Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ -I S EINAR KRISTJÁNSSON + Einar Kristjáns- son var fæddur á Hermundarfelli í Þistilfirði þann 26. október 1911. Hann lést 6. júlí síðastlið- inn á Hjúkrunar- heimilinu Seli á Ak- ureyri. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Pálsdóttir frá Hermundarfelli, f. 1. september 1880, d. 13. maí 1923, og Kristján Einarsson frá Garði, f. 6. febrúar 1875, d. 10. febrúar 1969. Systkini Einars sammæðra eru Þórdís, f. 23. febrúar 1901, d. 14. desember 1986, Einar, f. 1906, d. 1910, og Páll, f. 17. apríl 1909. Hálfsystkin Einars, börn Kristjáns og Sveinbjargar Pétursdóttur, eru Lilja, f. 12. febrúar 1929, Fjóla, f. 28. nóv- ember 1931, d. 23. ágúst 1975, og Pálmi, f. 20. júní 1933. Þann 11. september 1937 kvæntist Einar Guðrúnu Krist- jánsdóttur frá Holti í Þistil- firði, f. 16. ágúst 1917, dóttur hjónanna Ingiríðar Árnadóttur og Kristjáns Þórarinssonar í Holti í Þistilfirði. Börn þeirra eru: Angantýr, f. 28. apríl 1938, skólastjóri Litlulaugaskóla í Reykjadal, kona hans er Auður Ásgrímsdóttir, f. 15. janúar 1946. Börn: Halla, f. 8. nóvem- ber 1964, Hlynur, f. 7. júní 1967, Ásgrímur, f. 3. ágúst 1972, Ein- ar, f. 21. september 1974, d. 29. mai 1979. Óttar, f. 3. október 1940, skólastjóri Svalbarðsskóla í Þistilfirði. Kona hans er Jóhanna Þ. Þorsteinsdóttir, f. 13. maí 1945. Börn: Steinunn Inga, f. 7. október 1963, Guð- rún Ambjörg, f. 21. september 1964, Þuríður, f. 22. ágúst 1968. Bergþóra, f. 21. mars 1944, ritari þjá Marel, búsett á Seltjarnarnesi. Mað- ur hennar er Eyjólf- ur Friðgeirsson, f. 19. nóvember 1944. Börn: Páll, f. 5. október 1967, Friðgeir, f. 3. október 1969, Ragnheiður, f. 24. maí 1973, Bergþóra, f. 19. ágúst 1976. Hildigunnur, f. 17. júní 1947, d. 27. maí 1987. Maður hennar Steinar Þorsteinsson, f. 9. janúar 1943. Börn: Þór, f. 27. janúar 1974, Guðrún Silja, f. 1. október 1977, Þórdís, f. 13. ágúst 1980. Einar Kristján, f. 12. nóv- ember 1956, tónlistarmaður, Reylqavík. Sambýliskona: Jó- hanna Þórhallsdóttir, f. 18. apríl 1957, skildu. Barn: Hildigunnur, f. 26. janúar 1983. Einar var bóndi á Hermundarfelli og nýbýl- inu Hagalandi í Þistilfirði frá 1937-1946. Árið 1946 fluttist fjöl- skyldan til Akureyrar þar sem Einar var húsvörður við Barna- skóla Akureyrar til ársins 1982. Einar var landsþekktur rithöf- undur og eftir hann liggur fjöldi bóka, m.a. æviminningar í fjómm bindum. Hann var kunnur út- varpsmaður og urðu þættir hans A. t Alúðarþakkir til allra þeirra, er sendu blóm, minningarkort eða á annan hátt sýndu samúð og vináttu við andlát HARALDAR S. SIGURÐSSONAR. Gunnar Örn Haraldsson, Hafþór Haraldsson, Dagþór Haraldsson, Lára Sigurjónsdóttir, Birgir Ómar Haraldsson, Hrafnhildur Jóakimsdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför JÓHANNS PÁLSSONAR, Leifsgötu 32, Reykjavik. Guðmundur Pálsson, Guðríður Pálsdóttir, Siguröur E. Pálsson, Páli Ól. Pálsson, Guðrún Pálsdóttir, Hreinn Pálsson, Salbjörg Matthfasdóttir, Sjöfn Óskarsdóttir, Samúel Steinbjörnsson, Guðrún Kristjánsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LAUFEYJAR ARNÓRSDÓTTUR, Hjallaseli 27, Reykjavík. Ingibjörg Bjarnadóttir, Einar