Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 54

Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 54
54 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF•FORSETAKJÖR I DAG Um trúleysi og „skítlegt eðli“ Frá Magnúsi Matthíassyni: ÉG HEF áhyggjur af því að í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins verði kos- inn forseti sem útilokað er að þjóð- in geti sameinast um. Með _því að bjóða sig fram til forseta Islands hefur Olafur Ragnar Grímsson beinlínis óskað eftir því að starfsfer- ill hans sé skoðaður og metinn. Það ræður enginn mann í vinnu án þess að spyrja um fyrri störf og það er fjarstæða að þjóðin velji sér forseta án þess að þekkja feril hans. Undar- ' legt er að kalla það „aðför að Ólafi Ragnari" þegar satt og rétt er greint frá því sem hann hefur sagt og gert. Ef það telst neikvætt getur hann sjálfur sér um kennt en ekki þeim sem man það og rifjar upp. Ég man þegar Ólafur Ragnar, ásamt Svavari Gestssyni og fleiri félögum sínum í Alþýðubandalag- inu, vel menntuðum í fræðum marx- ista, talaði gegn því að alþingis- menn gengju til kirkju og hlýddu á guðsþjónustu við setningu Alþingis. Ég hef líka heyrt rödd þessa fram- bjóðanda í upptöku frá sl. vetri lýsa trúleysi og staðfesta að það hafi verið nokkurn veginn óbreytt í 15 ár. Sannkristið fólk getur ekki sam- einast um þennan mann sem vernd- ara og æðsta yfirmann þjóðkirkj- unnar. Ég hef hlustað á Ólaf Ragnar Grímsson í beinni útsendingu frá Alþingi nota slíkt orðbragð að ástæða þótti til að fjarlægja böm frá sjónvarpinu. Dæmin eru mörg en ég spyr hvort þjóðiri vilji forseta sem hefur sagt á Alþingi að forsæt- isráðherra landsins hafi „skítlegt eðli“. Sá er svo mælir sýnir sitt eigið rétta eðli, sem ábyggilega er ekki það sem þjóðin vill sameinast um. Ég man þegar Ólafur Ragnar Grímsson skrifaði nafn sitt undir samninga við ríkisstarfsmenn sem hann sveik síðan. Er líklegt að þeir sem sviknir voru og aðrir sem þetta muna, sameinist um forseta sem gengur á bak orða sinna? Enginn vafi er á því að fylgi Ólafs Ragnars hefur hríðfallið eftir að umræða hófst um fortíð hans. Sú fortíð er söguleg staðreynd sem ekki verður breytt. Hún mun leiða til þess að fólkið velur sér annan forseta til að sameinast um. MAGNÚS MATTHÍASSON, Kt.: 2804412959. ^ „Sameiningartáknið“ Olafur Ragnar Grímsson Frá Sigurði Kára Kristjánssyni: ÓLA.FUR Ragnar Grímsson og stuðningsmenn hans vita vel hversu umdeildur hann er. Þeir vita að fjöl- margir munu aldrei geta sætt sig við Olaf Ragnar á forsetastóli eða borið fyrir honum virðingu. Þeir þekkja manna best vafasama pólitíska fortíð hans. Þeir vita að hann sveik loforð sitt við kennara og tók af þeim áður um- samdar launa- hækkanir. Þeir vita að hann gaf vinum sínum og stuðningsmönnum í Svörtu og hvítu milljónir króna af almannafé. Þeir vita að hann hefur barist gegn öllum samningum okkar við aðrar þjóðir um aukin viðskipti og öryggi landsins. Þeir vita að hann talar mál götustráks- ins þegar hann veitist að pólitískum andstæðingum. Þeir vita að hann hefur skrökvað um trúarafstöðu sína til að sýnast vera það sem hann er ekki. Og þeim er kunnugt um ótalmargt annað í fari fyrrver- andi formanns Alþýðubandalagsins og úr pólitískri fortíð hans sem ekki þolir að koma fyrir augu kjós- enda. Þess vegna reyna þeir nú að sannfæra kjósendur um að sú gagn- rýni sem Ólafur Ragnar hefur feng- ið á sig í þessari kosningabaráttu sé síst meiri en fyrri forsetar lýð- veldisins hafa J>urft að sitja undir. Þessu hefur Olafur sjálfur haldið fram og einn helsti stuðningsmaður hans til margra ára, Mörður Ama- son, reyndi að halda því fram í Morgunblaðsgrein að Asgeir As- geirsson hefði þurft að sæta svipuð- um ákúrum og Ólafur Ragnar nú. Af þessu er svo dregin sú ályktun að Ölafur geti orðið sameingartákn og menn muni sætta sig við hann. Þetta er vitaskuld mikil fjarstæða en ef til vill snjöll brella hjá Ólafí og hans mönnum. Það er hins vegar ódrengilegt að draga fyrri og núverandi forseta lýðveldisins með þessum hætti inn í kosningabaráttuna og halda því fram að þeir