Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Rax RAGNAR Kristinn Krisljánsson, til vinstri, hugar að uppskeru dagsins ásamt Eiríki Ágústssyni framleiðslu- og ræktunarstjóra. SÉÐ yfir hluta af húsakynnum og athafnasvæði Flúðasveppa. eftir Pétur Gunnarsson. ÆVINTÝRI Á FLÚÐUM VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNIMUDEGI Ragnar Kristinn Kristjánsson er 36 ára, fæddur í Reykjavík. Hann stundaði nám í bændaskólanum á Hvanneyri og við Iýðhá- skóla í Noregi, þar sem hann vann einnig sem fjósamaður. Hann vann við löndun hjá ísbirninum í tvö ár áður en hann réðist í svepparækt á Flúðum árið 1982. Auk þess að reka Flúða- sveppi situr Ragnar Kristinn í stjórn Bananasölunnar hf. Hann er kvændur Mildrid Steinberg. Þau eiga tvær dætur. SAGA Ragnars Kristins Kristjánssonar sveppa- bónda á Flúðum er ævin- týri líkust. Frá því hann tók fyrstu skóflustungu að ræktun- arstöð sinni á leigujörð í mýrlendi við Flúðir haustið 1982 hefur þessi 36 ára gamli Reykvíkingur byggt upp fyrirtæki þar sem ræktaðir eru nær allir þeir sveppir sem neytt er hérlendis. Þegar Ragnar, á tím- um uppbyggingar í loðdýrarækt og fiskeldi, knúði dyra hjá sjóða- kerfi landbúnaðarins mætti honum vantraust og tortryggni. í dag eru Flúðasveppir stærsta framleiðslu- fyrirtækið í uppsveitum Árnes- sýslu, einn af hornsteinum byggðar í sveitinni með um þijátíu manns á launaskrá. Eftir að Ragnar Kristinn hafði stundað nám á Hvanneyri og við lýðháskóla í Noregi, þar sem hann vann jafnframt sem fjósamaður, sneri hann heim og fór að vinna við löndun hjá ísbirninum. Þar steig hann fyrsta skrefið í átt að svepparæktinni, sem hann hafði haft áhuga á í talsverðan tíma. Hann fékk langt jólafrí frá Eyrinni árið 1981 til að skreppa til Dan- merkur og kynna sér þessa fram- leiðslu. Þegar heim kom fékk hann leigða lóð við Flúðir, seldi íbúð sem hann átti í Reykjavik og lagði eign- arhlut sinn í fyrirtækið. Hann byij- aði að grafa fyrir grunni haustið 1982, einn síns liðs í hellirigningu úti í veglausri mýri. Vegna veðurs tókst ekki að koma húsinu undir þak fyrr en sumarið eftir. Húsin yrðu ekki fyrir í mýrinni „Það er sagt að þeir hafi leigt mér land héma í mýrinni svo að húsin yrðu ekki fyrir neinum þegar ég yrði farinn á hausinn," segir Ragnar Kristinn . Á Flúðum gerðu menn sér ekki háar hugmyndir um að svepparækt þessa liðlega tví- tuga stráks, sem var kunnugur í sveitinni frá því að hann hafði ver- ið í sveit á Galtafelli, og sótt skóla á Flúðum í tvo vetur, ætti mikla framtíð fyrir sér. í fyrstu reisti hann 500 fer- metra hús undir ræktunina og gerði íbúð undir risinu þar sem hann og síðar fj'ölskylda hans bjuggu fyrstu 10 árin. Fyrstu sveppirnir frá Flúða- sveppum komu á markað 19. mars 1984. Á þeim tíma voru flutt inn til landsins 300 kg. af sveppum á viku. Ragnar Kristinn stefndi á að framleiða um 500 kg. á viku. í dag er framleiðsla fyrirtækisins 6-7 tonn á viku og innanlandsmarkað- urinn hefur vaxið sem samsvarar framleiðsluaukningunni. Svepparækt telst til landbúnað- ar hér eins og annars staðar en framleiðslan minnir meira á háþró- aðan líftækniiðnað enda er fengist við örverur sem eru ofurviðkvæm- ar fyrir raka- og hitastigi. „Svepparækt byggist á 1000 