Morgunblaðið - 24.07.1996, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
íslenskur tónlistar-
arfur fram í dagsljósið
Norræni menningarsjóðurínn veitti Kára
Bjamasyni og Bjarka Sveinbjömssyni í sam-
vinnu við tvo norræna sérfræðinga hálfrar
milljónar króna styrk til að hefja rannsóknir
á nótnauppskriftum og lagboðum í íslenskum
kvæðahandritum. Þetta er í fyrsta skipti sem
þessu viðfangsefni er sinnt skipulega í nor-
rænni samvinnu með fullkomnustu tækni.
• •
Orlygur Sigurjónsson ræddi við Kára og
Bjarka um markmið rannsóknarinnar.
Mbl/Asdís
„VIÐ ætlum að gera allt sem stendur í þessum lúnu skræðum
aðgengilegt á tölvutæku formi fyrir lærða sem leika,“ segja
Kári Bjarnason og Bjarki Sveinbjörnsson í upphafi rannsóknar-
innar á Islenska tónlistararfinum 1100-1950.
\**r>*!
■ ......
ÞETTA kvæðahandrit (ÍB 196 4to) er sálmasafn með nótum frá
árinu 1730. Seinna verður hægt að skoða það á Alnetinu ásamt
ýmsum ítarlegum upplýsingum. Pappírshandritin sjálf verða
hins vegar áfram geymd í dimmum, köldum og rökum kjallara
Landsbókasafnsins.
VERKEFNIÐ nefnist íslenski tón-
listararfurinn frá 1100-1950, en
eitt helsta vandamálið sem blasir
við sérfræðingunum í upphafi
rannsóknarinnar er sú takmarkaða
vitneskja sem liggur fyrir um
nótnaskrift og lagboða í íslenskum
kvæðahandritum.
Til útskýringar eru lagboðar
stuttar hendingar í kvæðahandrit-
um sem segja til um hvaða lag
eigi að syngja við kvæðið.
Páll Eggert Olason sem skráði
handritakost Landsbókasafnsins
hafði fremur lítinn áhuga á tónlist
og því tók hann ekki sérstaklega
fram að í handritunum væru nótur
og lagboðar. „Þess vegna er ekki
urn annað að ræða en að setjast
niður og fletta í gegnum öll hand-
rit og leita að nótunum og Iagboð-
unum,“ segir Kári. Elsta handrit
sem þeir Bjarki og Kári hafa und-
ir höndum er frá 12. öld og um
leið og þeir handleika þetta brúna
skinnblað reifa þeir þær megin-
spurningar sem þeir ætla sér að
fá svör við. „Hversu algeng var
tónlistariðkun og -kunnátta fyrr á
öldum og hvert er samhengið við
evrópska menningu í því sam-
bandi?“ spyr Bjarki.
Norræn samvinna með
nýjustu tækni
Kári og Bjarki ætla sér í sam-
vinnu við Martin Knakkegaard
lektor við tölvudeild tónlistardeild-
ar Háskólans í Alaborg og Giselu
Attinger tónlistarfræðing við Há-
skólann í Osló að taka verkefnið
skipulegum tökum og gera öll þau
gögn sem þau komast yfir aðgengi-
leg almenningi.
Bjárki lýsir vinnubrögðum og
verkaskiptingu sérfræðinganna:
„Markmiðið er í meginatriðum að
koma öllum niðurstöðum inn á
Alnetið eða í margmiðlunarkerfið.
Það þrep verður í grófum dráttum
þríþætt. Fyrst verður mynd af
handriti skönnuð inn og síðan verð-
ur kvæðið við laglínuna skrifað
stafrétt og á nútímastafsetningu.
Þá verða allar nótnaskriftir skann-
aðar inn á tölvuna með nútíma-
nótnasetningu og hljóðskrá verður
látin fylgja laginu,“ útskýrir
Bjarki, sem mun sjá um alla tölvus-
könnun. Allar nótnaumritanir
verða í höndum Giselu og alla
textavinnu mun Kári inna af hendi.
„Minn hlutur í verkefninu,“ segir
Kári, „er að taka saman skrá um
höfunda auk allra sögulegra upp-
lýsinga. Þar verður einnig skrá
yfir bragarhætti og lagboða og
eiga menn að geta valið um staf-
réttan texta eða nútímastafsetn-
ingu.“
Miðstöð tölvuvinnslunnar verður
í Háskólanum í Álaborg. Þar hafa
rannsóknartæki nýlega verið end-
urnýjuð fyrir 12 milljónir króna.
