Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Standandi á hestbaki
SÁ er ekki hræddur strákurinn sem stendur ekki tekin í fjölleikahúsi heldur við bæinn
uppréttur á hestinum og veifar. Myndin er Borgarkot á Skeiðum.
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur
100 millj. aukafj árveiting-
Skoðanakönnun Gallups
Nánast engar
breytingar á fylgi
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi
sínum á þriðjudag 100 milljóna
króna aukaf|árveitingu vegna
Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur.
Rúmlega helmingur fjármagnsins,
55 milljónir, fer í viðhald og lagfær-
ingar á húsi Miðbæjarskólans að
Fríkirkjuvegi 1 og 45 milljónir fara
í aðstöðu og búnað fyrir Fræðslu-
miðstöðina.
Viðhaldskostnaðurinn skiptist
þannig að í endumýjun rafmagns
fara tólf milljónir, í eldvafnamál
þrjár, í lyftu þrjár og hálf, í endur-
málun, dúkalagnir, tréverk o.fl. 34
milljónir og í hönnun, umsjón og
eftirlit tvær og hálf milljón króna.
Kostnaður vegna Fræðslumið-
stöðvar skiptist þannig að verk-
kostnaður við Námsflokka er tólf
milljónir, verkkostnaður við skrif-
stofur 17 milljónir, í búnað fara
fimm milljónir, frágang lóðar fímm
Rúmlega helm-
ingur fer í viðhald
og lagfæringar
Miðbæjarskólans
milljónir og í hönnun, umsjón og
eftirlit sex milljónir króna.
Sjálfstæðismenn mótmæla
í bókun frá borgarráðsfulltrúum
Sjálfstæðisflokksins kemur fram að
þeir hafi bent á að með flutningi
Fræðslumiðstöðvar í Miðbæjarskóla
væri verið að stofna til mikils kostn-
aðar sem væri óþarfur ef annað
hentugra húsnæði yrði fyrir valinu.
Þessu hafi verið mótmælt af R-list-
anum. Nú þurfi að samþykkja 100
milljóna króna aukafjárveitingu
vegna þessa auk allt að 20 milljóna
króna aukafjárveitingar vegna
flutnings Námsflokkanna úr Mið-
bæjarskólanum.
Endurbótum lokið árið 1998
í bókun frá borgarstjóra segir
að hefði borgin farið út í kaup á
húsnæði eða nýbyggingu fyrir
Fræðslumiðstöð hefði það með
standsetningu og búnaði kostað á
milli 150 og 180 milljónir.
I bókun borgarstjóra kemur enn-
fremur fram að fræðslu- og borgar-
yfirvöld leggi á það áherslu að vel
verði staðið að endurbótunum með
tilliti til varðveislugildis hússins en
jafnframt að húsið geti sem best
nýst eigendum sínum.
Áætlað er að endurbótunum verði
lokið fyrir 100 ára afmæli hússins
árið 1998.
SAMKVÆMT niðurstöðum skoð-
anakönnunar Gallups sem gerð var
22.-24. júní mælist fylgi Ólafs
Ragnars Grímssonar 44,6%, Péturs
Kr. Hafstein 28,7%, Guðrúnar Agn-
arsdóttur 23,0% og Ástþórs Magn-
ússonar 3,7%.
Þetta er fjórða könnunin sem
Gallup gerir eftir að framboðsfrest-
ur til forsetakosninga 29. júní nk.
rann út. Nánast engar breytingar
hafa orðið á fylgi frambjóðenda á
milli kannana hjá Gallup og það sem
hreyfist telst ijarri því að vera
marktækt. Kannanirnar voru gerð-
Greint á
milli auðra
seðla og
ógildra
VIÐ talingu atkvæða í forseta-
kosningunum næstkomandi
laugardag verða auðir at-
kvæðaseðlar og ógiidir að-
greindir eins og verið hefur við
kosningar á undanförnum
árum, þannig að fyrir liggur
að lokinni talningu hversu
margir skiluðu auðu og hversu
margir ógiltu atkvæði sín, sam-
kvæmt upplýsingum Hjörleifs
Kvarans formanns yfirkjör-
stjórnar í Reykjavík.
Skv. kosningalögum eru
auðir seðlar úrskurðaðir ógildir.
