Morgunblaðið - 24.07.1996, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tíu málverkum stolið úr vinnustofu Braga Ásgeirssonar listmálara
BRAGI Ásgeirsson á vinnustofu sinni. Hægra megin við listamanninn sést í auð-
an, hvítan vegg en þar héngu nokkur málverkanna sem saknað er.
Morgunblaðið/Þorkell
INN UM þennan glugga á þaki 13 hæða fjölbýlishússins brutust þjófarnir.
Tóku eingöngu lítil eða meðalstór verk
„HÉR VAR allt á hvolfi þegar ég kom,
skúffur lágu á gólfinu og tæmt hafði ver-
ið úr skápum,“ segir Bragi Ásgeirsson list-
málari en hann varð fyrir þeirri ógæfu
að brotist var inn í vinnustofu hans í fyrri-
nótt og allt að tíu málverkum stolið. „Þetta
er ómetanlegt tjón fyrir mig. Þeir tóku
eingöngu lítil eða meðalstór verk sem
hægt var að flytja og pökkuðu þeim inn
í teppi.“ Engar aðrar skemmdir voru unn-
ar á vinnustofunni og ekkert fé höfðu
þjófarnir upp úr krafsinu.
íbúi í húsinu varð var við óvenjulegar
mannaferðir um nóttina þegar hann sá
tvo menn yfirgefa húsið og annar þeirra
var m.a. með úttroðna tösku.
Vinnustofan er í risi á þrettándu hæð
fjölbýlishúss við Austurbrún. Bragi segir
að þjófurinn eða þjófarnir hafi brotist inn
í vinnustofuna í skjóli nætur en hann yfir-
gaf stofuna að kvöldi mánudags og kom
aftur morguninn eftir. Hann segir að
vegna viðhaldsframkvæmda sem standi
yfir um þessar mundir við fjölbýlishúsið
hafi svalahurð í risinu verið opin. Greið
leið er þaðan upp á þak og þaðan brutust
þjófarnir inn um glugga í eystri hluta riss-
ins þar sem Póstur og sími hefur aðstöðu
fyrir móttökustöðvar fyrir boðtækja- og
farsímakerfi. Ekkert var átt við tækjabún-
aðinn að sögn húsvarðar en þjófarnir
völdu heldur að brjótast inn í vinnustof-
una í vestari hluta rissins. Hurð var brot-
in af stöfum og þegar inn var komið var
leitað í öllum hirslum.
„Greinilegt er að þeir leituðu ekki ein-
göngu að listaverkum," segir Bragi „Hér
er aftur á móti ekkert annað en listaverk,
bækur og kaffi og kex. Mér sýnist að
bækurnar séu allar óhreyfðar. Þjófarnir
virðast ekki vera bókhneigðir."
Innbúið í vinnustofunni er vátryggt að
sögn Braga. Aðspurður kvaðst hann á
hinn bóginn telja mjög erfitt að meta verð-
mæti verkanna til fjár. Verkin eru öll
máluð fyrir 1990 en hið elsta er gert í
Róm 1954. Segir Bragi það vera sérstak-
lega verðmætt fyrir hann persónulega.
Óvenjulegar mannaferðir
íbúi í fjölbýlishúsinu varð var við
óvenjulegar mannaferðir um fjögurleytið
umrædda nótt. „Ég heyrði umgang við
innganginn og mér varð litið út. Þá sá
ég tvær ungar persónur. Önnur var með
handtösku sem virtist vera úttroðin af
einhverju. Hin bar eitthvað á höfðinu, sem
mér fannst fyrst vera dýna, en vel kann
að vera að það hafi verið teppi en mér
skilst af lýsingum húsvarðar að þjófarnir
hafi vafið þýfi sitt í teppi.“
íbúinn telur hugsanlegt að innbrots-
mennirnir hafi verið kunnugir í húsinu
enda virðist sem þeir hafi stefnt ákveðið
að því að brjótast inn hjá listamanninum
og vitað nákvæmlega hvert þeir ættu að
fara.
Lögreglan í Reykjavík rannsakar lista-
verkaþjófnaðinn og hefur m.a. beðið lista-
manninn um að útvega ljósmyndir af sem
flestum verkanna til að auðvelda leit að
þeim og koma í veg fyrir sölu þeirra.
Ný gerð ljósastaura sett upp við Reykjanesbraut
Staurarmr brotna við
jörð ef ekið er á þá
FRAMKVÆMDIR munu hefjast á
næstunni við lagningu rafstrengja
meðfram Reykjanesbrautinni vegna
lýsingar á brautinni. Samið var við
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða
um að annast jarðvegsframkvæmdir
að undangegnu útboði, en ljósa-
staurar verða keyptir af Jóhanni
Rönning hf.
Um er að ræða nýja gerð ljósa-
staura frá Bandaríkjunum, svo-
nefnda öryggisstaura, sem klippast
í sundur niður við jörð ef ekið er á
þá. Á þennan hátt er dregið úr slysa-
hættu við útafakstur. Lampamir
gefa ennfremur betri lýsingu en
hefðbundnir lampar og er því nægj-
anlegt að hafa 65 metra bil á miili
þeirra, að sögn Jónasar Snæbjörns-
sonar hjá Vegagerðinni.
Áætlað er að kostnaður vegna
lýsingar Reykjanesbrautarinnar
milli Hafnarfjarðar og Leifsstöðvar
nemi um 170-180 milljónum króna.
