Morgunblaðið - 24.07.1996, Síða 34

Morgunblaðið - 24.07.1996, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Silungur grillað- ur úti og inni Smáan og miðlungsstóran silung ætti alltaf að borða með roðinu, segir Kristín Gestsdóttir, sem telur silunginn ljúffengastan þannig. ^ NÚ ER silungsveiði- ---" líminn í hámarki. Sjó- genginn silungur er yfir- leitt bæði betri og fallegri á litinn en vatnasilungur, en þó fékk ég mjög góðan silung úr Apavatni. Vatnasilungurinn er oft smár enda mörg vötn ofsetin og voru þeir tveir silungar sem ég keypti um 1 pund hvor. I Morgunblaðinu 20.7. birtist frétt með mynd: „Stórfellt dráp kríuunga." Þar er sagt frá því að fjöldi kríunga hafi verið drepnir á Neðribyggðarvegi skammt norðan Blönduóss af öku- mönnum, sem ekki óku nógu gæti- lega. Það er erfitt að sneiða hjá kríuungunum þegar þeir taka upp á því að sitja á veginum. Mörg sumur hefí ég ekið um veginn fyrir austan Vík í Mýrdal, en sá vegur liggur um kríubyggð. Þar liggja alltaf nokkrir dauðir ungar á veginum. Hér á holtinu hjá mér er talsverð kríubyggð og hinn 10. júlí náði fyrsti kríuung- inn sér á loft nokkra metra frá útidyrunum. Nú sitja ungarnir á veginum yfir Garðaholtið í mikilli hættu milli þess sem þeir eru í flugtímum hjá foreldrunum. í gær þegar ég kom úr fiskbúðinni til að kaupa mér silung ók ég fram á einn liggjandi á veginum, hann var greinilega hálsbrotinn, höfuð- ið hallaðist út í hliðina og hann andaði ótt og títt. Líklega hefur hann flogið á akandi bíl, _en ekk- ert blóð var á honum. Ég varð að vinna hið óskemmtilega verk að aflífa hann. En svona er lífið. Stuttur er sá tími sem hin fallega kría staldrar hér við og eftir 2-3 vikur hljóðnar á holtinu, þegar hún hverfur suður á bóginn með ungana sína. Hreinsun á silungi 1. Hellið sjóðandi vatni yfir roð- ið og skafið vel frá sporði að haus. Klippið af ugga. Takið tálknin úr hausnum og skafið og skolið allt blóð úr kvið og haus. 2. Snúið kviðopinu að ykkur, rennið hnífnum niður með dálkn- um (beingarðinum) og losið frá, snúið fiskinum við og farið eins að hinum megin. Klippið dálkinn frá við sporð og haus. 3. Klippið af enda þunnilda og iátið eyruggana fylgja með. Klipp- ið bakugga af innan frá. í báðum þessum uppskriftum er gert ráð fyrir að fiskurinn sé hafður heill, en ef notuð eru flök er steikingartíminn mun styttri. Silungur grillaður á útigrilli (með súrum) ______1 silungur, um 500 g____ 1 tsk. Season All + ‘A tsk, salt 1 msk. hreinn rjómaostur ______mikið af súrublöðum_____ ólífuolía til að pehsla með 1. Hreinsið fiskinn, sjá hér að ofan. Blandið saman Season All og salti, stráið jafnt inn í hann, látið standa í 10 mínútur. 2. Smyijið ijómaostinum jafnt inn í fiskinn. Hann má velgja örlít- ið t.d. í örbylgjuofni, þá smyrst hann betur. 3. Þvoið súrublöðin, klippið af leggi. Setjið mörg lög af súrublöð- um inn í fiskinn. 4. Hitið grillið, penslið grindina með olíu. Hafíð mesta straum. 5. Penslið fískinn, leggið á grindina og grillið í 7 mínútur, snúið þá við og grillið á hinni hlið- inni í 3 mínútur. Fylgist með, roð- ið er fljótt að brenna. Meðlæti: Heitt brauð eða kart- öflur, hrásalat og smjör. Silungur grillaður í bakaraofni (með möndlum) ________1 silungur um 500 g_______ 1 tsk. Season All + 'A tsk. salt 2 msk. sýrður rjómi inn í fískinn fersk steinselja inn í fiskinn ____________(má sleppa)___________ 1 msk. sýrður rjómi + 'h dl mjólk utan á fiskinn _____________1 dl rasp____________ 1 dl möndluflögur 1. Hreinsið fiskinn, sjá hér að ofan. Setjið Season All og salt inn í hann. Látið standa í 10 mínútur. 