Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 7/7 -13/7. ►EKKERT líf fannst í sýn- um sem tekin voru í um 130 gráðu heitu vatni á um kiló- metra dýpi í borholum á höfuðborgarsvæðinu eins og vonir höfðu verið bundnar við. Rannsóknir hófust í febrúar og voru siaðir þúsund lítrar af vatni úr einni borholu og 1.500 lítrar úr annarri. ► SKEMMTIFERÐASKIP- IÐ Queen Elizabeth II hafði stutta viðdvöl í Reylgavík í vikunni. Um borð voru 1.545 farþegar, flestir frá Bretlandi og Bandarikjun- um og rúmlega þúsund manna áhöfn. ►FLEIRI börn hafa komið í heiminn fyrstu sex mán- uði ársins eða 1.409 börn miðað við síðasta ár, Tví- burafæðingar á fæðingar- deild Landspítalans voru 23 eða 46 böm og er það svipaður fjöldi og undanf- arin ár. ► RÍKISSJÓÐUR hefur selt ríkisverðbréf fyrir um 10 milljarða króna i tengsl- um við innlausn spariskir- teina frá árinu 1986 að fjár- hæð 17,3 miiyarðar. End- anlegar heimtur munu ekki koma í ljós fyrr en 19. júlí þegar tilboð Lánasýslu rík- isins um sérstök skiptikjör á spariskírteinum, ríkis- bréfum og ríkisvíxlum renna út. ► FORSVARSMENN ráðningarfyrirtækja eru sammála um að meiri hreyfing er á fólki á vinnu- markaði en undanfarin tvö ár. Störfum hafi fjölgað og fólk hafi aukinn áhuga á að færa sig milli starfa. Þá sé nokkuð um að fólk sem ráðið var síðustu tvö ár sé að leita að betur launaðri vinnu. Togarar á leið í Smuguna GERT er ráð fyrir að milli fjörutíu og fímmtíu íslenskir togarar verði við veiðar í Smugunni á næstunni og eru nokkur skip þegar lögð af stað. Sindri VE var fyrstur á miðin og voru aflabrögð dræm að sögn skipstjórans. Skipin eru að veið- um sunnarlega í Smugunni þar sem sjór- inn kólnar eftir því sem norðar dregur. Valfrjálst stýrikerfi HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ og Fé- lag 'íslenskra heimilislækna hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér talsverðar breytingar á skipulagi heilsu- gæslunnar. Meðal annars er gert ráð fyrir að tekið verði upp valfrjálst stýri- kerfí í heilbrigðiskerfínu á næsta ári. Boðið verður upp á möguleika á að með eingreiðslu geti almenningur tryggt sér aðgang að þjónustu heilsugæslustöðva án frekari borgunar. Þá er gert ráð fyrir að fjölga heilsugæslulæknum á höfuðborgarsvæðinu um 25, mest á næstu fj'órum árum og að breyta stjórn- skipan í heilbrigðisþjónustu. Er miðað við að bæjarstjómir á hverju svæði fyr- ir sig fái að ráða meira um starfsemi heilsugæslustöðva. A Arás á afgreiðslustúlku UNG afgreiðslustúlka var barin með hamri í höfuðið í ránstilraun í sölutumi í Breiðholti. Stúlkan var ein við af- greiðslu þegar piltur með lambúshettu réðst inn og seildist í peningakassa. Maður sem átti leið hjá kom stúlkunni til bjargar og var pilturinn handtekinn skömmu síðar en stúlkan flutt á slysa- deild. Karadzic og Mladic verði handteknir STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLL Samein- uðu þjóðanna í Haag í Hollandi gaf á fimmtudag út alþjóðlega handtöku- skipun á hendur Ratko Mladic, yfír- manni hers Bosníu-Serba, og Radovan Karadzic, leiðtoga þeirra. Þeir eru ákærðir fyrir þjóðar- morð og stríðsglæpi, m.a. fjöldamorð