Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 25 JMtvgmiiIafelfe STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RAUNVISINDA- STOFNUN HÁSKÓLANS RAUNVÍSINDASTOFNUN Há- skóla íslands er þijátíu ára um þessar mundir. Með tilkomu hennar var stigið stórt skref til eflingar grunn- eða undirstöðurannsóknum hér á landi. Stofnunin vinnur meðal annars að öflun undirstöðuþekking- ar í eðlis- og efnafræði, jarðvísind- um og stærð- og reiknifræði. í kjöl- far Raunvísindastofnunar hófst full kennsla í Háskóla íslands í þessum mikilvægu fræðigreinum. Á 50 ára afmæli Háskóla ís- lands, árið 1961, voru settar fram tillögur um eflingu rannsókna í raunvfsindum. Þessar tillögur voru lagðar fyrir Gylfa Þ. Gíslason menntamálaráðherra í viðreisnar- stjóminni, sem hér sat á árunum 1959 til 1971. Stjómvöld tóku þeim vel og féllust á að reist yrði bygg- ing undir rannsóknaraðstöðu. Ráð- ist var í byggingu raunvísindahúss við Dunhaga. Rífleg fjárhæð, sem ríkisstjóm Bandaríkjanna gaf Há- skóla íslands í ^ilefni fimmtíu ára afmælis hans, flýtti byggingar- framkvæmdum, sem lauk árið 1966. Eggert Briem, prófessor í stærð- fræði og stjómarformaður Raunvís- indastofnunar, segir í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag, að megin- hlutverk stofnunarinnar sé að ann- ast undirstöðurannsóknir í raunvís- indum, öðrum en líffræði. „Þær hafa það markmið,“ segir hann, „að afla nýrrar þekkingar, miðla fræði- legum nýjungum og efla rannn- sóknir og kennslu. Tilgangur slíkra rannsókna er ekki sízt sá að auka almenna þekkingu fólks á umhverfi sínu.“ Stofnunin hefur náið sam- starf við erlendar og innlendar fræðistofnanir á sviði rannsókna og kennslu, sem gefið hefur góða raun. Mörg stærri námsverkefni stúdenta eru og að dijúgum hluta unnin innan veggja hennar. Verkefni Raunvísindastofnunar em mörg og margvísleg. Meðal stærri verkþátta em jarðfræðirann- sóknir, sem hafa mikið gildi í landi sem okkar. Þessar rannsóknir hafa, sumar hveijar, vakið athygli langt út fyrir landsteina. Sem dæmi má nefna að ungur fræðimaður, Ingi Þ. Bjarnason jarðeðlisfræðingur, hefur fengið 25 til 30 m.kr. styrk frá Bandaríkjunum til að rannsaka jarðskorpu landsins og dýpri lög undir henni. í slíkum styrkveiting- um felst viðurkenning á mikilvægi þeirra verkefna sem að er unnið. í eðlisfræðinni, svo annað dæmi sé nefnt, er unnið að hálfleiðara- fræði, þar sem reynt er að bæta leiðni efna, sem gerði tölvur, fjar- skipti og sjónvörp öflugri. Meðal verkefna, sem hér er ekki ætlunin að gera tæmandi skil, em jafn ólík viðfangsefni og snjóflóðavarnir og áhrif lýsis á hjarta. En mergurinn málsins er sá að grunnrannsóknir eru nauðsynlegur undanfari og und- irstaða hagnýtra rannsókna. Bæði gmnn- og hagnýtar rannsóknir skila kostnaði sínum um síðir marg- földum út í samfélagið. Það sést bezt á því að þær þjóðir, sem mest- um fjármunum veija í menntun, rannsóknir og vísindi, búa við meiri hagsæld og tryggari afkomu en aðrar. Raunvísindastofnun, sem er sjálfstæð stofnun innan Háskóla íslands og heyrir undir mennta- málaráðuneytið, hefur megintekjur sínar af fjárlögum, um 130 m.kr. á ári. Einnig aflar hún tekna með ráðgjöf, styrkjum og þjónustu, sem látin er í té. Hún fær og tekjur um erlent samstarf, á bilinu 60 til 100 m.kr. á ári. En fjárlagarammi þrengir starfsgetu stofnunarinnar, að mati stjórnarformanns hennar. Áhyggjur hans varðandi stofnunina eru einkum Q'árhagslegar. Hann segir orðrétt hér í blaðinu í fyrra- dag: „Við hjá Rannsóknarráði og Raunvísindastofnun höfum aðal- lega áhyggjur af fjárveitingum