Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ1996 59 h 16. ÍTHX DIGITAL Sýnd kl. 5, 7, 9.10 og 11 í THX DIGITAL INKHOUnut DIGITAL Skemmtanir Ein stærsta kvikmynd sumarsins er komin til íslands. Óskarsverðlaunahafarnir Scan Connery og Nicholas Cage fara á kostum í magnaðri spennumynd ásamt fjölda annara heimsþekktra leikara. Alcatrazkletturinn hefur verið hertekinn og hótað er sprengjuárás á San Fransisco. Á meðan klukkan tifar er árás á Klettinn skipulögð og til aðstoðar er fenginn eini maðurinn sem nokkru sinni hefur flúið Klettinn—lifandi. ■ ÚTGÁFUTÓNLEIKAR SÚPER 5 verða haldnir i Tunglinu fimmtudagskvöld og heljast þeir kl. 23. Fram koma fimm hljómsveitir sem eiga efni á disknum, SSSól, Funkstrasse, Spoon, Botnleðja og Astr- alsextettinn. Diskurinn innheldur 14 frumsamin lög en hver hljómsvcit leggur til þijú lög utan SSSól sem á fjögur lög á plötunni og Astralsextettinn leikur eitt lag. ■ KIRSUBER leikur föstudags- og laugar- dagskvöld á Gauki á Stöng en hljómsveitin á eins árs starfsafmæli um þessar mundir. Hljómsveitina skipa: Örlygur Smári, gítar, Bergþór Smári rafgítar, Óli, rafbassi, Hreiðar Júlíusson, trommur og Sigurður Jónsson, hljómborð. ■ KAFFI REYKJAVÍK Á fimmtudags- kvöld leikur hljómsveitin Spur og á föstu- dags- og laugardagskvöld leika Paparnir og verða þeir með írska stemmningu í bland við annað. Á sunnudagskvöld leikur K.O.S. og á mánudagskvöld tekur Ric- hard Scobie við. ■ SIXTIES verður með dansleiki um helgina á Norðurlandi. Á föstudagskvöld leikur hljómsveitin á Kaffi Krók, Sauð- árkróki en á laugardagskvöld verða þeir á kosningadansleik i Sjallanum, Akur- eyri. ■ SÓLON ÍSLANDUS Á sunnudags- kvöld syngur söngkonan Kristjana Stef- ánsdóttir og hennir til aðstoðar verður Vignir Þór Stefánsson, píanóleikari. Uppistaðan ( efnisskránni verða þekkt djasslög. Kristjana mun heíja upp raust sina um kl. 21.30. ■ EIKI OG ENDURVINNSLAN halda áfram tónleikaferð sinni um landið og um helgina liggur leið þeirra norður í land. Nk. fimmtudag halda þeir tónleika á Oddvitan- um, Akureyri og hefjast þeir kl. 23, föstu- dagskvöld Hótel Mælifell, Sauðárkróki, kl. 24, laugardag Ráðhústorg, Akureyri kl. 16 og um kvöldið leikur hljómsveitin í Hlöðu- felli, Húsavík og hefst dansleikurinn kl. 24. Yfirskrift tónleikaferðalagsins er Rokk gcgn rusli. ■ HÓTEL ÍSLAND Á laugardagskvöid verður kosningavaka Pétur Kr. Hafstein. Húsið opnar kl. 21 og eru allir velkomnir. ■ SSSÓL leikur föstudagskvöld f Sjall- arium á ísafirði. 16 ára aldurtakmark. ■ SPUR leikur fimmtudagskvöld á Kaffi Reykjavík og á föstudags- og laugardags- kvöld leikur hljómsveitin á veitingahúsinu Pógetanum. Hljómsveitina skipa: Telma Ágústsdóttir, Sveinn Áki Sveinsson, Gunn- ar Þór Jónsson og Helgi Guðbjartsson. ■ HÓTEL SAGA Á Mimisbar er opið fimmtudagskvöld frá kl. 19-1, föstudags- og laugardagskvöld kl. 19-3: Geir og Kalli skemmta. Á sunnudagskvöld er opið frá kl. 19-1. í Súlnasal verður Kosningavaka Ólafs Ragnars Grímssonar. Opið hús, ókeypis aðgangur. Kosningatölur á breið- tjaldi. Skemmtiatriði og dansleikur með hljómsveitinni Saga Klass eftir nóttu. ■ NAUSTKJALLARINN Á fiinmtudags- og sunnudagskvöld veiður haldið kántrý- kvöld með Hljómsveit Önnu Vilhjálms. Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljóm- sveitin Sunnan Tveir. ■ SJÖ RÓSIR Grand Hótel leggur áherslu á suðræna matargerð. Um tónlist sér Gunn- ar Páll, en hann leikur öll fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. ■ DANSHÚSIÐ GLÆSIBÆ Á föstudags- FORS V ARSMENN hlj óms veitanna Botnleðju, SSSsól og Spoon þeir Heiðar Orn Kristjánsson, Helgi Björnsson og Höskuldur Örn Lárusson en þeir koma fram ásamt Funkstrasse og Astralsext- ettinum í Tunglinu fimmtudagskvöld. og laugardagskvöld sér hljómsveitin Upp- lyfting um að halda uppi kosningasveiflu. Hljómsveitina skipa: Kristján Snorrason, Már Elfsson og Haukur Ingibergsson. ■ MILLJÓNAMÆRINGARNIR leggja land undir fót og hafa að þessu sinni sér til fulltingis þá Stephan Hilmarz og Pál Óskar Hjálmtýsson en Páll er á leiðinni til Englands þar sem hann ætlar að taka upp sólóplötu. Förinni er heitið I Hreða- vatnsskála í Borgarfirði. Þess má geta að nýjustu kosningatölur verða aðgengilegar á sjónvarpsskjám hvarvetna um húsið. ■ TWIST & BAST leika um helgina á veitingastaðnum Víkinni á Höfn. Óhætt er að gera ráð fyrir að þeir félagar spili lög af nýútkomnum geisladiski sínum, Upp- stökk. ■ STJÓRNIN leikur föstdagskvöld i Sjall- anum, Akureyri ásamt Afródansaranum Helga sem kemur fram upp úr miðnætti. Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin á kosn- ingadansleik i Miðgarði ásamt hljómsveitin- in Pankik frá Selfossi og Afródansaranum Helga frá Keflavik. ■ RÚNAR ÞÓR leikur föstudags- og laug- ardagskvöld í Ránni, Keflavík ásamt h|jóm- sveit sinni. ■ KARMA leikur laugardagskvöld í Höfð- anum, Vestmannaeyjum. ■ SÓL DÖGG leikur í Gjánni, Selfossi föstudagskvöld og á Langasandi, Akranesi laugardagskvöld. ■ GULLÖLDIN Á föstudagskvöld leikur Meistari Tamús fyrir dansi og á laugar- dagskvöld verður kosningavaka. Að henni lokinni leikur Tommi Gull á gítarinn. ■ THE DUBLINER Á fimmtudags- og sunnudagskvöld leikur írska þjóðlagadúóið The Wild Rovers og á mánudags- og þriðju- dagskvöld verða Tónar írlands. Hljóm- sveitin Papar tekur við og leikur miðviku- dags- og fimmtudagskvöld. ■ BLÚSBARINN Á föstudags- og laugardagskvöld leikur trúbadorinn og leikarinn Valdimar Örn Flygering. ■ GREIFARNIR leika á kosningadans- léik í Inghóli, Selfossi, laugardagskvöld. ■ HANA-STÉL KÓPAVOGI Á laugar- dagskvöld verður kosningavaka og í til- efni þess verður tilboð á drykkjum. ■ ZALKA leikur á Hótel Stykkishólmi laugardaginn 29. júní. Hljómsveitin leikur íslenskt rokk og hana skipa: Þór Breið- fjörð, Tómas Tómasson, Björgvin Bjamason, Georg Bjarnason og Ólafur Hólm. ■ VIRIDIAN GREEN leikur i Rósen- bergkjallaranum föstudags- og laugar- dagskvöld. Hljómsveitina skipa: Karl Guð- mundsson, söngur, Magnús Guðnason, bassi, Siguijón Ingi Björnsson, gítar, Kristinn Rúnarsson, trommur og Valdi- mar Gunnarsson, gítar. ■ Á MÓTI SÓL leikur föstudags- og laug- ardagskvöld í Lundanum, Vestmannaeyj- um. ■ SfÐDEGISTÓNLEIKAR Á INGÓLFS- TORGI eru haldnir á hveijum föstudegi milli kl. 17-18 í júní og júlí á vegum Hins hússins. Á föstudag kemur fram Kvartett Ó. Jónsson & Grjóni og kynnir smáskífu sina Þú kemur með mér sem kemur út fimmtudaginn 27. júní. Útgáfutónleikar þeirra verða