Við seinustu forsetakosningar
árið 1980 voru 355 atkvæða-
seðlar auðir og 191 seðill ógild-
ur. Námu auðu seðlamir 0,3%
af greiddum atkvæðum. Við
forsetakosningar 1968 voru
auðir seðlar og ógildir 918 en
við forsetakosningarnar árið
1952 voru 1.940 seðlar auðir,
eða 2,8% af greiddum atkvæð-
um og 283 ógildir.
ar að meðaltali með um tveggja
daga millibili.
I síðustu könnun Gallups, sem
gerð var 20.-23. júní, mældist fylgi
Ölafs Ragnars Grímssonar 43,7%,
Péturs Kr. Hafstein 28,1%, Guðrún-
ar Agnarsdóttur 24,0% og Ástþórs
Magnússonar 4,3%.
I nýjustu könnun Gailups var
valið 900 manna slembiúrtak úr
þjóðskrá á aldrinum 18-75 ára. Um
20% úrtaksins var einnig í síðustu
könnun Gallups. Svarhlutfall var
rúmlega 70% og skekkjumörk fyrir
fylgi frambjóðenda 1-4%.
Lok utan-
kjörfundar-
atkvæða-
greiðslu
SÝSLUMANNSEMBÆTTIN hafa
umsjón með utankjörfundarat-
kvæðagreiðslum fyrir forsetakosn-
ingamar og misjafnt er hvenær
atkvæðagreiðslu lýkur. Sýslu-
mannsembættin á hverjum stað
geta gefið upplýsingar um opnunar-
tíma utankjörfundar.
í Reykjavík fer utankjörfundar-
atkvæðagreiðsla fram í Ármúla-
skóla. Þar verður hægt að greiða
atkvæði til kl. 22 á föstudagskvöld
og á kjördag frá kl. 10 til 12 og
milli kl. 14 og 18.
-----♦ ♦ ♦----
Veðurhorfur
á kjördag
Á kjördag er gert ráð fyrir suðaust-
an kalda um land allt.
Útlit er fyrir rigningu á suðvest-
urhorninu en annars staðar á land-
inu ætti að verða þurrt að mestu.
Hiti verður líklega á bilinu 11 til
18 stig.
Fjármálaráðherra segir breytt viðhorf í heiminum um gagnsemi opinberrar þróunaraðstoðar
FORMAÐUR Rauða krossins
gagnrýndi stjórnvöld harðlega í sein-
ustu viku fyrir það hversu lág fram-
lög íslendinga til alþjóðlegs þróunar-
starfs væru í samanburði við ná-
grannaríkin. Markmið Sameinuðu
þjóðanna er að framlög ríkja til þró-
unaraðstoðar nemi 0,7% af vergri
þjóðarframleiðslu en að meðaltali
nam aðstoð íslendinga 0,11% á árun-
um 1990-1995.
í nýjasta tölublaði breska viku-
blaðins The Economist er birt yfirlit
yfír þróunaraðstoð ríkja heims og
þar kemur fram að verulega hefur
drégið úr opinberum framlögum
ríkja til þróunaraðstoðar frá árinu
1993. Á sl. fjórum árum hafa fram-
lögin lækkað um rúmlega tíu millj-
arða bandaríkjadala. Framlög ríkari
þjóða nema nú að meðaltali 0,27%
af vergri þjóðarframleiðslu sem er
lægsta hlutfall þróunaraðstoðar í 20
ár. Talið er að aðstoð við vanþróuð
ríki í formi efnahagsaðstoðar og með
stuðningi við uppbyggingu fyrir-
tækja nemi nú um 15% af allri þróun-
araðstoð í heiminum. Aðeins 0,1%
framlaganna fari beint til að aðstoða
fátækustu ríkin í menntamálum og
0,3% til heilbrigðismála.
Málefni þróunarsamvinnu heyra
undir utanríkisráðuneytið en ekki
náðist í utanríkisráðherra vegna
þessa máls. Friðrik Sophusson fjár-
málaraðherra segir að þróunarað-
stoð Islendinga hafí verið nokkuð
svipuð að 'umfangi á umliðnum
árum. Hann bendir á að þróunarað-
stoð sé skilgreind mjög þröngt.
