Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FLESTIR kannast við stækj- una í ijósum þar sem kýr standa inni allan veturinn ef ekki er vel loftað út. Kýr gefa m.a. frá sér mikið af amm- oníaki, sem er loftegund sem ekki er heilsusamleg kúm eða fólki. Það vakti því forvitni að frétta að Krist- ján Oddsson bóndi á Neðra-Hálsi í Kjós væri farinn að umbreyta og losna við ammoníakið frá kúnum með þýskri uppfinningu, bætiefni sem breytir því í ammonium. Flestir vegfarendur um þjóðveg- inn veita athygli þessum myndar- lega og snyrtilega bæ Neðri-Hálsi rétt eftir að komið er norður fyrir brúna á Laxá í Kjós, einkum vegna mikillar trjábeltaræktunar á túnum. Þegar við sitjum í stofu yfir kaffi með ógerilsneyddri mjólk út í og nörtum í lífrænt ræktaðar döðlur frá Kaliforníu sem húsfreyjan Dora Ruf ber fram, segir Kristján þetta rétt vera. Hann hafi gefið kúm sín- um sínum þetta efni, sem nefnist Penach, í á annað ár. Daglegur skammtur handa þessum 32 kúm er hálf teskeið, sem hrært er út í þönglamjöl. Þegar þetta kemur nið- ur i magagöng kúnna, þá er eins þangað hafi verið leitt súrefni og það hjálpar örverunum til að losna við ammoníakið, lofttegund sem getur valdið ertingu og ekki er heilsusamlegt fyrir kýr eða fólk að anda að sér í miklu magni, þegar kýrin hefur skilað því af sér út í umhverfið. En hvernig og hvað ger- ist? Til að átta okkur á því höfum við tekið með okkur Einar Þorstein Ásgeirsson, sem er hnútum kunnug- ur, og biðjum hann um að útskýra það í örstuttu máli. Einar Þorsteinn segir þetta aðferð sem Þjóðverji að nafni Plochner hafi fundið upp til að óma efni, þ.e. að koma tilteknum _upplýsingum inn í sameindir efnis. I þessu tilfelli er burðarefnið malaður kvarssteinn, sem útbúinn er skipunum eða tilætl- uðum upplýsingum með aðferð sem þessi Þjóðverji á einkaleyfi á. Þetta burðarefni má setja í vatn eða ann- að efni, til dæmis í magavökva kúnna þar sem eru hundruð milljóna af örverum að bijóta niður fæðuna. Með þessum hvata er verið að hjálpa þeim örverum sem þurfa á súrefni að halda og niður- brotsferlið í geijuninni verður hraðara og árangurinn betri. Efnaferlið frá ammoniaki að ammonium með aðstoð súrefn- Morgunblaðið/Þorkell KRISTJÁN bóndi Oddsson á Neðra-Hálsi í fjósi sínu, þar sem kýr er að gefa ungum kálfi að drekka. EYDIR AMMONIAKS- MENGUN ÍRAKMIM is verður semsagt hraðara inni í kúnum og í því sem aftur af þeim gengur er það síðarnefnda sem ekki er eins heilsuspillandi. Um óhollustuna af ammoníakinu var leitað til Helga Guðbergssonar læknis hjá Vinnueftirlitinu, sem kvað ammoníak vera lofttegund sem ekki sé gott að anda að sér, því hún getur valdið ertingu og þarmeð bólgu í lungnapípum, jafvel að menn verði veikir ef mikið er af henni. Fólki með nefnbólgur eða á annan hátt viðkvæmt fyrir geti versnað og þetta valdið kasti hjá asmasjúkling- um. Það sé því hið besta mál ef hægt er að minnka áhrifin af því í fjósum. Það sé til góðs bæði fyrir menn og skepnur. Unnur Steina Björnsdóttir, sér- fræðilæknir í ofnæmissjúkdómum, sagði að ammoníak í lofti gæti vald- ið mjög slæmu áreiti og espað upp sjúkdóma í nefí og öndunarfærum, þannig að sjúklingnum versni. Drýgir áburðinn Auk þess áð nota þetta efni í kým- ar kvaðst