Magnússon, Lúðvik Bjarnason, Sigrún Böðvarsdóttir, Haukur Bjarnason, Jóhanna Borgþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR “Mér em fornu minnin kær“ einkar vinsælt útvarpsefni. Ein- ar var um árabil eftirsóttur upplesari á skemmtunum og mannamótum. Hann hlaut margháttaða viðurkenningu fyrir ritstörf sín, m.a. frá Menn- ingarsjóði Akureyrarbæjar árið 1992 og verðlaun úr Rit- höfundasjóði ríkisútvarpsins árið 1972. Útför Einars Krisljánssonar fer fram frá Akureyrarkirlq'u mánudaginn 15. júli kl. 16. Okkur langar til að kveðja afa okkar með örfáum orðum. Fyrstu minningamar tengjast Bamaskól- anum þar sem hann var húsvörður. Inni á skrifstofunni hans þar, vom allir veggir þaktir bókum og ritvélin stóð tilbúin á skrifborðinu. Bókaryk og pípulykt sat lengi í nösunum þeg- ar maður kom út úr þessum helgi- dómi. Oftast lét hann okkur krakkana í friði, nema ef við ýttum bókunum innar í hillunum. Þá seig á honum brúnin en hann skammaði okkur ekki. í Þingvallastræti 26 og Víðilundi 6 áttu afí og amma fallegt heimili og var þar jafnan margf. um manninn. Þangað komum við öll saman á jólum og gengum í kringum jólatréð og spilaði afi undir á píanóið eða harmón- ikkuna. Afi hafði alltaf sögur af einkenni- legum mönnum á takteinum og hann var hafsjór af þjóðlegum fróðleik. Hann var orðlagður hagyrðingur og húmoristi. Afi var í rauninni sjálfur búinn að semja sín eftirmæli í ljóðinu Dagar mínir: í dapurlegum skugga verða dagar mínir taldir, það dregur senn að skapadægri því, sem koma skal, og ég mun liggja fúnandi um næstu ár og aldir og engan varðar framar um daga minna tal. Ég átti hér í verðldinni aðeins fáa daga við örðugleika, hamingju, söng og gleði og vín, sem allt í hljóðum hverfleik verður aðeins horfin saga, hið eina varanlega, er kannski beinin mín. (Einar Kristj. frá Hermundarfelli, Góðra vina fundur 1985.) Við viljum biðja góðan guð að veita ömmu styrk í sorg sinni. Kveðja frá bamabömum, Steinunn, Guðrún og Þuríður. Fáeinum orðum vil ég minnast lát- ins félaga og sveitunga. Einar frá Hermundarfelli er allur. Einar Kristjánsson varð lands- þekktur fyrir ritstörf sín er verk hans fóru að koma fyrir almenningssjónir. Ríkuleg frásagnargáfa og hnitmiðað- ur og hnyttinn texti gæddu sögur hans lífi. Ekki síst urðu smásögum- ar, mismunandi stef úr mannlífinu, honum yrkisefni og íþrótt. Islenskt mál lék í höndum hans, óbundið sem bundið, enda var Einar hluti af hinu merkilega samfélagi Akureyrarskáld- anna um langt árabil. Nöfn Kristjáns frá Djúpalæk og Rósbergs G. Snædal koma upp í hugann til að nefna að- eins tvo af mörgum sem voru skálda- gyðjunni handgengnir og auðguðu mannlíf Akureyrar eftir miðbik aldar- innar. Einar var fróður vel og fróðleiksfús og án efa hefði legið vel við fyrir hann að gera fræðistörf að lífsstarfi ef aðstæður og örlög hefðu hagað því svo. Þessir eiginleikar hans nýttust vel þegar hann tók að veita þjóðinni af þekkingu sinni og frásagnarhæfi- leikum í útvarpsþáttum þar sem fyrst og fremst var miðlað þjóðlegum fróð- leik ýmisskonar. Þættir hans „Mér eru fomu minnin kær,“ náðu geysileg- um vinsældum og hélst svo þau ár sem þeir voru við lýði, eins og best kom í Ijós í