Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 53

Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ1996 53 BRÉF TIL BLAÐSINS íbúar í Laugames- hverfi, opnið augun Frá Ingiríði Lúðvíksdóttur: VERÐI ekki einhver undur og stór- merki innan tíðar munu íbúar í Laugarneshverfi sjá mikla breyt- ingu í hverfi sínu á komandi mánuð- um. Fyrirhugað er að reisa þrjá íbúðarturna á lóð á horni Lauga- lækjar og Sæbrautar. Þessi hús eiga að vera 9, 7 og 6 hæðir. Skv. nú- gildandi aðalskipulagi á þarna að vera athafnasvæði og skv. deiii- skipulagi mega hús þarna mest vera fjögurra hæða. Þetta þýðir að ekki er heimilt að veita byggingarleyfi fyrir tumunum fyrr en breytt hefur verið aðalskipu- lagi á reitnum þannig að þar megi reisa íbúðir. Einnig þarf að breyta deiliskipulagi þannig að húsin megi vera svo há. Hver sem áhuga hef- ur, hefur skv. skipulagslögum rétt til að gera athugasemdir við þessar skipulagsbreytingar fram til 4. júlí. Byggingarverktakinn er farinn að grafa grunn húsanna og búið er að selja þó nokkrar íbúðir í þeim. Þetta er herbragð til að láta fólk halda að öll leyfi séu fengin og of seint sé að reyna að reisa rönd við þessu. Svo er ekki. Enn eru óupp- fyllt ýmis skilyrði laga til þess að veita megi byggingarleyfi, m.a. þurfa borgaryfirvöld að taka af- stöðu til þeirra andmæla sem ber- ast. Afleiðingar þess að fyrirhugaðar blokkir rísi em í stuttu máli: - að íbúðir við Laugarnesveg verða, svo tugum skiptir, verðlitlar vegna þess að þær eru sviptar því útsýni sem úr þeim er nú og gerði þær mikils virði þegar þær voru Hilmir Hæstiréttur yfir með kynferðis- afbrotamönnum? Hvort er betra: Sálarmorð eða algjört morð? Frá Gísla Helgasyni: RÉTT fýrir helgina 15. og 16. júní sl. var sagt frá því að Hæstiréttur hefði mildað dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í kynferðisafbrotamáli, úr rúmum sjö ámm í rúm fjögur ár. Var til þess tekið að maðurinn sem misnotaði dóttur sína um ára- bil játaði greiðlega brot sín og greiddi henni „bætur“ fyrir að hafa misnotað hana frá sjö ára aldri. Dr. Guðrún Jónsdóttir, starfsmaður Stígamóta, kom svo í sjónvarpið og sagi þetta skýr skilaboð Hæstarétt- ar til dómstóla landsins um að fara sér mildilega í svona málum. Eru dómarar samsekir? Þegar ég heyrði þetta velti ég fyrir mér hvort dómarar Hæstarétt- ar hefðu einhvejar ástæður til að taka svona mildilega á málum sem þessum. Jafnframt komst ég að þeirri nið- urstöðu að dómarar Hæstaréttar væru með þessu búnir að lýsa því yfir að kynferðisafbrot væru í raun- inni ekkert mjög alvarlegir glæpir, sérstaklega ef börn viðkomandi væru þolendur. Ég velti því líka fyrir mér hvort dómarar Hæstarétt- ar vissu nokkuð um þá sálarangist og vanlíðan á sinni, sem þolendur í slíkum málum verða að líða, jafn- vel fyrir lífstíð. Þá langar mig að lokum að varpa eftirfarandi fram. Ef mér yrði á að drap mann, hvort sem væri með hnífi eða öðru vopni, játaði brot mitt, færi af sjálfsdáun í geðmeðferð og greiddi eftirlifendum þess, sem ég hefði drepið, einhveijar bætur, myndi þá Hæstiréttur milda dóm yfir mér úr lífstíðarfangelsi og niður í nokkur ár? GÍSLIHELGASON, Skildingatanga 6, Reykjavík. - Gœðavara GjdídVdi a — mdtdi og kdfíislell. Allii vei ðílokkar. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. HeiinsfiíFgii liönnuðii m.a. Gianni Versate. fullri einlægni langar mig mjög að biðja alla íslensku þjóðina að hugleiða af fullri alvöru hvort það sé sæmandi sannkristnum einstakl- ingi að kjósa trúlaust (heiðið) forsetaefni sem forseta Islands til næstu fjögurra ára. Eigum við, sem í einlægni trúum á góðan Guð og Jesúm Krist, í raun völ á meira en þremur forsetaefnum að kjósa um á laugardaginn kemur? Heiðingi á Bessastöðum er mér persónulega alveg óbærileg hugsun, sem ég á erfitt með að hugsa til enda. Oddur C.S. Thorarensen Em.: Þetta er auglýsing greidd af mér sjálfum. Aldur skírnarvotta byggðar, skv. þágildandi skipulagi. Verktakanum er heimilað að rýra á þennan hátt söluverðmæti þess- arra eigna, en hann mun hagnast margfalt á því, án þess að þurfa að bæta hinum tjónið. - að umferð í hverfinu eykst, sérstaklega um Laugarnesveg og Laugalæk. Er þó næg