smá- atriðum. Ef maður gerir bara 999 hluti rétt getur útkoman orðið uppskerubrestur," segir Ragnar Kristinn. Þegar gengið er um Flúðasveppi er fyrst borið niður í rotmassagerð- inni, þar sem grunnurinn að rækt- uninni er lagður. Ragnar Kristinn Kristjánsson hefur frá fyrstu tíð búið til sinn eigin rotmassa úr ís- lensku hráefni. Hann er greinilega stoltur af þeirri sérstöðu fram- leiðslunnar á Flúðum og leggur áherslu á að sveppirnir séu hinir einu sem að öllu leyti eru gerðir úr íslensku hráefni. í rotmassa- gerðinni er blandað saman eftir kúnstarinnar reglum þeim bygg- hálmi sem til fellur við kornrækt á Suðurlandi, grasi úr frærækt í Gunnarsholti og reyr sem Flúða- sveppir rækta á 80 hektörum lands í Rangárvallasýslu. Náð ótrúlega góðum árangri „Það hefur verið ákveðin þrá- hyggja í mér að gefast ekki upp við að framleiða rotmassann þrátt fyrir að það hafi verið leyft að flytja hann inn fyrir nokkrum árum eftir talsverðan slag. Við höfum stöðugt þurft að vera að klóra okkur í hausinn yfir þessari fram- leiðslu en ég held að við höfum náð ótrúlega góðum árangri miðað við hráefnið sem við höfðum. Það held ég að megi þakka öllum þeim sem unnið hafa að þessu með mé_r,“ segir Ragnar Kristinn. í skálanum þar sem massinn er gerður er allt að 80 gráðu hitastig og þar er honum velt saman og snúið og hann vökvaður til þess að búa til kjörskilyrði fyrir þær örverur sem eru nauðsynlegar til að ræktunin heppnist. Til að svo megi verða þarf rakastig rotmass- ans að verða nákvæmlega 72%. Þetta er m.a. gert í vél sem er sú eina sinnar tegundar og smíðuð í vélsmiðju Bjarna Harðarsonar á Flúðum í samvinnu hans og starfs- manna Flúðasveppa. Það tekur þijár vikur að búa til rotmassann og síðan er honum ekið í sérstaka klefa úr ryðfríu stáli með miklum loftræstibúnaði. Þar líða aðrar þijár vikur meðan fram fer gerilsneyðing eða hita- meðhöndlun þar sem hita- og raka- stigi er stýrt til að drepa óæskileg- ar bakteríur og örverur og síðan aðlögunartímabil að því að massinn verði móttækilegur fyrir sáningu. Þá er sveppagrónum komið fyrir í massanum með vélbúnaði sem jafnframt umstaflar massanum og hita- og rakastýringu beitt til að tryggja rétt skilyrði þannig að ekkert sé ræktað í massanum nema þeir ætisveppir sem sóst er eftir. Áð liðnum þremur vikum til viðbótar er massinn fluttur með vélum í 12 sérhannaða klefa þar sem hann er hulinn mold og látinn bíða í um þijár vikur til viðbótar áður en farið er að tína. Vélvæðing og orkunotkun Yfir öllu framleiðsluferlinu er vakað með tölvukeyrðum stýri-, eftirlits-, og viðhaldskerfum og hvert handtak starfsfólks er skráð á blöð. Vélvæðing framleiðslunnar er slík að alls eru um 200 mótorar keyrðir í fyrirtækinu, fyrir utan rafeindabúnað. Orkunotkun Flúða- sveppa getur tímabundið komist í á annað hundrað kílóvött. Ragnar Kristinn segist frá upphafi hafa lagt áherslu á nákvæma skráningu starfa og þess vegna hafi það kom- ið honum skemmtilega á óvart þegar hann sótti námskeið í gæða- stjórnun að fá staðfest að í raun og veru hafi verið starfað sam- kvæmt fullkomnu heimatilbúnu gæðastjórnunarkerfi í fyrirtæki hans. „Það má segja að við séum hér í heyskap á hveijum degi. Við erum stöðugt í því í því að bjarga