Morgunblaðið - 24.07.1996, Side 44

Morgunblaðið - 24.07.1996, Side 44
•UYUNDAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA M Tæknival SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 • FAX550-4001 MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUaCENTRUM.lS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sjúkrahús Patreksfjarðar Þingmönn- um kynnt skýrslan STJÓRN Sjúkrahúss Patreksfjarð- ar kynnti í gær skýrslu Sigfúsar Jónssonar fyrir þingmönnum Vest- fjarða. Gunnlaugur M. Sigmundsson al- þingismaður sagði að fram hefði komið á fundinum óánægja með margt í skýrslunni. Sérstaklega hefðu heimamenn verið ósáttir við tillögur um að ljósmóður yrði sagt upp og að hætt yrði að taka á móti börnum á sjúkrahúsinu. Enn- fremur hafði verið andstaða við til- lögu um skerðingu á starfshlutfalli meinatæknis. Þessar breytingar myndu fela í sér skerðingu á þjón- ustu sem væri óviðunandi fyrir byggðarlagið. Stjómin hélt síðan fund eftir fundinn með þingmönnunum. Sam- kvæmt heimildum blaðsins voru til- lögumar ræddar þar frekar, en engar ákvarðanir teknar. ■ Stefntað/6 Aðgerðir gegn atvinnuleysi Vinnukiúbbar stofnaðir FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ og Reykjavíkurborg hafa hafíð sam- starf um aðgerðir gegn langtíma atvinnuleysi. Markmiðið er að hjálpa fólki sem hefur verið án atvinnu lengi að komast á vinnumarkaðinn að nýju. Stofnaður verður vinnuklúbbur fyrir fólk í atvinnuleit og hugmyndin er að á þriggja vikna fresti verði myndaður hópur atvinnulausra sem ieitar skipulega í 3 vikur að vinnu. ■ Aðgerðir gegn/10 Morgunblaðið/ Ámi Sæberg SÍF stofnar sölu- fyrirtæki á Spáni SÖLUSAMBAND íslenzkra fisk- framleiðenda hefur siitið samstarfi sínu við Copesco Sefrisa á Spáni, en félögin ráku saman saltfisksölu- fyrirtækið Copesco SÍF frá því haustið 1994. SÍF hefur ákveðið að stofna eigin sölufyrirtæki á Spáni undir nafninu Union Islandia og mun það hefja starfsemi í eigin húsnæði í september. íslenzkur framkvæmdastjóri verður ráðinn að fyrirtækinu. SIF keypti jafnframt hlutabréf Copesco í félaginu sjálfu að nafn- virði 19,9 milljónir króna. í þessari viku seldi SÍF svo þessi bréf Lífeyr- issjóði verzlunarmanna á genginu 3,3 eða fynr tæpar 66 milljónir. Gunnar Örn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri SIF, segir að hags- munir SÍF og spænsku samstarfs- aðiljanna hafi ekki farið nógu vel saman. „Hagsmunum okkar er bezt borgið með því að reka eigin starf- semi á Spáni. Með því næst það markmið okkar, að skila framleið- endum hér heima sem hæstu skila- verði fyrir fiskinn,“ segir Gunnar Öm. Hefði átt að stíga skrefið fyrr Gunnar Örn segir að þar sem það sé markmið SIF að skila fram- leiðendum eins miklu heim og unnt er, sé það bezt að félagið starfi sjálfstætt á hinum erlendu mörkuð- um. Reynslan af slíkri starfsemi á Ítalíu, í Frakklandi og Portúgal sé góð og því full ástæða til að fara sömu leið á Spáni. „í raun hefði SÍF átt að stíga slíkt skref miklu fyrr en gert var,“ segir Gunnar Örn. Gunnar Örn sagðist ekki reikna með neinum eftirköstum. Þó sé ljóst að fyrrum samstarfsmenn SIF á Spáni muni hefja samkeppni