íjárveiting til verksins nemur um
130 milljónum króna á þessu ári og
nægir hún til að setja upp lýsingu
á leiðinni milli Hafnarfjarðar og
Njarðvíkurvegar. Gert er ráð fyrir
að uppsetning stauranna hefjist í
september og verkinu verði lokið
fyrir 1. desember nk., en þá verður
eftir um 5 kílómetra kafli til flug-
stöðvarinnar.
Jónas sagði að nokkrar þrenging-
ar yrðu á veginum á stuttum köflum
meðan á framkvæmdum stæði í ág-
úst, en ætlunin væri að merkja þær
vel þannig að umferðin gengi sem
greiðast fyrir sig.
Eins og fram hefur komið eru
bundnar vonir við að með því að
setja upp lýsingu við Reykjanes-
brautina megi draga úr slysahættu
á þessari leið. Sérstaklega er á það
bent að vegna mikillar umferðar á
þessari leið sé nú að jafnaði erfitt
að aka hana með háum ljósum.
Vegagerðin hefur einnig haft til
athugunar breikkun Reykjanes-
brautar og voru því keyptir lampar
sem ætlaðir eru fyrir breiðari veg,
en með tveimur akreinum.
Að sögn Jónasar hefur verið rætt
um að breikka veginn í þijár akrein-
ar þannig að tvær akreinar séu
ýmist í vestur- eða austurátt á
ákveðnum köflum vegarins líkt og
þekkist á hluta leiðarinnar yfir
Hellisheiði.
Einn æðsti valda-
maður Páfagarðs
til landsins
EINN æðsti valdamaður kaþólsku
kirkjunnar, Bernardin Gantin
kardínáli, kemur til landsins í dag,
en hann er yfirmaður Stjórndeildar
biskupa, auk þess sem hann veitir
kardínálasamkundunni í Páfagarði
forstöðu.
Gantin varð kardínáli árið 1977
í valdatíð Páls VI. og hefur frami
hans verið mikill innan kaþólsku
kirkjunnar síðan. Aldrei áður í
sögu hennar hefur þeldökkur
maður veitt kardínálasamkund-
unni forstöðu, en í því felst að
við andlát páfa verður hann full-
trúi kirkjunnar gagnvart umheim-
inum þar til nýr páfi hefur verið
kjörinn.
í samtali, sem Morgunblaðið
átti við Gantin kardínála í Róm
fyrir skömmu,
kvaðst hann
lengi hafa lang-
að að koma
hingað til lands.
Sagði hann
tímasetninguna
nú henta vel þar
sem St. Jósefs-
systur halda
Bernardin þann 27. júlí nk.
Gantin upp a ag jQO ár
eru liðin frá því þær hófu störf
hér á landi. Við hátíðarmessu í
Kristskirkju þann dag mun kard-
ínálinn einnig nota tækifærið og
setja Johannes Gijsen biskup form-
lega í embætti.
■ Að því kemur/23
Borgarstjóri segir samþykki fyrir nýbyggingu við Kirkjusand háð hljóðstígi
Hávaði fari ekki yfir 55 desibel
MEÐ blaðinu í dag fylgir fjögurra
síðna auglýsingablað frá BYKO.
SKIPULAGSNEFND kemur sam-
an í dag til að afgreiða umsagnir
um fyrirhugaðar húsbyggingar
Ármannsfells við Kirkjusand og
segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri ekki hægt að sam-
þykkja nýbyggingar á svæði þar
sem kröfur til hljóðvistar séu ekki
uppfylltar.
Kröfur um hávaðastig í byggð
eru háðar því hvort um nýskipu-
lag er að ræða eða endurnýjun
byggðar. Við nýskipulag er miðað
við að umferðarhávaði fari ekki
yfir 55 desibel utan við glugga
en undanþágur leyfa hærra hljóð-
stig ef um er að ræða endurnýjun
byggðar sem fyrir er, eða 70 dB
við glugga helmings herbergja.
„Hvort sem lóðin er skilgreind
sem nýbyggingarsvæði eða ekki
hljótum við að gera þá kröfu að
ekki sé meira er 30 desibela háv-
aði inni í íbúðunum og 55 dB við
húsvegg. Vandamál vegna um-
ferðarhávaða eru næg fyrir í
borginni og við megum ekki við
því að fara að búa til ný,“ segir
hún.
Aðspurð hvort hugsanlega þurfi
að endurskoða hönnun húsanna
til þess að mæta fyrrgreindum
kröfum segir Ingibjörg Sólrún að
svo kunni að fara.
Reiknað á mismunandi
forsendum
Niðurstöður útreikninga vegna
umferðarhávaða við fyrirhugaðar
byggingar hafa verið ýmiss konar
og byggjast á 60-80 kílómetra
meðalhraða og mismunandi um-
ferðarþunga á sólarhring og hlut-
falli þungra bifreiða.
Hafa útreikningar án hljóð-
tálma, sem Morgunblaðið birtir í
dag, gefið til kynna hljóðstyrk frá
69,5 dB við efstu hæð 7-hæða
hússins að 70 dB við fjórðu hæð
sama húss og lægsti hljóðstyrkur
sem reiknaður hefur verið út við
fyrstu hæð 6-hæða hússins er 58
desibel. Hæsta gildi á lóð hefur
mælst 72,3 dB og leiða útreikning-
ar frá því í gær í ljós 67 dB hljóð-
styrk við efstu brún 7-hæða húss-
ins. Hljóðstyrkur reiknast mestur
við efstu hæð.
■ Umferðarhávaði/31