til rannsókna. Það er alltaf verið að skera einhvers staðar niður. íslend- ingar veija hlutfallslega minni pen- ingum til rannsókna en aðrar vest- rænar þjóðir." Eðlilegt er, ekki sízt á samdrátt- artímum eins og hér hafa verið undanfarin ár, að fjárveitingavaldið deili óhjákvæmilegum niðurskurði á fjárlagastofnanir. Útgjaldaaðhald er raunar alltaf nauðsynlegt í með- ferð fjármuna, sem sóttir eru í vasa skattborgaranna, eða eru fengnir með skuldsetningu sameiginlegs sjóðs landsmanna. Á hinn bóginn hljóta grunnrannsóknir, sem eru undirstaða hagnýtra framfara, að vera ofarlega á blaði í forgangsröð- un fjárveitingavaldsins. Morgunblaðið árnar Raunvís- indastofnun Háskólans farsældar í tilefni þijátíu ára afmælis. ~í ENDUR- i^U.TEKNING er augljósust í leiklist. Sömu andlitin, sömu persónumar í margvís- legu gervi sem er þó oftast þeirra eigin gervi. Þessi hvimleiða endurtekning er áleitnust í kvikmyndum og þá ekki sízt á myndböndum. Jafnvel Jack Nicholson getur orðið óvelkomin endurtekning einsog í Pósturinn hringir alltaf tvisvar þar sem endur- tekningin er rofin með því hann fer allt í einu að þjösnast á Jessicu Lange uppi á eldhúsborði. Og maður hugs- ar, Jæja, þá hefur maður einnig feng- ið þau í þessum stellingum beint í æð! Ekkert hik, engin hlédrægni. Eða nærgætni við óviðbúinn áhorfanda. Allt á fullu einsog unglingarnir segja! Og maður hugsar, Jæja, svo Jack Nicholson og Jessica Lange létu sig hafa þetta líka! Ný uppákoma í held- ur nöturlegum kvikmyndaheimi samtíðarinnar þarsem maðurinn hef- ur skilið eftir sig stærsta sorphaug sögunnar. Og var hann þó nógu stór fyrir! Enginn hefur skrifað betur um leiklist en Kierkegaard. Hann minnti okkur ekki einasta á að við eigum ekki að troðast inní leikhús til að sjá leikrit einsog það væri sáluhjálpar- atriði; ekki einsog fagurkerar og gagnrýnendur, heldur “sem alls ekki neitt" og njóta stundarinnar glöð og ánægð, “næstum einsog heima í stofu“. Og leikarinn á að vera svo glaður í andanum, svo upptekinn af leiknum að það sé “hvorki þörf fyrir götustráka né leiktjöld", en þó sé þetta og annað sem við þarf í fylgd með honum, þegar hann gengur inná sviðið. “Allt frá ryki þjóðvegarins til brosandi sveitaþorpsins", sé í fylgd með honum. Það var kvöld og ég hafði ekkert að gera. Leigði mér spólu með hol- lenzkri verðlaunamynd úr stríðinu og þekkti engan leik- ara. Horfði svo á franska mynd um smá- sögu Maupassants, Bertu. Þar er fjallað um efnið: Enginn skil- ur annan, einsog aðal- persónan, læknirinn, kemst að orði. Og svo einnig endurtekningu úr- verksins. Það var þá sem ég gerði mér grein fyrir endurtekningunni á hvíta tjald- inu. Ég stóð mig að því þama um kvöldið að upplifa það með sérstök- um óvæntum hætti að þekkja engan leikara sem ég hafði horft á. Það var léttir; lausn(!) Einhver áður ógleym- anleg gleði yfir margbreytni. Sér- stöku atviki sem er í andstöðu við úrverkið og endurtekninguna utan við rúm og tíma. Utan við þessa veröld sömu leikaranna sýknt og heilagt; þessar háttbundu hreyfing- ar; þessi endurteking sem er orðinn einn hvimleiðasti kækur samtímalífs á jörðinni. Þetta úrverk sjónvarpsins sem hefur safnað saman öllum kækj- um í einn kæk. Aldrei hafa einstök atvik verið jafnmikilvæg og nú á dögum. Aldrei hefur margbreytnin verið manninum nauðsynlegri. Eða þá listinni, þrátt- fyrir allt(!) Samt segir Berlioz að hafíð endurtaki sig. En endurtekn- ingin í náttúrunni ber fjölbreytni hennar vitni. Oll svartfuglsegg eru eins. Samt eru engin tvö eins(!) 