Morgunblaðið - 27.06.1996, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 27.06.1996, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Gunnar Birgisson - boðberi friðar & ÞAÐ lék andvari frið- ar og sáttfysi um Gunn- ar Birgisson, stjómar- formann LÍN, á síðum Morgunblaðsins mið- vikudaginn 12. júní sl. þar sem hann lýsti sátt- inni sem ríkir um Lána- sjóð íslenskra náms- manna og fór svo há- stemmdum orðum um eindrægni og samstöðu stjómarmanna að lands- mönnum hlýnaði um hjartarætur. Vandi er að sjá hvað veldur þessum innileg- heitum stjórnarfor- mannsins. Helst má ætla að friðarboð- skapurinn sem hljómar í þjóðfélaginu um þessar mundir hafí hitt hann í hjartastað og síðan brotist út í sýndar- veruleika í blaði allra landsmanna, því það ríkir ekki friður um LÍN. Þvert á móti. Það er grundvallar- ágreiningur um málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Tillögur námsmanna Fulltrúar námsmanna í stjóm LÍN lögðu fram ítarlegar tillögur um breytingar á úthlutunarreglum sjóðs- ins í vor. Einhveijar náðu fram að ganga en flestar þeirra hlutu ekki náð fyrir augum fulltrúa ríkisvaldsins. Ástæður þess að full- trúar námsmanna sam- þykktu úthlutunarreglur sjóðsins liggja í þeirri einföldu staðreynd að breytingamar sem gerð- ar voru á úthlutunar- reglunum milli ára vom spor í rétta átt. Og því betri kostur fyrir náms- menn en óbreyttar út- hlutunarreglur sem full- trúar ríkisvaldsins hefðu getað knúið í gegn í krafti meirihluta- valds í stjórn LIN. Fráleitt er að halda því fram að með því að samþykkja þessar breyt- ingar hafi fulltrúar námsmanna verið að leggja blessun sína yfir úthlutunar- reglur stjómar sjóðsins og samstaða ríki nú um málefni LÍN. Ágreiningur um LÍN Aðalágreiningurinn um lánasjóð- inn verður hins vegar ekki leystur í stjóm LÍN heldur í því endurskoð- unarstarfi sem nú fer fram á vegum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Stjómarformaður LÍN getur, segir Vilhjálmur H. Vilhiálmsson, sýnt viljann í verki og stutt tillögur náms- manna um mánaðar- legar útborganir. ríkisstjómarflokkanna og á Alþingi. Sá ágreiningur snýst um það hvernig námsaðstoðarkerfí eigi að vera við lýði á íslandi í framtíðinni: Ósann- gjamt eftirágreiðslukerfí með alltof hárri endurgreiðslubyrði eða sann- gjarnt samtímagreiðslukerfi með hóflegri greiðslubyrði. Megi ríkis- stjórn Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokks bera gæfu til að velja síðari kostinn. Hvað varðar friðarhoðskap stjórn- arformanns LÍN getur hann sýnt viljann í verki, stutt tillögur náms- manna um mánaðarlegar útborganir námslána og léttari endurgreiðslu- byrði og tekið þannig höndum saman við námsmenn í baráttu þeirra fyrir breyttum og betri lánasjóði sem þjóð- arsátt ríki um. Höfundur er formaður Stúdentráðs Háskóla íslands. Honda Civic 5 dyra 90 hestöfl traustur fjölskyldubíll Honda Civic 3ja dyra 90 hestöfl glæsilegur sportbíll sumartilboð fallegustu bílarnir nú meö meíri búnaöi 1.384.000.- staögreitt á götuna innifalið umfram staðalbúnaö - áífelgur - vindskeiö - þjófavörn - samlitir stuöarar 1.399.000.- staflgreitt á götuna innifalið umfram staðalbúnað - álfelgur - þjófavörn - geislaspilari - 150 w hátalarar 1.749.000.- Honda Accord 1.8i 115 hestöfl uppfyllir kröfur vandlátra staflgreitt á götuna innifalið umfram staðalbúnaö - álfelgur - vindskeiö - þjófavörn Umboðsaðilar Honda á Akureyri: Höldur hf., Tryggvabraut 12, S: 461 3000 á Egilsstöðum: Bíla- og Búvélasalan ehf., Miðási 19, S: 471 2011 í Keflavík: Bílasalur Suðurnesja., Qrófinni 8, S: 421 1200 0 VATNAGARÐAR24 S: 568 9900 Lesbíur og hommar - til hamingju! í DAG er alþjóðlegur baráttu- og frelsisdagur lesbía og homma; dag- urinn þegar samkyn- hneigðir um allan heim vekja athygli á sérstöðu sinni innan þeirra sam- félaga sem þeir byggja. Á þessum degi fögnum við því að vera við sjálf, sýnileg og stolt af tilvist okkar, menningu og sögu - en samtímis minnum við á þær skuggahliðar samfé- lagsins sem alltof oft hafa snúið að samkyn- hneigðum. Einangrun þagnar og ósýnileika, réttleysi og ofbeldi fordóma og skilningsleysis, mannréttindabrot og_ kynhneigðarkúgun. í dag ganga hundruð