Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 58

Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 58
58 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó Heimasíða Barb Wire http: //vortex.is/pamela JOHN Lithgow í hlutverki sínu í „3rd Rock from the Sun“. Úr sjónvarpi á bók I kapphlaupi við tímann ► EKKI er gerð kvikmynd eftir öllum sjónvarpsþáttum sem ná vinsældum. Sumir þeirra eru aftur á móti komnir á prent. Hjónin Bonnie og Ted Turner sem sömdu handrit sjónvarpsþáttanna „3rd Rock from the Sun“ fyrir NBC- sjónvarpsstöðina hafa fengið til- boð um að skrifa bók byggða á söguþræði þáttanna. Tilboðið ku vera það gott að þau geti vart hafnað því. Bonnie segir að bókin verði nokkurs konar viðbót við sögu- þráð þáttanna. „Sagan verður sögð af aðalpersónunni, sem í þáttunum er leikinn af John Lith- gow, og verður skýrsla hans til heimaplánetu sinnar. Skýrslan mun lýsa því sem fyrir augu bar fyrsta ár þeirra á nýrri plánetu." Það á eftir að koma í ljós hvort verkefnið virkar jafnvel á bók og í sjónvarpi. KVIKMYNPIR Laugarásbíó Á SÍÐUSTU STUNDU „NICK OF TIME“ ★ ★ Leikstjóri og framleiðandi: John Badham. Handrit: Patrick Duncan. Aðalhlutverk: Johnny Depp, Christo pher Walken, Roma Maffia, Marsha Mason, Peter Strauss. Paramount. 1996. í NÝJUSTU spennumynd Johns Badhams, A síðustu stundu, er tíminn aðalatriðið. Badham lætur myndina gerast á raunverulegum tíma þ.e. hún tekur um 90 mínút- ur í sýningu og atburðarásin sjálf gerist á 90 mínútum. Leikstjórinn er sýnilega mjög hrifinn af þess- ari hugmynd, sem aðrir og meiri listamenn hafa notað á undan honum, og áhorfandinn er minntur aftur og aftur á hvað tímanum líður. Klukkur eru einatt að tifa á tjaldinu, armbandsúr, turnklukk- ur, hótelklukkur, tölvuklukkur. Þær eiga sjálfsagt að auka á spennuna því tíminn skiptir sann- arlega höfuðmáli í lífi aðalpersón- anna. En Badham gerir einhvern veginn alltof mikið úr tímaþættin- um og ofnotar hann. Þegar skiptir meira máli að líta á klukkuna en hvort persónurnar lifa eða deyja er Badham kominn í vond mál. Við vitum allt of vel hvað tímanum líður á kostnað spennunnar, sem er mjög af skornum skammti. Hugmyndin er reyndar mjög fín (þótt hún sé langsótt) og eitthvað sem Hitchcock sjálfur hefði verið ánægður með. Johnny Depp er a.m.k. hin klassíska Hitchcock- hetja, saklaust fórnarlam er flæk- ist inn í vef samsæris og morða þegar hann kemur til Los Angeles ásamt dóttur sinni. Christopher Walken og Roma Maffia taka á móti þeim, ræna dótturinni og segja við Depp að ef hann ekki myrðir fyrir þau ríkisstjórann, Mörthu Mason, muni dóttir hans deyja. Hann hefur rúman klukku- tíma til að láta til skarar skríða á nærliggjandi hóteli. Depp er góður leikari, gerir margt gott úr hlutverki sínu sem hjálpar til við að gera ótrúverðug- an söguþráð trúverðugri. Það er eins og hann skilji ekki að þetta sé að gerast. Hann er allan tímann að reyna að átta sig á því að þetta er ekki martröð heldur raunveru- leiki og nær að draga úr vantrú áhorfandans í leiðinni. Walken er í sinni gömlu rullu sem sálfræði- legt viðundur og fylgir Depp eins og skugginn og aðrir leikarar standa sig prýðilega. Kvikmyndatakan er smart en Badham gengur ekki nógu vel að búa til spennu. Eina verulega spennandi atriðið er ímyndun en ekki veruleiki og kemur undarlega fyrir sjónir svo ekki sé meira sagt. Eltingarleikurinn við tímann er of gegnsær og það er fátt sem kem- ur á óvart í myndinni. Hún er sæmilegasta afþreying en það hefði mátt vera meira púður í henni. Arnaldur Indriðason LETTERMAN | .1 .lút GESTIR í KVÖLD Hringdu strax og við sendum þér uce Willis Jimmy Buffet MISSTU EKKI AF LETTERMAN ÁSTÖÐ 3 í KVÖLD loftnet að láni. Áskriftarsími 533 5633

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.