1 A 1 ÉG HLUSTAÐI ein- 1x1 »hveiju sinni á sjónvarps- samtal við James Stewart þarsem hann sagðist hafa fengið hundruð bréfa með spumingunni um það hvort hann væri ekki orðinn leiður á að leika sjálfan sig! Hann sagði það væri rétt, hann léki sjálfan sig. En reyndi einnig að gefa persónum sín- um þau blæbrigði sem hæfðu þeim. En ég hef oft efazt um þessi blæ- brigði, bætti hann við, jafnvel hjá Sir Laurence Olivier. En það er skemmtilegt þegar þessi blæbrigði breyta leiknum í listræna túlkun. Ég held mikið upp á John Wayne, en hef þó einungis einu sinni séð hann leika annað en sjálfan sig. Það var i Rooster, eftirminnilegum vestra með þeim Katharine Hepbum. Hepburn lék sjálfa sig með blæbrigð- um en John Wayne skapaði Rooster. Það var upplifun(!) 1^0 ÞAÐ ER sjaldgæft að J- Tt bd *persónur séu jafnvel leiknar í kvikmyndum og við blasir í Barfly. Róninn, eða utangarðs- skáldið Búkovskí, er óborganlegur og drykkjukona Fays Dunaways fær þau blæbrigði sem endast alla mynd- ina. Fyrir bragðið verða lykilsetning- ar hennar einsog fluga sem festist á flugnaveiðara. Þannig hafa þær a.m.k. límzt við huga minn. Og heim- speki rónans, hatrið — það endist betur en allt annað. Ragnar í Smára sagði að hatrið væri mesta orka sem til væri; ásamt ástinni. -| AO í ÆVINTÝRUM er um- -1. Tt O • hverfíð oftast séð gegum stækkunargler. Nú er í tízku að sjá sjálfan sig gegum fjölmiðlagler. Þannig breytist umhverfið í e.k. dvergríki þarsem risinn baðar sig í afstæðiskenningunni án þess þekkja hana. Menn gleyma því svo að stækk- unargler eru helzt notuð á það sem sést illa. Ætli sjónvarpslinsan gegni ekki svipuðu hlutverki(!) Drekmenni Svanavatnsins er ná- lægt í lífinu, ekkisíður en ævintýr- inu. En þar er einnig mikið af skáld- skap. Og það er í hann sem við leit- um þegar lífíð fullnægir ekki kröfum okkar um frelsi. Hann hefur þanþol sem lífíð skortir. Ævintýrið er fram- lenging hugsunar sem þolir ekki búrið. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 13. júlí Hryllingurinn og hatrið sem einkenndi stríðið blóðuga í Bos- níu hefur birst með nýjum hætti á undan- förnum dögum eftir að rannsóknarmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hófu að grafa upp jarðneskar leifar múhameðstrúarmanna, sem Serbar myrtu og grófu í fjöldagröfum eftir fall borgarinnar Srebrenica í júlí í fyrra. Þeir viðurstyggilegu stríðsglæpir sem framdir voru í Bosníu-stríðinu, fjöldamorðin og hópnauðganirnar, eru sorgleg staðfesting þess að maðurinn er óbreyttur í eðli sínu þó svo að hann telji sig kórónu sköpunar- verksins og móti allt umhverfi sitt með svo afgerandi hætti sem raun ber vitni. Rúmum 50 árum eftir lok síðari heims- styijaldarinnar og helför nasista gegn gyðingum í nafni heimspekikenningar mannhaturs og fyrirlitningar, standa Evr- ópubúar enn frammi fyrir því að fjölda- grafír er að fínna á landi þeirra og áhrifa- svæðum ríkja sem talið hafa sig siðmennt- uð og til þess fallin að geta reynst öðrum þjóðum fyrirmynd. Sár Bosníu-stríðsins munu seint gróa, en er þess að vænta að dreginn verði af því nokkur lærdómur í nafni siðmenningarinnar? Á meðan heimsbyggðin spyr sig enn og aftur hvernig slíkir voðaatburðir gátu gerst kemur það í hlut sveita alþjóðlegra sér- fræðinga að grennslast fyrir um örlög allt að 8.000 manna, sem hurfu eftir að Srebr- enica féll, en borgin hafði áður verið lýst „griðasvæði" af hálfu Sameinuðu þjóð- anna. Menn óttast, að um 3.000 þeirra hafi Serbar tekið af lífi í földaaftökum og síðan notast við stórvirk vinnutæki til að taka og fylla grafirnar. Um 5.000 manna til viðbótar er enn saknað