Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 15 ERLENT Reuter Sækja drykkjarvatn Þrettán ár liðin frá því uppreisn tamíla hófst Hart barizt á Sri Lanka Colombo. Reuter. KONUR í þorpi nálægt Dhaka, höfuðborg Bangladesh, sækja drykkjarvatn í dælubrunn sem er að mestu á kafi í vatni, og fleyta vatnskönnunum heim til sín. Sextíu manns hafa á undan- förnum hálfum mánuði farist í mikium flóðum í landinu af völd- um rigninga og þúsundir hafa orðið að yfirgefa heimili sín. DAGINN sem þess var minnzt, að þrettán ár væru liðin frá upphafi blóðugrar baráttu aðskilnaðarsinn- aðra tamíla á Sri Lanka fyrir sjálf- stæði, geysuðu mjög harðir bardagar milli skæruliða tamílatígranna og stjórnarhermanna. Skæruliðar þjóð- ernisminnihlutahóps tamíla beijast fyrir aðskilnaði frá Sinhalesum, sem eru í meirihluta íbúa á eynni undan Indlandsströndum. Tamílar vilja stofna eigið ríki á norður- og aust- urhluta eyjarinnar. Bardagarnir nú hafa staðið í sex daga og hafa kostað hundruð manna TAKANOHANA, annar af virtustu súmóglímuköppum Japans, hefur verið staðinn að skattsvikum og málið er enn eitt reiðarslagið fyrir japönsku fangbragðaíþróttina, sem hafði áður orðið fyrir miklum álits- hnekki vegna ásakana um spillingu og eiturlyfjaneyslu glímumanna. Takanohana er 23 ára og hefur verið sæmdur æðsta titli súmóíþrótt- arinnar, „yokozuna" eða stórmeist- ari, en aðeins einn annar glímumað- ur hefur þann titil. Skattayfirvöld saka hann um að hafa látið hjá líða að telja fram 68,7 milljónir jena, jafnvirði 41 milljónar króna, á árun- um 1993-95. Þetta er í fyrsta sinn sem skattayfirvöld rannsaka mál „yokozuna", sem njóta mikillar virð- ingar í Japan. „Skattayfirvöld hafa sýnt mér hvernig ég á að telja fram tekjur mínar og ég fer eftir ráðleggingum þeirra frá og með næsta ári,“ sagði í stuttri yfirlýsingu frá glímukapp- anum. Bróðir hans og faðir, báðir þekktir glímukappar, voru einnig sakaðir um skattsvik. Málið er mikill álitshnekkir fyrir Takanohana, sem vann 14. súmó- mótið sem atvinnumaður í fang- bragðaíþróttinni á sunnudag. Aðeins Hundruð hafa fallið í bardögum undanfarna daga lífíð. Samtals hafa um 50.000 manns fallið í átökunum á undanförnum þrettán árum. Ófriðurinn hófst þann 23. júlí 1983, þegar 13 sinhalesískir hermenn voru drepnir af meðlimum „Frelsun- artígra tamíla-elams“ (FTTE), sem leiddi til uppþota um alla eyjuna sem beindust gegn tamílum. flórir aðrir glímumenn hafa unnið 14 eða fleiri súmómót og Takano- hana þykir bæði nógu ungur og hæfileikaríkur til að vinna fleiri mót en nokkur annar í sögu íþróttarinn- ar. Samið um úrslit fyrirfram? Áður höfðu ásakanir fyrrverandi súmóglímumanns, Onaruto, um spillingu meðal atvinnumanna í súmóíþróttinni valdið miklu uppnámi í Japan. Onaruto hélt því fram að margir glímumenn semdu um úrslit einvígja fyrirfram, fengju greitt fyr- ir að tapa fyrir ungum og efnilegum glímumönnum eða mönnum sem ættu á hættu að lækka í tign. Al- gengt væri að greidd væru um 600.000 jen, sem svarar 360.000 krónum, fyrir sigur í einu einvígi. Onaruto sakaði einnig glímumenn um tengsl við skipulögð glæpasam- tök, meðal annars eiturlyfjasala og vændiskonur. Skömmu eftir Onaruto lést fyrr á árinu höfðaði