þúsunda samkynhneigðra í „Gay-Pride“- göngum beggja vegna Atlantshafs- ála, í menningarborg Evrópu, Kaupmannahöfn, standa lesbíur og hommar fyrir vikulöngum hátíða- höldum, „Euro-Pride“. Á íslandi fögnum við stærsta áfanganum í mannréttindabaráttu okkar, nýjum hjúskaparlögum fyrir samkyn- hneigða sem taka gildi í dag! Frá niðurlægingu til frelsis 27. júní 1969 markaði aldahvörf í sögu lesbía og homma eftir niður- lægingar og ofsóknir um miðja öld- ina. Talið er að um 700.000 lesbíur og hommar hafi látið lífið í skipu- lagðri útrýmingarherferð í gasklef- um í Þýskalandi Hitlers og síðar tóku við fangelsanir og pyntingar í Sovétríkjum Stalíns og Bandarikj- um McCarthys. Hörmungar kyn- hneigðarkúgunar höfðu í för með sér að samkynhneigðir lifðu í felum og beygðu sig þegjandi undir harð- ræði af hálfu öfgahópa - og lög- reglu sem réðist að hópum samkyn- hneigðra með kylfum og handtök- um. Arás lögreglunnar að skemmti- stað samkynhneigðra, Stonewall Inn í Greenwich Village hinn 27. júní varð kornið sem fyllti mælinn og loksins snerust lesbíur og homm- ar til varnar. Uppreisnin á Stone- wallkránni var tákn þess sem koma skyldi og markaði upphafið að þeirri baráttu fyrir sjálfsvirðingu og mannréttindum samkynhneigðra sem stendur enn. Tilfinningafrelsi er mannréttindamál Grundvallarstefið í mannrétt- indabaráttu samkynhneigðra snýst um persónulegt frelsi hvers og eins til að haga lífi sinu i samræmi við eigin ástarhneigð. Þar af leiðandi hafa lesbíur og hommar krafist frelsis til að leita lífshamingju sinn- ar opinskátt í fullum samhljómi við dýpstu og eðlislægustu tilfínningar sínar - án þess að vera látin gjalda sérstöðu sinnar. Frelsiskröfu sam- kynhneigðra er því best lýst með hugtakinu „tilfinningafrelsi" - og slíkt frelsi er í eðli sínu helgur rétt- ur hvers einstaklings í samfélagi sem vill kenna sig við mannrétt- indi, ekki síður en ritfrelsi, mál- frelsi eða félagafrelsi. Mannréttindakrafa samkynhneigðra um tilfinningafrelsi mæt- ir skilningi og stuðn- ingi í síauknum mæli. Hjúskaparréttindi samkynhneigðra líta dagsins ljós í dag, þökk sé framsýni og kjarki ríkisstjórnar og Alþingis á íslandi og samkynhneigðir trúa og treysta að það sé aðeins fyrsta skrefíð af mörgum sem lög- gjafarvaldið mun taka þar til full mannrétt- indi samkynhneigðra verða tryggð á íslandi. Enn er eftir að tryggja samkynhneigðum rétt til kirkjulegrar vígslu svo og að veita heimild til ættleiðinga og tæknifijóvgana til þess að samvist samkynhneigðra sé viðurkennd á sama hátt og hjónabönd annarra. Þrátt fyrir það er ísland nú fremst Grundvallarstefið í mannréttindabaráttu samkynhneigðra, segir Margrét Pála Ólafs- dóttir, snýst um per- sónulegt frelsi til að lifa í samræmi við eigið eðli. í flokki þeirra ríkja sem veita lesb- íum og hommum lögverndaðan rétt til að staðfesta sambúð sína með gagnkvæmum réttindum og skyld- um og vonandi munu aukin réttindi á næstu árum gera íslensku samfé- lagi kleift að vera áfram í farar- broddi mannréttinda okkar. Siðaðra samfélag Mannréttindaleysi samkyn- hneigðra hefur í aldanna rás fært lesbíum og hommum þau örlög að vera útlagar í eigin landi, réttlaus og sek samkvæmt fordómum þeirra sem hafa talið sig þess umkomna að fella dóma. Þannig hafa lesbíur og hommar verið samviskufangar eigin sektar - þeirrar sektar sem skilningsleysi og fordómar um- hverfisins hafa innrætt okkur vegna ótta við allt sem brýtur í bága við hið „venjulega". Vonandi er sá ótti á undanhaldi og framundan viður- kenning á margbreytileika í siðaðra samfélagi þar sem allir þegnar sitja við sama borð, án tillits til stjórn- málaskoðana, trúarbragða, kyn- þáttar, kynferðis, móðurmáls, menningar, fötlunar - eða kyn- hneigðar. Því er full ástæða til að óska lesbíum og hommum - svo og þjóð- inni allri - til hamingju með þennan stóra áfanga í átt að siðaðra og betra samfélagi. Höfundur er formaður Samtakanna 78, félags lesbía og homma á íslandi. Margrét Pála Ólafsdóttir Sumarútsala 30-40% afsláttur af nærfötum og sokkabuxum. Sng/ttisto^an &ékui\d Snyrting »verslun »ljós. Grænatún 1, Kópavogi, s. 554 4025.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.