Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kristnihátíö árið 2000: ' Davíð ræður fram- kvæmdastjóra VONANDI verður skipulagið betra en á síðustu Þingvallahátíð þannig að gestirnir geti þó gengið að gömlu stæðunum vísum . . . Ferðir til Hamborgar o g Amsterdam felldar niður vegna ónógrar sætanýtingar Tortryggni í garð erlendra flugfélaga DRÆMAR bókanir í flug til Ham- borgar og Amsterdam hafa orðið til þess að þurft hefur að fella niður nokkrar ferðir á vegum þýska flugfé- lagsins LTU og hollenska flugfélags- ins Transavia Airlines. Starfsmenn ferðaskrifstofa, sem haft var sam- band við, segja ákveðna tortryggni ríkjandi í garð erlendra flugfélaga sem fljúga fyrir íslenskar ferðaskrif- stofur. Nokkur brögð séu þó að þvi að fólk hringi og hafi áhyggjur af því að ferðir sem það eigi bókaðar hjá erlendum aðilum falli niður. Að sögn Maríu Jónasdóttur, fjár- málastjóra hjá Ferðamiðstöð Aust- urlands, sem er umboðsaðili LTU hér á landi, var eitt flug í viku á vegum félagsins milli Dússeldorf og Kefla- víkur síðastliðið sumar og nú í ár var ákveðið að bæta við flugi frá Hamborg og Múnchen. Farþegarnir séu fyrst og fremst þýskir ferðamenn en síðan séu íslendingum boðin laus sæti á móti til að fylla vélamar. Hún segir þátttökuna hafa verið talsverða það sem af er sumri, en nú sé svo komið að fella verði niður flug frá Hamborg síðari hluta ágústmánaðar vegna ónógra bókana. Viðskiptavinir eigi þó ekki að þurfa að verða fyrir óþægindum vegna þessa, því þeim verði komið á áfangastað eftir öðrum leiðum. Samkeppni og siðgæði Kjartan Helgason, stjómarfor- maður ferðaskrifstofunnar Istravel, segir að þegar sé langt komið að Ieysa úr málum þeirra sem áttu bók- að í þær ferðir sem falla niður. „Við eigum mjög góða að, þar á með'al Flugleiðir. Þó að samkeppnin sé hörð, þá er siðgæðið ekki orðið það lélegt að menn hjálpi ekki hveijir öðrum þegar í óefni er komið,“ segir Kjart- an. Fyrir utan þær sjö ferðir sem falla niður, gérir Kjartan ráð fyrir að halda leigufluginu áfram fram í september eins og um var samið í upphafi. Samvinnuferðir/Landsýn eru í samstarfi við flugfélagið Atlanta um leiguflug til Benidorm og Mallorca og við Flugleiðir til Hollands, Banda- ríkjanna og fleiri áfangastaða. Að sögn Auðar Björnsdóttur, deildar- stjóra í áætlunarferðum hjá Sam- vinnuferðum/Landsýn, eru bókanir þar aldrei fleiri en einmitt nú og nánast allt uppselt framundan. Ferðaskrifstofan Ratvís hf. býður upp á leiguflug til Portúgals í sam- starfi við írska flugfélagið Gity Jet. Halldór Jóhannsson, starfsmaður hjá Ratvís, segir það hafa gengið viðun- andi í sumar. Mikið rót á markaðnum „Annars hefur verið gífurlegt framboð og mikið rót á markaðnum r.úna í júlí og það skemmir óneitan- lega fyrir. Svo eru greinilega mjög margir sem halda að það kunni eng- ir að stjórna flugvélum nema íslend- ingar. Jafnvel þó að við séum með allar þær tryggingar sem samgöngu- ráðuneytið krefst af okkur, eru margir sem halda að ef þeir fari með okkur og við lendum í vandræðum verði þeir skildir eftir einir einhvers staðar úti í heimi án þess að nokkur sinni þeim,“ segir Halldór og bætir við að fólk eigi ekki að þurfa að vera hrætt við að skipta við minni ferðaskrifstofur vegna fjárhagslegs óöryggis, ef eitthvað komi upp á eigi tryggingarnar að bæta það að fullu. Halldór segir algengt að sameina þurfi eða fella niður flug af hag- kvæmnisástæðum og það þurfi ekki að vera veikleikamerki hjá flugfélög- um sem það geri. „Þetta er harður heimur og menn verða að vera tilbún- ir að laga sig að aðstæðum. Ég fagna ailri samkeppni og mér finnst synd að íslendingar líti á það sem neik- vætt að einhver fari í samkeppni við Flugleiðir," segir Halldór. Arkitektaskóli á íslandi Sumarnámskeið í byggingarlist Jes Einar Þorsteinsson Arkitektafélag ís- lands hefur unnið að stofnun arki- tektaskóla hér á landi um nokkurt skeið. Á næstunni verður í þriðja skipti haldið sumarnámskeið íslenska arkitektaskólans (ÍSARK) fyrir langt komna nemend- ur í byggingarlist. Jes Ein- ar Þorsteinsson arkitekt er formaður skólanefndar Arkitektafélagsins og í for- svari fyrir námskeiðunum. Hver er kveikjan að þessu? „Við héldum eitt þriggja mánaða námskeið í Hafn- arfirði fyrir nokkrum árum { tengslum við skólann í Osló. Það kom hópur af nemendum þaðan sem tók hér