en lík- legt þykir að þeir hafi hlotið sömu örlög og trúbræður þeirra. Villimennskan í Bosníu-stríðinu var því miður ekki bundin við Serba og fall Srebr- enica. Sveita Sameinuðu þjóðanna bíður það óhugnanlega starf að rannsaka um 20 staði í Bosníu og Króatíu þar sem víst þykir að íjöldagrafír sé að finna. Nöfn tveggja manna hafa einkum verið tengd við óhugnaðinn í Bosníu, en þar er um að ræða þá Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba, og herstjóra þeirra, Ratko Mladic. Samfélag þjóðanna sætir nú sívax- andi þrýstingi um að þessir menn verði dregnir til ábyrgðar fyrir þau meintu glæpaverk sem þeir létu vinna. Fram hafa farið vitnaleiðslur frammi fyrir hinum alþjóðlega stríðsglæpadóm- stól, sem starfræktur er í Haag í Hollandi og ætlað er að komast að því hveijir báru ábyrgð á voðaverkunum, sem unnin voru í þessu stríði. Eitt vitni, sem lifði fjölda- morðið af, fullyrti á dögunum að Ratko Mladic hefði verið viðstaddur er aftökurn- ar á múslimunum fóru fram. Vitnið kveðst tvívegis hafa séð Mladic í Potocar, skammt frá Srebrenica þar sem karlmennirnir voru skildir frá konum sínum og börnum og leiddir til slátrunar í júlímánuði 1995. Þetta vitni segist hafa séð og heyrt er Mladic gaf aftökusveitunum skipun um að hefja skothríð. Ákæruatriðin á hendur Radovan Karadzic eru einkum þau, að hann hafi fyrirskipað „þjóðernishreinsanir" þær og fjöldamorð, sem fram fóru er Serbar náðu svæðum múslima á sitt vald. Karadzic, sem verið hefur „forseti" dvergríkis Serba í Bosníu og þeir nefna „Serbneska lýðveld- ið“, þráast við að fara úr því embætti og gefur til kynna að hann hyggist bjóða sig fram í kosningum, sem boðað hefur verið til í Bosníu í september. Þótt margar og misvísandi yfirlýsingar hafi fallið á undan- förnum dögum er ljóst að Mladic stjórnar enn her Bosníu-Serba og að Karadzic er enn í Pale, höfuðstað Serba í Bosníu og er þar í innsta hring valdamanna. Samkvæmt ákvæðum friðarsamning- anna, sem undirritaðir voru í Dayton í Ohio-ríki í Bandaríkjunum, mega þeir sem grunaðir eru um stríðsglæpi ekki gegna neinum opinberum embættum. Karadzic hefur sýnt mikla slægð og þráfaldlega tekist að standa af sér tilraunir Vestur- landa til að einangra hann í því skyni að koma honum frá völdum. Honum hefur tekist að niðurlægja Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, sem nú stjórn- ar uppbyggingarstarfinu í Bosníu og af- hjúpað ráðaleysi Vesturlandabúa í þessu máli. GRÍÐARLEGIR hagsmunir eru að sönnu í húfi og víst má heita að flestir Bosníu-Serba eru eldheitir þjóðernis- sinnar og munu vísast ekki tilbúnir að sætta sig við að leiðtogi þeirra verði þving- aður til að fara frá völdum og hann fluttur í böndum úr landi á fund réttvísinnar. Sá viðkvæmi stöðugleiki, sem þó ríkir gæti því verið í hættu. Engu að síður ber að harma þá linkind, sem samfélag þjóðanna hefur sýnt gagnvart Mladic og Karadzic og vara við því fordæmi, sem skortur á festu í þessum efnum skapar. Fyrr í þessari viku lýsti saksóknari í máli þeirra Karadzic og Mladic því yfir í Haag að gefa bæri út alþjóðlega tilskipun um handtöku þeirra. Undir þetta sjónar- mið hefur víða verið tekið og slík tilskipun var gefin út á fímmtudag en takmarkaður vilji virðist vera fyrir því að hrinda þessu í framkvæmd. Þess í stað hefur sú tilskip- un verið gefin út að glæpamennirnir tveir skuli handteknir ef hermenn friðargæslu- liðsins rekast á þá. Þessi ákvörðun hefur eðlilega vakið furðu víða um heim enda er þess tæpast að vænta að þeir Karadzic og Mladic, eftirlýstir stríðsglæpamenn, gefi sig fram