bílskýli. 4 svefnherb., rúmgóðar stofur.
Þvottaherb. og búr innaf eldhúsi. Parket og flísar.
Suðursvalir. Falleg sameign.
FASTEIGN ER FRAMTÍD SÍMI 568 77 68
FASTEIGNA £ ö JMIÐLUN
Suöurlandsbraut 12, 108 Reykjavik, Sverrir Kristjansson XZ
fax 568 7072 lögg. fasteignasali
Ljósaland við Miðdal
Ljósaland, Miödalslandi: Til sölu stórt sumarhús,
ca 18 km frá Reykjavík. 1,65 hs eignarland
Sumar- eða heilsárshús
Brú í landi Elliöakots. Þessi snotri sumarbústaður,
rétt viö bæjarmörkin, er til sölu. í húsinu eru tvö
svefn herb., stofa, eldhús og snyrting. Sér borhola
fyrir kalt vatn. Stór sólpallur. Mikið útsýni. Stór,
fallega ræktuö og girt lóö. Verö 2.850 þús.
Hægt að flýta framkvæmdum á Nesjavöllum um 4-6
mánuði með umtalsverðum kostnaðarauka
Ákveðið að stækka Kröflu
virkjun um 15 megawött
STJÓRN Landsvirkjunar samþykkti
á fundi í gær að ráðast í stækkun
á Kröfluvirkjun um 15 megawött,
eða úr 30 megawöttum í 45 mega-
wött, sem er um 120 GWst á ári.
Framkvæmdum ætti að geta verið
lokið á næsta ári og þessi áfangi
Kröfluvirkjunar kominn í rekstur í
lok ársins 1997. Að sögn Helgu
Jónsdóttur, stjórnarformanns
Landsvirkjunar, er kostnaður við
stækkunina áætiaður 698 milijónir
króna, 173 milljónir á þessu ári og
525 milljónir á næsta ári.
Talið er að hægt sé að flýta
áætluðum virkjunarframkvæmdum
á Nesjavöllum með sértækum að-
gerðum um 4-6 mánuði, en áætlan-
ir hafa miðast við að framkvæmd-
um yrði lokið í árslok 1998. Áætlað
er að virkja í tveimur áföngum á
Nesjavöllum og að þeir skili sam-
tals 360 GWst orku. Að sögn Al-
freðs Þorsteinssonar, formanns
stjórnar Veitustofnana Reykjavík-
urborgar, myndi flýtingin hafa í för
með sér umtalsverðan kostnaðar-
auka, en á þessu stigi væri ekki
Ijóst hver hann yrði.
Áhugi hjá ýmsum á að kaupa
orku af Landsvirkjun
Columbia Ventures Corporation
hefur óskað eftir því við Markaðs-
skrifstofu iðnaðarráðuneytisins og
Landsvirkjunar að hún svari því
hvort Landsvirkjun geti afhent raf-
orku fyrir 30 þúsund tonna álver
sem taki til starfa á íslandi snemma
árs 1998. Helga sagði að enn sem
komið er væru hugmyndir Columb-
ia Ventures dæmi sem væri fjarri
því að vera fast í hendi. „Það ligg-
ur fyrir að það er hagkvæmara
verðtilboð frá Venesuela og þeir eru
að kanna þann kost til fulls í raun
og veru áður en þeir gera upp við
sig hvort þeir ætla að ganga til
samningaviðræðna við okkur,"
sagði hún.
Helga sagði að annar fundur
yrði í stjórn Landsvirkjunar næst-
komandi miðvikudag þar sem áhugi
væri nú hjá ýmsum aðilum á því
að kaupa orku af Landsvirkjun.
Sagði hún að verið væri að ræða
hugmyndir Columbia Ventures í
samhengi við hugmyndir fleiri aðila
um frekari orkukaup, t.d. ísals og
J árnblendifélagsins.
„Til hvers sem það kann svo að
leiða í framhaldinu þá erum við að
setja upp yfirlit yfir orkukostina og
virkjanaröðina eins og þetta blasir
við okkur. Á fundinum í morgun
[í gær] var samþykkt að fara í
Kröflustækkun og það var líka sam-
þykkt að fara til viðræðna við
Reykjavíkurborg um Nesjavelli á
grundvelli þess samkomulags-
grundvallar sem áður hefur verið
ræddur og samþykktur í borgarráði
Reykjavíkur. Það þýðir að nú fara
menn út í praktískar viðræður um
samrekstur og verð,“ sagði Helga.
Rafmagnsveitunni falið að
undirbúa línulagningu
Alfreð Þorsteinsson sagði að svar
Hitaveitu Reykjavíkur við fyrir-
spurn Columbia Ventures um hvort
hægt væri að flýta framkvæmdum
á Nesjavöllum væri efnislega það
að það sé hægt með sértækum að-
gerðum og umtalsverðum kostnað-
arauka. „Við getum á þessu stigi
ekki sagt hversu miklu dýrara það
verður en það er alveg augljóst að
öll svona flýting kostar sitt. Það
er aftur stærra reikningsdæmi sem
menn þyrftu að fara yfir,“ sagði
hann.
Alfreð sagði að allur undirbún-
ingur við Nesjavallavirkjun væri
kominn á það skrið sem hægt væri
að setja hann. Stjórn Veitustofnana
hefði samþykkt í gær að fela Raf-
magnsveitu Reykjavíkur að annast
undirbúning að lagningu háspennu-
línu frá virkjuninni að aðveitustöð
Rafmagnsveitunnar við Korpu, og
jafnframt að undirbúa stækkun
aðveitustöðvarinnar sem nauðsyn-
leg væri vegna tengingar háspennu-
línunnar við stöðina.
„Ástæða þess að Rafmagnsveit-
an er beðin um þetta er sú að þótt
það hafi ekki verið formlega sam-
þykkt þá liggur það nokkurn veginn
fyrir að Hitaveitan og Rafmagns-
veitan komi báðar að þessu máli,
þ.e. að Hitaveitan sjái um sjálfa
virkjunina en Rafmagnsveitan ann-
ist línulögnina og uppsetningu
hennar. Allt þetta hefur sinn undir-
búningstíma, en það þarf umhverf-
ismat og samráð þarf að hafa við
skipulagsyfirvöld aðallega í Mos-
fellsbæ um það hvar línan kemur
þar að. Þetta eru allt hlutir sem
menn þurfa nú að gefa sér til að
fara yfir,“ sagði Alfreð.