Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 30

Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Yar kveikt í Feneyja- óperunni? Feneyjum. Reuter. ÍTALSKA rannsóknarlög- reglan telur að kveikt hafi verið í hinu sögufræga óperu- húsi La Fenice í Feneyjum, að því er ítalskir fjölmiðlar greindu frá á þriðjudag. Samkvæmt fyrstu niður- stöðum rannsóknar málsins, sem var lekið til fjölmiðla, leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða eftir að sérfræðingar fundu að nokkrir eldar hefðu kvikn- að inni í húsinu, sem fór mjög illa í brunanum 29. janúar. Upphaflega var talið að skammhlaup vegna viðgerða hefði valdið brunanum. La Fenice, sem þýðir Fönix, er 204 ára gamalt og var endur- reist eftir bruna árið 1836. Feneyjaborg hefur sagst munu endurreisa óperuna, en talið er að það muni kosta 6,6 milljarða. Ekki hefur ver- ið hægt að heíja það starf vegna rannsóknar málsins. Útför Papan- dreou ALLIR helstu stjórnmálamenn Grikklands, fjöldi erlendra ráða- manna og á hundrað þúsund grísk- ir stuðningsmenn fylgdu Andreas Papandreou, fyrrum forsætisráð- herra, til grafar í Aþenu í gær. Miðborg Aþenu var troðfull af fólki er hafði komið af löndinu öllu til að votta Papandreou hinstu virðingu. „Það er skylda hvers Grikkja að vera hér í dag vegna þess að Papandreou gerði svo mik- ið fyrir Grikkland og lýðræðið," sagði hinn fimmtán ára Stasis Xatziyakoumis. Hinn 78 ára gamli Aristos Ko- utroulis, er barðist í síðari heims- styijöldinni, sagði: „Ég er kominn til að kveðja hetjuna er færði okk- ur lýðræði.“ Dómkirkja grísku réttrúnaðar- kirkjunnar var full af blómsveigum og kveðjum, m.a. frá hinu vinsæla fótboltaliði Olympiakos og Verka- mannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrk- landi. Papandreou lést eftir hjarta- áfall aðfaranótt sunnudagsins, 77 ár að aldri. Úkraínumenn hafna ríkja- sambandi við Rússland Kíev, Moskvu. Reuter. ÚKRAÍNUMENN höfnuðu í gær með mikilli varfærni hugmyndum Borís Jeltsíns Rússlandsforseta um nýtt ríkjasamband Rússlands, Kaz- akstans, Hvíta-Rússlands og Úkra- ínu. í árlegri skýrslu Jeltsíns á þriðjudag til þingsins um öryggis- mál varpaði hann hugmyndinni fram en lagði áherslu á að fram- kvæmd hennar væri komin undir „velvilja" Úkraínumanna. Rússar undirrituðu samninga um nánara samstarf við Kazaka og Hvít-Rússa fyrr á árinu. Úkraína á aðild að lauslegu samstarfí 12 þjóða, Samveldi sjálfstæðra ríkja, eins og önnur fýrrverandi sovét-lýð- veldi að Eystrasaltsríkjunum und- anskildum en hefur lýst andstöðu við að samstarfíð verið eflt. Skrifstofustjóri Leoníd Kútsjma Úkraínuforseta, D_mítro Tabatsík, sagði í gær að Úkraínumönnum nægði aðildin að Samveldinu, það væri eins konar ríkjasamband. Hann gaf í skyn að um kosninga- áróður væri að ræða hjá Jeltsín sem reynt hefur að laða að sér kjósendur er taka undir hugmynd- ir kommúnistans Gennadís Zjúg- anovs um endurreisn Sovétríkj- anna. „Þetta hefur komið upp í tengslum við kosningabaráttuna í Rússlandi og við skiljum það mjög vel,_“ sagði Tabatsík. Akafir þjóðemissinnar, sem annars eru andvígir kommúnistum telja einnig að kapp beri að leggja á endurreisn hins forna stórveldis Rússa. Kútsjma og nær allir aðrir leiðtogar Samveldisríkjanna styðja leynt og ljóst Jeltsín í baráttu hans við Zjúganov. Bann við erlendum herstöðvum Heimildarmenn úr herbúðum Kútsjma sögðu að ákvæði um bann við erlendum herstöðvum á úkra- ínsku landi, sem væri í drögum að nýrri stjómarskrá landsins, gæti hafa valdið ótta og ýtt undir hug- myndir í Rússlandi um ríkjasam- band. Helsti ásteytingarsteinninn í samskiptum Rússa og Úkraínu er ósamkomulag um yfirráð gamla Svartahafsflotans sem hefur aðal- bækistöð í Sevastopol í Úkraínu. Jeltsín hefur sex sinnum frestað opinberri heimsókn til grannlands- ins vegna deilnanna um flotann en mörg af skipum hans munu nú illa farin vegna lítils viðhalds. Stækkun NATO Úkraínumenn hafa farið afar varlega í umljöllun sinni um stækkun Atlantshafsbandalagsins, NATO, en Rússar segja að áætlan- ir um stækkunina séu ógnun við þá. Kútsjma sagði í opinberri heim- sókn í Póllandi á þriðjudag að Úkraínustjórn myndi ekki reyna að hindra aðild Pólverja að NATO. Sjálfír segjast Úkraínumenn ætla að vera utan slíkra bandalaga og hafa afhent Rússum öll sovésk kjarnavopn sem