Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Þakka innilega kveðjur og gjafir á afmœlisdegi mínum 6. júlí sl. Sérstakar þakkir til mótsstjórnar og gesta á Fjórðungsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum. Kœrar kveðjur. Guðni Kristinsson, Skarði. TVEGGJA SÆTA SVEFNSÓFARNIR loksins komnir • Fjölbreytt úrval • Margir litir Valhúsgögn _ Ármúla 8, símar 581 2275 og 568 5375 CfgT) vtSA ■ ÍDAG SKAK Umsjon Margeir Pétursson HVÍTURmátarí þríðja leik. STAÐAN kom upp á opnu móti í Makarska í Króatíu í sumar. Bosníumaðurinn F. Bistric (2.330) var með hvítt og átti leik, en þýski alþjóðlegi meistarinn Chrístian Gabriel (2.510) hafði svart. Hvítur mátaði með afar laglegu afbrigði af kæf- ingarmáti: 28. Rxg6++! - Kg8 29. Df8+!! og nú hafði ljós runnið upp fyrir Þjóðverjanum og hann gafst upp vegna 29. — Hxf8 30. Re7 mát. Þrátt fyrir þetta áfall sigr- aði Gabriel á mótinu ásamt heimamann- inum Dizdar. Þeir hlutu báðir 7 v. af 9 mögulegum. Með morgunkaffinu Ást er... ... að velta fyrír sér hvað hann vildi helst fé í afmælisgjöf. TM Reg U.S Pal. OH. — al rights reserved (C) 1996 Los Angelc* Timos Syndicaie NEI, þetta er EKKI afsökun af því foreldr- ar þínir eru að koma í mat. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Til umhugsunar við forsetaskipti NÚ ÞEGAR frú Vigdís Finnbogadóttir kveður eftir sextán ár í embætti forseta íslands vil ég þakka henni vel unnin störf. Ég kaus Vigdísi ekki í upphafi en hef alla tíð verið ánægð með hana sem forseta. En nú vildi ég óska að hún legðist undir feld (eins og hún gerði við annað tækifæri) og kæmist að þeirri niður- stöðu að hún léti ekki nota sig fyrir eina milljón á ári. Virðing fólksins í land- inu er miklu meira virði en það. Kæra frú Vigdís. Hve- nær og hvernig ætlar þú svo að ljúka þessu milljón króna verkefni? Með von um farsælan endi, Ingibjörg Ósk Óladóttir. íbúi á Álftanesi á rauðum bíl INNILEGAR þakkir til mannsins (mannanna) sem tilkynntu um dauðan kött til húsráðenda við Álftanesveg fimmtu- dagskvöldið 11. júlí. Viltu vinsamlegast, við tækifæri, hafa samband í síma 555 0729. Tapað/fundið Gleraugu fundust GLERAUGU í gylltri umgjörð í veglegu hulstri fundust fyrir utan Múla- útibú Landsbankans fimmtudaginn 11. júlí sl. Upplýsingar í síma 552 0185. Gleraugu töpuðust GLERAUGU töpuðust í sundlaug Grensásdeildar mánudaginn 8. júlí á milli kl. 9 og 10. Önnur voru skilin eftir. Vinsam- legast hafið samband í síma 553-6486. Gæludýr Kettlingar ÞRÍR fallegir tólf vikna kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 565 3672. Týndur köttur ALGRÁ síamsblönduð læða með rauða ól, merkt Skotta, hvarf frá Suður- hólum 30 föstudaginn 5. júlí sl. Hafi einhver orðið ferða hennar var er hann beðinn að hringja í síma 587 1606. hjá H&M í Evrópu. Minnst 40% afsláttur. Hefst á morgun, mánudag. RCWELLS Kringlunni 7, sími 588 4422. hFYRIR ALLA Í ►FJOLSKYLDUNNH Víkveiji skrifar... SÍÐAST liðinn sunnudag vék Víkveiji að ummælum eftirla- unamanns um Lífeyrissjóð opin- berra starfsmanna og mismunandi greiðslumáta ríkissjóðs og vinnu- veitenda á frjáisum markaði á_ ið- gjöldum til eftirlaunasjóða. Árni Brynjólfsson, Rauðalæk 16, sendir af því tilefni svohljóðandi pistil: „Kæri Víkveiji. Eg gleðst yfir bjartsýni viðmæl- anda þíns, þegar