Morgunblaðið - 27.06.1996, Page 44

Morgunblaðið - 27.06.1996, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNA BÁRA JÓHANNSDÓTTIR + Jóhanna Bára var fædd á Ak- ureyri 12. júní 1921. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnea G. Jónsdóttir _ verka- kona frá Ólafsfirði og Jóhann F. Sig- valdason búfræð- ingur í Eyjafirði. Systkini Báru voru tíu. Sammæðra var: Asta Dagbjört Em- ilsdóttir, og sam- feðra: Sæmundur, Gunnar Þór (látinn), Sigrún, Baldvin Helgi (látinn), Þóroddur Ingvar (lát- inn), Áðalsteinn Björgvin, Ás- laug Ágústa, Snjólaug Jóhanna og Bryndís. Fyrstu níu árin var Bára að mestu hjá föður sínum og fjölskyldu hans í Eyjafirði. Flutti síðan til Reykjavíkur með móður sinni, sem lést aðeins 36 ára, er Bára var á fermingar- aldri. Bára fór þá í vist að Geita- bergi í Svínadal og síðan að Grafardal í sömu sveit. 18 ára gömul giftist hún fyrri manni sínum Sigurði Bjarna- syni. Þeirra synir eru: 1) Oiafur Bjarni, matsveinn (f. 13.8.1939). Fótatakið er ekki lengur, röddin hljóðnuð og nálægðin ósýnileg. Mörg ár að baki í lokin. Illskeyttur sjúk- leiki sigraði líkamann - ekki and- ann. Bemska og æska Báru voru ekki alltaf áfallalausar. Fyrstu níu árin dvaldist hún í Eyjafirði hjá föð- ur sínum og fjölskyldu hans. Síðan flutti hún til Reykjavíkur með móður sinni, sem dó aðeins 36 ára, þegar Bára var á fermingaraldri. Þá vistaðist hún að Geitabergi í Svinadal og síðar að Grafardal í sömu sveit. Það taldi Bára æ síðan Sonur hans er Bjarni Þór (f. 1964) og er sambýliskona hans Elva Björk Ævarsd., dóttir þeirra er Guðrún Yr. 2) Magnús Jó- hann, leigubílstjóri (f. 21.4.1943). Börn hans eru: a) Margrét Bára (f. 1964), sam- býlismaður hennar er Friðþjófur Ö. Vignisson, sonur hennar er Daði Freyr Bæringsson. b) Sigríður Inga (f. 1973). c) Arnar Sindri (f. 1979). Bára giftist 1954 eftirlifandi manni sínum Jóni Guðna Guðna- syni organista og kórstjóra frá Landakoti á Vatnsleysuströnd. Þau eiga eina kjördóttur, Hönnu Heiðbjörtu (f. 12.3.1955) sjúkraliða. Auk húsmóðurstarfa vann Bára margvísleg störf utan heimilis og má þar nefna: aðstoðarstörf á sjúkrahúsi, störf á gæsluvöllum Reykjavík- urborgar, störf á elliheimili og síðast ræstingastjóri á Vífils- stöðum meðan heilsan leyfði. Bára berður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 15. til gæfu, því Grafardalsfólkinu tengdist hún sterkum vináttubönd- um til hinsta dags. Heimili Báru og Jóns að Landa- koti á Vatnsleysuströnd ber hátt í minningunni og leikur ljómi þar um. Það var í senn listrænt og hámenn- ingarlegt, þar sem velvild, hjarta- gæska og hljóðlát gestrisni voru eðlislæg húsráðendum. Þar var jafn- an rnargt um manninn alla tíma árs. Ógleymanlegar eru stundirnar þegar Bára sagði frá merkum bók- um, eða hafði yfir Ijóð eftir horfin t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BRAGI JAKOBSSON, Kirkjubraut 5, Seltjarnarnesi, sem lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, 21. júní, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. júní kl. 15.00. Sigurbjörg Nielsen, Margrét Bragadóttir, Hjalti V. Helgason, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkaer faðir okkar, tengdafaðir, sonur, afi og bróðir, MAGNÚS STEFÁN SIGURÐSSON, Skólavegi 3, Keflavík, sem varð bráðkvaddur 23. júní sl., verð- ur jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 28. júní kl. 14. Maria Magnúsdóttir, Viðar Erlingsson, Sigurður Magnússon, Björk Reynisdóttir, Sigurður Sumarliðason, barnabörn og systkini hins látna. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐBJARTSSON húsasmíðameistari frá Flateyri, Hraunbae 103, Reykjavík, verður jarðsungirin frá Árbæjarkirkju föstudaginn 28. júní kl. 13.30. Sigurlaug Jónsdóttir, Benedikt E. Guðmundsson, Guörún Jónsdóttir, Davíð Gfslason, barnabörn og barnabarnabörn. góðskáld. Hún var unnandi fagur- bókmennta. Eða þegar Jón settist við orgelið og söngur blandaðist fag- urri tónlist. Að loknum rausnarleg- um veitingum var síðan gengið út á tún og niður í stórgrýtta ijöruna þar sem Jón sagði frá áður gjöfulum sjónum nálægt ströndinni. Víst er að ótal margir kannast við þessu lík- ar ferðir til þeirra hjóna í Landa- koti. Þær höfðu í sér mátt vináttu og birtu jafnt að vetri sem sumri. Böm þeirra og bamaböm áttu hjá þeim öruggt skjól og vom þar oft langdvölum, einnig hér í Reykjavík, þar sem þau hafa búið undanfarin ár. Það var ekki létt fyrir Báru og Jón að flytja frá Landakoti, frá öllum góðu nágrönnunum sem sumir voru einlægir vinir og nágrannar allt frá bernsku Jóns. Lífið hafði kennt Bám að laga sig eftir aðstæðum og ásamt kjördóttur þeirra, Hönnu, sem er sjúkraliði, bjuggu þau sér heimili að Háagerði 63 sem ber með sér sömu ytri og innri einkenni sem fyrr. Þrátt fyrir að líkamlegri heilsu Bám hrakaði stöðugt leitaði hugur hennar sterkt út í náttúruna. Bjargf- ast ástríki og umhyggja Jóns gáfu henni andlegan styrk. Hún var næm á fegurð landsins og einstök blóma- kona. Þau Jón og Hanna gerðu henni kleift að ferðast um gamlar slóðir æsku- og manndómsára hennar, þótt veikburða væri hún. Það var henni mikils virði. Listfeng, hreinlynd, vinföst er Bára horfin sjónum okkar - en það er hvorki brostinn stór né smár hlekkur. Minningin sér um það, af því hún gaf ástvinum og samferða- fólki af öllu því besta í fari sínu, það var hennar aðal. Elskulegi Jón, Hanna og aðstand- endur, öll eigið þið samúð þeirra sem hugsa til ykkar nú. Og Jón, ég hygg að í vitund okkar beggja leynist sú von að nú hittist þau á ný, frænd- systkinin Bára og Hreiðar, sem voru svo einlægir vinir. Blessun fylgi lífs og liðnum. Og enn hann segin Sjá ég kem í skýjum, og sendir þá, er lúta ásýnd hans, að boða líkn og lífíð í hans nafni og leiða saman vep guðs og manns. (Matthías Johannessen). Jenna Jensdóttir. Mig langar til að kveðja vinkonu mína og frænku með nokkmm orð- um. Við vorum systkinabörn og þekktumst frá því í bernsku. Seinna þegar leiðir okkar lágu aftur saman í Reykjavík og við báðar giftar kon- ur, varð vinátta milli heimila okkar mikil og einlæg. Eiginmenn okkar, Jón og Guð- mundur, stóðu einnig með okkur i blíðu og stríðu. Margar voru ferð- irnar og góðar stundirnar sem við Janus áttum seinna með þeim hjón- um í Landakoti. Bára var atorkukona alla sína ævi. Hún var sífellt að pijóna, hekla, sauma og liggja eftir hana mörg listaverkin. Ogleymanlegar