samband súmóglímu- manna mál gegn útgáfufyrirtæki fyrir að birta greinar sem hann skrif- aði um spillinguna. Réttarhöldunum er ólokið og búist er við að margir súmóglímumenn beri vitni í málinu. Bardagar undanfarinna daga hafa verið um mikilvæga herstöð í Mullai- tivu á norðausturodda _ eyjarinnar, 280 km frá Colombo. Útvarp upp- reisnarmanna lýsti því yfir í gær, að þeir hefðu náð herstöðinni á sitt vald. Óstaðfestar fregnir herma að uppreisnarmenn hafi fellt nær alla þá sem í stöðinni voru, um 1.000 manns. Stjórnin sendi fjölda viðbót- arhermanna á staðinn í gær, þar á meðal sveitir úrvalshermanna, í til- raun til að hindra að uppreisnar- mönnum takist að hreiðra um sig í herstöðinni. Konur ánetjast frekar eit- urlyfjum Stokkhólmi. Reuter. KONUR eru líklegri en karlar til að ánetjast eiturlyfjum alvar- lega, samkvæmt könnun sæn- skra vísindamanna sem birt var í gær. Könnunin náði til 20.000 sænskra eiturlyfjaneytenda og leiddi í ljós að 51% kvennanna og 46% karlanna höfðu leiðst út í mikla neyslu fíkniefna, „Við komumst að því að færri konur neyta fíkniefna en karl- ar, en að konurnar áttu við meiri fíkniefnavanda að stríða," sagði einn vísindamannanna, Siv Byqvist. 79% þátttakendanna voru karlar og 21% konur og fram kom að konurnar hneigðust til að neyta annarra fíkniefna en karlar. „Þær notuðu meira af ópíumefnum og amfetamíni og minna af kannabisefnum en karlar," sagði Byqvist, sem bætti við að daglegur fíkniefna- skammtur kvennanna hefði yf- irleitt verið stærri en karlanna. Konurnar, sem neyttu eitur- lyíja, voru yngri að meðaltali en karlarnir. „Tólf prósent kvennanna voru undir 20 ára aldri en átta prósent karlanna,“ sagði Byqvist. Spillingarmál valda uppnámi í Japan Virtur súmókappi sekur um skattsvik Tókýó. Reuter. Oryggi sagt áfátt á JFK-flugvelli Rannsókn sprengingarinnar í þotu TWA Sjóherinn sendir full- komið vélmenni til leitar Brookhaven, New York. Reuter. BANDARÍSKI sjóherinn mun leggja til fullkomið vélmenni og aðstoða við leitina að braki og þeim sem fórust, þegar Boeing 747-vél bandaríska flugfélagsins TWA sprakk skömmu eftir flugtak frá John F. Kennedy flugvelli í New York á fimmtudag. Fjölskylda tveggja af þeim 230, sem fórust með vélinni, hefur ráðið sömu lögfræðinga og höfðuðu mál á hend- ur flugfélaginu Pan Am og trygg- ingafyrirtækjum þess þegar flugvél þess var sprengd í loft upp yfír bæn- um Lockerbie á Skotlandi. Kafarar sjóhersins héldu áfram leit að jarðneskum leifum þeirra, sem fórust með vélinni, í gær og ríkti bjartsýni um að tækist að ná braki af hafsbotni í gær til þess að kom- ast mætti að því hvers vegna vélin hrapaði. Vonir um að leit gangi betur Robert Francis, varaformaður bandarísku samgöngu- og öryggis- nefndarinnar, sagði að sjóherinn hefði sent tvö skip til New York. Vélmennið væri í öðru þeirra. Hann spáði því að leitin myndi nú ganga Lögfræðingnr úr Lockerbie-málinu ráðinn vel, eftir tafir vegna veðurs og lélegs búnaðar. Lee Kreindler, sem var einn helsti lögmaðurinn í málsókninni á hendur Pan Am í Lockerbie-málinu, sagði að umrædd fjölskylda hefði ráðið sig og sér hefðu borist fleiri fyrirspurnir. Hann sagði að þótt ekki hefði feng- ist niðurstaða um hvað hefði valdið