Morgunblaðið - 27.06.1996, Síða 14

Morgunblaðið - 27.06.1996, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ I- FRÉTTIR Þess minnst að Barnaheimilið að Ástjörn í Kelduhverfi hefur starfað í hálfa öld Morgunblaðið/Margrét Þóra BÁTAR af ýmsum gerðum hafa mikið aðdráttarafl á Ástjörn. ÁSTIRNINGAR spila mikið og syngja, þessi hópur kom sér fyrir á flötinni og skemmti gestum. Forréttindi að fá að vera svona lengi Bogi Pétursson hefur dvalið á Ástjörn á hverju sumri í 50 ár * Bamaheimilið Astjöm í Kelduhverfí á fímm- tíu ára afmæli um þessar mundir o g var tímamótanna minnst um helgina. Margrét Þóra Þórsdóttir fór á staðinn og fylgdist með hátíðahöldunum. BOGI Pétursson forstöðumaður hefur dvalið á Ástjörn öll sumur frá árinu 1946. FJÖLDI gesta heimsótti Ásljörn í tilefni 50 ára afmælis sumar- búðanna og naut ríkulegra veitinga. FJÖLDI gesta, gamlir Ástirning- ar, foreldrar og fólk úr nálægum byggðarlögum lagði leið sína að Ástjörn og samfagnaði með starfs- fólki og um 80 bömum sem þar dvelja um þessar mundir og komu margir færandi hendi. Þeir skipta þúsundum, íslending- arnir sem teljast til Ástirninga, þeirra sem dvalið hafa um lengri eða skemmri tíma á Ástjöm síðustu hálfa öld. Skátar á Akureyri lánuðu stórt samkomutjald sem komið var fyrir á lóðinni og þar fór fram dagskrá. Þau börn sem nú dvelja í sumarbúð- unum höfðu æft nokkur lög sem þau sungu fyrir gesti við góðar undirtektir. Bogi Pétursson for- stöðumaður flutti ávarp og lýsti árunum á Ástjörn. Þau hefðu gefið sér mikið, en hann gerði sér grein fyrir að hann hefði lagt mikið á fjölskyldu sína, eiginkonuna, Mar- gréti Magnúsdóttur og Arthur son þeirra með starfi sínu í sumarbúð- unum. Hann hefði ekki verið heima öll þessi sumur, en mætt miklum skilningi flölskyldu sinnar sem hann væri afar þakklátur fyrir. Leikin voru nokkur lög og þá færði Þorsteinn Pétursson þeim hjónum Boga og Margréti gjöf, far- seðil hvert þangað sem þau kysu að fara. Bátarnir heilla Boðið var upp á veglegar veiting- ar sem gestir gerðu góð skil í ágætu veðri. Þá þótti börnunum ekki ónýtt að fá að leika sér í hoppkastala en hápunturinn var að prófa risatram- pólín sem naut mikilla vinsælda. Fjöldi báta af ýmsum gerðum, ára- bátar, hjólabátar og seglabátar eru við Ástjörn og riijuðu margir gaml- ir Ástirningar upp gamla góða daga og réru út á vatnið. Nafn Boga Péturssonar forstöðu- manns er óijúfanlega tengt Ástjörn, en hann hefur dvalið í sumarbúðun- um öll sumur síðustu fimmtíu ár. „Það var enskur „offísér" sem dvaldi á Akureyri í stríðslok sem langaði að gera eitthvað fyrir ís- lensk böm. Hann gaf fyrsta húsið sem hér var reist, en Arthur Cooke sem starfaði fyrir Sjónarhæðarsöfn- uðinn á Akureyri og Sæmundur Jóhannesson ráku heimilið fyrstu 13 árin í eigin nafni,“ sagði Bogi um upphafíð, en hann var aðstoðar- maður þeirra í fyrstu en tók síðar við starfi forstöðumanns. Sjónar- hæðarsöfnuðurinn hefur rekið sum- arbúðirnar síðan. Fyrsti hópurinn, sem í voru fimm strákar, hélt til sumardvalar á Ástjörn sumarið 1946. Á þeim tíma settu samgöngur