Morgunblaðið - 07.09.1996, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.09.1996, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Húsnæði gjörgæsludeildar Landspítalans opnað að nýju Stórbætt aðstaða HÚSNÆÐI gjörgæsludeildar Landspítalans var opnað að nýju í gær eftir miklar breyting- ar. Aðstaða starfsmanna, sjúkl- inga og aðstandenda hefur ver- ið stórbætt. Framkvæmdirnar hófust fyrir tæpum þremur mánuðum og kostuðu samtals um 45 milljónir króna. Þær voru allar boðnar út á almennum markaði. Gjörgæsludeildin sinnir að jafnaði fjórtán hundr- uð sjúklingum á ári, en hún hefur starfað frá árinu 1974.1 nýja húsnæðinu er aðstaða fyrir ellefu sjúklinga og er það óbreytt frá því sem var. Helsta nýjung á deildinni eru svokallaðar súlur, sem festar eru í loftið í sjúkrastofum. Það eru armar sem halda tækjum og tengingnum og auðvelt er að færa til. Þorsteinn Svörfuður Stefánsson, yfirlæknir á gjör- gæsludeild, segir að þetta bæti vinnuaðstöðuna til muna. „ Aður vorum við hálfdettandi um snúrur sem lágu um allt gólf. ÖIl tæki voru á hjólum og þurfti að rúlla fram og aftur eftir þörfum. Nú getum við fært öll tæki til með einu handtaki og unnið frá þeirri hlið sem hentar hveiju sinni.“ Tvær súlur eru fyrir hvern sjúkling og eru á þeim raf- Morgunblaðið/Ásdís STARFSMENN skoða útbúnað gjörgæsludeildarinnar. í baksýn er ein af súlunum svokölluðu, sem bera öll lækningatæki og tengingar. magnstengingar fyr- ir 24 lækningatæki, síma, sjónvarp og útvarp, tengi fyrir súrefni og loft, neyð- arbjalla og fleira. Einangrunarher- bergi fyrir brunasjúklinga í nýja húsnæðinu eru þijú einangrun- arherbergi. Eitt þeirra er sérútbúið fyrir brunasjúklinga, en gjörgæsludeildin tekur við öllum sjúkl- ingum á landinu með mikil brunasár. A sínum tíma stóð til að byggja nýja byggingu við Land- spítalann, svokallaða K-álmu, þar sem meðal annars gjör- gæsludeild átti að vera til húsa. Lokið var við þriðjung bygging- Þorsteinn Svörfuður Stefánsson arinnar en fram- haldinu frestað um ófyrirsjáanlegan tíma. Því var ákveð- ið að endurnýja eldra húsnæði gjör- gæsludeildarinnar. Landspítalahúsið er byggt 1930, en Aðalsteinn Pálsson, forstöðumaður byggingadeildar, segir að aldurinn hafi bæði kosti og galla. „Lofthæðin er meiri en í húsum sem voru byggð seinna og það hent- ar vel fyrir súlurnar. Gallinn er sá að við þurftum að end- urnýja allar lagnir. En hluta af þessum framkvæmdum hefði þurft að ráðast í, þó að gjör- gæsludeildin hefði ekki flust hingað.“ Þorkell Helgason skip- aður orkumálastj óii IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra hefur skipað dr. Þorkel Helgason, orkumálastjóra til næstu fimm ára frá 12. september 1996 að telja. Jakob Björns- son orkumála- stjóri lætur af störfum frá sama tíma fyrir aldurs sakir. Þorkell er 53 ára, fæddur í Vest- mannaeyjum. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík, nam síðan stærðfræði í Þýska- landi og Bandaríkjunum og lauk dokt- orsprófí frá Massachusetts Institute of Technology árið 1971. Að námi loknu hóf hann störf við Háskóla ís- lands og var skipaður prófessor í hag- nýtri stærðfræði við verkfræði- og raunvísindadeild árið 1985. Rannsókn- ir hans lutu einkum að reiknilíkana- gerð á sviði auðlindanýtingar. Þorkell var aðstoðannaður heil- brigðis- og tryggingaráðherra á árun- um 1991-1993 en sl. þijú ár hefur hann verið settur ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu í fjarveru Björns Friðfínnssonar sem væntalegur er til starfa um ára- mótin. Þorkell hef- ur verið í leyfi frá störfum við Há- skólann þetta ára- bii. Þorkell Helga- son er kvæntur