Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR_______________
Gegn sjálfsdýrkun
vaxtarræktartrölla
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
INGUNN Benediktsdóttir ásamt verki sínu, Hughrif.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
AÐSÓKN á viðburði listahátíðar hefur verið mismundi. Á Evg-
ény Kissin var 100% aðsókn en léleg aðsókn olli vonbrigðum á
t.a.m. Heimskórinn.
Aðsókn á Listahátíð
„Fólk seint til“
LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík fer senn
að ljúka og aðeins'er eftir einn stór-
viðburður, en það eru tónleikar þýsku
sinfóníuhljómsveitarinnar í Berlín á
laugardag undir stjórn Vladimirs
Ashkenazy, sem jafnframt er heið-
ursforseti listahátíðar.
Að sögn Signýjar Pálsdóttur fram-
kvæmdastjóra listahátíðar hefur að-
sókn á viðburði listahátíðar verið
^fremur góð þrátt fyrir nokkur von-
brigði með einstaka viðburði. „Að-
sókn á Heimskórinn olli vonbrigðum.
Það virðist sem fólk hafi haldið að
þetta væru einungis kórtónleikar.
Það uppgötvaðist full seint hversu
fimagóðir einsöngvarar voru með.
Svo á hinn bóginn kom á óvart hversu
mikil aðsókn var á t.a.m. Sirkus
Rónaldo og Evgény Kissin en þar
var uppselt," segir Signý. Um 1500
miðar seldust á heimskórinn sem
þykir mjög dræmt.
Fólk sýndi ekki fyrirhyggju í miða-
" kaupum nema á tónleika Davids
Bowie en uppselt var á þá sama dag
og miðasala hófst.
MYNPLIST
Listasafn íslands
LJS7
MYNDVERK
Amulf Rainer. Opið alla daga frá
kl. 12-18. Lokað mánudaga. Til 14.
júlí. Aðgangur 300 krónur. Sýningar-
skrá 2.700 (tilboðsverð).
VARÐANDI myndverk austur-
ríkismannsins Arnulfs Rainers hafa
menn vitnað til fullyrðingar Edgars
Allans Poe um aðdráttarafl hryll-
ingsins. Þetta sjáum við fjöl- og ljós-
vakamiðla staðfesta dags daglega,
en hver þeirra leitast við að yfir-
ganga annan til að ná til sem
flestra, því hér er um örugga mark-
aðsvöru að ræða með töframagnað
aðdráttarafl á mannfólkið. Sannind-
in eru þó ekki ný eins og mannkyns-
sagan segir okkur og það er líkt
farið með hryllinginn og dauðann,
að fegurðin og lífið sækir safa og
grómögn til þeirra.
Hvernig skyldum við annars geta
skilgreint fegurðina án ljótleikans,
dáðst að góðu málverki ef ekki
væru til vond, og hvað væri lífið
án dauðans?
En satt er það, að fagur sumar-
dagur er okkur í norðrinu kærari
en nístingskaldur vetrardagur, og
þó býr kuldinn í sjálfu sér yfir mikl-
um sjónrænum töfrum, eins og þeir
sjá kannski greinilegast, er stunda
jöklaferðir á hálendinu, og ferða-
langar sem koma til Grænlands, er
við blasa ísjakar á tærum og himin-
-þláum sjávarfletinum.
Þannig geta andstæðurnar ekki
án hins verið og fólk sem flýr þær
er um leið að gefast upp á lífinu,
eða leitar á vit blekkinga sem eru
svo stór söluvara í velferðarþjóðfé-
lögum. Hið harðasta mótlæti opnar
svo einnig sýn til víðáttu á meðan
meðlæti þrengir yfirsýn, sljóvgar
skilningavitin og dómgreind fólks.
„Miðasala fer yfirleitt mjög hægt
af stað en síðustu dagana fyrir tiltek-
in viðburð er allt bijálað að gera,“
segir Signý ennfremur og skírskotar
til tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur.
Nú hafa selst tæplega eitt þúsund
miðar á tónleika þýsku sinfóníu-
hljómsveitarinnar og enn eru eftir um
sautjánhundruð miðar, nú þegar tveir
dagar eru uns tónleikarnir heíjast.
Af öðrum viðburðum er það að
segja að 700 miðar seldust af 800 á
djassleikarann Lester Bowie, 100
manns mættu á Ljóð og djass en
sætapláss var fyrir 400, 650 miðar
seldust á þrjár sýningar á Féhirslu
vors herra sem telst rúmlega 30%
aðsókn, en ágæt aðsókn var að Bjar-
kartónleikunum þar sem 4600 miðar
seldust af 5000.
Fjölmargar fyrirspurnir hafa bor-
ist erlendis frá um listahátíðina og
segir Signý að flestar þeirra hafi
beinst að Björk en einnig hafí marg-
ir viljað kynna sér íslenskt tónlistar-
iíf á breiðum grundvelli og lagt leið
sína á listahátíðina.