Kristján bóndi einnig nota það beint í fjóshauginn, sem undir venjulegum kringumstæðum angar af ammoníakslykt sem ekki sé heilsu- samlegt að hafa nálægt sér. Þó er það annað sem honum gengur frem- ur til. Ef ammoníak er sett beint á tún þá brennir það svörðinn, en sé því breytt þá er það áburður á gras- ið, sem skiptir máli þegar kúahland er borið á tún. Að vísu segir hann að ákveðin umbreyting verði i haugnum án aðgerða. Ammoniakið brotni þar undir venjulegum kring- umstæðum niður, en á lengri tíma. Með því að setja þetta efni í haug- inn gerist ákveðin forgeijun, sem veldur því að mykjan verður að- gengilegri plöntunum sem áburður Krístján Oddsson bóndi á Neðra-Hálsi er með nýstárlega tilraun á kúm sínum. Til að losna við ammóníakið er út af þeim gengur fá þær öríítið af nýju þýsku bætiefni. Stækj- an hverfur, til bóta fyrír umhverfið og heilsu- far kúa og manna. Hann sagði Elínu Pálma- dóttur að þetta værí liður í lífrænni fram- leiðslu, sem hann er að taka upp og hann lítur á sem umhverfismál. KAUPAKONURNAR Steinunn og Sigrún eru kálfafóstrur og gefa kálfunum mjóik úr fötum með túttum, til að fullnægja ______sogþörf þcirra eftir að þeir eru teknir af spcna._ og eins er minni lykt. Ammoníakið gufar upp í haugnum og tapast meira áður en það hefur breyst í áburð fyrir plönturnar. „Með því að gera þetta strax í kúnum vinnst það að öllu ferlinu hefur verið flýtt og umhverfi fjóssins um leið gert heilsusamlegra", segir Kristján. Hann kveðst því setja 3-4 kg yfír vetrarmánuðina beint í hauginn. Annar sparnaður fylgir. í haughús- unum sest hlandið gjarnan undir og skíturinn ofan á, svo þarf að hræra því saman með vélum. En með þessu efni þarf ekki að nota eins mikla orku í að hræra upp í haugnum og sparast olíukostnaður. Við ræðum um þetta nefnda efni, sem Einar segir að megi nota í fleira en kúaskít. Þjóðveijar nota það t.d. til hreinsunar á stöðuvötnum, í plasti og áli sem burðarefni. Einu staðirnir þar sem þetta virkar ekki sé þar sem búið er að drepa ailar örverurnar með eitri. „Annars er þetta ekkert alveg ný uppfinning. Því að Rudoif Steiner ráðleggur þetta í ræktun, þar sem kvarsmjöl er þurrkað í sólinni og það síðan notað. Þá virkar það eins og sól. „Þetta vissi hann karlinn," bætir Kristján við. Með þessari aðgerð kveðst hann fá meira áburðarefni út úr mykj- unni, köfnunarefni sem annars ryki í burtu. Auk þess minni loftmengun þegar verið er að bera á túnin. „Eg hefi notað mykjuna beint á túnið, sem er nú reyndar ekki talið æski- legt í lífrænni ræktun.“, segir hann. „Þá er mælt með því að láta allan úrgang fara í gegn um safnhauga, því safnhaugamoldin á að vera besti áburðargjafinn vegna þess hve vel hún bindur næringarefnin, sem taka langan tíma að brotna niður og losna samhliða því sem plantan er tilbúin til að taka þau upp. Safnhaugurinn er því umhverfisvænn“. Kristján er með umtalsverða safn- haugagerð á jörðinni undir berum himni. Hann er að þróa nýja aðferð við safnhauga, sem er mikið að ryðja sér til rúms erlendis í sambandi við förgun á hverskonar lífrænum út- gangi. Þessi nýja aðferð er véltæk, en umbylta þarf haugnum með jöfnu millibili til að örva og viðhalda geij- un. „Safnhaugurinn er lokaferlið í líf- rænni ræktun", segir Kristján. „Hann lokar í rauninni þessum köfn- unarefnishring. í hann fer allur líf- rænn úrgangut', afgangar frá hús- inu, tijákurlið frá skógræktinni, sem við vinnum hér heima, heyfyrningar, auk þess sem ég hefí fengið svolítinn búfjáráburð frá hestamönnum og jafnvel grænmetisafganga frá heild- sölu í Reykjavík Allt nýtist þetta í ábut'ð á túnin.