Morgunblaðið - 27.06.1996, Page 40

Morgunblaðið - 27.06.1996, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Blákaldur veruleikinn FJOLMIÐLAR hafa síðustu daga rætt um greiðslu vegna endurlífgunar sjúklinga. Tilefni er óvænt upphlaup fyrir- tækis í Hafnarfirði. Mál þetta birtist Tryggingastofnun á þann veg að um miðj- an dag á fimmtudegi barst stofnuninni sím- bréf stílað á bréfsefni Háskóla íslands þar sem fullyrt er: „Tryggingastofnun ætlast ekki til að læknar reyni að end- urlífga sjúklinga eða sinni slysa- hjálp á vettvangi á þessu svæði“, þ.e. Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Þá er látið að því liggja að lækn- ar í téðum byggðarlögum fái ekki greitt fyrir endurlífgun sjúklinga. Að vonum brá starfsfólki stofn- unarinnar því í þessari fullyrðingu felast grófar og tilhæfulausar ásakanir, sem eiga ekki við rök að styðjast. Þann 15. júní 1995 skrifuðu Tryggingatofnun ríkisins og Læknafélag íslands undir samning um gjaldskrá heilsugæslulækna. Meginefni þeirra saminga var gjaldskrárhækkun sem nam um 9%o. Ýmsar lagfæringar fylgdu samningsgerðinni, m.a. lagði samninganefnd heilsugæslulækna áherslu á að aðstæður lækna í dreifbýli væru almennt lakari en á höfuðborgarsvæðinu og því væri ástæða til að meta það sérsak- lega. Samninganefnd Tryggingastofnunar féllst á þetta sjónar- mið og var m.a. samið um sérstakan gjaldlið sem gilti einungis utan Stór-Reykjavík- ursvæðisins. Greiðslur fyrir end- urlífgun á Stór- Reykj avíkursvæðinu voru ákveðnar með sama hætti og verið hafði. Alger sátt var á milli samninga- Greiðslur fyrir endur- lífgun á Stór-Reykja- víkursvæðinu, segir Karl Steinar Guðna- son, voru ákveðnar með sama hætti og verið hafði. nefnda læknafélagsins og Trygg- ingastofnunar um þessa niður- stöðu. Samningur var undirritað- Karl Steinar Guðnason ur. Hann var síðan borinn upp og samþykktur af félagsmönnum. Tryggingastofnun leggur áherslu á að standa við samninga og hafa greiðslur stofnunarinnar miðast við það. Þeir sem senda reikninga sem eru rangir fá þá endursenda. Fyrir þessu er auðvit- að áralöng hefð. Þá er fullyrt að yfirvöld hafa lofað að „kippa þessu í liðinn“. Enginn kannast við þetta loforð en væntanlega upplýstist það í viðræðum. í fjölmiðlum og nefndu símbréfi er rætt um útskúfaða íbúa og fl. í þeim dúr. Það er ijarri sanni að túlka megi umrædda gjaldskrár- breytingu á þann veg, reyndar óskiljanlegt hvernig það er hægt. Staðreyndin er sú að læknar í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessa- staðahreppi fá greitt fyrir endur- lífgun eins og fyrr. Þeir fá greidd- ar í dagvinnu kr. 1.855, fyrir kvöldvinnu fá þeir kr. 2.968, og í næturvinnu kr. 3.710, (vitjun, inn- helling í æð, hjartalínurit). Starfsfólki Tryggingastofnunar þykir miður að kjaramál sem þessi skuli einungis rekin í fjölmiðlum og með tilheyrandi ásökunum og aðdróttunum. Það er Trygginga- stofnun metnaðarmál að afgreiða lækna og aðra viðskiptavini á rétt- an hátt. Við viljum gjarnan ástunda góða samvinnu og sam- starf um þau málefni sem við eig- um sameiginleg án þess að kallast á í fjölmiðlum. Starfsfólki Tryggingastofnunar er vissulega ljóst hve mikil ábyrgð hvílir á heilsugæslulæknum og fáum er ljósara hve starf þeirra er þýðingarmikið. Höfundur er forsijóri Tryggingastofnunar ríkisins. .LITUR EÐA SVART EDSl MJVMFORSEttHW ÞÖGETURTREYSTHONUM. Þann 29. júní býðst jiér að velja ákveðinn og steikan mann í forsetastól, sem lætur ekki bugast þótt á móti blási. tó getur tœyst því að Ástþór Magnússon mun ekki láta undan þrýstingi ffá valdaklíkum áa stj' ómariierrum Jiegar foisetinn þarfað standa vöið um hagsmuni fólksins í landinu. Ástþór heíúr einnig víðtæka reynslu í viðskiptum á alþjóðlegum vettvangi og mun stuðla að uppbyggingu nýrra atwnnuvega hér á landi og víðtækri kynningu á landi og þjóð um allan heim. EKKITRAUSTSINS VERÐ Hinn kosturinn í framboði er tœkinnun^háttur stjómmálanna og litlaus forseti sem líklegt er að hagi seglum efitir því hvemig vindurinn blæs frá keánu. Það hefúr komið bersýnilega í ljós áfiantóíúndum að litlu mi skiptir hvem af þessum litlausu frambjóðendum þú velur. Engimi þeirra hefúr viljað gefa afdráttariausa afetöðu gegn kj amorkuvqonastefnu ríkisstjómarinnarné ganga fram f>Tir skj öldu íbaráttu fyrir betri likjörum í landinu með því að gegna forsetaembættinu á launum sem samsvara meðianum fjölskyldu í landinu. Maður sem sefur ekki