verð- mætum frá skemmdum. Sveppirnir tvöfalda stærð sína á hveijum degi og það má ekkert fara úrskeiðis svo að við verðum ekki fyrir ein- hveiju tjóni,“ segir Ragnar Krist- inn. Það er unnið alla daga vikunn- ar í Flúðasveppum. Það er ná- kvæmnisvinna að skipuleggja ræktunina, t.d. þarf með fleiri mánaða fyrirvara að gera breyt- ingar til þess að mæta þeim sveifl- um sem verða á eftirspurn í kring- um stórhátíðir. Um 30 stöðugildi eru við Flúða- sveppi, þar af eru sex bundin fram- leiðslu rotmassans. Þá er 1 '/2 starf bundið viðhaldi véla og tækja en Ragnar Kristinn segist hafa verið einstaklega heppinn með starfs- menn á því sviði. Framleiðslunni, er pakkað í kassa og að hluta til í öskjur. Flúðasveppum er síðan deift í verslanir um allt land fyrir tilstuðl- an dreifikerfis Sölufélags garð- yrkjumanna. Bíll frá sölufélaginu sækir framleiðslu dagsins síðdegis og hún er komin í verslanir um land allt næsta morgun. Ragnar Kristinn segir að eftir- spurn eftir sveppum hafi vaxið jafnt og þétt hérlendis og nú sé innanlandsneyslan á mann orðin meiri en í Noregi og Svíþjóð, en að verða svipuð og í Þýskalandi, Hollandi og Danmörku. „Skýringin á því er fyrst og fremst sú að við höfum getað tryggt stöðugt framboð af vand- aðri vöru,“ segir hann. Eins og fyrr sagði hefur fram- leiðslan á starfstíma Flúðasveppa aukist úr um 500 kg. á viku í 6-7 tonn á viku. Samsvarandi aukning hefur, að sögn sveppabóndans, orðið á innanlandsneyslunni. Hann segir skýringu á aukinni eftirspurn vera annars vegar breytt neyslu- munstur og hins vegar stöðugt framboð af góðri vöru á verði sem neytendur telji hagstætt. Hann segist telja að innanlandsneyslan sé við það að ná toppi. Eini framleiðandinn Ragnar Kristinn víkur sér undan því að ræða um veltu fyrirtækisins og söluverðmæti framieiðslunnar, sem er 310-360 tonn á ári, en seg- ir að verð hafi ekkert breyst í fimm ár og verð hafi lækkað talsverð frá þvi að hann hóf reksturinn. Auk Flúðasveppa er einn svepparæktandi starfandi á land- inu, Ártúnssveppir, en starfsemi þar hefur verið lítil undanfarið. Ragnar Kristinn segir að í upphafi hafi verið þrír aðrir framleiðendur á markaðnum og um tíma voru sex aðilar samtímis á þessum mark- aði. Hann játar því að vissulega hafi samkeppnin verið hörð á tíma en hann vill ekki kveða upp úr um hvaða atriði hafi skipt mestu um það að hann stendur einn eftir á markaðnum. Ragnar Kristinn segist taka þá ábyrgð alvarlega að hafa þá yfir- burðastöðu á markaðnum sem raun ber vitni. Hann segir að það skipti sig höfuðmáli að ferska sveppi vanti aldrei á markaðinn. Þess vegna segist hann hafa frum- kvæði að því að láta heildsala vita ef í það stefnir að framleiðslan muni ekki anna eftirspurn tíma- bundið. Hann segist annars ekki njóta neinnar sérstakrar innflutn- ingsverndar; innflutningur sé ekki háður magntakmörkunum. Vernd- argjald á innflutning sé um 100 kr/kg auk um 7,5% tolla. Stærsta fyrirtækið í sveitinni Þá segir hann að full sátt hafi náðst í máli sem kom á borð sam- keppnisyfirvalda og varðaði aðgang heildsölufýrirtækisins Mata að framleiðslu Flúðasveppa til jafns við Sölufélag garðyrkjumanna. í > t I £ t i i I ; I í i i t I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.