Dauðinn býr einnig yfir magn-
aðri fegurð í sjálfu sér, eins og við
sjáum í náttúrunni á haustin, og
það er einmitt sá tími er lífið er
sterkast og flest börn koma undir
í mannheimi.
Ætli .það sé ekki farsælast að
meðtaka þessar staðreyndir þegar
við göngum út frá sértækri sjón-
rænni lifun og reyna að koma auga
á kraftinn í sköpunarferlinu eða
dýptina í hugsunarferlinu, í stað
þess að láta einvörðungu stjórnast
af ytri einkennum og viðteknu mati,
kæk múgsefjunarinnar.
í öllu falli er það viturlegt, ef
menn á annað borð vilja nálgast
og meðtaka myndheim Arnulfs
Rainers, sem er meistari hinna
ósjálfráðu viðbragða og notar allan
sveiganleika líkamans og þá ekki
síst andlitsins í sköpunarferlið.
Skoðandinn er sem áhorfandi að
látbragðsleik, þar sem meginveig-
urinn er að bregða upp snöggum
svipmyndum, en engin samfelld
saga er sögð. Fettur og grettur
gegna miklu hlutverki, í á stundum
óheftum leik ofskynjana, óhugnað-
ar og krufningar tilfinningasviðs-
ins, einnig hvað varðar spurninguna
um útþurrkun lífsins og dauðabeyg
einstaklingsins.
Dauðanum telft á móti lífinu, og
lífinu á móti dauðanum eins og allt-
af áður.
Það er ekki svo lítil sálkönnun
og sálarfræði í þessu sköpunarferli,
og að því leyti stendur listamaður-
inn föstum fótum í erfðavenjunni,
og er eins og Sigmund Freud og
Otto Weininger, gægist yfir öxlina
á honum í sálrænum myndlíkingum
hans, allegoríum, ekki síður en
verkum landa hans, Klimts, Ko-
koschka og Schieles. Einkum í
skynrænni og dýrslegri afhjúpun-
inni, hvort sem hún er í mynd líkam-
INGUNN Benediktsdóttir gler-
listamaður sýnir verk sín í Ráðhú-
skaffinu í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Þijú verkanna eru hengd við
glugga, en tvö eru á vegg og þar
hefur listakonan unnið glerverk og
spegla saman. „Þegar ég bjó í New
York var heilsubylgjan að byija
og þá æfðu hormónatröllin í gler-
húsum og hnykluðu sig framan við
stóra spegla. Sjálfsdýrkunin var
svo yfirgengileg að mér fannst ég
verða að gera spegla, til mótvæg-
is, þar sem væri eitthvað annað
að sjá heldur en einungis spegil-
myndina og því gerði ég svona
verk,“ sagði Ingunn í samtali við
Morgunblaðið. Verkin í glugganum
eru þijú og eru öll margskipt en
mynda eina heild. „Það væri
skemmtilegast ef þau seldust öll
saman en ég sel hvern hluta líka
sem einstakan. Eg kalla sýninguna
Samspil því ég er að fást við sam-
spil ljóss og lita.“
Vinnur með arkitektum
Ingunn lærði glerlist í Banda-
ríkjunum og hefur haft hana að
aðalstarfi síðastliðin tíu ár. Hún
gerir allt sjálf, sker glerið og blý-
leggur og setur upp glugga fyrir
fólk ef þess er óskað. „Mér finnst
mjög heillandi að tengja gluggana
inn í arkitektúr húsa og finnst
sérstaklega gaman ef ég kemst í
þá aðstöðu að vinna með arkitekt-
um. Steint gler getur verið frekt
á athygli og því þarf að taka fullt
tillit til annarra muna í umhverf-
inu. Glerlistaverk getur breytt rými
mjög mikið.“
Hún segir að mikið sé um að
ÚR myndaflokknum Sjálfs-
myndir. „Óleysanleg vanda-
mál“ 1971/76.
legrar fróunar eða hefur yfir sér
gullinn og upphafinn svip eilífðar-
innar líkt og byzantíkskir íkonar.
Viðhorfin frá Fin de Siécle, alda-
mótaárunum, ganga aftur en nú
með skefjalausuni hraða og firringu
hátæknialdar. Óróleg leit að fót-
festu í mótsögnum samtíðarinnar
með dýrkun ofskynjana og líkam-
legra meðala, - ástarguðsins um
leið.
Rainer naut ekki traustrar
grunnmenntunar gagnstætt fyrir-
rennurum sínum, er sjálflærður,
sem greina má í hömlulausum óyfir-
veguðum vinnubrögðum hans. Við
sjáum hér hvergi bregða fyrir yndis-
þokkanum sem Klimt sótti langt
aftur í listasöguna, til mósaikmynd-
anna í Ravenna og portrettmynd-
anna í Byzan, ei heldur hina meist-
aralegu og þjálfuðu línu Schieles,
mun frekar skynræn gos og tilfinn-
ingasprengingar. Útfærslan er svo
allt í senn skyld hömlulausu út-
hverfu innsæi, hrárri slettulist, tac-
hisma, óformlega málverkinu og
fólk leiti til sín með séróskir. „Til
að kynna sig þarf að halda sýning-
ar en ég vildi fegin vera laus við
það því þá gerir maður ekkert
annað í eitt eða tvö ár annað en
að undirbúa sýninguna, en það
skilar sér að vísu allt til baka og
er listamanninum hollt."