fyrir. - ekki er í hverfinu þjónusta sem þessi fjölgun íbúa kallar á svo sem skólahúsnæði - að vaxtarrými Listaháskólans verður af honum tekið þannig að hann á ekki framtíð fyrir sér í því húsi sem honum er nú ætlað. íbúar í Laugarneshverfi hugleiðið þetta: - eru skynsemisrök fyrir íbúða- byggð á þessum stað, sem umlukinn er athafnahúsnæði, sem m.a. er fyrirsjáanlegt að þurfi að stækka svo sem Listaskólahúsið? - eru skynsemisrök fyrir svo háum húsum i þessu hverfi? Hæð þeirra samrýmist hvorki húsum á nærliggjandi lóðum né byggingum í hverfinu yfirleitt. - liggja ekki skynsemisrökin til þess að Listaskólinn hafi athafna- rými á þessari lóð? Kynnið ykkur nánar rökin fyrir því að ekki eigi að breyta borgarskipulagi á þann hátt sem nú er fyrirhugað, á undir- skriftalistum sem eru látnir ganga í húsfélagi ykkar eða raðhúsalengju. Málið snýst um fleira en missi útsýn- is. Vanti ykkur undirskriftalista haf- ið þá samband við undirritaða. INGIRÍÐUR LÚÐVÍKSDÓTTIR, Kleppsvegi 4, Reykjavík. Fri Ólöfu Sigurjónsdóttur: Á HVAÐA aldri mega skírnarvott- ar vera, eru einhveijar reglur þar um? Það er langt um liðið síðan ég heyrði lýsingu á skírnarathöfn, sem var fyrirhuguð í Langholts- kirkju, en átti ekki gott með að trúa sögunni. Svo nú fyrir skömmu fékk ég staðfestingu á að þarna hafði ver- ið rétt sagt frá. Foreldrar lítillar stúlku hugðust færa barn sitt til skírnar í kirkj- unni og höfðu samband við prest safnaðarins, séra Flóka Kristins- son, og báru upp erindi sitt við hann. En þá kom í ljós að skímar- vottar, sem þau hugðust óska eft- ir til handa litlu dóttur sinni, voru ekki nothæfir að mati sóknar- prestsins, þeir voru ekki nógu ungir, en þarna áttu hlut að máli afar og ömmur barnsins sem voru þegar þetta atvik átti sér stað, vel innan við 60 ára aldur, presturinn sagðist alfarið vera andvígur því að afar og ömmur væru skírnar- vottar, þau væru of öldruð til að geta verið barninu stoð og stytta til fullorðinsára. Foreldrum barns- ins datt í hug að leita til annars prests, en þetta var nú þeirra sókn- arprestur svo þau ákveða að nefna til aðra skírnarvotta, sem voru móður- og föðursystur barnsins, og það samþykkti presturinn. Gat hann þarna á þessari stundu vitað hversu lengi skírnarvottarnir lifðu? Gamalt máltæki segir: Enginn veit hver annan grefur. Þessi breyting á skírnarvottum særði aðstendendur litlu telpunnar mikið, en presturinn réð í þessu máli. Nálgaðist nú skírnardagur- inn, en þetta viðtal við prestinn hafði farið fram með góðum fyrir- vara, svo allt átti að vera ákveðið. Skírnarathöfnin átti að fara fram við messuathöfn á sunnudegi, en föstudaginn næstan á undan hringir séra Flóki Kristinsson og tilkynnir þeim að hann gæti ekki framkvæmt þessa skírnarathöfn, hann væri upptekinn við annað. En það muni annar prestur leysa hann af hólmi við messuna. Þar sem stuttur tími var til stefnu og búið að bjóða ættingjum og vinum í heimsókn í tilefni skírnarinnar ákváðu foreldrarnir að ekki yrði hætt við athöfnina að þessu sinni, jafnvel þótt sóknarpresturinn gæti ekki framkvæmt hana. Er sennilegt að foreldrar þessar telpu leiti til séra Flóka Kristins- sonar í framtíðinni og skyldi engan undra þótt „presturinn trítli um tóma bekki, sem troðfyllast, þegar aðrir messa“, eins og segir í vís- unni. ÓLÖF SIGURJÓNSDÓTTIR, Goðheimum 10, Reykjavík. 8-vikna fitubrennslu- námskeið: • Þjálfun 3-5x (viku • Fræðslu- og kynningarfundur • Fitumælingar og vigtun • Matardagbók • Uppskriftabókin “Léttir réttir,, 150 frábærar uppskriftir • Mappa m. fróöleik og upplýsingum • Mjög mikið aðhald • Vinningar dregnir út í hverri viku • Frftt 3ja mán. kort fyrir 5 heppnar og samviskusamar Kvöldhópar Daghópur Morgunhópur Framhaldshópur -fyrir allar þær sem hafa verið áður á námskeiðunum okkar. Nýtt fræðsluefni. Mikið aðhald. Barnagæsla UETURÞU AUKAKÍLjHN ÍÞVNGIA ÞER? Utan á stúlkunni hanga samtals 8 kg af matvöru. Eftir 8 vikna fitubrennslunámskeið er algengt að konur losni við sama magn af fitu um leið og þær byggja upp vöðva og auka þol. Láttu skrá þig strax í síma 533-3355. Hefst 1. júlí SKEIFAN I 108 REYKJAVÍK S. 533-33S5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.