hávæmm mótmælum þegar þeir hurfu af dagskránni. Einar var afar ræktarsamur við sína heimasveit og kenndi sig jafnan við Hermundarfell, fjall og fomt höf- uðból þar sem æskuheimili hans í Þistilfirði stóð. Hann var af þeirri kynslóð sem full af eldmóði og bjart- sýni hóf andlegt og verklegt upgbygg- ingarstarf snemma á öldinni. í landi Hermundarfells hófu þau Einar og Guðrún, lífsgæfa hans og förunautur, sinn búskap og reistu nýbýlið Haga- land. Þó leið þeirra lægi síðar til Akureyrar og þar stæði heimili þeira eftir það breytti það engu um ræktar- semi við heimaslóðimar. Áratugum síðar gaf Einar sveit sinni endurminningar sínar þar sem af næmni og hlýju er brugðið upp mannlífsmyndum frá uppvaxtarárum höfundar. Umfram allt annað er þó tilefni þessara skrifa það, að þakka Einari liðveisluna sem félaga í Álþýðubanda- laginu og liðsmanni hugsjóna frelsis, jafnréttis og bræðralags um áratuga skeið. Einar brást jafnan vel við hve- nær sem eftir var leitað að léggja til efni eða stinga niður penna í þágu þess málstaðar sem hann trúði á. Sjálfstæði þjóðarinnar og menningar- leg og andleg reisn gagnvart erlendu valdi, ekki síst hervaldi, var honum ofarlega í huga. Réttast veit ég hann vera höfund að orðinu „hnjáliða- mýkt“, sem enn er víst þrálátur sjúk- dómur! Fyrir hönd okkar Alþýðubanda- lagsmanna á Norðurlandi eystra og um allt land vil ég þakka Einari sam- fylgdina. Mér og fleirum er hugleikin myndin af Einari og Guðrúnu að tjalda gamla tjaldinu sínu á sumarhá- tíðum okkar Álþýðubandalagsmanna á Norðurlandi eystra. Kæra frænka Guðrún, ég og fjöl- skylda mín sendum þér, bömum, tengdabömum og allri fjölskyldu sam- úðarkveðjur, og hugsum til ykkar af fjarlægri strönd. Steingrímur J. Sigfússon. Það var á þeim árum, þegar ég hafði fengið aðstöðu norður á Akur- eyri til að skrifa þar á sumrin um fundna og týnda snillinga - mörg vötn hafa mnnið til sjávar síðan, - en þá var það einn dag, að ég var staddur inni í skúr þeim sem í þá daga var afgreiðslustaður Morgun- blaðsins í Hafnarstræti á Akureyri. Á framhlið skúrsins var stór rúða, ef hún er ekki þar enn, svo sá inn um hann allan. Frænka mín var við af- greiðslu blaðsins. Þessvegna var ég í skúmum. Þá vék sér skyndilega mað- ur inn í skúrinn og vildi fá keypt Morgunblað. Hann var fremur lág- vaxinn, en snöfurlegur. Um leið og frænka mín hafði rétt honum blaðið, leit hann einsog af tilviljun þangað sem ég sat fyrir innan borðið og sagði: Er þetta ekki Jón Óskar? - gekk síðan rakleitt til mín, rétti mér höndina og sagði: Ég heiti Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli. Við tókumst í hend- ur. Hvað vissi ég um þennan mann? Ég vissi að hann var einn af smá- sagnahöfundum þjóðarinnar, en ég hafði aldrei séð hann fyrr. Ég lét hann heyra, að ég kannaðist við sög- umar hans, því þeim hafði ég fyrir löngu veitt athygli. Hann spurði mig hvort ég vildi ekki ganga með sér upp í Þingvallastræti, þar sem hann átti heima, og spjalla við sig smástund. Það þótti mér gott boð, því á þeim tíma þekkti ég ekkert skáld á Akur- eyri nema Kristján frá Djúpalæk sem ég hafði kynnst fyrir sunnan. Nú gekk ég með Einari frá Hermundar- felli upp í Þingvallastræti. Hann