voru í landinu eða látið eyða þeim. Dick Spring utanríkisráðherra írlands Upplýsingar skortir um áhrif nýrra aðildarríkja Dublin. Rcutcr. DICK Spring, utanríkisráðherra ír- lands, sagði í gær að Evrópusam- bandið skorti ítarlegi upplýsingar um afleiðingar þess að fjölga aðild- arríkjum verulega. Á fundi með fréttamönnum sagði Spring nauðsynlegt að fjölga aðild- arríkjum. „Stækkuð Evrópa er Evr- ópa sem er sátt við sjálfa sig,“ sagði Spring. Hins vegar sagðist hann draga í efa að nokkur starfsbræðra sinna gæti sagt fyrir um afleiðingar þess að eitthvert tiltekið ríki fengi aðild og að það gerði að verkum að eng- inn gæti sagt hversu mörg ríki myndu fá aðild í fyrstu lotu. Evrópusambandið hefur heitið tólf ríkjum aðild í framtíðinni: Pól- landi, Ungverjalandi, Tékklandi, Slóvakíu, Slóveníu, Búlgaríu, Rúm- eníu, Eistlandi, Lettlandi, Kýpur og Möltu. Þó að oft séu umsóknarríkin flokkuð sem ein heild eru embættis- menn ESB í auknum mæli famir að gera sér grein fyrir því að hvert fyrir sig felur í sér ákveðin vanda- mál fyrir bandalagið. Spring sagði að sumar þessar upplýsingar ættu að liggja fyrir áður en írar halda leiðtogafund í Dublin í desember. Meðal annars yrðu menn að átta sig á því hversu langan aðlögunar- tíma ríki yrðu að fá frá ákveðnum þáttum Evrópusamstarfsins. Hann sagðist ekki vilja spá fyrir um hvenær fyrstu ríkin myndu fá aðild né heldur hvaða ríki það yrðu. Það virtist hins vegar nær ljóst að samningaviðræður myndu hefjast við flest ef ekki öll þeirra á sama tíma. Wienand dæmdur fyrir njósnir Dlisseldorf. Rcutcr. KARL Wienand, náinn samstarfs- maður Willy Brandts fyrrverandi kanslara Þýskalands, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í gær fyrir njósnir í þágu Austur- Þýskalands. Krantz var fundinn sekur um að hafa þáð eina milljón marka, jafnvirði 44 milljóna króna, af austur-þýski öryggisþjónustunni (Stasi), í byijun áttunda áratugar- ins. Hann var agameistari þýska jafnaðarmannaflokksins (SPD) á þeim tíma sem njósnirnar áttu sér stað. Hvetur Dí- önu til að samþykkja JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, telur að skilnaðar- samningur sá sem Karl Breta- prins hefur boðið Díönu prins- essu, fyrrverandi eiginkonu sinni, sé henni afar hagstæður og hefur hvatt hana til að sam- þykkja hann. Þetta er fullyrt í breska blaðinu Sun. Þar seg- ir jafnframt að samkomulagið sé jafnvirði um 2 milljarða ísl. kr. í eignum, árlegum greiðsl- um og hárri eingreiðslu. Simpson lengur fyrir dómi DÓMARI í Santa Monica úr- skurðaði í gær að O.J. Simp- son, sem sýknaður var á síð- asta ári af ákæru um að hafa myrt eiginkonu sína og vin hennar, yrði að bera enn frek- ara vitni fyrir dómi en hann hefur verið í vitnastúkunni í tíu daga. Ættingjar hinna myrtu höfðuðu einkamál á hendur Simpson í kjölfar sýknu- dómsins, og ber hann vitni í því. Þá hefur verið gefín út handtökuskipun á vin Simp- sons, sem hefur komið sér hjá því að bera vitni í málinu. Kúariða veld- ur heilarýrn- un í öpum FRANSKIR vísindamenn hafa sýnt fram á að apar, sem sprautaðir voru með hlutum úr heila kúa sýktum af kúa- riðu, geta fengið sjúkdóm skyldan Creutzfeldt-Jakob- sjúkdóminn, sem veldur heila- rýrnun í mönnum. Segja sér- fræðingarnir niðurstöðurnar vissulega valda áhyggjum en að frekari rannsóknir þurfi að koma til. Fyrr á þessu ári lýstu breskir vísindamenn því yfir að þeir teldu að menn gætu fengið Creutzfeldt-Jakob- sjúkdóminn ef þeir neyttu kjöts af nautgripum sem sýkt- ir væru að kúariðu. Ævagamlir helgitextar fundnir BRESKA landsbókasafnið festi nýverið kaup á búddísk- um ritum sem talin eru jafnast á við Dauðahafshandritin svo- kölluðu. Um er að ræða helga texta skrifaða á birkibörk sem talið er að séu frá annarri til fimmtu öld e. Kr. Textarnir eru í sextíu hlutum og á þeim eru ljóð, predikanir og fræði- rit. Eru þetta elstu textar búddista sem vitað er um. Harðar árásir á Kabúl AÐ MINNSTA kosti fimmtán manns létu lífíð í sprengju- árásum afganskra uppreisnar- manna Taleban á höfuðborg- ina Kabúl í gær. Á sama tíma sóttu Gulbuddin Hekmatyar og menn hans til borgarinnar en hann hyggst taka að nýju sæti í stjórn Afganistan í kjöl- far friðarsamkomulags sem hann gerði við forseta landsins í síðasta mánuði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.