því að vél TWA, sem var á leiðinni til Parísar, hrapaði kæmu aðeins þrír möguleikar til greina. Eitthvað hefði verið að vélinni, sprengja hefði verið um borð eða vélinni hefði verið grand- að með flugskeyti. Kreindler benti á að sprungu- myndun í Boeing 747 sé þekkt vandamál. Rannsóknarmenn sögðu á mánu- dag að verið væri að senda vélmenni sjóhersins. Ákvörðun var tekin um að senda vélrnennið þegar leitar- menn greindu frá því að sennilega hefðu þeir fundið svæðið, sem brak úr vélinni væri dreift um, á botni Atlantshafsins. Talið er að svarti kassinn, sem enn er ófundinn, liggi á þessu svæði. Vélmennið er búið sónar, mynda- vélum og örmum til að halda braki fyrir kafara. Aðeins hefur tekist að ná um 2% vélarinnar á land. Á mánudag fannst hins vegar stórt stykki úr vélinni um sex km undan strönd Long Is- land. Grunur um skemmdarverk eykst Sjónvarpsstöðvarnar ABC og CNN greindu frá því á mánudags- kvöld að rannsóknarmenn hölluðust nú að því að um skemmdarverk hefði verið að ræða. Sú kenning væri byggð á vængbroti, sem fundist hefði í síðustu viku. í dagblaðinu The New York Tim- es sagði í gær að á umræddu broti væru ummerki svipuð þeim, sem sprengjur skilja eftir sig. Brotið væri neðan af væng, skammt frá farangursrými. París, New York. Reuter. ÝMSAR vísbendingar hafa komið fram, eftir að breiðþota TWA fórst skömmu eftir flugtak í New York á fimmtudag, um það að flugvellir í Bandaríkjunum séu ekki jafn öruggir og talið hefur verið. A laugardag tóku tveir franskir fréttamenn útvarpsstöðvarinnar Radio France Internationale sig til og gengu fram hjá fjölda ör- yggisvarða í byggingu fyrir al- þjóðaflug á John F. Kennedy-flug- velli. Þeir komust að hliði til brott- farar án þess að nokkur stöðvaði þá, þótt þeir hefðu hvorki miða, né brottfararspjald. Að auki höfðu þeir meðferðis stór segulbönd, sem ekki voru gegnumlýst. Christophe Hondelatte, annar fréttamannanna, sagði í viðtali við útvarpsstöðina WCBS að þeir hefðu komist inn í komusal með því að fara inn um dyr, sem að- eins voru ætlaðar til útgöngu. Því næst hefðu þeir farið inn um aðr- ar dyr fyrir koinufarþega. Á leið- inni hefðu þeir farið fram hjá verði. Er þeir komu að hliði 25, þar sem farþegar voru að búa sig undir að ganga um borð í vél á leið til Puerto Rico, létu þeir lögregluþjón hafa myndavél og báðu hann um að taka mynd af sér. Talsmenn TWA kváðust á mánudag efast um að þetta hefði gerst og töluðu um „meint atvik“. Þeir hafa beðið lögreglu að rann- saka málið. Rannsókn flugmálastjórnar Mary Schiavo, fyrrverandi yfir- maður í bandarísku flugmála- stjórninni, sagði í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC að fyrir skömmu hefði verið gerð rannsókn á öryggi á bandarískum flugvöllum. Fjórum af hveijum tíu útsendurum Schiavo tókst að kom- ast leiðar sinnar án þess að vera stöðvaðir. Schiavo nefndi meðal annars að manni á hennar vegum hefði tekist að komast alla leið í flugstjórnarklefa farþegaþotu án þess að amast væri við honum. Yfirmenn samgöngumála í Bandaríkjunum sögðu þegar greint var frá þessari rannsókn á sínum tíma að hún gæfi ekki til- efni til að herða öryggisviðbúnað á flugvöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.