á þúsundum múslíma frá Srebrenica, en á fimmtudag var eitt ár liðið frá því borgin féll í hendur Bosníu- Serba. CarL Bildt, sem stjómar upp- byggingarstarfi í Bosníu fyrir hönd Evrópusambandsins, hvatti til þess að Mladic og Karadzic yrðu gómaðir sem fyrst. Áður hafði verið gefin út handtöku- skipun sem gilti í Bosníu en nú em Mladic og Karadzic í raun á flótta undan réttvísinni hvar sem þeir koma. Aftur stríð í Tsjetsjníu MIKIL átök blossuðu upp á ný milli rússneskra hermanna og skæruliða í Tsjetsjníu sl. þriðjudag, eftir sex vikna langt vopnahlé. Ljóst varð, að kosning- arnar í Rússlandi og ákvarðanir Bo- risar Jeltsíns hefðu engu breytt um ástandið í sjálfstjórnalýðveldinu. Tíkhomorov hershöfðingi rússneska heraflans í Tsjetsjníu fyrirskipaði handtöku Jandarbíjevs, leiðtoga skæruliða. Á fímmtudag og föstudag sprungu sprengjur í almenningsvögnum í mið- borg Moskvu, sem slösuðu tugi vegfar- enda. Talið er að sprengjutilræðin séu svar tsjetsjenskra skæruliða við fram- gangi Rússa í Tsjetsjeníu. Karadzic ►MIKLAR óeirðir hafa geysað á Norður-írlandi síð- an um miðja viku. Þær hóf- ust í bænum Portadown, er mótmælendur, félagar í Óraníureglunni, fylktu liði í gegn um bæinn til minn- ingar um sigur mótmæl- enda yfíir kaþólikkum árið 1690. Óeirðirnar náðu há-_ marki á föstudagskvöld. Á laugardag lézt einn maður í átökum við lögreglu í Lon- donderry. írska stjórnin hefur harðlega gagnrýnt brezk stjómvöld fyrir að sýna róttækum mótmælend- um ekki meiri festu. ►NELSON Mandela, for- seti Suður-Afríku, sótti Bretland heim i vikunni. Hlaut hann með ólikindum góðar viðtökur. Hann dvaldi sem heiðursgestur drottn- ingar i Buckinghamhöll, fékk að ávarpa sameinað þing Breta fyrstur erlendra stjóramálaleiðtoga í 36 ár og var sæmdur heiðurs- doktorsnafnsbót við 8 llá- skóla, svo nokkuð sé nefnt. ►BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, fór í sína fyrstu opinberu heimsókn til Bandaríkjanna á mánudag. Hann átti fund með Bill Clinton Banda- ríkjaforseta á þriðjudag. ísraelsk dagblöð fullyrtu að samskipti leiðtoganna tveggja „byiji illa,“ harð- línustefna Netanyahus fari fyrir bijóstið á ráðamönn- um í Washington. Forsætis- ráðherranum var þó vel fagnað er hann ávarpaði sameinað þing Bandaríkj- anna á miðvikudag. FRÉTTIR Takmarkið að komast tíl Islands eftir geimferðina Á næsta árí verður Bjami Tryggvason verkfræðingur fyrst- ur íslendinga til þess að fara í geimferð eins og fram kemur í samtali Ágústs Ásgeirssonar við hann. at- Aþessari stundu hefur ekki verið ákveðið hve- nær af geimferðinni verður, líklega mun hún eiga sér stað næsta sumar eða næsta haust,“ sagði Bjarni Tryggvason, íslenskur verkfræð- ingur sem starfar hjá kanadísku geimferðastofnuninni, en hann verður fyrstur íslendinga til að fara út í geiminn. Bjarni fæddist í Reykjavík árið 1945 en flutti á átt- unda aldursári til Nova Scotia og síðar til Vancouver með foreldrum sínum, Svavari Tryggvasyni skipstjóra ættuðum úr Svarfaðardal og Sveinbjörgu Haraldsdóttur kennara frá ísafírði. Hann er þriðji yngstur sjö systk- ina. Gekk hann einn vetur í Austurbæjarskóla