haldnir á Nashville sama kvöld. Einnig kemur fram hljómsveitin Stolía sem gaf nýlega frá sér tvö lög á hafnfirska safnd- iskinum Drepnir. ■ YFIR STRIKIÐ leikur fimmtudagskvöld á Gauki á Stöng. Hljómsveitin leikur blöndu af soul, blús, rokki og almennri danstónlist. Hljómsveitina skipa: Tómas Malmberg, söngur, Ami Bjarnason, bassi, Sigurður Hrafn Guðmundsson, gítar, Lárus Gríms- son, hljómborð og Ingvi Rafn Ingvason, trommur. Sýnd kl. 5 og 9 Sýnd kl. 4.50, 6.55, 9 og 11.10 Sýnd kl. S ísl. tal. Sýnd kl. 7 enskt tal Astarmál þriggja bræðra KVIKMYNPIR Laugarásbíó MCMULLEN-BRÆÐURNIR „THE BROTHERS MCMULLEN" ★ ★ ★ Leikstjóm og handrit: Edwards Burns. Aðalhlutverk: Jack Mulcahy, Mike McGlone, Edward Bums, Connie Britton. 20th Century Fox. 1995. EDWARD Burns vakti óskipta athygli á Sundance-kvikmyndahá- tíðinni í fyrra, stærstu hátíð óháðra kvikmyndagerðarmanna í Banda- ríkjunum, með mynd sinni McMull- en-bræðurnir og hreppti hún verð- laun sem besta myndin á hátíðinni. Hún er gerð fyrir skiptimynt á mælikvarða Hollywood-mynda, er með óþekktum leikurum í aðalhlut- verkum og tekin á 16 mm filmu en það er ekki útlitið heldur innihaldið sem skiptir máli og það er kræsilegt vel og ágætlega fram sett í leik- stjórn Bums. McMullen-bræðumir er á sinn hátt brosleg en líka alvöru- gefin úttekt á samskiptum kynjanna við ólíkar aðstæður, gerð eftir snjöllu og skemmtilega skrifuðu handriti. Hún er líka vel leikin. Myndin segir af ástarmálum þriggja írskættaðra bræðra á Long Island. Tveir yngri bræðumir hafa snúið aftur til æskuheimilisins þar sem elsti bróðirinn býr ásamt eigin- konu sinni og við fáum að kynnast þeim hveijum og einum og afstöðu þeirra til kvenna og ástarsambanda og hjónabands og framhjáhalds og reyndar alls sem viðkemur kvenfólki og ástarmálum. í gegnum sögur þeirra fáum við eins konar þver- skurð af samskiptum kynjanna. Allir eru bræðurnir kaþólskir en mjög mismunandi trúaðir. Einn er sanntrúaður og notar það kannski og kannski ekki til að losna við kærustuna sína; hann getur ekki hugsað sér að búa með henni í synd þótt hann hafi gaman af að hitta hana og syndga. Annar bróðirinn skrifar kvikmyndahandrit og það er ekkert mál fyrir hann að særa kvenfólk. Hann getur ekki hugsað sér að vera með neinum einum kven- manni lengur en í nokkra mánuði í mesta lagi og notfærir sér kvenfólk blygðunarlaust. Elsti bróðirinn er kvæntur, vill ekki eignast böm þótt konuna dreymi ekki um annað, og hann er tilbúinn að fara út í fram- hjáhald bara til að vita hvernig það er að vera með öðrum kvenmanni. Myndin er öll ein samræða um þessi atriði og er mjög athyglisverð og grípandi. Sem írskir kaþólikkar tala bræðurnir hver við annan um syndina, samviskubitið og sálar- nauðina á milli þess sem þeir kynn- ast hver um sig nýju kvenfóllÆ Leikstjórinn Burns, sem einnig fer með hlutverk í myndinni, heldur utan um samræðuna með lúmsk- fyndnum hætti. Það er ekki oft sem við fáum að liggja á hleri þegar karlmenn tala um tilfínningar sínar. Burns hefur gert úr því skemmtilegt og vitsmunalegt bíó. Arnaldur Indriðason SAAfBÍÓ S4MBIO PBféHéUJi SM A SÍMI 5878900 ÁLFAB STA SVAÐI BÍÓHÖLL SIMI 5878900 TRUFLUÐ TILVERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.