við lið Atlantshafsbandalags- ins í landinu og óski eftir því að verða fluttir úr landi til að þeir geti svarað til saka. Sú varfærni sem einkennt hefur með- ferð þessa máls er vissulega skiljanleg. Reynslan af því að elta uppi og handtaka slíka leiðtoga er ekki góð og hefur m.a. verið vísað til þess er Bandaríkjamenn hugðust stilla til friðar í Sómalíu í nafni mannúðar með því að handtaka einn helsta herstjórann þar. Þeirri aðgerð lyktaði með Alþjóðleg handtökutil- skipun ósköpum og blóði ungra hermanna var úthellt í vafasömum tilgangi. Auk þess er hættan sú að Bosníu-Serbar myndu frekar en hitt herðast í þjóðernisheift sinni og að Karadzic yrði píslarvottur í hugum hinna ungu og upprennandi og þeim hvatn- ing til að grípa til vopna. Hættan er því veruleg og er þá ekki einungis verið að vísa til veru alþjóðlegra friðargæslusveita í landinu heldur og til framtíðarsamskipta þjóðanna, sem þetta svæði byggja og þeirr- ar efnahagsuppbyggingar, sem þar þarf að fara fram á næstu árum. Á hinn bóginn er ljóst að engin von er um að ástandið þróist í átt til eðlilegs horfs í Bosníu á meðan eftirlýstir stríðs- glæpamenn eru valdamestir Serba í land- inu og leiða þjóðina. Þegar til lengri tíma er litið virðast því full rök fyrir því að færðar verði nokkrar fórnir í þessu efni í þeirri von að þeirra verði ekki frekar þörf síðar. Efnahagsþvinganir geta trúlega komið að nokkru gagni en mikilvægast er þó að Serbum verði gert ljóst að þeirra bíði ekkert annað en útskúfun, skortur og fátækt, virði þeir ekki skilmála Dayton- samkomulagsins og gangi þeir ekki að þeirri kröfu að menn þessir verði framseld- ir, líkt og aðrir sem gerst hafi sekir um grimmdarverk í Bosníu-stríðinu. Hlutur Rússa og Þjóðverja ÞEGAR SYNT þótti að ráðamenn í Serbíu og þó eink- um Slobodan Mil- osevic forseti voru ekki tilbúnir til að ganga til friðarsamstarfs var landsmönn- um gert að sæta efnahagsþvingunum. Þær báru tilætlaðan árangur. Bent hefur verið á, að nú eigi Vesturlönd einskis annars úrkosti en að hóta Serbum í Bosníu slíkum aðgerðum og Milosevic Serbíuforseta hinu sama reynist hann ekki reiðubúinn að beita skriðþunga sínum til fullnustu í því augna- miði að fá Karadzic til að leggja niður völd. Efnahagslegar refsiaðgerðir hafa í gegnum tíðina reynst tvíbent vopn. Þær bitna oft á þeim sem síst skyldi, saklausum borgurum, sem enga ábyrgð bera á mis- gjörðum leiðtoganna. Refsiaðgerðir gagn- vart írak hafa t.a.m. engum árangri skilað og kallað ólýsanlegar hörmungar yfir þjóð- Á HÖFÐA í JÖKULFJÖRÐUM ina, sem áratugi mun taka að bæta. Reynslan sýnir að leiðtogar, sem ekki hafa hlotið lýðræðislegt umboð þjóða sinna, forherðast iðulega í afstöðu sinni og að hinum slægustu þeirra tekst oftar en ekki að styrkja sig í sessi með lævíslegum áróð- ursbrögðum, sem ætlað er að sameina þjóðina gegn utanaðkomandi óvinum. Eng- in trygging er fyrir öðru en að þetta gæti einnig gerst í þeim hluta Bosníu, sem er á valdi Serba. Þótt sýnt sé að þrýstingur af hálfu Mil- osevic myndi reynast mikilvægur virðist ljóst að engin von er til þess að samfélag þjóðanna nái að þvinga fram vilja sinn í þessu efni án stuðnings og beinnar íhlutun- ar Rússa. Ráðamenn í Rússlandi eru í ein- stakri aðstöðu til að þrýsta á hina slav- nesku trúbræður sína í Serbíu og í „Serbn- eska lýðveldinu" í Bosníu. Stjórn Borís Jeltsíns forseta Rússlands er í betri að- stöðu til að beita slíkum þrýstingi nú en nokkru sinni áður. Eftir sigur Jeltsíns í forsetakosningunum hefur hann hlotið skýrt umboð til að halda áfram þeirri við- leitni að