hann telur að jafn- óðumgreiðslur ríkissjóðs á 6% fram- lagi í lífeyrissjóð opinberra starfs- manna hefðu leyst vanda sjóðsins. Talið er að um 23% þurfi a.m.k. til að jöfnuður náist, miðað við óbreytt fríðindi sjóðfélaga. Lán til sjóðfélaga yrðu einnig að bera svipaða vexti og almennt ger- ist og ekki má gleyma staðgengils- verðtryggingunni, sem gilt hefur öll verðbólguárin. - Svo góða verð- tryggingu hafa engir í almennu sjóðunum og ráðamennirnir tóku takmarkaða verðtryggingu af öldr- uðum, - svona til öryggis. Um greiðsluskyldu ríkisins til starfsmanna sinna, sem komnir eru á eftirlaun eða hafa greitt sam- kvæmt núgildandi forsendum, ætti ekki að þurfa að ræða. „Atkvæða- veiðararnir" sem stjórna okkur verða að standa við skuldbindingar sem þeir og fyrirrennarar þeirra hafa gert,- sama af hvaða hvötum þær eru sprottnar. Að mínu viti stafar vandinn af því að ráðamennirnir voru og eru allir í þessum umrædda sjóði og því skyldu þeir ekki hugsa um eigin hag. - Jafnræði kemst aldrei á í lífeyrismálum fyrr en allir helstu ráðamenn verða skyldaðir til að vera í almennum lífeyrissjóðum, - sem varla verður fyrr en jöfnuður kemst á vægi atkvæða og það verð- ur ekki alveg á næstunni. - Kveðja." XXX UTANAÐKOMANDI áhrif á ís- lenzkan þjóðarbúskap eru meiri en menn gera sér í fljótu bragði grein fyrir. Vísbending, vikurit um efnahagsmál, fjallar nýverið um áhrif efnahagssveiflna í Bandaríkjunum á Evrópuþróun og hagþróun hér. Orðrétt eftir haft: „Til dæmis fór hagkerfið í lægð ytra 1982 og 1991, en hér 1983 og 1992. Þannig virðist íslenzkt hagkerfi vera miklu tengdara Norð- ur-Ameríku en Evrópu. Margar skýringar gætu verið á þessu. Fyrsta tilgátan gæti verið sú að hér sé um hreina tilviljun að ræða og það er ekki hægt að útiloka slíkt. Þá gæti Bandaríkjadalur verið nefndur til sem mikilvægur orsaka- valdur. Vægi þeirrar myntar er mikið í gengi íslenzku krónunnar og ef dalurinn styrktist, til dæmis í kjölfar uppsveiflu í Bandaríkjun- um, þá lækkar gengi krónunnar og útflutningur styrkist héðan. Gildir einu til hvaða lands verið er að flytja vörur. Þá má einnig geta þess að um 70% af viðskiptum og 50% af fjárfestingum heimsins eru í dölum. Þess vegna hlýtur íslenzka hagkerf- ið að vera næmt fyrir því sem ger- izt vestra. Þá eru um 20% af heims- framleiðslu upprunnin í Bandaríkj- unum og uppsveiflan þar hlýtur að skipta máli fyrir allan heiminn. Bandaríska sveiflan gæti því borizt til íslands gegn um önnur lönd. Þriðja ástæðan gæti verið sú að bandarískir fiskmarkaðir séu næmir fyrir almennu efnahagsástandi, enda fiskur fæða sem þarlendir neyta nær eingöngu á veitingahús- um.“ XXX A AHRIF umheimsins eru þó sýnu mest á orð og æði landans, lífsmáta og viðhorf, gegn um sjón- varp, útvarp, net, tölvur og önnur mótunartól. Trúlega verður að ástunda varnarbaráttu fyrir ís- lenzka tungu og aðra menningar- arfleifð þjóðarinnar á þessum vett- vangi, vettvangi íslenzkrar kvik- myndagerðar og innlends sjón- varpsefnis, ef hún á að bera árang- ur á nýrri öld. Við getum, að mati Víkveija, fátt gert skynsamlegra á líðandi stundu en hlúa að innlendri dagskrár- og kvikmyndagerð, sem þarf að verða sverð okkar og skjöld- ur í fullveldisbaráttu á nýrri öld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.