ó verðinum STUÐNINGSMENN PRIfiAR Sofið á verð- ínum um Kolbeinsey FRÉTTIR um að enn hafi verulega gengið á Kolbeinsey síðastliðinn vetur koma ekki á óvart. Þær hafa þó ýtt við ýmsum og meira að segja ríkisstjórnin hefur vaknað af dvala og ákveðið að skipa nefnd um málið. Um það er gott eitt að segja annað en að það hefur tekið ríkis- stjórnina, með hæstv- irtan samgönguráð- herra Halldór Blöndal í fararbroddi, heil fjögur ár að koma nefndinni á koppinn. En betra er seint en aldr- ei og nú er að hvetja Halldór til dáða. Af áhuga sjávarútvegsráð- herra Þorsteins Pálssonar á mál- inu, en hann er jafnframt dóms- málaráðherra og yfirmaður land- helgisgæslunnar, fer hins vegar engum sögum. koma pallsins, sem er rækilega járnbentur og festur út í bergið í kring, styrkti einnig eyjuna eins og nú er að koma í ljós. Seinna árið, þ.e. 1990, var unnið að áframhaldandi rann- sóknum og m.a. kafað við eyjuna. Þessar að- gerðir fóru fram í góðri samvinnu Vita- og hafnamálastofnun- ar og Landhelgisgæsl- unnar. Með því að nota áhugasaman mannafla og tækja- kost þessara stofnana tókst að gera ótrúlega mikið fyrir takmark- aða fjárveitingu. Málið sofnar Því miður fór svo að málið sofn- aði á vettvangi ríkisstjórnar eftir stjórnarskiptin 1991 og aldrei var lokið rannsóknum né úrvinnslu Sigfússon Saga Kolbeinseyjar Af sögulegum heimildum og því sem gerst hefur síðustu ár og ára- tugi er ljóst að Kolbeinseyjar bíða að óbreyttu þau örlög að hverfa í sæ á næstu árum, eða í besta falli áratugum. Á níunda áratugnum hreyfði ég þessu máli, þar á meðal á Al- þingi, og hvatti til þess að hugað yrði að því að reyna að verja eyj- una eða a.m.k. lengja líftíma henn- ar. Áður hafði Stefán Guðmunds- son fengið samþykkta tillögu um að setja upp sjómerki á eyjunni og athuga með varðveislu hennar. Þegar ég tók við embætti sam- gönguráðherra haustið 1988 setti ég málið strax á dagskrá. Vita- og hafnamálastofnun annaðist undirbúning rannsókna og að- gerða. Tókst að útvega nokkurt fé í verkefnið árin 1989 og 1990. Fyrra árið voru framkvæmdar mælingar og ráðist í að steypa þyrlupall til að auðveldara yrði að athafna sig í eyjunni við allar frelc- ari rannsóknir og aðgerðir. Til- Gail flísar TBSl Pcna*F!iriUiJLUu ■ ’.inkteáMiiin u Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 BRETTALYFTUR ÓTRÚLEGT VERÐ! CML brettalyftur eru úrvalsvara á fínu verði. Þær eru á einföldum eða tvöföldum mjúkum hjólum, sem ekki skaða gólf. Verð m/vsk frá kr. 35.990 stgr. Hringás ehf. Langholtsvegi 84, Rvk. S. 533 1330 Það var ekki barist o g færðar fórnir við út- færslu landhelginnar, segir Steingrímur J. Sigfússon, til þess að glata svo 9.400 ferkílómetrum fyrir sofandahátt. gagna eins og ætlunin var til að undirbúa ákvarðanatöku í málinu. Ég flutti því ásamt fleirum til- lögu til þingsályktunar veturinn 1991 - 1992 um að fela ríkisstjórn- inni að ljúka úrvinnslu gagna og gera áætlun um styrkingu eyjar- innar. Var tillagan samþykkt og verkefnið þar með falið ríkisstjórn. En skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir árlegan eftirrekstur af hálfu undirritaðs hefur fátt gerst í málinu fyrr en nú. Er það þeim mun bagalegra sem ljóst má vera að eftir því sem gengur á eyjuna verður verkefnið erfiðara, bæði minna svæði ofansjávar til að athafna sig á og til að veija. Tilefni þessara skrifa er ekki að rökstyðja mikilvægi þess að Kolbeinsey verði varin sé þess nokkur kostur. Það er eindregin skoðun undirritaðs að hverri kyn- slóð beri rík skylda að gæta ítrustu landsréttinda þjóðarinnar. Það var ekki barist og færðar fórnir við útfærslu landhelginnar til þess að glata svo 9.400 ferkílómetrum fyrir sofandahátt. Sé það tækni- lega viðráðanlegt að bjarga Kol- beinsey, eða a.m.k. með nokkuð öruggri vissu tefja fyrir því um t.d. hundrað ár að hún hverfi, má ekki horfa af smámunasemi og út frá skammtíma hagsmunum í kostnað þó auðvitað eigi sér allt sín takmörk. Það er a.m.k. algert lágmark og skylda stjórnvalda að valkostirnir liggi fyrir þannig að hægt sé að taka ákvörðun á grund- velli vandaðra athugana. Þær at- huganir þurfa að sjálfsögðu einnig að snúa að hinum lögfræðilega eða þjóðréttarlega þætti málsins eins og hinum tæknilega. Dýrmætur tími hefur glatast fyrir sofandahátt og þess vegna verður nú að vinna hratt og vel. Höfundur er þingmaður og formaóur Sjávarútvegsnefndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.