nokkurt strik í reikninginn, en yfírleitt var ekki fært yfír Reykjaheiðina sem þá var farin fyrr en komið var fram á sum- ar. Frá því starfsemin hófst hefur mikil uppbygging átt sér stað og dvelja nú að jafnáði um 80 böm í einu í sumarbúðunum. „Það hefur orðið mikill vöxtur hér á þessu tíma- bili,“ sagði Bogi. w 30% - 60% AFSLATTUR 0CCO SKÓR Restar og stakar stærðir af: Kven- og barnaskóm ^Skóverslun ÞÓRÐAR ÞESSA VIKU GÆÐI & ÞJÓNUSTA Laugavegi 40a - Sími 551 4181 Fimmtíu ár fljót að líða Síðustu hálfa öld hefur Bogi pakkað saman föggum sínum í byrj- un sumars og haldið austur á Ástjörn þar sem hann hefur dvalið fram á haust. „Ég hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af þessu og þegar ég lít til baka þykja mér fimmtíu ár vera stuttur tími, þau hafa verið fljót að líða,“ sagði hann. Vinnuveitendur sína sagði hann hafa verið sérlega liðiega, það hafí ævinlega verið auðsótt að fá sig lausan úr vinnu að sumarlagi. Bogi sagði að með Guðs blessun og góðra manna hafi starfsemin gengið upp. Mikið lán hafi verið yfir henni því aldrei hafi alvarleg slys hent í sumarbúðunum. „Það fylgir því mikil sálarró að dvelja hér og ég upplifi hana við komuna hingað á hveiju sumri, Ástjörn er mikill friðarstaður. Margir sem hingað koma nefna hversu mikil sálarbót það sé að heimsækja stað- inn,“ sagði Bogi og nefndi einnig að sér virtust börnin sem koma fyrstu viku sumarsins oft stressuð, þau komi beint úr prófum í skólan- um, en þau róist furðu fljótt í fögru umhverfí og náttúru. Elur upp sumarbúðastjóra Systkini Boga, sem eru 15 tals- ins, hafa að meira eða minna leyti lagt hönd á plóginn og tekið þátt í starfinu með honum. María systir hans var t.d. ráðskona á Ástjörn 11 sumur og synir Þorsteins bróður hans, Jóhann, Aðalsteinn og Pétur, hafa allir verið aðstoðarmenn hans og starfa að æskulýðsmálum. „Það er skemmtilegt að segja frá því að starf mitt hefur borið þann ávöxt að ég er farinn að ala hér upp sum- arbúðastjóra sem ég er mjög stoltur af,“ sagði Bogi. Miklar breytingar hafa orðið á hálfri öld og sagði Bogi samkeppni um börnin og frítíma þeirra sívax- andi. „Við búum okkur undir harðn- andi samkeppni, við sættum okkur við hana og verðum að bregðast við, það er mín sannfæring að ekk- ert komi í stað sveitardvalar barna.“ Hæfileiki til að hæna að sér börn Bogi sagðist þakklátur öllum sem stutt hefðu starfsemina. „Sjálfur lít ég á það sem forréttindi að hafa fengið að vera í þessu starfi svona lengi. Ef það er eitthvað sem bless- ar mann eru það börnin og ég held mér myndi líða illa ef ég væri ekki innan um börn,“ sagði hann og við- urkenndi að vissulega yrði þolin- mæðin að vera í lagi þegar stjórna þarf 80 ungum og fjörugum börn- um. „Bogi hefur einstaka hæfileika til að hæna að sér börn,“ sagði Þorsteinn bróðir hans í ávarpi er hann færði honum og Margréti Magnúsdóttur eiginkonu hans gjöf fyrir fórnfúst starf og þeir sem til hans þekkja taka heilshugar undir þau orð. I I E> í I I í » t í I í I ■ i L ( i t t t t t

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.