„Við siglum því beint inn í full-
komnustu tækni sem völ er á,“
segir Kári.
Ólafur á Söndum
að lifna við
Kári hélt fyrirlestur í Skálholts-
kirkju fyrr í sumar þar sem hann
ijallaði um Olaf Jónsson skáld á
Söndum (1560-1627), en í handrit-
um hans er mikið af nótum. Auk
þess eru lagboðar Olafs víða í öðr-
um varðveittum handritum. „Ólaf-
ur var eitt vinsælasta skáld síns
tíma og við vitum að lög eftir hann
voru mikið sungin á 17. og 18.
öld,“ segir Kári. „Okkar rannsókn
á að miða að því að lög hans og
allra hinna lifni við og verði notuð
af íslenskum tónlistarmönnum sem
vilja sækja sér innblástur, en til
að svo verði þarf aðgengið að vera
fullkomið," segir Bjarki. Reyndar
eru lífgunartilraunir þegar hafnar,
því Helga Ingólfsdóttir útsetti
nokkur verka Ólafs sem verða flutt
við messu í Skálholtskirkju í allt
sumar.
Magnús ryður burt
söngmenningunni
Árið 1801 urðu kaflaskipti í tón-
listarsögunni því þá kom út Messu-
söngs- og sálmabók Magnúsar
Stephensens konferensráðs. Var
það í fyrsta skipti sem nótur rneð
nútímasniði voru prentaðar á ís-
landi. „Magnús aðhylltist upplýs-
ingastefnuna og leit svo á að tíma-
bært væri að endurnýja úrelta
söngmenningu. Þegar spurt er
hversvegna einn maður skuli bera
ábyrgð á svo sterkum sögulegum
skilum er því til að svara að Magn-
ús var háttsettur embættismaður
og menningarleg forræðishyggja
hefur því verið honum auðveld.
Við getum fallist á að hann hafi
tekið fyrir ákveðna hnignun, en
um leið ýtir hann því fallega burt
líka. Svo verður líka að gæta þess
að handrit máttu sín lítils gegn
útbreiðslu prentmálsins, sem loks
hafði haldið innreið sína á ís-
landi,“ segir Kári og ýtir sér svolít-
ið yfir ákafa íslensku upplýsingar-
mannanna. „Við ætlum að sýna
fram á að margt sem skrifað var
af nótum og lagboðum fyrir tíma
Magnúsar standi fyllilega undir því
sem kalla mætti mikilvæg menn-
ingarverðmæti.“
Kári telur að munurinn á prent-
uðum og handskrifuðum texta sé
meiri en nemi eingöngu forminu.
„Tilgáta mín er sú að það komi
fram öðruvísi sýn á veruleikann í
handskrifuðum textum því allt
prentað efni laut ritstýringu hins
klerklega yfirvalds langt fram eft-
ir öldum,“ segir Kári. „Þetta snert-
ir svið annarra fræðigreina líka og
það verður spennandi að sjá hvort
niðurstöður okkar leggja til nýjar
forsendur þar að lútandi," bætir
hann við.
Sagan öll
Kári og Bjarki segjast hafa orð-
ið varir við áhuga þeirra sem frétt
hafa af rannsókninni. „Ljóst er að
ekki eru nein ókjör af nótum og
lagboðum í íslenskum handritum
þannig að verkefnið er raunveru-
lega yfirstíganlegt. Það væri hugs-
anlegt að Islendingar yrðu eins-
konar fyrirmynd að því hvernig
eigi raunverulega að grafa sig aft-
ur að byijunarreit og klára dæm-
ið,“ segir Kári. „Vegna smæðar
okkar og tiltölulega vel þekktrar
sögu okkar eigum við tök á að ná
utan um verkefni á borð við það
sem við erum að ýta úr vör.
Þessi kaflaskipti í íslenskum tón-
listarrannsóknum leiða hugann að
því sem áður hefur verið rannsakað
á þessu sviði. „Bjarni Þorsteinsson
rannsakaði hina munnlegu geymd
og Árnastofnun á mikið hrós skilið
fyrir að halda verkinu áfram og
tölvusetja niðurstöðurnar. Við mun-
um hinsvegar einbeita okkur að
hinni skriflegu arfleifð,“ segir Kári.
Kári og Bjarki skrifuðu greinar-
gerð um hugmynd að rannsókninni
og lögðu fyrir Ögmund Helgason
forstöðumann handritadeildar
Landsbókasafns og Einar Sigurðs-
son landsbókavörð. Þeir sýndu vel-
þóknun sína á henni og í kjölfarið
var umsókn send til Norræna
menningarsjóðsins. Verkefnið fékk
langhæsta styrkinn sem rann til
íslenskra verkefna við síðustu út-
hlutun, en hvenær koma svo niður-
stöðurnar?