Helgu Ingólfs- dóttur semballeikara. Auk Þorkels sóttu sjö um embætt- ið þau Birgir Jónsson deildarstjóri, Egill B. Hreinsson prófessor, Gunnar Guðlaugsson raforkuverkfræðingur, Hrefna Kristmannsdóttir deildar- stjóri, Ingvar Birgir Friðleifsson for- stöðumaður, Ólafur G. Flóvenz deild- arstjóri og Valgarður Stefánsson for- stöðumaður. Halldór J. Kristjánsson settur ráðuneytisslj óri Iðnaðarráðherra hefur ákveðið að setja Halldór J. Kristjánsson, skrif- stofustjóra í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu í stöðu ráðuneytisstjóra til næstu áramóta í stað Þorkeis Helgasonar. Fundur með vagnstjórum TRUNAÐARMENN vagnstjóra hjá SVR voru boðaðir á fund með emb- ættismönnum borgarinnar í Ráðhús- inu í dag. Sigurbjörn Halldórsson trúnaðarmaður sagði að fundurinn hefði verið gagnlegur þó ekki liefði fundist nein endanleg lausn á deilum vagnstjóra og forstöðumanna SVR. Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, var ekki á fundinum í Ráðhúsinu. Aðspurð sagðist hún ekki hafa talið þörf á nærveru sinni. „Þessi fundur var haldinn jafnt að mínum vilja og borgaryfirvalda og ég tók þátt í und- irbúningnum. Þetta er ekki stefnu- breyting því það stóð alltaf til að halda fund með þessum mönnum." Lilja segist nú vonast eftir því að trúnaðarmennirnir hafi samband við hana. Sigurbjörn segir að trúnaðarmenn muni fara yfir niðurstöður fundarins þegar tækifæri gefst milli vakta. „Ur því að Lilja vill tala við okkur munum við eflaust fljótlega hafa samband við hana.“ Sigurbjörn segir að fund- ur verði boðaður fljótlega með öllum vagnstjórum. Tuttugu ár eru liðin síðan félagsvísindadeild Háskóla íslands tók til starfa TUTTUGU ár eru liðin síðan félags- vísindadeild Háskóla íslands tók til starfa. Deildin hefur vaxið hratt og er nú önnur fjölmennasta deild Há- skólans með yfír eitt þúsund stúd- enta. Yfír 1.300 stúdentar hafa verið útskrifaðir með BA-gráðu úr deildinni en 1.100 með ýmis starfsréttindi. Forveri deildarinnar var náms- braut í þjóðfélagsfræðum sem sett var á laggirnar árið 1970. í henni voru þrjár greinar, félagsfræði, stjórnmálafræði og mannfræði, sem árið 1976 mynduðu eina deild með þremur skyldum greinum úr heim- spekideild, bókasafnsfræði, nú bóka- safns- og upplýsingafræði, sál- arfræði og uppeldisfræði, nú uppeld- is- og menntunarfræði. Síðar hafa bæst við þjóðfræði, félagsráðgjöf, hagnýt fjölmiðlun, kennslufræði og námsráðgjöf og eru nú 14 aðalgrein- ar kenndar við deildina auk nokkurra aukagreina. Þróttur einkennir nám, kennslu og rannsóknir í félagsvísindadeild eftir tuttugu ára starf, að mati Jóns Torfa Jónassonar deildarforseta. I ávarpi á hátíðarsamkomu, sem hald- in var í tilefni 20 ára afmælis deildar- innar í Hátíðarsal Háskólans í gær, sagði deildarforsetinn styrk deildar- innar margslunginn. „í fyrsta lagi eru viðfangsefni deildarinnar mikilvæg. Það sannast á því hve oft átökin í þjóðfélaginu snúast um þau mál sem við fjöllum um en sést einnig á því hve margir nemendur sækja í námið og hve vel þeim gengur að fá vinnu við hæfi,“ sagði hann. Jón Torfi segir skipulagið, sem mótað hafi verið til að tengja saman fræðilega menntun félagsvísinda og fjölmargar styttri starfsnámsbrautir, einnig mikilvægt. Hann segir þó að ef til vill liggi mestur styrkur í sam- stilltu starfsliði. „Kennarar með fjöl- breytilegan bakgrunn og ötull hópur áhugasamra nemenda er sá efniviður sem góður háskóli er byggður úr,“ sagði hann. Hann segir að félagsvís- indadeild sé langt frá því að vera Mikilvæg verkefni og margslungin Morgunblaðið/Árni Sæberg JÓN TORFI Jónasson, deildarforseti félagsvisindadeildar, (l.t.v.) tekur við árnaðaróskum í tilefni 20 ára afmælis deildarinnar frá Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra, Rut Ingólfsdóttur, konu hans, og Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, dósents. ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands og fv. prófess- or í stjórnmálafræði, flutti ávarp á hátíðarsamkomunni. fullmótuð, margvísleg endurskipu- lagning sé í bígerð auk þess sem stefnt sé að því að stórauka rann- sóknarafi deildarinnar. Menntun er ekki óþörf Jón Torfí taldi í ávarpi sínu ástæðu til að leiðrétta þann misskilning sem virtist lifa góðu lífí að ungir íslending- ar hefðu ekki þörf fyrir alla þá mennt- un sem þeir sæktu. „Það hefur varla liðið sá áratugur að ekki hafi skotið upp kollinum krafan um að draga úr langskólamenntun. Og nú hafa marg- ir áhyggjur af offjölgun þeirra sem leggja stund á ýmsar greinar félags- vísinda vegna þess að það verði ekk- ert handa þeim að gera. Þröngsýnin, hugmyndafátæktin og forsjárhyggjan sem liggur að baki slíkum viðhorfum er eftirtektarverð, jafnvel áhyggju- efni,“ sagði Jón Torfí. Hann segir ekki tilefni til að hafa áhyggjur af starfsmöguleikum fólks úr félagsvís- indadeild. Aðdraganda að stofnun félagsvís- indadeildar má rekja aftur til sjöunda áratugarins þegar fyrst var af alvöru rætt um að taka upp kennslu í félags- greinum. Haraldur Ólafsson, prófess- or í mannfræði, rakti sögu deildarinn- ar og sagði að árið 1965 hefði þáver- andi háskólarektor, Ármann Snævarr, skipað nefnd sem kanna skyldi mögu- leikann á að taka upp kennslu í félags- greinum. Nefndin hefði í upphafí markað þá stefnu að miða starfíð við rannsóknir á íslensku þjóðfélagi í því augnamiði „að skilja mannlega hegð- an“. Árið 1969 var önnur nefnd skip- uð til að undirbúa kennslu í almennum þjóðfélagsfræðum. Niðurstaðan varð sú að sjálfstæð námsbraut var stofnuð árið 1970 en fyrstu lektorar hennar voru Ólafur Ragnar Grímsson og Þorbjöm Broddason. Fáeinum árum síðar þótti rétt að greinar sem væm fræðilega skyldar og beittu svipuðum rannsóknarað- ferðum væru innan sömu deildar. Stofnun sérstakrar deildar gæti enn fremur haft í för með sér spamað og hagræðingu auk þess sem það auðveldaði stúdentum samval greina. Fræðilegur agi brýnn í félagsvísindum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, flutti ávarp á samkomunni en hann var einn þriggja fyrstu pró- fessora félagsvísindadeildar. I ávarpi sínu lagði forsetinn áherslu á kröfu um fræðilegan aga til að skila fræði- legum niðurstöðum óháð persónuleg- um skoðunum rannsakandans. Hann sagði þessa kröfu vera á margan hátt brýnni og fjölþættari á vett- vangi félagsvísinda en annarra fræða vegna þess að fræðimenn í félagsvís- indum væru oft sjálfir hluti af við- fangsefninu, bundnir böndum tilfinn- inga, sögu og jafnvel hagsmuna. Ólafur sagði að sú spurning hefði oft brunnið á vörum í árdaga ís- lenskra félagsvísinda hvort virkilega væri hægt að vera í senn virkur þátttakandi í þróun samfélagsins og óhlutdrægur fræðimaður. „Félagsvísindadeildin er orðin ein öflugasta deild Háskóla Islands, burðarás í sókn skólans inn á nýjar lendur. Rannsóknir innan deildarinn- ar hafa aukið nýjum þáttum í sjálfs- þekkingu Islendinga og fært marg- víslegan fróðleik á vettvang fræð- anna víða um veröld. íslenskir félags- vísindamenn eru nú virkir þátttak- endur í alþjóðlegu rannsóknarsam- starfí og hafa nýtt af kunnáttu og hugkvæmni þá sérstöðu sem aðgang- ur að hinu smáa íslenska samfélagi getur skapað," sagði forseti íslands. t I I ! I I l I I I I I t I I I I t \ I I 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.