2. Klippið steinseljuna, blandið saman við sýrða rjómann. Smyrjið fískinn að innan með þessu. 3. Blandið saman 1 msk. af sýrð- um rjóma og 72 dl af mjólk, veltið fískinum upp úr því og síðan raspi. 4. Hitið bakaraofn í 130° C, kveikið á glóðarristinni. Smyijið grind, leggið fískinn á hana, Grill- ið á fyrri hliðinni í 7 mínútur, snú- ið við og grillið á síðari hliðinni í 3 mínútur. Takið úr ofninum. Strá- ið möndiuflögunum yfir og setjið undir glóð í '/2-1 mínútu. Fylgist með, möndlurnar eru mjög fljótar að brenna. Meðlæti: Soðnar karföflur, smjör og hrásalat. HÖGNIHREKKVÍSI u þd drp ea fram éistanol/ le/bftmQQjnúsirp tii Ou3 LcCtou ytckar h/segjQ.:’ Pennavinir SAUTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á kvik- myndum o.fl.: Miho Tanaka, 33-17 Kyo-machi, Kanazawa, Ishikawa, 920 Japan. NÍTJÁN ára skoskur tísku- hönnunamemi vill kynnast jafnaldra: Bjöhn Stewart, “Vardi“, Carrick Place, Glenboig, Coatbridge, Scotland ML52Q4, Britain. SAUTJÁN _ ára japönsk stúlka með íslandsáhuga: Yuka Taniguchi, 5-8-11-106 Fucyu-cyo, Izumi-shi, Osaka, 594 Japan. FJÓRTÁN ára bandarískur piltur með margvísleg áhugamál: Derick Robinson, 463 Vai Lane, Millville, New Jersey 08332, U.S.A. ÞÝSKUR frímerkjasafnari vill skiptast á merkjum: Helmuth Rosteck, Hallstadter Weg 16, D-90425 Nurnber, Germany. SUÐUR-afrískur 35 ára karlmaður búsettur í Bandaríkjunum með áhuga á ferðalögum: C.G. Nyschens, P.O. Box 507, Vail, Colorado 81658, U.S.A. ÁTJÁN ára japanskur piltur með áhuga á frímerkjum og íþróttum: Atsushi Ishikawa, Strok-Hachioji 7F 702, 1-2 Myojin-cho 4-come, Hachioji-shi, Tokyo, 192 Japan. FIMMTÁN ára Ghanapiltur skrifaði til íslenska sendi- ráðsins í Peking í von um að starfsfólk þess gæti hjálp- að honum við að eignast ís- lenska pennavini. Hefur áhuga á íþróttum og tónlist:: Mohammed Snuttu, G.R.C., P.O.Box 132, Mkawkaw, East Region, Ghana. NÍTJÁN ára g amall sænsk- ur piltur með áhuga á ís- landi, hestum, tónlist o.fl.: Tommi Arnold, Knisgatan 8b, 79531 Rettvik, Sweden. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tapað/Fundið Myndavél tapaðist MYNDAVÉL af gerðinni Yashica tapaðist á bíla- planinu Ingólfsstrætis- megin við Iðnaðar- mannahúsinu sl. sunnu- dag. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 551-6802. Koddar töpuðust FIMM koddar í svörtum plastpoka duttu af bíi- kerru á leiðinni frá Kópa- vogi og norður í Miðfjörð 3. júlí sl. Hafi einhver fundið koddana er hann beðinn að hringja í síma 554-0054. Veski tapaðist TAPAST hefur brúnt dömuveski, trúlega í strætisvagnaskýli við Lækjargötu. Hafi ein- hver vitneskju um veskið er hann vinsamlega beð- inn að hafa samband í síma 552-4589. Giftingarhringur fannst GIFTINGARHRINGUR fannst í Hafnarborg í Hafnarfirði í janúar á pijónasýningu Kaffe Fassett. Inni í hringnum stendur Jón Ármann. Upplýsingar í síma 555-0080. Hringdu í mig KONAN á Vesturgöt- unni sem hringdi í mig vegna svartrar læðu sem hvarf úr Háskólahverf- inu þann 27. júní sl. er beðin að hafa samband við mig aftur í síma 551-5301. Helga. SKAK llmsjón Margeir Pétursson Svartur mátar í fjórða leik STAÐAN kom upp á opna mótinu í Kaupmannhöfn um daginn. Bandaríski stór- meistarinn Nick deFirm- ian (2.595) var með hvítt, en sænski alþjóðlegi meist- arinn Tiger Hillarp—Pers- son (2.410) hafði svart. Bandaríkjamaðurinn hafði hér teygt sig alltof langt í vinningstilraunum sínum, lék síðast ótrúlegum afleik: 43. Kg2—h2?? En eftir 43. Kg2—h3 í staðinn hefði svartur orðið að þráskáka með 43. — Hhl+ því 43. — Rf3? 