„Okkur langar til að birta niður-
stöður árið 2000 þegar Reykjavík
verður menningarborg Evrópu. Þá
verður vonandi hægt að sýna
niðurstöður á tölvutæku formi og
gaman væri að geta haldið veglega
sýningu á handritum og stefna
hingað öllum áhuga- og atvinnu-
mönnum, sem tengjast viðfangs-
efninu, til ráðstefnuhalds,“ segir
Bjarki.
„Sýnið
okkur allt!“
Þeir félagar óska eftir samvinnu
við leika sem lærða. „Ef einhveijir
eiga í fórum sínum kvæðahandrit,
nótnahandrit eða jafnvel bara ljós-
myndir, greinar eða efnisskrár,
hvetjum við þá til að hafa samband
og sýna okkur gögnin, hversu
ómerkileg sem eigendum kann að
þykja þau.“
Kári bætir því við að lokum að
hann vonist til að á þúsund ára
afmæli kristnitökunnar verði hald-
in vegleg ráðstefna um kirkjutónl-
ist - að sjálfsögðu hvergi annars
staðar en í Skálholti.
Tónleikar
í Borgar-
neskirkju
EYDÍS Franzdóttir, óbóleikari
og Brynhildur Ásgeirsdóttir,
píanóleikari, halda tónleika í
Borgarneskirkju, fimmtudag-
inn 25. júlí, kl. 20.30. Tónleik-
arnir, sem eru um klukkustund
að lengd, eru hugsaðir sem
ferðalag með hlustendur víðs
vegar um Evrópu. Menn munu
kynnast ólíkum stíl og ein-
kennum í tónlist mismunandi
þjóða m.a. blóðhita Ungvetja,
þýskri rómantík og franskri
sveitasælu. Tónleikarnir verða
endurteknii' í Stykkishólms-
kirkju sunnudaginn 18. ágúst
kl. 17.
Kvöld-
skemmtun
á Sóloni
Islandusi
FIMMTUDAGINN 25. júlí
næstkomandi mun hópur lista-
manna standa fyrir kvöld-
skemmtun á efri hæð Sólons
íslanduss. Þetta verður Ijöl-
breytt dagskrá með blönduð-
um atriðum. Boðið verður upp
á forboðna ávexti og annað
snakk. Aðgangur ókeypis.
Gleðin hefst klukkan níu.
Fram koma: Einar Már Guð-
mundsson, Andri Snær
Magnason, Bragi Ólafsson,
Davíð Stefánsson, Magnúx
Gezzon, Björgvin ívar, Val-
gerður Guðnadóttir, Kjammar
(léttsöltuð kjötsúpa) plús
leynigestur og nýsjálenskur
fjöllistamaður.
Ljóðaupplest-
ur á Svarta
kaffinu
UÓÐALESTUR verður á
Svarta kaffinu, Laugavegi 54,
kl. 22 í kvöld. Hjalti Rögn-
valdsson les verkið Ástin Ljóð-
listin eftir Paul Eluaerd í þýð-
ingu Sigurðar Pálssonar.
Tímarit
SMÁPRENT Örlagsins, 7.
hefti, er nú komið út. Útgáfu-
dagur þess var 7. júlí en þann
dag voru 10 ár frá því Örlagið
var formlega stofnað.
Á þessum
tíu árum eru
útgáfur Ör-
lagsins
orðnar sex-
tán talsins,
sögur, leikrit
og ljóð eftir
höfundana
Jóhann
Hjálmars-
son, Berg-
lindi Gunnarsdóttur, Kjartan
Árnason og Magnus Dahl-
ström, auk Smáprentanna sem
flutt hafa ljóðabálka Jóhanns
Hjálmarssonar og örleikrit
Kjartans Árnasonar.
Örlagið hefur nú lifað sinn
fyrsta áratug. Það varð til
kringum útgáfu ljóðabókar-
innar Dagbók Lasarusar eftir
Kjartan Árnason. Er efni af-
mælisútgáfunnar, Sjö ljóð frá
liðnum tíma, sótt til þeirrar
bókar, utan eitt ljóðanna sem
birtist í smásagnasafninu
Frostmarki frá 1987, eftir
sama höfund.
Smáprentið er í brotinu
A6, er 8 síður og kostar 150
krónur.
Kjartan
Árnason