fyrir vesturferðina. „Nei, ég hef ekki komið til ís- lands frá því við fluttumst þaðan 1953. En það er ætlunin að heim- sækja gömlu ættjörðina eftir geim- ferðina," sagði Bjarni. Hann var á sínum tíma valinn ásamt fímm öðr- um úr hópi 4.300 umsækjenda sem geimfaraefni kanadísku geimvís- indastofnunarinnar. Fjórir þeirra hafa farið út í geiminn með banda- rísku geimferjunni og var Bjarni varamaður eins þeirra, sem fór með ferjunni í október 1992. Tók hann fullan þátt í lokaundirbúningi ferð- arinnar og var þeirra erinda með áhöfninni um hálfs árs skeið á veg- um bandarísku geimferðastofnun- arinnar t Ilouston. Starf geimfarans fyrst og fremst á jörðu niðri - Þegar þú varst ráðinn geimfari í árslok 1983, bjóstu við að komast fyrr út í geiminn en raunin hefur orðið? „Nei, í raun og veru ekki. Með mikilli heppni getur maður í fyrsta lagi búist við að verða skotið upp fjórum árum eftir að vera valinn til geimferða. Eg þekki mann sem beið í 18 ár frá þvr hann var ráðinn að geimferðaáætluninni og þar til hann fór út í geim. Geimferðin sjálf er aðeins lítill hluti starfsins. Starf geimfarans er fyrst og fremst á jörðu niðri og snýst um þá vísinda- vinnu sem liggur að baki þeim til- raunum og hugunum sem gerðar eru í geimnum hverju sinni.“ - Varð Challeng- er-slysið til þess að seinka geim- ferð þinni? „Já, að minnsta kosti um frmm ár. Við átt- um að taka þátt í tveimur geimferð- um 1986 en vegna slyssins varð ekki af þeim fyrr en 1992." í nóvember á næsta ári verður hafm úti í geimnum samsetning stórrar alþjóðlegrar geimstöðvar sem Bandaríkin, Kanada, Rússland, Jap- an og Evrópska geimvísindastofnun- in (ESA) standa sameiginlega að. Þar mun fara fram margvísleg rann- sóknarstarfsemi á sviði efna- og eðljs- fræði og læknisfræði, sem mun m.a. snúast um að þróa og framleiða ný efni og efnasambönd. Þróar búnað í geimstöðina Bjarni kvaðst hafa unnið að þró- un og smíði ýmiss konar tækjabún- aðar sem notaður yrði í geimnum, bæði í geimstöðinni væntanlegu, bandarísku geimferjunni og rúss- nesku geimstöðinni Mír. í Mír er t.d. um þessar mundir könnuð virkni búnaðar sem Bjami hefur þróað og ætlað er að eyða titringi BJARNI Tryggvason í einkennisklæðnaði kana- diskra geimfara en hann mun fara í geimferð með bandarísku geimferjunni að ári. Challenger-slysið seinkaði geimferð í rannsóknarbúnaði sem myndast vegna ferðahraðans í geimnum. „Við höfum þróað mikið af núver- andi búnaði geimferjunnar, m.a. skoðunarbúnað á griparmi fetjunn- ar sem auðveldar geimförunum að nálgast gervihnetti og fanga þá eða setja saman hluti úti í geimnuin. Þessi tæki reynum við að endur- bæta og ég er að þróa samskonar búnað fyrir geimstöðina. í geimferð minni munum við gera tilraunir með ýmsan smíðis- og tækjabúnað geim- stöðvarinnar sem við höfum hann- að,“ sagði Bjarni. - Þú hefur áður sagt, að þig hafi dreymt það ungan, að verða geimf- ari? „Já, það heillaði mig þegar fyrstu gervihnöttunum var skotið á loft.“ - Og nú er draumurinn um það bil að rætast? „Já, nú hillir undir það.“ - En þú ætlaðir fyrst að verða flug- maður?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.