færa Rússa í hóp þeirra þjóða þar sem grundvallarreglur borgaralegs samfélags, mannréttinda, lýðræðis og markaðsbúskapar eru í heiðri haldnar. Slík íhlutun gæti þjónað hagsmunum Jeltsíns og Rússa að ýmsu leyti. Forsetinn gæti styrkt samningsstöðu sína gagnvart ríkjum Vesturlanda með því að ganga til liðs við þau með þessum hætti. Þá gætu Rússar með þessu treyst ítök sín á ný í þessum heimshluta, sem löngum hefur verið rússneskt áhrifasvæði. Þá er þess að vænta að hitt stórveldið í Evrópu framtíðarinnar, Þýskaland, verði reiðubúið til þess að beita sér af aukinni festu í máli þessu og eðlilegt má heita að Þjóðveijar leiti eftir samstarfi við Rússa í þeim sama tilgangi. Mikið er í húfi í máli þessu, trúverðug- leiki þeirrar sámstöðu sem tekist hefur með vestrænum ríkjum og framtíð upp- byggingarstarfs og friðargæslu í Bosníu. En einkum og sér í lagi er trúverðugleiki þeirra þjóða sem telja sig til forustu falln- ar, ekki aðeins í okkar heimshluta, heldur víðar, í húfi. Stríðsglæpirnir sem framdir voru í Bosníu snerta grundvallarþætti í siðmenningu okkar og hugmyndir sem mótast hafa í gegnum söguna um réttlæti og mannhelgi, um glæpi og refsingu, um friðinn, lífið og dauðann. Með hvaða hætti munu ríki Vesturlanda telja sig fær um að skilyrða aðstoð við erlend ríki við viður- kenningu fyrir mannréttindum og grund- vallarreglum réttarríkisins ef stríðsglæpa- menn fá að leika lausum hala í miðri Evr- ópu og hafa mótandi áhrif á samfélagsþró- unina þar? Hatrið og hugsjón- irnar VIÐURSTYGGI- legasta glæpaverk á evrópsku landi frá lokum síðari heimsstyijaldar- innar var unnið fyrir aðeins einu ári í borg sem nefnist Srebrenica. Það reyndist gríðarlegt áfall fyrir Sameinuðu þjóðirnar, sem lýst höfðu yfír því að þeir sem til bæjarins leituðu skyldu njóta griða. Það var ekki gert og mannslífin sem þar voru upprætt eru sem blettur á samvisku samtakanna. Hið sama á við um ríki Evrópu, sem reyndust engan vilja hafa til að þvinga fram frið í krafti vopnavalds í landinu. Enn á ný neyddust Evrópuríkin til að horfa til Bandaríkjanna í von um forystuvilja og leiðsögn. Þessi staðreynd vekur verulegar efasemdir um ýmsar þær háleitu hugsjónir, sem liggja Evrópusambandinu til grundvallar og áætlanir þær sem fyrir liggja um nánara samstarf á sviði utanríkis- og öryggis- mála. Þótt ástæðulaust sé að ætla að maður- inn reynist þess umkominn að læra af reynslunni og að atburðir á borð við þá sem gerðust í Bosníu muni ekki endur- taka sig, er mikilvægt að menn missi ekki sjónar á því grundvallaratriði að minni líkur eru á því en ella, nái réttlæt- ið fram að ganga. Það verður aðeins gert með því að þvinga leiðtogana til að leggja niður völd og draga þá til ábyrgðar frammi fyrir til þess bærum dómstóli. Hatrið sem kraumar í bijóstum þeirra ungu, sem sáu feður sína leidda á brott til slátrunar í Srebrenica, verður aldrei talið uppbyggilegt efni í myndun eðlilegs þjóðlífs í Bosníu. Það mun ekki heldur verða til þess að draga úr nauðsyn þess að þar verði áfram staðsett alþjóðlegt gæslulið til að tryggja friðinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Viðurstyggileg- asta glæpaverk á evrópsku landi frá lokum síðari heimsstyrjaldar- innar var unnið fyrir aðeins einu ári í borg sem nefnist Srebren- ica. Það reyndist gríðarlegt áfall fyrir Sameinuðu þjóðirnar, sem lýst höfðu yfir því að þeir sem til bæjarins leituðu skyldu njóta griða. Það var ekki gert og mannslífin sem þar voru upprætt eru sem blettur á samvisku samtak- anna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.