Morgunblaðið - 24.07.1996, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 24.07.1996, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ I DAG MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 35 Með morgunkaffinu STJÖRNUSPÁ r/\ÁRA afmæli. Fimm- tiv/tugur er í dag, mið- vikudaginn 24. júlí, Bragi Vignir Jónssoiij Litlu- bæjarvör 5, Alftanesi. Hann verður að heiman. Ljósmyndastofa Þórs. Húsavík. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í hjónaband af sr. Sighvati Karlssyni í Húsa- víkurkirkju þann 15. júní sl. Ester Höskuldsdóttir. og Sigurður Gunnarsson. Heimili þeirra er Stekkj- arholt 16, Húsavík. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnnrson ÞRETTÁN spil rúma mest 37 punkta, þtjá efstu í þrem- ur litum og fjóra hæstu í ein- um. Ekki fara miklar sögur af því að menn hafi fengið slíka hönd við borðið, enda eru líkurnar örlitlar, eða um það bil einn á móti 160 millj- örðum. En ekki munaði miklu í keppni í Bandaríkjun- um sl. vetur. Raunar aðeins einum gosa. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ G865 * G765 ♦ 10943 * 2 Vestur Austur ♦ 743 ♦ 1092 V 832 lllll * 1094 ♦ G 1 11111 ♦ 87652 ♦ 976543 ♦ G10 Suður ♦ ÁKD f ÁKD ♦ ÁKD ♦ ÁKD8 Spilið kom upp í sveita- keppni og var niðurstaðan heldur dapurleg á báðum borðum — sjö grönd, einn niður. Annar spilarinn opn- aði hreinlega á sjö gröndum, sem er hræðileg sögn, því ekki þarf nema fimm hunda í einhvetjum lit á móti ÁKD til að alslemma þar vinnist. Sjö grönd byggjast hins veg- ar alfarið á laufgosa eða lauflengd í norður. Reyndar vinnast sjö í öll- um litum nema laufi. Báðir hálitir brotna 3-3 svo ekki þarf að hafa mikið fyrir 13 slögum í þeim litum, en sjö tíglar standa líka, þrátt fyrir 5-1-leguna; sex slagir á spaða og hjarta, tveir á lauf og fimm á tígul með víxl- trompun. Það er þó ástæðulaust að sérhanna kerfi til að með- höndla svo fríðan flokk að- alsmanna. Miklu skynsam- legra er að fara út í sjoppu og kaupa lottómiða. COSPER VIÐ verðum að drífa okkur heim. Ég er ekki búin að kaupa í kvöldmatinn. VIÐ höfum verið gift í 25 ár og þú hefur ekki ennþá haldið al- mennijega framhjá mér. Ég vissi svo sem alltaf að þú værir ekki til stórræðanna á þessu sviði fremur en öðrum. TÍMINN er því miður á þrotum, svo við verðum að ljúka við réttinn í næsta þætti. Sjáumst að viku lið- inni. færður um að þetta sem þú kallar hjól eigi eftir að gjörbreyta ferðamáta í framtíð- inni? Farsi „Efþift uiljib uita. mitt diit, þa. fietöó hann ctki átt ab se/ja ue/bkrét ábvr */v hann- ajtabö (>eirrct.'f eftir Franccs Drake * LJÓN Afmælisbam dagsins: Þér semur vel við aðra og þú gætir náð langt í eigin rekstri. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þetta verður rólegur dagur, og þér gefst tækifæri til að slaka á eftir miklar annir undanfarið. Taktu ekki mark á sögusögnum. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér gefst fljótlega tækifæri til að fara í ferðalag. En í dag notar þú óvæntar frí- stundir til fundar með góðum vinum. Tvíburar (21. maí - 20. júní) «* Einhveijir örðugleikar koma upp í vinnunni, en með þolin- mæði tekst þér að vinna bug á þeim. Láttu ekki draumóra villa þér sýn. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HS8 Samskipti við ráðgjafa geta verið nokkuð stirð, og við- brögð við hugmyndum þínum láta á sér standa. En haltu þínu striki. Ljón (23.júlí-22.ágúst) Þér gengur vel í vinnunni, og ljárhagurinn fer batnandi. En hugsaðu ekki aðeins um eigin hag, því ástvinur þarfnast umhyggju. Meyja (23. ágúst - 22. september) Félagar leita saman leiða til að bæta afkomuna og styrkja stöðu sína. Þér berast góðar fréttir, sem geta leitt til ferðalags. Vog (23. sept. - 22. október) Þig skortir nokkuð stefnu- festu í fjármálum, og þú ætt- ir að hlusta á góð ráð vinar. Félagslífið hefur fátt að bjóða í kvöld. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú ættir ekki að hafa hátt um fyrirætlanir þínar í við- skiptum, og alls ekki trúa málglöðum vini fyrir leyndar- máli í dag. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) sSO Þú getur átt í útistöðum við einhvem, annað hvort heima eða I vinnunni. Sjáðu til þess að sættir takist áður en degi lýkur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Félagslífíð hefur upp á margt að bjóða, en þú þarft að va- rast bæði óhóflega eyðslu og deilur við vini. Gættu þess að særa engan. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú ert á réttri leið i vinn- unni. Ef þú gætir þess að láta ekkert trufla þig, nærð þú mikilvægum árangri. Hvildu þig svo í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Hugmyndum þínum er vel tekið í vinnunni, og þú nýtur trausts ráðamanna f dag. Spennandi ferðalag gæti ver- ið á næstu grösum. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hvað mundir þú gera ef þú ynnir 100 milljónir á miðvikudaginn? V I K I N G A LðTTð Til mikils að vinna! (íslenskA V^íetspá/ Alla miðvikudaga fyrir kl. 16.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.