Morgunblaðið - 27.06.1996, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ1996 39
AÐSENDAR GREINAR
Ungt fólk í miðbæ
Reykjavíkur
ÞAÐ er allt of al-
gengt að það sé agnúast
út í unglinga og það oft
ómaklega. Umræðan
um ungmenni í miðbæ
Reykjavíkur er nokkuð
lituð af neikvæðum við-
horfum í garð unglinga
og þessa dagana er tölu-
vert rætt um vandann
sem fylgi komu ungs
fólks í miðbæinn, að
ástandið sé slæmt og
ölvuð ungmenni séu
áberandi í fólksfjöldan-
um sem þar safnist sam-
an. Þegar að er gáð
kemur í ljós að allt er
þetta orðum aukið og
unga fólkið, að minnsta kosti ungl-
ingar undir lögaldri, ekki það fólk
sem til vandræða er.
Neikvæð viðhorf
í garð unglinga
Umræða spannst í fjölmiðlum fyr-
ir tveimur vikum og var fullyrt í ein-
um þeirra að aðfaranótt sunnudags-
ins 9. júní hefðu mikið ölvaðir ungl-
ingar verið áberandi í Austurstræti.
En lögregluskýrslur segja allt annað.
Þar segir um föstudagskvöldið að
um 2.500 manns hafi verið á ferli i
miðbænúm þegar flest var, gott yfir-
bragð hafi verið yfir fólkinu í góða
veðrinu og engin afskipti höfð af
unglingum vegna aldurs. Sama er
um laugardagskvöldið og í skýrslu
lögreglunnar kemur fram að engin
ungmenni hafi verið á svæðinu undir
16 ára aldri.
Það er varhugavert að ala á þeirri
tilfinningu hjá börnum og unglingum
að þeir séu alls staðar til vandræða.
Það er líka ósanngjarnt því þorri
unglinga er til fyrirmyndar.
Miðbæjarathvarfið
Borgaryfirvöld hafa beitt sér fyrir
því að efla og styrkja forvamarstarf
fyrir börn og unglinga. Það kemur
m.a. fram í því að lögð er áhersla á
að reglum um útivistartíma sé fram-
fylgt og hefur það borið þann árang-
ur að hópamyndun unglinga undir
sjálfræðisaldri hefur minnkað að
næturlagi um helgar, bæði í hverfum
borgarinnar og í miðbænum. Til þess
að sporna við því að unglingar undir
sjálfræðisaldri séu eftirlitslausir í
miðbænum að næturlagi um helgar
er starfrækt svokallað Miðbæjarat-
hvarf í samvinnu ÍTR, Félagsmála-
stofnunar og lögreglunnar. Starf-
semi þess er í því fólgin að vakt er
í miðbænum á þessum tíma sem fylg-
ist með því hvort þar séu á ferli
unglingar undir aldri og sé svo er
haft samband við foreldra þeirra sem
sækja síðan börn sín í athvarfið.
Þetta starf hefur skilað tiiætluðum
árangri og mælst vel fyrir meðal
foreldra.
Menningarauki að Hinu húsinu
Daglega leggur nú mikill fjöldi
ungs fólks leið sína niður í miðbæ
til þess að taka þátt í þeirri fjöl-
breyttu starfsemi sem á boðstólum
er í Hinu húsinu. í sumar má gera
ráð fyrir að minnsta kosti 200-300
manns eigi erindi þangað á hveijum
degi, ýmist til vinnu eða starfs eða
í tilfallandi erindagjörðum.
Hitt húsið hóf starfsemi í gamla
Geysishúsinu á horni Vesturgötu og
Aðalstrætis fyrir réttu
ári og er rekið af
Iþrótta- og tómstundar-
áði Reykjavíkurborgar.
Markmiðið með starf-
semi Hins hússins er
fjölþætt og ýmsar nýj-
ungar í starfinu' sem
svigrúm skapaðist fyrir
við flutninginn í gamla
Geysishúsið. í Hinu
húsinu er nú rekin um-
svifamikil menningar-
og upplýsingamiðstöð
fyrir ungt fólk, þar
starfa leikhópar og
hafa æfingaaðstöðu,
þar er rekið gallerí sem
auðveldar ungu fólki að
sýna listaverk sín og koma þeim á
framfæri, starfsemi er fyrir fatlaða
sem jafnframt auðveldar fötluðum
að umgangast jafnaldra sína, þar er
vinnuaðstaða fyrir margháttaða út-
gáfu-, kynningar- og fræðslustarf-
semi og ýmis félög og samtök hafa
aðstöðu í húsinu. Á vegum Hins
hússins er starfrækt listasmiðja í
Hafnarhúsinu og þar er jafnframt
æfíngaaðstaða fyrir hljómsveitir.
Þorri unglinga er til
fyrirmyndar, segir
Kristín A. Arnadóttir,
og þegar að er gáð er
það ekki fólk undir
lögaldri sem er til vand-
ræða í miðbænum.
Framan af stóð nokkur styrr um
flutning þessarar starfsemi niður í
miðbæ og ýmnsir lögðust gegn því.
Því verður ekki neitað að þar vógu
nokkuð fordómar í garð ungs fólks
sem talin var hætta á að myndi spilla
fyrir annarri starfsemi í miðbænum
sem ætti í vök að veijast eða að starf-
semin væri ekki samboðin þessu
gamla húsi. í dag eru þessar raddir
þagnaðar og engum blandast hugur
um að mikill menningarauki sé að
starfseminni í miðbæ Reykjavíkur.
Uppbyggjandi starfsemi
í miðbænum
Að lokum vil ég vekja athygli á
því að í Hinu húsinu er miðstöð úr-
ræða Reykjavíkurborgar í atvinnu-
málum ungs fólks og þar er ýmislegt
gert til þess að mæta auknu atvinnu-
leysi meðal þessa aldurshóps. Má
nefna sem dæmi að 30 ungmenni
hafa nú nýlokið 4 vikna starfsnámi
og hófu 5 mánaða starfsþjálfun hjá
stofnunum, félögum og menningar-
samtökum fyrir fáum dögum. Þá
hafa 23 verið ráðnir til að vinna að
forvamarstarfi með ungu fólki undir
formerkjum jafningafræðslu og
fleira mætti telja.
Staðreyndin er nú sú að hin upp-
byggjandi starfsemi sem Hitt húsið
stendur fyrir í miðbænum hefur
breytt ímynd miðbæjarins í huga
ungs fólks og það er tímabært að
ungt fólk í miðbænum fái einnig þá
sanngjömu og jákvæðu umfjöllun
sem það á skilið.
Höfundur er aðstoðarkona
borgarstjórn
Kristín A.Árnadóttir
MARBERT
kaupauki
Glæsileg svört hliðartaska
fylgir með.
CELL ACTIVATION.
CELL ACTIVATION er
frumuörvandi. Tvö þrep fyrir
einstakan árangur.
Krem fyrir konur
komnar um og yfir
miðjan aldur. Húðin
getur svo sannar-
lega litlð út fyrir að
vera yngri en árin
segja til um.
■ iSft Xr.:m'Atsð*j
jum
sjjá Krínglukastsblað
Meraun^liðnu
í vikunni
£■
MQrghMHdryLÖ tllboA
a nyjum vorum „
veiður
fovseti
eikur á
nglukasti
v
goö kaup
4