eru æskuminningar Fjólu dóttur minnar frá heimili þeirra Bám og Jóns. Húsmóðurstörf sem- og öll störf utan heimilis innti Bára af hendi af samviskusemi og stökum myndarskap. Á kveðjustundu, sendum við Jan- us, dætur mfnar og fjölskyldur þeirra einlægar samúðarkveðjur til Jóns, Hönnu og annarra ástvina. Elskuleg frænka og vinkona er kært kvödd og henni þökkuð sam- fýlgdin. Rósa G. Stefánsdóttir. SIGRÚN JÓNSDÓTTIR + Sigrún Jóns- dóttir var fædd I Vík í Skagafirði 26. júlí 1904. Hún lést á Landspítalan- um 17. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Jóhannesson siðast bóndi á Auðn- um í Sæmundarhlíð í Skagafirði, til árs- ins 1915, eftir það búsettur á Sauðár- króki, f. 3. des. 1864, d. á Sauðár- króki 17. ágúst 1930, og Anna Jósefsdóttir, f. 28. apríl 1868, d. í Birkihlíð í Skagafirði 12. október 1909. Sigrún var einkabarn foreldra sinna. Árið 1926 giftist Sip’ún fyrri manni sínum, Kristjáni Guð- brandssyni, f. 1902. Börn þeirra eru: 1) Ármann, f. 1927, giftur Ester Guðmundsdóttur, er lést á þessu ári. Börn þeirra eru a) Rögnvaldur Rúnar, b) Kristín Inga og c) Ingólfur Ómar. 2. Jón Trausti, f. 1928, d. 1993, hann var giftur Onnu Guð- björgu Jónsdóttur. Börn þeirra eru: a) Jón Stefnir, b) Elínborg Ingibjörg, c) Ragnhildur Bjarn- ey, d) Guðmundur Einar, og e) Elísabet Anna. 3) Ásta Aðal- heiður, f. 14.10. 1929. Fyrri maður Vilhjálmur Jónsson, þeirra börn a) Birgir Ómar dó á fyrsta ári, b) Sigrún Erla og c) Anna Sigurbjörg. Seinni maður Ástu er Hákon Torfa- son. 4) Þorsteinn Ingi, f. 10.12. 1930, ókvæntur og barnlaus. 5) Herbert Dalmar, f. 3.10. 1932. Fyrri kona Guðbjörg Eg- ilsdóttir. Börn þeirra: a) Kolbrún og b) Sveinn. Seinni kona Dagný Vern- harðsdóttir, barn- laus. Sigrún og Kristján slitu sam- vistir og var börn- unum komið í fóst- ur nema Ástu er fylgdi móður sinni. Um 1933 ræðst Sigrún sem kaupa- kona að Dalkoti í V estur-Húnavatns- sýslu til hjónanna Ámunda Jónssonar og Ástu Sigfúsdóttur og þar kynnist hún seinni manni sín- um, syni hjónanna, Rögnvaldi, f. 3.9. 1906, d. 18.4. 1979. Börn Sigrúnar og Rögnvaldar eru: 1) Ámundi, f. 16.1.1935, d. 18.4.77. Sambýliskona Sigríður Rögnvaldsdóttir og áttu þau saman tvær dætur, Kolbrúnu sem er látin og Helgu. Síðar kvæntist Ámundi Evu Jónsdótt- ur og áttu þau saman þrjú börn, sem eru: a) Ásdís, b) Rögnvald- ur og c) Hrönn. 2) Sigurbjörg, f. 1940. Hennar sonur Rögn- valdur Ómar Gunnarsson. Sig- urbjörg giftist Rúnari Ársæls- syni, sem látinn er fyrir nokkr- um árum. Þeirra börn eru: a) Anna, b) Sigrún og c) Erla Vig- dís. Seinni maður hennar er Sigurjón Guðmundsson. Barna- barnabörn Sigrúnar eru mörg og of langt að telja þau öll upp hér, en þess má geta að sl. rúm fjögur ár gat stundum að Iíta fimm ættliði samankomna. Utför Sigrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Tengdamóðir mín, Sigrún Jóns- dóttir, er látin eftir stutta legu á sjúkrahúsi, tæplega 92 ára að aldri. Hún kvaddi með stuttum fyrirvara og hljóðlega eins og raunar allt líf þessarar aldamótakonu var, því alla tíð var hún hlédræg og lítt fyrir það gefin að láta á sér bera. Hún fæddist árið 1904 í Vík í Skagafirði og þegar hún var fimm