Morgunblaðið - 07.09.1996, Side 2
2 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Utlit fyrir góða korn-
uppskeru í A-Landeyjum
SUMARIÐ hefur verið gott til
kornræktar og staðið fyllilega
undir þeim vonum sem korn-
bændur bundu við það í vor, að
sögn Viðars Marmundssonar á
Svanavatni í Austur-Landeyj-
um.
Þresking hófst í Austur-
Landeyjunum í vikunni með
nýrri og afkastamikilli þreski-
vél sem bændur keyptu í sum-
ar. Viðar sáði fyrir byggi í átta
hektara í vor og höfrum í tvo.
Hann hefur ræktað bygg í tólf
ár og alltaf fengið uppskeru,
oft mjög góða en stundum lak-
ari. Nú lítur vel út með byggið.
Hann er að prófa hafra í fyrsta
skipti og segir að þeir séu að
koma til.
Haustveðrin hafa stundum
ódrýgt kornuppskeruna. Stráin
leggjast undan vindi og rign-
ingu þannig að þreskivélin nær
þeim ekki. Aðeins er farið að
bera á slíku í ökrunum á Svana-
vatni en Viðar er bjartsýnn á
að ekki verði rnikil rýrnun af
þessum sökum i ár.
Ný fóðurblöndunarstöð
Viðar er einn af eigendum
Akrafóðurs hf. sem á tækitil
kornþurrkunar og mölunar
skammt frá Gunnarshólma.
Blandar hann fiskimjöli og
steinefnum í fóðrið og gefur
kúnum. Segir hann að allar
skepnur séu sólgnar í þetta
heilnæma fóður, bæði naut-
gripir, sauðfé og hross.
Akrafóður hefur nú í sam-
vinnu við fleiri aðila komið upp
fóðurblöndunarverksmiðju í
húsnæði sínu og nefnist fyrir-
tækið Fóðurkorn ehf. Verk-
smiðjan kemst í gagnið á næst-
unni. Viðar segir að bændur
geti látið blanda og köggla fóð-
ur úr eigin korni eða lagt það
inn.
Þá muni fyrirtækið einnig
fara út í framleiðslu á fóður-
blöndum úr erlendu korni. Tel-
ur hann að staðsetning fyrir-
tækisins hafi ótvíræða kosti, til
dæmis varðandi flutningskostn-
að, og það eigi að geta staðið
sig í samkeppninni við stóru
fóðurblöndurnar í Reykjavík.
Morgunblaðið/RAX
KORNBÓNDINN á Svanavatni, Viðar Marmundsson, kannar hvort hafrarnir séu orðnir þroskaðir.
Um20%
lækkun
á verði
svína-
kjöts á
næstunni
BÆNDUR bjóða svínakjöt með
20% afslætti um helgina og í
næstu viku. Kjötið er allt af
nýslátruðu og gert er ráð fyrir
að 60-100 tonn geti selst á
útsölunni. Kristinn Gylfi Jóns-
son, formaður Svínaræktarfé-
lags íslands, segir að verð á
svínakjöti sé rúmlega 30%
lægra nú en á sama tíma í fyrra
því það sem af sé þessu ári
hafi svínakjöt lækkað um
12-13% frá því sem verðið var
í fyrra.
Kristinn Gylfí sagði að aðal-
krafturinn í útsölunni yrði í
næstu viku, en útsölur myndu
byija á einhveijum stöðum um
helgina. Ástæðan fyrir því að
bændur byðu kjötið á lægra verði
væri hörð samkeppni því fram-
leiðslan hefði aukist mikið, auk
þess sem sláturtíð væri framund-
an með miklu framboði á kjöti.
Síðasta svínakjötsútsala var í
júlímánuði og fengu þá færri
kjöt en vildu að sögn Kristins
Gylfa. Hann sagði að þess væri
ekki að vænta að fleiri svína-
kjötsútsölur yrðu í ár, þar sem
svínakjötsbændur færu nú að
undirbúa framboð vegna jólahá-
tíðarinnar.
Hluti af markaðsátaki
„Þetta er átak til þess að
kynna svínakjötið fyrir fólkinu
í landinu. Við höfum reynslu af
því að neysla á svínakjöti eykst
í kjölfar þess að svona útsölur
eru haldnar. Það má því segja
að þetta sé hluti af markaðs-
átaki hjá okkur svínakjötsbænd-
um,“ sagði Kristinn Gylfi enn
fremur.
Hann sagði að bændur seldu
kjötið frá sér á 215-220 krónur
kílóið, sem væri undir kostn-
aðarverði. Verðið á sama tíma
í fyrra hefði verið tæpar 300
krónur. „Búðirnar hafa tekið
fullan þátt í þessu með okkur
og lækkað verðið verulega, enda
ríkir mikil samkeppni á milli
þeirra. Þessar verðlækkanir
hafa því fyllilega skiiað sér til
neytenda," sagði Kristinn Gylfi
að lokum.
Úrskurði vegna sljórnar
manna í Olís hnekkt
ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnis-
mála hefur fellt úr gildi úrskurð
Samkeppnisstofnunar um að Ólafur
Ólafsson, forstjóri Samskipa hf., og
Kristinn Hallgrímsson, sem hefur
annast lögmannsstörf fyrir Olíufé-
lagið (Esso), víki sæti úr stjórn
Olís vegna of náinna tengsla við
Esso. Telur hún að úrskurður sam-
keppnisráðs frá því í fyrra, þar sem
kaupum Esso og Hydro Texaeo A/S
á hlutum í Olís voru sett ýmis skil-
yrði, hafí verið of óskýr og því sé
ekki hægt að krefjast þess að
stjórnarmennirnir tveir víki sæti á
grundvelli hans.
