Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 158.TBL.84.ÁRG. SUNNUDAGUR 14. JULI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jordan fær l,7milljarð MICHAEL Jordan, sem almennt er talinn besti körfuknattleiksmaður heimsins, gekk á föstudagskvöld frá eins árs samningi við bandaríska félagið Chicago Bulls og fær ' skv. fréttum vestanhafs tæpan 1,7 milljarð króna á samningstímanum; 25 milljónir bandaríkjadala sem er andvirði 1.675.000.000 króna. Þetta er hæsta upp- hæð sem einstaklingur í hópíþrótt fær á einu ári frá upphafi vega. Jordan, sem var í meistaraliði Chicago á nýafstöðnu keppnistímabili og kjörinn var besti leikmaður deildarinnar í vetur og úr- slitakeppninnar í vor, hafði nýlokið átta ára samningi við Chicago. Fyrir þann samning fékk Jordan 24 milljónir dala þannig að hann á von á heldur meiru fyrir næsta ár en hin fyrri átta. ¦ Jordan/33 Dregur úr ofsa Berthu Wilmington, N-Karolínu. Reuter. DRAGA tók úr ofsa fellibylsins Berthu á laugardag, en hann hafði valdið miklu tjóni á ferð sinni frá Karíbahafi norður með Austurströnd Bandaríkjanna, m.a. dauða að minnsta kosti 6 manna. Vindhraðinn sem fylgdi fellibylnum hafði komizt upp í 185 km hraða á klukkustund er Bertha fór yfir N-Karólínu-fylki á föstu- dag, þar sem stór tré rifnuðu upp með rót- umog fjöldi mannvirkja eyðilagðist. Á laugardag hélt Bertha áfram ferð norð- ui* eftir og var komin yfir Massachusetts- fylki, en vindhraði var þá kominn niður fyrir 100 km á klukkustund. Búizt var við að Bertha skildi um 15 cm úrkomu eftir sig í fylkinu. Líkamshár til marks um gáfur London. The Daily Telegraph. LÍKAMSHÁR eru til marks um gáfnafar karla, því hærðari sem þeir eru, þeim mun gáfaðari, að því er fullyrt var á ráðstefnu sálfræðinga í London. Þar kynnti dr. Aikar- akudy Alias, frá Chester- geðlæknastöðinni í Illinois í Bandaríkjunum, rannsóknir sem hann gerði á félögum í Mensa, sem eru samtök gáfumenna, og bandarískum og indverskum nemum í vélaverkfræði. I rannsókn Alias kom fram að 45% af námsmönnunum töldust „mjög hærðir", en hlutfall mjög hærðra karla er að jafnaði um 10%. Var fullyrt að mun líklegra væri að karlar sem væru nægilega gáfaðir til að leggja stund á háskólanám, væru loðnir á bringunni, en aðrir. Alias sagði þetta hrekja þá skoðun margra að það væru ekki síst verkamenn sem væru mikið hærðir. Hann kvaðst að vísu viðurkenna að hárkenning sín væri ekki algild, til dæmis hefði Albert Einstein vart haft nokkur líkamshár. ÞAÐ var létt yfir þessari litfríðu og Uós- hærðu snót sem {jósmyndari blaðsins hitti á átthagamóti Grunnvíkinga á Flæðar- eyri við Leirufjörð í Jökulfjörðum um brottfiuttir Grunnvíkingar, afkomendur I SUMARSKAPI síðustu helgi. Þar komu saman um 400 Morgunblaðið/Árni Sæberg þeirra og tengdafólk. Mikið var um dýrð- ir á þessari sérstæðu útihátið. Fjör á Flæðareyri/Bl Atökum mótmælenda og kaþólikka á N-Irlandi linnir ekki Oeirðaaldan setur frið- arumleitanir í hættu ÓEIRÐIR milli mótmælenda og kaþólikka á Norður-Írlandi héldu áfram af fullum krafti á laugardag. Lögreglan stóð í ströngu í viðleitni sinni til að halda átökum hundruða hópa óeirðaseggja í skefjum. í Londonderry, annarri stærstu borg N- írlands, sem er að meirihluta byggð kaþólikk- um, lézt á laugardagsmorgun ungur maður af sárum sínum, sem hann hafði hlotið þegar benzínsprengju var varpað inn í bíl hans í óeirðunum kvöldið áður. Á laugardagsmorgun var lögreglan enn að vinna að því að taka saman fjölda slasaðra og særðra, bæði meðal lögreglumanna og borgára sem þátt tóku í óeirðunum, en heildar- fjöldi þeirra er vart undir einu hundraði. Þrír lögreglumenn, sem urðu fyrir skotum leyni- skyttna í Belfast á föstudagskvöld, voru óðum að ná sér. Samskipti íra og Breta bíða hnekki Óeirðaaldan sem riðið hefur yfir N-írland undanfarna daga hefur sett tilraunir til að binda loks enda á 27 ára Jangt borgarastríð hina tveggja trúflokka N-írlands í alvarlega hættu. Auk þess hafa samskipti írska lýð- veldisins og Bretlands, sem eru aðilar að friðarumleitununum, beðið verulegan hnekki. Á föstudag skiptust stjórnir frlands og Bret- lands á hvössum orðsendingum. John Bruton, forsætisráðherra írlands, sagði brezkum stjórnvöldum hafa orðið á „mjög alvarleg mis- tök" með því láta undan þrýstingi mótmæl- enda og meina ekki Oraníureglunni að ganga um hverfi kaþólskra. Spurningu fréttamanns, hvort hann væri þeirrar skoðunar að Bretar bæru ábyrgð á átökunum, svaraði Bruton ját- andi. Sir Patrick Mayhew, ráðherra Norður- írlandsmála í brezku ríkisstjórninni, sagði orð Brutons vera „móðgandi". „Með því að ásaka ríkisstjórnina um að láta undan þrýstingi er hann að vefengja orð lögregluyfirvalda og . . . mín," sagði Mayhew. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórn- málaarms írska lýðveldishersins (IRA), sagði friðarumleitanirnar liggja í rústum, og ábyrgð- ina á því bæri John Major. Brezki forsætisrað- herrann vísaði þessum ásökunum á bug. Hann ítrekaði að Sinn Fein fengi þá aðeins aðild að friðarviðræðunum, að IRA virti aftur vopna- hléð, sem IRA braut með því að hefja aftur hryðjuverk í febrúar sl. írski utanríkisráðherrann, Dick Spring, sagði áríðandi að írsk og brezk stjórnvöld ættu með sér fund og ræddu nýjustu stöðu mála. Óeirðirnar berast til Tenerife Hundruðum brezkra og írskra ferðamanna lenti saman á spænsku orlofseynni Tenerife á laugardag vegna stjórnmálaástandsins á N- írlandi. A bar nokkrum á strandbaðstaðnum Playa de las Americas upphófust deilur milli kaþólskra íra og brezkra mótmælenda, sem mögnuðust upp í hörkuslagsmál, þar sem bar- izt var með glerflöskum, hnífum og járnstöng- um. Um 300 manns áttu þátt í átökunum, sem bárust út á götu, og varð lögreglá að kalla til liðsauka til að stöðva þau. EYWR , AMMOMAKS- ^MENGUN FIIÁ KIINIIM <£ VIDSKIPn AFVINNUIÍF 9n A SUNIMUDEGI CAj Ævintýri á Flúðum AÐ SLEPPA EM DREPA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.