við fyrirtækið og muni keppa um hylli saltfískframleiðenda hér heima. ■ SÍFtekur saltfisksölu/Cl Ljósmynd/Landhelgisgæslan SIGURFARI GK 138 var með vírana úti innan þriggja sjómilna togveiðimarkanna út af Dyrhólaey þegar flugvél Landhelgis- gæslunnar flaug yfir í gærmorgun. Staðinn að meintum ólöglegum togveiðum LANDHELGISGÆSLAN stóð Sigurfara GK 138 frá Keflavík að meintum ólöglegum togveið- um um 0,4 sjómílur innan þriggja sjómílna togveiðimarkanna út af Dyrhólaey um kl. 10 í gærmorg- un. Báturinn var færður til hafn- ar í Vestmannaeyjum og var mál hans tekið fyrir hjá sýslumanns- embættinu þar í gær. Að sögn Georgs Kr. Lárusson- ar, sýslumanns í Vestmannaeyj- um, þarf að meta afla og veiðar- færi Sigurfara og var lagt lög- hald á skipið meðan á málsmeð- ferð stendur. Georg sagðist gera ráð fyrir að ákæra yrði gefin út í dag og málinu þinglýst hjá Héraðsdómi Suðurlands i beinu framhaldi af því. Kópurinn í Laugardalnum Snerra skal hún heita SAGAN af afrækta kópnum í Húsdýragarðinum í Laugardal virðist ætla að fá góðan endi. Kópurinn buslar nú sprækur og pattaralegur í selalauginni ásamt hinum selunum og hefur fengið nafnið Snerra. Húsdýragarðurinn stóð fyr- ir samkeppni um nafn á kóp- inn, sem er urta, og í gærmorg- un var tilkynnt hvaða nafn hefði verið valið og veitt verð- laun fyrir það. Ekki auðvelt að velja Dómnefndin var skipuð for- stöðumanni Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins, rekstrar- sljóra og þeim dýrahirði sem mest hefur annast kópinn og að sögn Stefaníu Stefánsdótt- ur, kynningarfulltrúa garðs- ins, reyndist það ekki auðvelt verk að velja á milli hinna fjöl- mörgu nafna sem bárust. Á endanum kom dómnefndin sér þó saman um þau þrjú nöfn sem henni þóttu best, en það voru Snerra, Helja og Seigla, sem öll vísa til harðrar baráttu kópsins fyrir lífi sínu. Síðan var gerð óformleg könnun meðal gesta í Húsdýragarð- inum og reyndust flestir á þeirri skoðun að Snerra skyldi hún heita, en snerra þýðir ein- mitt bardagi eða rimma. Það var Guðrún Magnea Rannversdóttir úr Garðabæ sem átti tillöguna og fékk hún að launum árskort í Húsdýra- garðinn og vænan bunka af boðsmiðum að auki. Hér er hún ásamt dætrum sín- um Nönnu Bryndísi og Gunn- hildi Hlín Snorradætrum og kópnum Snerru í Húsdýra- garðinum í gær. Utlit fyrir gott berjasumar GÖNGUFÓLK á leið um Leggjabtjót og Botnsdal fann þroskuð krækiber um síðustu helgi. Berin voru orðin svört og gómsæt, en ekki mjög stór. Sveinn Rúnar Hauksson læknir, sem er mikill áhuga- maður um beijatínslu, var í Galtalæk um síðustu helgi og fann þar einnig svört krækiber en smá. Sveinn hafði heyrt í beijaáhugamönnum af Suður- nesjum og víðar sem og höfðu fundið þroskuð ber. „Betjaáhugafólk er farið að æsast upp. Það er farið að sjá krækiber svört," sagði Sveinn. „Þegar maður skoðaði þetta fyrr í sumar var þetta ljóst. Grænjaxlar spruttu snemma og eins var með bláberin. Sæta- kopparnir lofuðu víða mjög góðu snemma í sumar.“ Sveinn sagðist jafnvel reikna með að hægt yrði að hefja beijatínslu eftir um hálfan mánuð og væri það óvenju snemmt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.