ára missti hún móður sína, sem án efa hefur sett mark á þessa hæg- látu konu, því oft minntist hún þess stutta tíma, er hún mundi eftir, að hún fékk að njóta móður- umhyggju og hlýju. Hún elst síðan upp hjá föður sín- um, sem réð sér ráðskonu og bjó áfram á ýmsum stöðum í Skaga- firði til ársins 1915 að hann hætti búskap og flyst til Sauðárkróks og dvelur þar til dauðadags 1930. Sigrún var einbirni, en með henni ólust upp frændi hennar Þorsteinn Björnsson, sem látinn er fyrir nokkrum árum, svo og dóttir bú- stýru föður hennar, Ólöf Aðalheið- ur, sem einnig er látin. Beggja þessara uppeldissystkina sinna minntist hún ávallt með hlýhug. Ung að árum giftist hún fyrri manni sínum, Kristjáni Guðbrands- syni. Þau hófu búskap fyrst að Litla-Vatnsskarði í Austur-Húna- vatnssýslu i tvö ár, og eftir það áttu þau heima á Sauðárkróki og í næsta nágrenni þar til þau slitu samvistir. Þar kom að því tímabili í ævi Sigrúnar, sem án efa hefur markað dýpstu spor í sálarlíf hennar, þegar hún stendur uppi með fimm börn, fjóra drengi og eina stúlku, og verð- ur nú að mestu ein síns liðs að halda út í nýjan harðan heim, því faðir hennar, sem hafði verið henni stoð og stytta, var nú látinn fyrir þremur árum. Á þeim árum voru engar félagsmálastofnanir til þess að hlaupa undir bagga og því voru engin önnur ráð en að leysa upp fjölskyldur og koma börnunum í fóstur. Drengjunum var því komið í fóstur, en dóttirin, Ásta, fylgdi móður sinni. Um 1933 ræðst Sigrún sem kaupakona að Dalkoti í Vestur- Húnavatnssýslu og þar kynntist hún sínum seinni manni, Rögnvaldi Ámundasyni. Þau búa fyrst í Dal- koti ásamt foreldrum Rögnvaldar en flytja fljótlega til Hvammstanga og búa þar til ársins 1951 að þau fluttu að Vatnahverfi í Austur- Húnavatnssýslu. Þau eignast tvö börn: Ámunda er lést 1977 og Sig- urbjörgu. Einnig ólu þau upp Ástu af fyrra hjónabandi Sigrúnar. Þá ólst upp hjá þeim að mestu leyti dóttursonur þeirra, Rögnvaldur Ómar. Tæp tuttugu ár bjuggu þau Sigrún og Rögnvaldur í Vatna- hverfi og undu þar hag sínum vel í návist góðra granna og kunn- ingja, er mynduðust fljótt. Þau byggðu upp húsakost jarðarinnar og stækkuðu tún. Þau voru bæði gestrisin að eðlisfari og góð heim að sækja. Bærinn stóð við þjóð- braut og urðu því margir til þess að þiggja veitingar, sem ávallt voru til reiðu með litlum eða engum fyr- irvara. En svo er með gleðidaga sem aðra daga, þeir taka enda. Heilsa húsbóndans bilaði og fluttu þau þá suður, þótt óljúft væri, árið 1979, og stofnuðu til búrekstrar að Katrínarkoti í Garðabæ. Þar bjuggu þau þar til Rögnvaldur lést árið 1979. Nokkru síðar keypti Sig- rún sér litla íbúð í Keldulandi 7 í Reykjavík og bjó þar nema síðasta æviárið, er hún dvaldi hjá dætrum sínum. Ekki er hægt að ljúka stuttu æviágripi um Sigrúnu án þess að minnast á konuna, sem elskaði söng og dans ef svo bar við og að þjóta á góðum vökrum gæðingi um sléttar grundir, enda var hún að innsta eðli og uppeldi sannur Skag- fírðingur til hinstu stundar. Að lok- um þakka ég Sigrúnu fyrir liðnar samverustundir og óska henni frið- ar og farsældar á öðru tilverustigi. Hákon Torfason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.