Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Kvenna- gullæði Ósk Vilhjálmsdóttir tekur þátt í stórri samsýningu í Berlín i Berlín. Morgunblaðið. GULLÆÐI eða „Goldrausch" er heiti samsýningar fimmtán ungra listakvenna, sem um þess- ar mundir skartar sali listasafns- ins Martin Gropius Bau í Berlín. Undanfari sýningarinnar var átta mánaða sameiginlegt nám- skeið sem ætlað er að styrkja háskólamenntaðar myndlistar- konur í starfi. Ein kvennanna er íslendingurinn og Berlinarbúinn Ósk Vilhjálmsdóttir. Verk sýningarinnar eru eins ólík og konurnar eru margar. Ósk hefur undanfarið m.a. unnið með „fundnar" Ijósmyndir, keyptar hjá skransölum. Hér eru myndir sem margar hafa upplit- ast og sumar máðst þannig að útlínur eru horfnar. Þessi annar- legi blær á myndunum er ekki dreginn fram með ákveðinni tækni eða mannshöndinni, heldur hefur sólarljósið unnið á þeim í tímans rás. Myndverkið samanstendur af mörg hundruð slíkum lj ósmyndum sem Osk raðar upp. I verkinu set- ur hún saman form og liti án þess að skeyta um innihald myndanna. Blindur sess í listasögunni í kynningarbæklingi sýningar- innar stendur að konan skipi blindan sess í listasögunni:... „henni var þvingað í hlutverk fyrirsætunnar. Máluð sem gyðja til að þýðast auga hins ráðandi kyns.“ Aðeins örfáar konur hlutu viðurkenningu sem starfandi listamenn. í dag er raunin önn- ur, konur standa karlmönnum . jafnfætis í hverskyns listsköpun. Aftur á móti er staðreyndin sú að konur fá mun færri tækifæri en karlmenn, bæði til sýningar- halds og kynningar á hinum al- menna markaði, og eiga þar með erfiðara með að selja verk sín. Það er því langt í að listakonur njóti jafnréttis í starfsgrein sinni. Markmið kyndbundins nám- skeiðs af þessu tagi er að sögn Anne Marie Freyborg, leiðbein- anda og sýningarstjóra, að skapa umræðuvettvang sem og sam- kennd meðal þátttakenda á jafn- réttisgrundvelli. Þá er þeim miðl- uð sú fagmennska sem nauðsyn- leg er til framdráttar á markaði lista og menningar. Námskeið af þessum toga vekja sifellt meiri athygli og gætu reynst fyrirmynd fyrir aðra hópa eða starfsgreinar. Arlega berast á annað hundrað umsókna um að komast á námskeiðið en einungis fimmtán komast að. Fyrir listakonurnar er þátttakan ómetanleg reynsla og um leið heiður vegna þeirrar virðingar er námskeiðið nýtur í listalífi Berlínarborgar. Morgunblaðið/Rósa Guðrún Erlingsdóttir. ÓSK Vilhjálmsdóttir myndlist- armaður situr fyrir framan hluta verks síns á sýningu 15 kvenna í „Martin-Gropius Bau“ í Berlín. Alls eru myndirnar í verkinu 449 talsins. Miskunnarlausir gagnrýnendur dagblaða KAUPMANNAHAFNARBÚAR eru töluvert uppteknir af djasshátíð sinni enda er hún með veglegasta hætti. Dagblaðið Politiken heldur úti daglegum pistlum sem skrifaðir eru af mis- kunnarlausum gagnrýnendum blaðsins, Boris Rabinowitsch og Thorbjörn Sjögren. Rabinow- itsch fjallar um tónleika Svend Asmussen í Circus byggingunni 7. júlí og kvaðst hafa leiðst það hve vel prógrammið var æft og lítið um óvænt tilþrif. Það fór t.d. í taugarnar á honum hve mörgum tilvitnunum í Ellington Asmussen tróð inn í sóló sitt í Bye Bye Blackbird og segir að útsetningar hafi verið ofunnar. Sjögren segir um tónleika Chick Corea, Wallace Roney, Joshua Redman, Christian McBride og Roy Haynes, sem léku verk eftir Bud Powell í Grönnegárden sama dag, að þeir hafi alls ekki verið minnisstæðir. Blásararnir hafi ekki verið fæddir þegar Powell lauk hérvistinni, þeir hafi virkað stífir og spilað vélrænt. Auk þessa er dagleg umijöllun um hátíðina í Berlingske Tidende og Politiken gefur einnig út ein- blöðung sem er eingöngu helgað- ur djasstónlist og er seldur á tvær danskar krónur. Danir segja að Kaupmanna- hafnarhátíðin sé sú stærsta í heimi. Hvað sem öllum saman- Danskir gagnrýnendur setja út á bandarískar stórstjörnur á djasshá- tíðinni í Kaupmanna- höfn. Guðjón Guð- mundsson heldur áfram umfjöllun sinni. burði líður þá er víst að fjöl- breytileikinn er ríkjandi. Harð- soðið bíbopp glymur að vísu víð- ast en fusion tónlist á sinn sama- stað sem og heimstónlist, sýru- djass, sambadjass, skandinavísk- ur tregadjass, blús og dixieland. Á Copenhagen Jazzhouse við Niels Hemmingsens-gade spilaði gamla gítargoðið Jim Hall ásamt tenórsaxófónleikaranum Joe Lovano, dyggilega studdir af kontrabassaleikaranum