Morgunblaðið - 27.06.1996, Síða 11

Morgunblaðið - 27.06.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 11 AUGLÝSING C/háðir áhugamenn um forsetakjör 1996 leggja áherslu á mikilvægi embættis forseta íslands. Ha mikla vald sem þjóðinni er fengið með því að fela henni að velja forsetann, ber að nota af ábyrgðartilfinningu og á grundvelli réttra upplýsinga um þá menn sem í framboði eru. J5arátta um kjör forseta íslands á að vera drengileg og málefnaleg. í því felst ekki að opinská og heiðarleg umræða um frambjóðendur sé bönnuð. Sí sem ákveður að bjóða sig fram til forseta íslands, hefur sjálfur ákveðið að leggja verk sín, orð og gjörðir, undir dóm þjóðarinnar. /*að eru gömul sannindi að menn eigi að dæma eftir verkum þeirra og að reynslan sé ólygnust. /*au verk sem forsetaframbjóðendur eiga að baki í opinberu lífi og hafa unnið í augsýn alþjóðar er rétt og skylt að skoða, þegar það er metið hvort þeir eigi erindi til Bessastaða. Slík skoðun, reist á staðreyndum og réttum upplýsingum, er málefnaleg og nauðsynleg til þess að kjósendur geti dæmt rétt. Zí'inn forsetaframbjóðandi hefur þá sérstöðu að eiga að baki fyrirferðarmikinn feril í íslensku stjórnmálalífi. Ekkert er eðlilegra en að hann lýsi sjálfur fyrir kjósendum þeim verkum sem hann telur mæla með kjöri sínu. En kjósendur eiga rétt á meiri upplýsingum svo þeir fái rétta mynd af þessum frambjóðanda sem til skamms tíma hefur verið talinn líklegastur til að ná kjöri. Á það hefur skort. Óháðir áhugamenn um forsetakjör vilja ekki kveða upp dóm yfir Ólafi Ragnari Grímssyni. En þeir vilja með upprifjun á orðum hans og gjörðum auðvelda kjósendum að dæma rétt. ÓHÁÐIR ÁHUGAMENN UM FORSETAKJÖR 1996

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.