Morgunblaðið - 27.06.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.06.1996, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Leiðsögii um V atnsley suströnd BOKMENNTIR Fc rd a rit Ornefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Sesselju G. Guðmundsdóttur. Lionsklúbburinn Keilir. 152 bls. EINS og titill bókarinnar segir er hér greint frá ömefnum og göngu- leiðum í Vatnsleysustrandarhreppi að hluta til. Það er að vísu ekki fyllilega ljóst hver mörk þessa hrepps eru að mati höfundar. Hún (þ.e. höfundur) telur þó réttast að telja Markhól við sjó í Hraunsnesi austurmörk sjávar- megin, en það eru jafnframt landa- merki jarðanna Hvassahrauns og Lónkots. Vesturmörkin em á Voga- stapa (Grynnri Skora). Öllu flóknara er að lýsa hreppsmörkum að sunnan- verðu og læt ég það hjá líða. Eins og vikið var að tekur lýsingin aðeins til hluta hreppsins, þ.e. ofan gamla Keflavíkurvegarins. Eftir er að lýsa strandlengjunni. Bók þessi er alveg einstaklega vel gerð að öllu leyti. Mörg kort fylgja yfir einstök svæði, þar sem örnefni em merkt inn, svo og vegir og leiðir. Yfírlitskort er fremst í bók og eru svæðin sem einstök kort ná yfir merkt þar skilmerkilega inn. Allmargar myndir em einnig af athyglisverðum stöðum. Höfundur skiptir hreppnum í fímm svæði sem hvert fær sína umfjöllun. Jón Böðvarsson ritar formála bók- arinnar og segir svo: „[höfundur] hefur skoðað hverja smáhæð og laut á víðlendi þessu. Hún nefnir staði sem heiti bera og lýsir þeim sem kostur er með þeim árangri að lesendur sem gegnum textann brjótast verða margs vísari um búskaparhætti sem aldrei verða endurvaktir." Höfundur hlýtur að hafa átt ótrú- lega margar ferðir um þetta svæði og átt tal við mikinn fjölda fólks. Hún virðist þekkja þetta land einstak- lega vel og mér kæmi á óvart ef ein- hverjir staðir sem nafn eiga hafa farið framhjá hinu glögga auga henn- ar. Gönguleiðir sem flestum öðrum munu týndar hefur hún leitað uppi. Fyrir fróðleiksfúsan ferðamann sem vill rölta um þetta svæði, skoða og læra, er þessi litla bók ómetanleg- ur ferðafélagi, svo barmafull af fræðslu sem hún er. Kortin gera hana einkar aðgengilega og gagnlega. Uppsetning er með ágætum. Omefni eru með feitu letri og undirstrikuð og leiðarlýsingar greinilegar. Ókunn- ugur mun undrast hversu margt at- hyglisvert er að sjá og skoða á þess- um slóðum, sem úr fjarlægð virðast vera hijóstur eitt, hraun og berang- ur. Bókin hefur auk þess þann mikla kost að stærð hennar er hófleg og auðvelt að stinga henni í vasa eða hafa í hendi. Sesselja G. Guðmundsdóttir hefur hér unnið mikið þarfaverk sem marg- ir mega vera henni þakklátir fyrir. Sigurjón Björnsson Ferðaþjónustan Húsafelli. Úrval sumarhúsa og smáhýsa fyrir hópa og ein- staklinga. Tjaldstæði. Hestamenn ath. beitarhólf. Uppl-í síma 435-1377. Akureyri: Leigjum út 2-4 manna stúdió- íbúðir með öllum bunaði. Opið allt árið. Stúdióibúöir, Strandgötu 13, Akureyri sími 461-2035, fax 461-1227. HÓTIX