eina önn. Það má segja að það hafi verið fyrsta skrefið og í kjölfarið komu sumarnámskeiðin." Hvaðan koma nemendurnir? „Með námskeiðinu í ár höfum við verið með 60 nemendur, þar af eru níu íslenskir. Aðrir nem- endur hafa verið frá hveiju Norðuriandanna, Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi, Grikk- landi, Ítalíu, Englandi og Banda- ríkjunum. I sumar verða 20 nem- endur á námskeiðinu." Hvað dregur nemendur hingað? „Það er fyrst og fremst Island. Sérkennileg og ósnortin náttúra. Við höfum yfírleitt valið verkefnin samkvæmt því og tengt þau nátt- úrunni. Sumarið 1994, afmælisár- ið, tengdist verkefnið Þingvöllum. í fyrra snerist verkefnið um Snæ- fellsjökul og umhverfi, þar sem stendur til að gera þjóðgarð. Nú í ár verðum við fyrst með viku- langt inngangsverkefni sem snýst um miðborg Reykjavíkur. Síðar tekur við þriggja vikna verkefni sem tengist Krýsuvík, svæðinu milli vatnsins og hveranna. Bæði þessi viðfangsefni, í Reykjavík og Krýsuvík, tengjast vatni í mannlegu umhverfi. Hér í Reykjavík verður unnið að mót- un rýmis, til dæmis torgs, þar sem spila saman vatn og rými líkt og við listaverkið Fyssu í Laugar- dal.“ Hvetjir kenna á námskeiðinu? „Við erum með íslenska kenn- ara sem annaðhvort hafa fengið reynslu erlendis eða við höfum þjálfað upp. Einnig erum við með afbragðs góða prófess- ora frá arkitektaskól- um á Norðurlöndum, í Frakklandi, Austurríki, Portúgal, Bandaríkjun- um og Bretlandi. Yf- irleitt höfum við verið með 4-5 erlenda kennara og fjóra ís- lenska.“ Hvar eru námskciðin haidin? „Fyrst vorum við í Iðnskólanum í Reykjavík, síðan í Ásmundarsal við Freyjugötu og í sumar verðum við í Myndlistarskóla Reykjavíkur í Tryggvagötu." Hvernig eru námskeiðin fjár- mögnuð? „Veltan á svona námskeiði los- ar fimm milljónir. Nemendur hafa greitt þátttökugjöld sem við reyn- um að stilla í hóf. Við erum komn- ir á fjárlög og höfum fengið styrki frá Reykjavíkurborg, Húsnæðis- stofnun og í byijun frá Fullbright- stofnuninni. Þá höfum við fengið Nordplus-styrk frá Norrænu ráð- herranefndinni í þijú ár og loforð fyrir fjórða árinu. Þessi styrkur byggist á norrænu samstarfi og allir norrænu skólarnir koma inn í þetta. Nordisk Arkitektur Aka- ► Jes Einar Þorsteinsson arki- tekt fæddist í Vestmannaeyjum 1934. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1954. Nam málaralist í París 1954-56 meðal annars á Académie de la Grande Chaumiére. Arkitekt frá École Nationale Supérieure des Be- aux-Arts í París 1967. Opnaði eigin vinnustofu 1967. Ritari stjórnar Arkitektafélags ís- lands 1970-72, formaður 1984-86, varaformaður 1983 og 1987. í stjórn listskreytinga- sjóðs 1983-87 og í stjórn Banda- lags íslenskra listamanna 1983-87. Formaður fulltrúaráðs Arkitektafélags íslands 1991 og formaður skólastjórnar ís- lenska arkitektaskólans frá 1994. demi er samvinnuvettvangur nor- rænu arkitektaskólanna tíu og þeir hafa þegar viðurkennt okkur sem 11. skólann í því samstarfi, þótt skólinn okkar sé ekki enn formlega stofnaður." Hvernig verður skólahaidið í framtíðinni? „Hugmyndin er að þetta verði fyrst í stað eins til tveggja ára skóli. Ef það reynist hentugt þá gæti þetta orðið fullkominn skóli sem útskrifar nemendur. Ég býst við að við munum taka nemendur í miðju námi eða í lokin. Þetta byggist á samstarfi við aðra skóla. Norður- landaskólarnir, bæði í Kaupmannahöfn, Árós- um, Osló og ekki síst Helsinki, og eins skólar í Evrópu, hafa sýnt mikinn áhuga á því að koma þessu samstarfi á. Það fellur að Erasmus-áætlun- inni, sem byggist á samstarfi skóla í Evrópulöndum.“ Hvemig er skóiinn hugsaður? „Við stefnum að því að skólinn verði í tengslum við Listaháskóla Islands. Vonandi tekur hann til starfa á næsta ári. Þessi sumar- námskeið eru fyrsta skrefíð í und- irbúningi að stofnun skólans og til að ná fótfestu. Við höfum feng- ið nemendur sem eru eru á 4. og 5. námsári og komnir að því að ljúka námi. Nú þegar hafa tekist góð tengsl við erlenda háskóla. Svona sumarnámskeið í tengslum við háskólanám í arkitektúr eru mjög algeng og haldin víða um heim bæði til þess að nemendur komist í nýtt umhverfi og kynnist nemendum frá öðrum þjóðum. Það er mikilvægt að nemendurnir fái að kynnast nýjum aðstæðum." ísland dregur að nemendur í arkitektúr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.