hafí haft eitthvað svip- að mjöl í pokahominu og fyrrum fjármálaráðherra og formaður Al- þýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson. Forsetar íslands hafa hingað til verið sómamenn sem hafa átt auðvelt með að vera sameining- artákn þjóðarinnar. Það mun Ólafur Ragnar Grímsson aldrei verða. SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON, laganemi, Suðurhóium 2. Sigurður Kári Kristjánsson Pólitískt sakavottorð ( Frá Ólafi Guðmundssyni: HÚN er kyndug umræðan sem Ól- afur Ragnar Grímsson og stuðn- ingsmenn hans halda uppi þessa dagana. Hún gengur út á að ekki megi ræða pólitíska fortíð Ólafs Ragnars nú þegar hann býður sig fram til æðsta embættis þjóðarinn- ar. Þetta er í raun mjög athygliverð skoðun, en kemur vitaskuld ekki á óvart úr þessari átt. Að sjálfsögðu kemur það sér vel fyrir Ólaf Ragn- ar ef menn láta fortíð hans ekki bitna á honum. En hvernig skyldi • þessu nú almennt vera háttað þegar menn eru ráðnir til einhverra starfa? Skyldi fortíð þeirra og fyrri störf þá engu skipta? Það er öðru nær. Fyrri verk manna skipta vita- skuld öllu þegar verið er að leggja mat á það hvers vænta má af þeim í nýju starfi. Það verður meira að segja æ algengara þegar verið er - að ráða til mikilvægra starfa að sakavottorð manna eru skoðuð, þá yfirleitt til þess eins að fullvissa sig um að það sé hreint. Þess vegna er bæði sjálfsagt og nauðsynlegt þegar venð er að „ráða“ i æðstu stöðu á íslandi að „pólitískt saka- vottorð“ manna sé skoðað. Kjósend- ur, það er að segja þeir sem „ráða“ forsetann, hljóta að vilja líta til fýrri verka þeirra sem gefa kost á sér til starfans. Annað væri fullkomið ábyrgðarleysi. Ef Ólafi Ragnari og liðsmönnum hans líkar þetta ekki er það bara þeirra mál og gefur það eitt til kynna að hann hafi eitt- hvað að fela. Þeir sem eru að fara að velja sér forseta í lok þessa mánaðar láta ekki segja sér til hvers þeir skuli líta eða hverju þeim beri að líta fram hjá við mat á frambjóð- endum. ÓIAFUR GUÐMUNDSSON, söiumaður, Bauganesi 7. VELVAKANDI Svarað í sima 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Sigur en sorg hjá Dönum ÉG VIL þakka þeim sem skrifaði fréttina „Sigur en sorg hjá Dönum". Sjálfur er ég íslensk/danskur drengur, knattspyrnu- áhugamaður og held með Dönum. Fallegasta setn- ingin í fréttinni var: „Sig- urinn dugði þó skammt, en þrátt fyrir að draumur Dana um að veija Evrópu- meistaratitilinn væri fok- inn út í veður og vind, eiga þeir hrós skilið fyrir að gefast aldrei upp í leiknum í gær.“ Sebastian R. Storgaard Vökvun stofublóma KONA skrifaði Velvak- anda eftirfarandi bréf og spyr lesendur blaðsins ráða: „Nú eru margir að fara í sumarfrí, þess vegna hefir margt fólk áhyggjur út af stofublómum. Þeir sem hafa ekki mannskap til að annast þau eru í vandræð- um. Hvað getur fólk gert og hvaða blóm geta ekki verið án vökvunar, t.d.í viku? Ég er mjög áhyggjufull út af blómunum mínum sem eru pelargónía, hawa- ii-rós, st. paulia, fíkus, regnhlífarblóm, burkni og jukka, og spyr lesendur hvað sé til ráða. Eru til einhver húsráð varðandi þessi blóm?“ Ráðvið sólarexemi ALDA hringdi til Velvak- anda og sagðist vita góð ráð við sólarexemi. Þau eru eftirfarandi: Við notkun á náttúrulegu Beta Carotin (unnið úr gulrótum og þara), ein tafla á dag, og ein tafla á dag af Calcium Sandor (kalk, leyst upp í einu vatnsglasi) getur sól- arexem lagast stórlega eða jafnvel horfið. Leitað að Stanley skiptinema ÉG ER að reyna að hafa uppi á skiptinema frá New York sem var hér á íslandi í fyrra. Hann er þeldökk- ur, heitir Stanley og vann einhvern tíma á Hard Rock Café. Geti einhver gefið mér upplysingar um hvar hann er að finna er hann vinsamlega beðinn að hafa samband við Evu Björk í síma 587-8702. Tapað/fundið Veski fannst VESKI fannst í miðbæ Reykjavíkur 17. júní sl. I veskinu er eitthvað af pen- ingum. Veskið fæst afhent gegn greinargóðri lýsingu. Upplýsingar í síma 567-8985. Úr tapaðist GULLLITAÐ úr með gull- litaðri keðju tapaðist við norðurhöfnina í Hafnar- firði síðdegis á mánudag- inn var. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 553-1626. Fundarlaun. vík, í byijun maímánaðar. Þetta eru kvenmannsgler- augu með litlum, spor- öskjulaga gleijum í gylltri umgjörð. Finnandi vinsam- legast hafi samband í síma 553-6625. Hjól tapaðist SVART glænýtt reiðhjól af gerðinni Mongoose Manuver tapaðist úr hjóla- geymslu við Spóahóla, lík- lega fimmtudaginn 20. júní sl. Hafí einhver orðið var við þetta hjól er hann beðinn að hringja í síma 557-2443. Borðdúkur tapaðist HVÍTUR útsaumaður borðdúkur fauk af snúru í Garðabæ. Ef einhver hefur orðið hans var er hann beðinn að hringja í síma 565-9355. Gæludýr Gleraugu töpuðust Kettlingar GLERAUGU týndust ein- TVO þriggja mánaða hvers staðar í Þingholtun- högna vantar gott heimili. um, líklega í nágrenni Upplýsingar í síma Menntaskólans í Reykja- 565-1459. Farsi „ Fyrst kennum þeim undirstö&uohri&in. ■" Eini titillausi skákniaður- inn á mótinu Willy Hendricks (2.425) var með hvítt, en stórmeistar- inn Jeroen Piket (2.570) hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 28. Hdl-bl og hugðist greini- lega leppa svart eftir b línunni. En svartur reyndist eiga glæsilegt svar: 28. - R3xd4! (28. - R5xd4! dugir einnig) 29. Bxd4 - Rxd4 30. Hxb6 - Rxf3+ og hvítur gafst upp því hann sá fram á 31. Rxf3 - Hxg4+ 32. Rg3 - Bc5 með tvöfaldri hótun sem hvítur ræður ekki við. SKÁK llmsjón Margeir Pctursson SVARTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp á hol- lenska meistaramótinu sem lauk í síðustu viku. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI fjallaði fyrir skömmu um stuðning stjórn- valda í Noregi við fyrirtæki þar í landi til markaðssóknar á erlendri grundu. Niðurstaða þeirrar umfjöll- unar var sú, að Norðmenn stæðu okkur mun framar á þessu sviði og var litið nokkur ár aftur í tím- ann. Síðan hefur Víkveiji fengið ábendingu um að honum hafi sézt yfir þróttmikið starf Útflutnings- ráðs Islands undanfama 18 mánuði á þessu sviði. Skrifara er bæði ljúft og skylt að viðurkenna þá yfirsjón, því Út- flutningsráð hefur vissulega stutt við íslenzkt atvinnulíf í landvinn- ingum þess á erlendri grundu. Má þar nefna skipulagningu viðskipta- ferðar til Kína í tengslum við heim- sókn utanríkisráðherra þangað, þátttöku í fjárfestingaráðstefnu í Murmansk í Rússlandi, för við- skiptanefndar á sjávarútvegssýn- ingu í Suður-Afríku og til Namibíu, viðskiptaferð til Pakistan og ferð til Kóreu. Útflutningsráð íslands vinnur gott starf í þágu íslenzks atvinnu- lífs og er það hvergi ætlun Vík- veija að gera lítið úr því, þvert á móti. + IFRÉTT i Morgunblaðinu í gær var sagt frá gjöf handverks- kvenna á Húsavík til bæjarfélags- ins. Ýmist var í fréttinni sagt að konurnar hafi gefið skautbúning eða kyrtil, sem er alls ekki sami búningurinn að sögn Elsu Guðjóns- son. I þessu tilviki var um kyrtil að ræða. Elsa segir að aðalgerðir íslenska þjóðbúningsins fyrir konur séu fjór- ar; upphlutur, peysuföt, skautbún- ingur og kyrtill. Með þessu er bor- inn tilheyrandi höfuðbúnaður og er hægt að skauta hvort sem konur klæðast kyrtli eða skautbúningi. xxx NDANFARIÐ hefur verið nokkur umræða um það á síðum blaðsins hvort styðjast beri við sjónvarpsupptökur þegar knatt- spyrnumenn eru dæmdir í bann án þess að dómarar hafi gert athuga- semdir við framkomu viðkomandi inni á vellinum. Sýnist sitt hveijum í þessu sambandi og víst er að fara verður mjög varlega í að nota sjón- varp á þennan hátt. Þar sem stuðst er við þessa aðferð erlendis fara menn að öllu með gát. Tilgangurinn er augljóslega sá að ná að refsa þeim sem án nokk- urs vafa hafa brotið gróflega af sér. Þó að sjónvarpsstöðvarnar taki ekki upp alla leiki og ekki öll atvik nást þó svona atvik annað slagið á myndband og það væri fásinna að sleppa þeim brotlegu á þeirri for- sendu að einhveijir aðrir sleppi við refsingar þar sem hvorki dómarar né tökulið hafi séð brotið eða verið fjarstaddir. Slíkt væri sambærilegt og ef ákveðið væri að styðjast ekki við sjónvarpsupptöku sem af tilviljun væri til af t.d. líkamsmeiðingum á venjulegum borgara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.