x . iming Sauöárkróki, sími 453 6717 Hótel Áning Sauðárkróki leggur áherslu á fagmennsku í eldhúsi og sal. Lifandi tónlist fyrir matargesti og þægileg stemming I koníaksstofunni við opinn arineld. Staðsett í hjarta bæjarins, spölkorn frá golfvellinum. Glæsileg sundlaug með góðu útsýni. Heitir pottar Ferðaþjónustan Úthlíð, Biskupstungum, sími 486-8770. Njóttu veðursældarinnar I Húsafelli! Sundlaug, heitir pottar, vatnsrennibraut kog gufuböð. Opið 10-22 alla daga. Sími 435-1377. Ævintýrasiglingar um Breiöafjörð með skelveiði og smökkun. Fjölbreytt fuglalíf - lifandi leiðsögn - gisting á Hótel Eyjaferöum. Eyjaferðir, Stykkishólmi, sími 438-1450. Áætlunarferðir Reykjavik/Akureyri - Akureyri/Reykjavík um Kjalveg daglega kl. 09.00 i júlí og ágúst með viðkomu í Kerlingarfjöllum. Norðurleið-Landleiðir hf., slmi 551 -1145. Reykjavík - Akureyri alla daga kl. 08.00 og 17.00. Akureyri - Reykjavík alla daga kl. 09.30 og 17.00. Norðurteið-Landleiðir hf. sími 551-1145. Sérféröir Ferðir með leiðsögn Reykjavik - Akureyri um Sprengisand mánudaga og fimmtudaga kl. 08.00 og Akureyri - Reykjavík um Kjalveg miðvikudaga og laugardaga kl. 08.30 Norðurleið-Landleiðir hf., sími 551-1145. Ferðaþjónustan Úthlíð Biskupstungum Tjaldstæði - verslun - bensinstöð - hestaleiga. Slmi 486-8770. Ferðaþjónustan Húsafelli. Tjaldstæði, hestaleiga, gönguferðir með leiðsögn, veiðileyfi, verslun og bensínstöð. Uppl.fsíma 435-1376. Nýr og skemmtilegur 9 holu golfvöllur - par 35. Verð 500 kr. dagurinn. Ferðaþjónustan Úthlfð, Biskupstungum, sími 486-8770. Skemmtilegurog krefjandi 9 holu golfvöllur i fallegu umhverfi. Ferðaþjónustan Húsafelli. Uppl.ísfma 435-1377. Hótel Áning Golf og gisting. Gisting, morgunverður og kvöldverður og endalaust golf! Verð aðeins 5.900 á mann. j 'Wm?( Veítingar Réttin - Veitingar og grillpakki fyrir hópa. Sund - grill - kaffi og konfekt. Böll öll laugardagskvöld. Ferðaþjónustan Úthlíð, Biskupstungum, slmi 486-8770. Hrútafirði • Opið fré kl. 8.00 - 23.50 Sími 451 1150 • Fax 451 1107 Fjölbreytilegir gistimöguleikar Sumarhús - svefnpokagisting - uppbúin rúm. Þjóðlegir réttir - spennandi réttlr - skyndiréttir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SKÍÐASKÁLINN í Hveradölum. „Saga“-veislur í Skíðaskálanum í Hveradölum REYKTI maturinn, sem er á boðstólum í Skiðaskáianum, er reyktur í reykhúsi staðarins. Tekið á móti gestum að góðbændasið FRÁ áramótum hafa innréttingar og skreytingar í Skíðaskálanum í Hveradölum smám saman tekið stakkaskiptum. Andblær alda- mótaáranna svífur yfir vötnum í Krambúðinni á fyrstu hæðinni, sem hýsir veitingasal fyrir allt að fjörutíu manns og sannkallaða krambúð þar sem úir og grúir af alls kyns varningi, líkt og slíkar búðir buðu upp á í eina tíð. Gestir og gangandi geta farið um skálann að vild og skoðað ýmsa forna íslenska gripi, muni og minjar. í Krambúðinni er þó einungis tekið á móti hópum í mat, eða „Saga-veislu“ og þarf þá að panta