Samkeppnisráð komst að þeirri
niðurstöðu í fyrra að líta bæri á
kaup Esso og Hydro Texaco A/S á
hlutum í Olís og stofnun Olíudreif-
ingar ehf., sem Esso og Olís stóðu
sameiginlega að, sem samruna í
skilningi samkeppnislaga. Ráðið
setti samrunanum tiltekin skilyrði,
sem félögin þyrftu að fullnægja svo
að ákvæðum samkeppnislaga um
ógildingu samruna yrði ekki beitt.
Eitt þessara skilyrða var að stjórn-
armenn og starfsmenn Essö eða
þeir, sem í störfum sínum væru
verulega háðir Esso, skyldu ekki
sitja í stjórn Olís. Einnig var kveðið
á um að starfsmenn fyrirtækja, sem
Esso ætti meira en 1% í, sætu ekki
í stjóminni.
Skotið til áfrýjunarnefndar
Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam-
skipa, og Kristinn Hallgrímsson
hrl. sitja í stjórn Olís. í júní siðast-
liðnum felldi samkeppnisráð þann
úrskurð að tengsl þeirra við Esso
samrýmdust ekki áðumefndum
skilyrðum og beindi þeim fyrirmæl-
um til Esso_ og Texaco að séð yrði
til þess að Ólafur og Kristinn færu
úr stjórn Olís fyrir 10. ágúst sl. en
ella yrði gripið til viðurlaga í sam-
ræmi við samkeppnislög.
Geir Magnússon, forstjóri Esso,
segir að fyrirtækin hafí ákveðið að
skjóta úrskurðinum til áfrýjunar-
nefndar samkeppnismála þar sem
Ólafur og Kristinn séu ekki veru-
lega háðir Esso í störfum sínum.
„Kristinn hefur sinnt lögmanns-
störfum fyrir Esso en þau hafa
ekki verið umfangsmikil. Þá á Esso
minna en 1% í Samskipum þannig
að þar getur ekki verið um verulega
hagsmuni að ræða. Áfrýjunarnefnd
samkeppnismála hafnar úrskurði
samkeppnisráðs frá því í sumar á
þeim forsendum að hann grundvall-
ist á öðrum úrskurði, sem sé ekki
nógu skýr.“
Ekki efnisleg afstaða
Geir býst viðað framhald málsins
verði á þá lund að samkeppnisráð
taki það aftur til meðferðar og end-
urskoði úrskurðinn, sem það felldi
í fyrrav þannig að hann verði skýr-
ari. „Áfrýjunarnefnd tók í raun
ekki efnislega afstöðu til þess hvort
stjórnarmennirnir í Olís væru of
tengdir Esso eða ekki. Hann felldi
úrskurðinn eingöngu úr gildi á þeim
forsendum að úrskurður ráðsins frá
1995 væri ekki nógu skýr.“
Veitinga-
salaí
Naut-
hólsvík
SKIPULAGSNEFND Reykja-
víkur, hefur falið borgarskipu-
lagi að útbúa skilmála fyrir
útlit og umhverfi veitingasölu
í Nauthólsvík.
Umsókn hefur borist borg-
arráði um heimild til að setja
niður lítið hús til bráðabirgða
undir veitingasölu við göngu-
stíginn í Nauthólsvík. Gert er
ráð fyrir um 60-70 fermetra
timburhúsi með verönd og að
þar verði salerni og kaffisala
fyrir þá sem leið eiga eftir
stígnum.
I umsögn Ýngva Þórs Lofts-
sonar landslagsarkitekts kem-
ur fram að til greina komi að
leyfa til bráðabirgða að stað-
setja húsið norðan við Lyng-
berg þar sem eru malarbíla-
stæði. Staðurinn væri í beinum
tengslum við aðalstíginn og
væri auk þess á krossgötum
stíga sem liggja frá Öskjuhlíð
og niður í Nauthólsvík.
Fran ekki
hingað til
lands
FELLIBYLURINN Fran, sem
hefur verið að valda usla og
manntjóni í Bandaríkjunum að
undanförnu, mun ekki leggja
leið sína hingað til lands, eins
og stundum gerist, ef lang-
tímaveðurspár ganga eftir.
Gert er ráð fyrir að að Fran
verði að meinlausri lægð rúm-
lega 1.000 millibör yfir norð-
austur Kanada og verði á þeim
slóðum á þriðjudaginn kemur.
Hörður Þórðarson, veður-
fræðingur á Veðurstofunni,
sagði að gamlir fellibyljir gætu
stundum valdið slæmum veð-
rum hér á landi, einkum ef
þeir sameinuðust öðrum lægð-
um, en það væri frekar sjald-
gæft að það gerðist.
Tjaraá
blettum í
Norðurárdal
LÖGREGLAN í Borgarnesi
biður ökumenn að fara varlega
um Norðurárdal, frá Sveina-
tungu að Krókalækjum. Þar
var lögð klæðning í gær en
vegna votviðris er tjaran farin
að ganga upp úr klæðningunni.
Lögreglan segir að ökumenn
hafí lent í vandræðum á þess-
ari leið vegna þess að tjara
hafí hlaðist utan á hjólbarðana
og segir hún að hættulegt sé
að fara þarna um. Hjólbarðar
missa veggrip við þetta og veg-
urinn verður flugháll.
Tveir Frakk-
ar í bílveltu
TVEIR Frakkar á fertugsaldri
lentu í bílveltu í Þingvallasveit
um klukkan 16 í gær.
Læknir á Selfossi taldi ör-
uggara að láta flytja annan
mannanna á Landspítalann og
þar var hann lagður inn. Öku-
maðurinn missti stjórn á bíln-
um á malarvegi við Miðfell og
lenti hann utan vegar og valt.