“ Með lífræna ræktun Kristján er með lífræna útiræktun á gulrótum og rófum. Ekki er neinn jarðhiti á Neðra-Hálsi svo ekki eru þar gróðurhús. Hvernig gengur hon- um að selja þessa lífrænu vöru? Hann segir það ekkert vandamál, þetta fari mest í sérverslanir sem gefa sig út fyt'ir að vera með lífræn- ar vörur. „Stefnan er auðvitað að vera líka með lífræna framleiðslu á mjólk“, segir hann. „En ég er ekki búinn að fá vottun á mjólkurframleiðsluna, eins og grænmetið. Til að fá vottun þurfa öll tún að hafa verið laus við tilbúinn áburð í tvö ár. En ég bar eitt og hálft tonn á 8 hektara í fyrra. Þetta er að vísu smáræði, sem staf- aði af því að ég var með fyrningar frá árinu áður. Annars er ég búinn að vera að breyta um ailt frá 1984-5. Þetta tekur sinn tíma því uppskeran minnkar alltaf fyrstu árin eftir að maður hættir við tilbúna áburðinn. Ekki er hægt að taka aliar spildur undir í einu, maður verður að taka þetta í smærri skrefum. Það verður ekki gert í einu stökki." Hver eru næstu skrefín? Kristján upplýsir að vorið 1996 verði allar túnspildur orðnar vottunarhæfar. En þótt hann fái þessa vottun verður mjólkin þá ekki bara tekin og henni hellt saman við mjólkina frá öllum öðrum? „Jújú,“ svarar hann ofur ró- lega.„Enginn er enn með svona vott- un nema Skaftholt og þeir eru nú að undirbúa eigin framleiðslu á ost- um. Ég stefni líka á það að markaðs- setja mjólkurvörurnar sjálfur." Hvað er langt í þetta hjá honum. „Ég hefí verið að láta mig dreyma um það að geta farið af stað næsta haust, en það kostar peninga. Og það eru ýmsar spumingar sem eftir er að svara“. Vor, féiag bænda í lífrænni rækt- un, samþykkti á aðalfundi í vor að setja á stofn nefnd sem á að vinna að undirbúningi á markaðssetningu á lífrænni mjólk fyrir utan hið hefð- bundna kerfi. Við þurfum að skapa grundvöll til að markaðssetja sjálfír. Það er ekki bannað. í raun og veru getur hver sem er framleitt og mark- aðssett mjólk. En hún verður bara að vera gerilsneydd. Þó er ekki skylda að hafa hana fítusprengda. Svo þarf að semja við ríkið um bein- greiðslur. Og við sexmanna nefnd um verðlagningu á mjólkinni. Ekki þó á jógurtvörum eða unnum vömm, því þar er verðlagning frjáls." Krist- ján kveðst ekki hugsa til útflutn- ings, bara stefna á þann markað sem er handan við homið, eins og hann orðar það. Nýfæddu kálfarnir sjúga kýrnar í spjalli okkar berst í tal að kálfunum sé gefín ógerilssneydd mjólk, enda þrífíst þeir ekki á öðru. Og raunar er leyfílegt að framleiða ógeril- sneyddar mjólkurvörur í gæludýra- mat. Þetta verður til þess að við geymum frekari umræður þar til síð- ar og göngum út í fjós, þar sem eru kálfar og ein kýr inni. Kristján segir það lið í þessu við- horfi til lífrænnar framleiðslu að leyfa kálfinum að sjúga móðurina fyrstu fimm dagana. Hún framleiðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.