gaf mér staup af koníaki og við spjölluð- um saman dágóða stund í bjartri stofu, en ekki lengi, því hann og kona hans, Guðrún, ætluðu að leggja af stað í ferðalag til Italíu, annaðhvort þann sama dag eða daginn eftir, nú man ég ekki lengur hvort heldur var. Hann gaf mér að skilnaði fyrsta smá- sagnasafn sitt, Septemberdaga, sem þá var löngu orðin ófáanleg bók. Með þessu hófst vinátta sem ekki rofnaði, og aldrei oftar sat ég við ritstörf á Akureyri að sumarlagi án þess að hafa meiri eða minni samskipti við Einar frá Hermundarfelli og Guðrúnu konu hans. Vinátta hans var vinátta hennar, þessarar hláturmildu, geðpr- úðu og einstöku konu sem breiddi notanlegan blæ yfir allt. Dísa frænka mín, sem seldi Morg- unblaðið í skúmum fyrmefnda og þekkti öll skáld og alla rithöfunda Akureyrarbæjar, sagði mér seinna að hún vissi ekki til að Einar Kristjáns- son frá Hermundarfelli hefði nokkum tíma stigið fæti sínum inn á af- greiðslu Morgunblaðsins nema í þetta eina skipti. Þess var raunar ekki held- ur að vænta, því Einar var velrauður sósíalisti og Alþýðubandalagsmaður og trúði, held ég, um þær mundir enn á kommúnismann í Ráðstjómarríkj- unum. Ég var hinsvegar um sömu mundir orðinn alræmdur meðal rót- tæklinga fyrir þau viðhorf sem fram höfðu komið í skrifum mínum um Moskvukommúnismann, marxismann og alræði öreiganna. Ég velti því stundum fyrir mér skömmu eftir fyrstu kynni okkar Einars, hvort fyrr- nefnd skrif mín hefðu verið ástæða þess, að hann vildi kynnast mér, að hann hefði hugsað sér að leiða mig af villigötum, en ég hvarf fljótt frá slíkri ímyndun, því hann minntist aldrei á þessi mál við mig og ég gerði mér ljóst, að ástæðan hafði verið ein- skær bókmenntaáhugi, vilji til að kynnast einum af þessum höfundum í Reykjavík sem héldu sig kannski eitthvað merkilegri en þá fyrir norðan. Við töluðum saman frá fyrstu kynnum eins og tveir rithöfundar sem báru virðingu hvor fyrir öðrum. Hjá hvorugum bryddi á neinu öðru. Og við urðum fljótt sammála um margt í bókmenntunum. Ef til vill var það þessvegna sem við tengdumst svo greiðlega vináttuböndum. Hinsvegar sagði hann mér skömmu eftir fyrstu kynni okkar að sonur sinn, Einar, sem þá var unglingur (nú þjóðfrægur gít- arleikari), læsi Ijóð mín með mikilli ánægju, en slík atómljóð voru þá enn mjög illa séð, ekki síst norður þar. Má vera að þessi unglingur hafi óaf- vitandi átt þátt í því að faðir hans vildi kynna sér fyrirbærið, en smá- t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mín, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTMUNDAR GÍSLASONAR frá Ísafirðí, Kirkjulundi 6, Garðabæ. Friðgerður Sigurðardóttir, Páll Kristmundsson, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Guðrún L. Kristmundsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför föður míns, tengdaföðurs, afa og langafa TÓMASAR STEINGRIMSSONAR Akureyri Sérstakar þakkir færum við Knattspyrnufélagi Akureyrar og Geysisfélögum. Ragna og Erik Pedersen, Erla Elísdóttir, Þórhildur Steingrímsdóttir, Ragnhildur Steingrfmsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur. 4 i € 4 , I i . i ( ( ( ( i ( ( i i i t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.