44. Re4! væri þá unnið á hvítt. 43. - Rf3+! 44. Kh3 - Hhl+ 44. Kg2 - Hh2+! og hvítur gafst upp því hann verður mát eftir 45. Kxf3 — Hf2. Hillarp—Persson var ekki aðeins farsæll í þessari skák, í umferð- unum fyrir og eftir hana féllu andstæðing- ar hans á tíma með vænlegar stöður. Hann skaust alla leið upp í sjötta sætið í norrænu bikarkeppninni. Staðan að loknum tveimur mótum af fímm er þessi: 1. Curt Han- sen, Danmörku 37,5 stig, 2. Simen Agdestein, Noregi 28,5, 3. Jonathan Tisdall, Noregi 26,5, 4. Jonny Hect- or, Svíþjóð 24,17, 5. Tiger Hillarp Persson 21,5, 6. Jó- hann Hjartarson 21,17, 7. Margeir Pétursson 18, 8—9. Nikolaj Borge, Danmörku og Hannes Hlífar Stefáns- son 17. Víkveiji skrifar... VINUR þagnarinnar og Morg- unblaðsins úr Garðabæ hafði samband við Víkveija fyrir skömmu og sagði sínar farir ekki sléttar. Hann kvaðst, eins og aðrir landsmenn, vera einkar þakklátur fyrir góða tíð og þann vísi að sumri sem við íbúar suðvesturhomsins hefðum fengið að njóta með hléum það sem af er sumri. Vinurinn seg- ist gjaman hafa þann háttinn á, þegar hann kemur heim, að lokinni vinnu, að setjast út í garð við heim- ili sitt og reyna að njóta síðustu stundar dagsins, áður en kula tek- ur. „Nú er á hinn bóginn svo kom- ið, að ég veigra mér við að setjast út í garð síðdegis, vegna þessa andsk. . . . hávaða sem drynur í eyrum mér úr nærliggjandi görðum frá bensínstybbandi garðsláttuvél- um, sem eru þeirrar ónáttúru að hávaðamengunin frá þeim ætlar að æra óstöðugan," segir hann. xxx ÍKVERJI getur ekki að sér gert að hafa ákveðna samúð með hávaðahrellda Morgunblaðs- vininum í Garðabæ, sem óskar þess heitast að fá að njóta þagnar- innar og nærverunnar við náttúr- una í lok vinnudagsins en fær það ekki vegna hávaðans frá bensín- sláttuvélum. Það eru sennilega ekki til neinar reglur sem banna hávaðamengun af völdum garð- sláttuvéla, en Víkveiji þekkir til tækja sem gera sama gagn og hávaðatólin illræmdu. Það eru raf- magnssláttuvélar. Þær suða sig áfram eftir grasinu og láta bæði hinn ötula sláttumann og aðra nærstadda óáreitta í eyrum. Væri ekki tilvalið á þessum tímum há- vaða úr öllum áttum og allt of margra desibila, að menn tækju höndum saman um fjárfestingar í jafnumhverfísvænum tækjum og rafmagnssláttuvélum?! XXX EKKI fer hjá því að menn velti því fyrir sér hvað hafi valdið því í lok síðustu viku, að markaðs- verð Marels hf. féll um 23% á tveimur dögum. Hér í Morgunblað- inu á fimmtudag í síðustu viku var afar forvitnileg tafla um þróun markaðsvirðis fyrirtækja á Verð- bréfaþingi frá því í ársbyijun 1995 fram til miðs júlí í ár. í fyrsta sæti trónaði Marel hf. í auknu markaðsvirði á tímabilinu og hafði vaxið úr tæpum 300 milljónum í hvorki meira né minna en tæplega 1.900 milljónir á átján og hálfum mánuði, eða um 544,6%! En hvað gerðist svo? Jú, markaðsvirðið féll um 9% á einum degi og um rúm 15% á þeim næsta. Fall bréfanna í markaðsverði var því 23% á tveimur dögum. XXX EKKI ætlar Víkverji að þykjast sérfróður um markaðinn og þróun hlutabréfa, en hann getur samt ekki stillt sig um að læða fram þeirri kenningu sinni, að ta- flan með upplýsingunum um þróun hlutabréfanna á forsíðu viðskipta- blaðs Morgunblaðsins á fímmtudag í síðustu viku, hafí kveikt í ákveðn- um hópi eigenda hlutabréfa í Mar- el, sem hafi séð það svart á hvítu (í þessu tilviki, blátt á gulu) að þeir hafi ávaxtað sitt pund um 544% á einu og hálfu ári - og því væri nú tímabært að selja hlutinn sinn og njóta ávaxtanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.