Þannig séu framlög Islendinga sem
varið hefur verið til að byggja upp
Leitað nýrra og
virkari leiða
Lág framlög íslands til þróunaraðstoðar
hafa sætt mikilli gagnrýni. Fjármálaráðherra
----------------------------—----------
segir í samtali við Omar Friðriksson að
þróunaraðstoð íslendinga hafí verið svipuð
að umfangi á umliðnum árum en aðrar þjóð-
ir hafí átt auðveldara með að nýta þróunar-
samvinnu til að stuðla aö viðskiptum og
uppbyggingu í vanþróuðum ríkjum.
fjárhag Eystrasaltsríkjanna, Palest-
ínu og ríkja fyrrum Sovétríkja og
Júgóslavíu, ekki talin vera þróunar-
aðstoð. Neyðarhjálp sem ríkið, Rauði
krossinn og Hjálparstofnun kirkj-
unnar hafa lagt til sé ekki heldur
þróunaraðstoð í þessum skilningi.
Fjármálaráðherra sagði einnig að
Rauði kross íslands velti árlega mjög
miklum íjármunum sem fengjust
með starfsemi sem byggðist á leyfi
íslenska ríkisins. „Það má ekki
gleyma því að í sumum löndum er
slík starfsemi eins og spilakassar
látin skila fjármunum beint í ríkis-
sjóð en við höfum kosið að hafa
þann háttinn á að láta fijáls félaga-
samtök eins og Rauða krossinn, sem
nýtur virðingar, koma þeim fjármun-
um til skila með skilvirkum hætti.
Rauði krossinn hefði kannski mátt
minnast á það fyrst þeir voru að
fjalla um þessi mál á annað borð,“
sagði Friðrik.
Ríkisstjórnin samþykkti sl þriðju-
dag að halda áfram að leggja fjár-
Opinber þróunaraðstoð
íheiminum 1985-1995
muni til Norræna þróunarsjóðsins á
næstu fjórum árum. Friðrik segir
að hafa verði í huga þegar rætt sé
um þróunaraðstoð að aðrar þjóðir
eigi yfirleitt mun auðveldara með
að nýta þróunaraðstoð og þróunar-
samvinnu til hagsbóta fyrir eigin
framleiðslu. „Það eru mörg þekkt
dæmi, til dæmis hjá nágrönnum
okkar á Norðurlöndum og í öðrum
iðnvæddum ríkjum, að þau nota að-
stoðina til að leggja drög að viðskipt-
um framtíðarinnar. Það örlar á þessu
hjá okkur eins og dæmin sanna og
má nefna Namibíu í því sambandi,"
segir hann.
„Við höfum einnig lagt okkar
skerf til þróunaraðstoðar Alþjóða-
bankans, ásamt hinum Norðurlönd-
unum, en sú aðstoð er talin hafa
komið einna mest að gagni í vanþró-
uðustu ríkjunum. Auk þessa höfum
við lagt fjármuni beint til vissra
verkefna," segir fjármálaráðherra.
Friðrik segir alþekkt að opinber
þróunaraðstoð hafí verið stórkost-
lega misnotuð af valdaaðilum í ein-
stökum ríkjum og ekki komið að ti-
lætluðu gagni. „I staðinn hafa menn
verið að leita nýrra leiða og mikil
áhersla hefur verið lögð á það upp
á síðkastið að finna aðrar og betri
leiðir, ekki síst með því að beina
einkafjármagni til uppbyggingar í
vanþróuðu ríkjunum. Þetta var með-
al annars til umræðu á ráðstefnu
umhverfisnefndar Sameinuðu þjóð-
anna, um sjálfbæra þróun, sem hald-
in var í apríl og maí, en ég tók þátt
í pallborðsumræðum á ráðstefnunni.
Þar var brotið blað í umræðum um
þessi mál þegar einn vinnuhópur
ráðstefnunnar ályktaði með afger-
andi hætti um ágæti hagrænna
stjórntækja en þannig má skapa
móttökuskilyrði fyrir einkaljármagn
til að fjárfesta og byggja upp at-
vinnulíf í viðkomandi löndum og
skila stöðugum hagvexti, sem ekki
er háður gjafmildi einstakra ríkis-
stjórna," segir fjármálaráðherra.