Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 41 SIMI 5878900 TRUFLUÐ TILVERA Sýnd kl. 3 og 5. ÍSLENSKT TAL. Sýnd kl. 3. íslenskt tal. SAMmtmm SAMwtmi SAMUm STORGRINMYNDIN: ALGJOR PLAGA I HÆPNASTA SVAÐI KLETTURINN jlM CAItREY MATTHEW BRODERKK itiSCQLAS SEAJte' Hann vantar vin hvað sem 'jc'tcit A.l mbl Prýðis gamaBiÍiynd | "Svo hér er á ferðirmi sumarafþreying éins og hún gerist best. Kletturinn er afbragðs skemmtiefni. Það aetti engum að leiðast frekar en venjulega i Alcatraz.,, Ein stærsta kvikmynd sumarsins er komin til íslands. Óskarsverðlaunahafarnir Scan Connery og Nicholas Cage fara á kostum í magnaðri spennumynd ásamt tjölda annara heimsþekktra leikara. Alcatrackletturinn hefur verið hertekinn og hótað er sprenqjuárás á San Fransisco. Á meðan klukkan tifar er árás á Klettinn skipulögð og til aðstoðar er fenginn eini maðurinn sem nokkru sinni hefurflúið Klettinn...lifandi. Sjáið Jim Carrey og Matthew Broderick í geggjuðustu grínmynd ársins. Aðalhlutverk: Jim Carrey (Dumb - Dumber, Ace Ventura 1-2, The Mask) og Matthew Broderick (Glory, The Freshman, Ferris Bueller's Day Off). 1 i\i i\íi I næstu mynd Woody Allens ► JULIA Louis-DreyfuS hef- ur ákveðið að starfa með Woody Allen í næstu mynd hans. „Hann hringdi í mig og sagðist vilja að ég tæki að mér hlutverk“ segir Julia, sem áður hefur unnið með Allen, en hún lék lítið hlut- verk í „Hannah and Her Sisters". Þó þurfti Julia að gera ýmislegt til að geta sam- þykkt verkefnið, því töku- tími Allens stangaðist á við vinnutíma hennar í þáttunum „Seinfeld“ og „Father’s Day“. En með góðum vilja tókst henni að haga málum þannig að hún gæti leikið í næstu mynd Woody Allens. Bragðsterkt hanastél í ÚTVARPI um þessar mundir heyrist iðulega lag með New York- sveitinni Fun Lovin’ Criminals þar sem jass, rokki, fönki og rappi er hrært saman í bragðsterkt hana- stél. Ekki er gott að vita hve margir hlustenda stöðvarinnar hafa gert sé grein fyrir því að texti lagsins er að nokkru sóttur til James Joyce, en á nýútkominni breiðskífu sveitarinnar er meðal annars vitnað í Joyce, Kerouac, Dostojevskí og Quentin Tarantino. Fun Lovin’ Criminals er skipað þremur vinum sem störfuðu saman í Limelight-klúbbnum í New York. Þeim þótti tónlistin í MTV svo ömurleg að þeir ákváðu að setja saman hljómsveit og eftir að næt- urvaktinni í Limelight lauk settust þeir niður og sömdu tónlist það sem eftir lifði nætur; hrærðu sam- an ólíkum áhrifum úr öllum áttum. Á disknum nýja, sem heitir Come Find Yourself, gefur að heyra frasa frá Louie Armstrong, Lyny- nrd Skynyrd, Antonio Carlos Job- im og Richard Strauss; jass, suður- ríkjarokk, bossanova og klassík, HRÆRINGUR. Félagar í Fun Lovin’ Criminals. en eins og áður er getið er ekki minna um bókmenntir úr ýmsum áttum. Eftir því sem FLC óx ás- megin fengu þeir félagar að flytja tónlist sína í klúbbnum á milli þess sem þeir tíndu saman glös og tæmdu öskubakka. Fyrsta breiðskífa FLC hefur vakið mikið og gott umtal, ekki síst í Bretlandi þar sem meðlimir Black Grape hafa verið iðnir við að hampa sveitinni. Þeir Fun Lo- vin’ Criminals, Steve, Huey og Fast, taka velgengninni fagnandi, ekki síst þar sem þeir segjast hafa frá ýmsu að segja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.