fyrirfram. Guðmundur A. Jóhannsson, veitingastjóri, seg- ir að þjóðlega búið starfsfólk taki á móti gestum að gömlum góð- bændasið og sæki þá jafnvel á hestbaki að hópferðabílnum. „Þeir eru boðnir velkomnir með „brjóst- birtu“, harðfisk, hákarli og fleira góðgæti. Við göngum með gesti okkar um garðinn og sýnum þeim reykhúsið, hverasvæðið, böðin og krambúðina. Síðan bjóðum við þeim til stofu þar sem snæddur er íslenskur málsverður og undir borðum er gestum skemmt með þjóðlegri tónlist." Skeldýrasúpa og„heiða“Iamb Ef gestir eru 35 eða fleiri þarf ekki að greiða fyrir harmonikku- leikara. Sem dæmi um matseðil segir Guðmundur að rjómaliiguð brandýbætt skeldýrasúpa sé vin- sæl í forrétt, og sem aðalréttur njóti glóðarsteikt læri af „heiða- “íambi, kryddað íslenskum villi- jurtum, borið fram með jarðeplum, mikilla vinsælda, og ostaskyrterta eða skyr með rjóma og bláberjum sé þá oft haft í eftirrétt. Guðmund- ur segir að slíkar krásir kosti 3.690 kr. á mann. Að sögn Guðmundar hafði lengi verið í bígerð að bjóða upp á „Saga“-veislur í Skíðaskálanum, en ekki var hafist handa við það verkefni fyrr en hann kom til starfa fyrir tveimur árum. „Mér leist vel á hugmyndina, því mig Iangaði til að bjóða gestum upp á eitthvað meira en góðan mat. Eg fékk Guðjón Sigmundsson, leik- myndagerðarmann, til liðs við mig og síðan höfum við verið að viða að okkur gömlum munum úr ýms- um áttum, breyta, bæta og laga innandyra til þess að skapa hér sannkallaðan aidamótabrag. Breytingarnar hafa mælst vel fyr- ir og þegar er búið að bóka í nokkrar „Saga“-veislur á næsta ári. Guðmundur hefur ýmislegt á ANDDYRI Krambúðarinnar. GUÐMUNDUR A. Jóhannsson, veitingastjóri, ásamt Sigrúnu Krambúðinni. ÚR Krambúðinni. pijónunum til að auka enn frekar á aldamótastemmninguna í Skíða- skálanum. Hann hefur áhuga á að útbúa sérstakt sjómannshorn og baðstofuhorn í Krambúðinni, en um til skreytingar. „Við þiggjum með þökkum slíka gripi að gjöf eða láni, en margir hafa góðfúslega lánað okkur ýmislegt sem þeir hafa dregið fram úr kjöllurum sinum segir að hörgull sé á gömlum mun- og geymslum," segir Guðmundur. Heimili far- fuglanna ÞRJÁTÍU farfuglaheimili eru um allt land og geta ferðalangar áttað sig á staðsetningu þeirra á með- fylgjandi korti. Farfuglaheimilin eru einkum ætluð þeim sem vilja ódýra gistingu með möguleikum á sjálfsþjónustu á sem flestum svið- um. I herbergjunum eru rúm með sæng og kodda en ferðalangar verða að koma með svefnpoka eða sængurföt, en þau er líka hægt að leigja á staðnum. Fyrir félagsmenn í Bandalagi ís- lenskra farfugla kostar nóttin 1.000 kr., en almennt verð er 1.250 kr. Lónkot Fosshóll Seyðisfjörður Akureyri Irauneyjar Patreksfjörður Stykkishólmur HamrarXB / MosfeHsbærf^'^-'1 Reykjavik Njarðvík ^ Áí Leirubakki ,.♦4 •• & Fljqtsdalur Farfuglaheimili á íslandi 1996 ^ Bakkafjðrður Reýðárfjörður Berunes Stafafell Vagnsstaðir Vestmannaeyjar Reynisbrekka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.