Glerið sem hún notar í verkin
er allt munnblásið og það kaupir
hún erlendis frá. Hún segir það
vera dýrt efni. Hún gerir líka til-
raunir eins og sjá má í verkinu
Triptyque þar sem glerið kemur
út úr myndinni eins og litlar lág-
myndir.
Mikii teiknivinna er að baki
hveiju verki og ailt þarf að vera
ÚR myndaröðinni „Sciele end-
urgerður", 1975-76.
athafnamálverkinu, action painting.
En umfram allt er sjálfsafhjúp-
unin á fullu, og miðlarnir sem lista-
maðurinn hagnýtir skipta hann ekki
öllu máli heldur vissan um stig-
magnandi eyðileggingu og endalok
mannkynsins, sem hófst með Hiros-
hima sem var vísbending og sýni-
kennsla að hans mati.
Rainer boðar ekki ragnarök, en
honum er ljóst að þau eru mögulega
á næsta leyti hjá vitsmunaverum
sem framleitt hafa eyðingarvopn,
sem tortímt geta öllu lífi á yfir-
borði jarðar mörgum sinnum. Jafn-
framt er honum ljóst að samanlagð-
ur sprengikraftur allra þessara
vopnabirgða er eins og púðurskot
miðað við þau reginöfl er í iðrum
jarðar byltast, og sem öreind við
hlið þeirra afla sem stýra sjörnu-
þokum alheims.
Listamaðurinn þrengir sér inn í
kjarna umbrotanna, með fulltigi
nokkurs konar sálsýkifræði tjáning-
arinnar, lifir með þeim og minnir
pottþétt því ekki er hægt að skissa
í efnið sjálft. „Ef maður er ekki
ánægður með verkið er bara hægt
að missa það í gólfið, en það er
dýrt spaug,“ sagði Ingunn og hló.
Myndefnið er abstrakt og segir hún
að hennar nánasta umhverfi hafi
mest áhrif á myndgerðina. Meðal
stærstu verkefna sem glerlista-
menn vinna eru gjarnan steint gler
í kirkjum og aðspurð sagði hún
að slík vinna hefði verið orðuð við
hana. „Það væri náttúrulega topp-
urinn á tilverunni að gera það þó
það sé að sjálfsögðu mikil ábyrgð,"
sagði Ingunn.
Sýningin stendur til 30. júní og
er opin frá kl. 11 - 18 alla daga.
okkur á þau, rökræðir og kryfur.
En hann er síður prédikari og hin
ótímasetta skyndilega gremja, sem
teikningin getur ekki tímasett segir
honum að listin ráði ekki við fyrir-
bæri eins og yfirvofandi hörmungar
og skyndilega örvilnan. Orðrétt:
„Listin hefur áhrif í tímans rás, hún
lifir í voninni um tíma, hún lýsir á
samræmdan hátt og reynir jafnvel
að forma depurðina.“
Þetta telst alveg rétt, því listin
leitast jafnt við að móta depurðina
og lífsfögnuðinn, ljótleikann sem
fegurðina, dauðann sem lífið, en
það sem máli skiptir er að túlkun
viðkomandi snerti við okkur, sé virk
í samtímanum og borin uppi af ris-
mikilli lifun.
Það er mikill fengur að hafa
fengið þessa sýningu hingað og hún
gefur góða hugmynd um listamann-
inn og ýmsar hliðar sköpunarferlis
hans. Efast má þó um að myndirn-
ar njóti sín til fulls í salarkynnun-
um, og að sprengikraftur þeirra
komist fullkomlega til skila. Þá má
deila um niðurröðun verkanna á
veggina sem er verk gestanna, en
hún undirstrikar að upphengingar
er ekki hægt að alhæfa og fleiri
viðhorf teljast fullgild en hérlendis
er ákafast haldið fram. Nokkrir
tugir verka munu hafa gengið af
og er illt til þess að vita, en það
áréttar sömuleiðis að stöðlun sýn-
inga telst síður til nýjunga dagsins.
Það er áhugavert að bera saman
sýningar þeirra Egons Schieles og
Arnulfs Rainers, því þrátt fyrir að
þær séu gjörólíkar skynjar skoðand-
inn vissan skyldeika og samhljóm
með þeim.
Sömu aðilar standa að sýningum
Shieles og Rainers, er framlag aust-
urríska menntamálaráðuneytisins
og utanríkisráðuneytisins í tilefni
þess að 1000 ár eru liðin frá stofn-
un Austuríkis. Allt skipulag hennar
og umgjörð er eins og best verður
á kosið miðað við aðstæður. Sýning-
arskrá/bók liggur frammi á íslenzku
og ensku og er frábær hönnun.
Bragi Ásgeirsson
Galdur hryllingsins