Scott Colley og trommaranum Yoron Israel. Þarna frumflutti Hall m.a. nýtt frumsamið verk, Down in Antiqua, angurvært og inn- hverft djassljóð. Danir eiga sjálfir marga mjög frambærilega djassleikara sem hafa staðið lengi í harkinu og sumir náð heimsfrægð, eins og Niels Henning Örsted Pedersen, Lars Möller og Thomas Clausen sem allir hafa leikið á íslandi. Aðrir eiga sinn dygga aðdáenda- hóp í borginni við sundið og ann- ars staðar á Norðurlöndum. Þar má t.a.m. nefna píanóleikarann Jan Kaspersen sem margir vilja líkja við sjálfan Thelonius Monk, reyndar ekki alveg að ástæðu- lausu. Kaspersen er með kvintett um þessar mundir og lék hann á Vandkunsten ll.júlí. Stundum tekur dálítið á taugarnar að hlusta á sóló Kaspersens sem eru, eins og þau voru tíðum hjá Monk, hinn undarlegasti sam- setningur, sem alltaf gengur þó upp með þótt „naívur“ sé með ráði. Kaspersen er með frábæra spilara með sér, Ole Römer, trommur, Anders Bergcrantz, trompet, Bob Rockwell, saxófón, og Peter Danstrup, bassa. Við Pumpehuset í Studie- stræde lék síðar sama dag kvart- ett Jens Winther efni af nýjasta diski sínum, The Planets. Tón- leikarnir fóru reyndar að miklu leyti í barning við hljóðkerfið sem gerði að verkum að lítið heyrðist í Ben Besiakow, sem er einn sleipasti píanóleikari Dana, en Jens naut sín í Maynard Fergu- son-legum strófum. Hann lætur aldrei snuða sig um hljóðmögn- un. Tónleikar í Listasafni Sigurjóns „Flest einleiksverk vísa til Bachs“ STEFÁN Örn Arnarsson sellóleikari. STEFÁN Örn Arnarsson sellóleik- ari leikur þijú verk frá þessari öld á tónleikum sínum í Listasafni Sig- uijóns Ólafssonar næstkomandi þriðjudagskvöld klukkan 20.30. Á efnisskránni er sónata fyrir einleiksselló opus 25, nr. 3 eftir Paul Hindemith, Dal Regno Del Silenzio eftir Atla Heimi Sveinsson og Svíta fyrir selló opus 72 eftir Benjamin Britten. „Sónatan eftir Hindemith er sam- in árið 1923 þegar menn voru að bijótast út úr rómantískum anda. Þetta átti ekki síst við um sellóið því það hafði sérstaklega verið not- að sem rómantískt hljóðfæri um Iangan aldur,“ segir Stefán. „Hin- demith sjálfur var ótrúlega leikin í hljómfræði og skrifaði tónverk fyrir öll hljóðfæri og hafði lítið fyrir því,“ bætir hann við. Tónverkið eftir Atla Heimi er samið á Flatey í Breiðafirði árið 1989 og útleggst á íslensku „Frá ríki þagnarinnar". „Þetta verk er tileinkað Erlingi Blöndal Bengts- syni og ég hef virkilega gaman af þessu verki. Mig grunar að þögnin í Flatey hafi orðið til þess að Atli Heimir hafi gert heilmiklar rann- sóknir í þögnum. Þetta er ljúft og fallegt verk sem ég erfði eftir meist- ara minn Erling Blöndal Bengts- son,“ segir Stefán. Þriðja verkið á tónleikum Stef- áns, Svíta eftir Benjamin Britten, hefur að sögn Stefáns legið á púlt- inu hans um nokkura ára skeið og segist hann Iengi hafa ætlað sér að spila það. „Svítan hefur klárlega sterka vísun til Svíta Bachs, sem eru Biblía sellóbókmenntanna og reyndar má segja að það eigi meira eða minna við um flest einleiksverk fyrir selló,“ segir Stefán. Stefán hóf ungur tónlistarnám sitt í Tónmenntaskólanum i Reykja- vík hjá Lovísu Fjeldsted og Olöfu Sesselíu Óskarsdóttur. Þaðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hann lærði hjá Gunnari Kvaran. Að loknu einleikaraprófi fór Stefán í framhaldsnám við Uni- versity of Michigan í Ann Arbor þar sem Erling Blöndal Bengtsson var aðalkennari hans. Þaðan út- skrifaðist Stefán með meistarapróf og lék í kjölfarið með ýmsum sinfó- níuhljómsveitum þar ytra. „Skólinn í Ann Arbor er mjög góður og það sem mér kom rriest á óvart var hversu nemendum og kennurum er búin góð aðstaða. Hver kennari hafði sitt eigið hljóðver með fínasta flygli og úti í bæ voru stórir tónleikasalir í eigu skólans. Þetta þykir gott í bæ sem er á stærð við Reykjavík,“ segir Stefán. „Þegar ég hóf nám í skólanum fékk ég nám mitt úr Tónlistarskólanum í Reykja- vik vel metið sem staðfstir gæði hans,“ segir Stefán ennfremur Stefán hefur nú tekið við stöðu sellókennara við Tónlistarskólann á Akureyri og hefur jafnframt verið ráðinn sem fyrsti sellóleikari í sinf- óníuhljómsveit Norðurlands. Að auki er Stefán einn fimm keppenda sem keppa til úrslita í Tónvakanum, tónlistarkeppni Ríkisútvarpsins á þessu ári. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.