Morgunblaðið - 07.09.1996, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 7
HJÖRDÍS Perla Rafnsdóttir,
10 ára, veiddi maríulaxinn sinn
á Fjallinu í Langá fyrir
skömmu, 5,5 punda hæng.
Margar
óseldar
stangir í
Elliðaánum
GÓÐ veiði hefur verið í Elliðaánum
í sumar og menn lofað hvern nýjan
dag sem kýlaveikin hefur ekki látið
á sér kræla. Af og til í sumar hafa
skilyrði boðið upp á að veikin tæki
sig upp í laxastofni árinnar og það
var mat sérfræðinga fyrirfram að
mjög líklegt væri að veikinnar yrði
vart. Staðan er hins vegar sú að
veikin hefur ekki skotið upp kollin-
um, veiði hefur verið góð og veiði-
leyfi eru laus í Elliðaánum flesta
daga fram til loka, en veitt er til 13.
þessa mánaðar.
Það hefur ekki gerst áður að mik-
ið sé af óseldum veiðileyfum í Eliiða-
ánum og blandast engum hugur um
að það stafi af kýlaveikivofunni.
A hádegi fimmtudags voru komnir
1.138 laxar á land, en öll sumarveið-
in í fyrra nam 1.088 löxum. „Það
eru enn að koma 4-8 laxar á land á
hverri vakt þannig að veiðin telst enn
góð miðað við árstíma," sagði Bergur
Steingrímsson hjá SVFR í samtali í
gær.
Sjóbirtingur í sókn
Góð sjóbirtingsveiði hefur verið í
nokkrum ám á Suðvesturhorninu og
í Borgarfirði í sumar. Hafa göngur
farið vaxandi síðustu 3-4 árin og að
sögn ýmissa stangaveiðimanna sem
veitt hafa á umræddum slóðum í sum-
ar hefur aldrei verið meira en nú og
fiskur auk þess jafnvænni en áður.
A Suðvesturhorninu er það fyrst
og fremst Laxá í Kjós sem ber af.
Fiskurinn er yfirleitt 2-3 pund, en
4-5 punda ekki óalgengir. Þeir
stærstu hafa verið allt að 8 pund.
I Borgarfirði eru það einkum
Grímsá og Þverá sem geyma sjóbirt-
ing og svo eru ármótasvæðin Brenn-
an og Svarthöfði mjög sterk. Einn
daginn veiddust t.d. um 30 sjóbirt-
ingar við Svarthöfða og síðsumars
hefur hann verið aðalfiskurinn á
staðnum sem og á Brennunni þó svo
að laxveiði hafi verið góð á Sáðum
svæðum fram í ágústbyijun.
Sjóbirtingurinn veiðist víða í
Grímsá og Þverá, en allur þorrinn
er á neðstu svæðunum, fyrir neðan
Laxfoss í Grímsá og neðan brúar við
Lundahyl í Þverá. Þær raddir hafa
heyrst að eigi væri vitlaust að selja
sjóbirtingsveiðileyfi á þessi svæði
eftir að laxveiðivertíð lýkur. Menn
sem fóru um bakka Þverár eftir veiði-
tíma í fyrra sáu birtinginn í torfum
á ýmsum stöðum.
Kofí fyrir
heimaln-
inginn
Morgunblaðið. Syðra-Langholti
INGVAR Þórðarson í Reykjahlíð
byggði fyrir skömmu lítinn kofa
yfir heimalninginn sinn hann
Hall. Móðir Halls, sem er tveggja
vetra, fékk júgurbólgu í annað
júgrið í vor og varð að taka ann-
að lambið undan. Eigandi Halls,
hún Sigríður Sóley Sveinsdóttir
sonardóttir Ingvars, sá svo um
að gefa honum mjólk úr pela.
Að sögn Ingvars vandist Hallur
aðallega á að nota kofann sinn
þegar rigndi.
Hallur heimalningur er af
hreinræktuðu forystukyni sem
er aðallega ræktað í Þingeyjar-
og Árnessýslu. Þetta eru oftast
mislitar kindur, rýrara en annað
sauðfé, vitrar, og með mikla for-
ystuhæfileika. Hallur verður
gerður að vaninhyrndum for-
ystusauð.
Kennari verið ráðinn við Njálsskóla í Vestur-Landeyjum
Börn í Vestur-Landeyj-
um send í Hvolsskóla
Á FUNDI hreppsnefndar og skóla-
nefndar í Vestur-Landeyjum og for-
eldra barna, sem til stóð að sæktu
nám í Njálsskóla í Njálsbúð í vetur,
var ákveðið að hverfa frá áformum
um skólahald og senda börnin þess
í stað í Hvolsskóla. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins voru
mjög skiptar skoðanir um þetta inn-
an skólanefndar og hreppsnefndar
en einhugur með foreldrum. Eggert
Haukdal, oddviti Vestur-Landeyja-
hrepps, segir útlit fyrir að börnin
verði öll í sama skóla á Hvolsvelli
en hann vildi ekki tjá sig um málið
að öðru leyti.
Unnar Þór Böðvarsson, skóla-
stjóri Hvolsskóla, segir að fímm
nýir nemendur úr Vestur-Landeyj-
um hafi bæst í hóp annarra nem-
enda í skólanum. „Viðbótin er ekki
mikil en það verður að segjast eins
og er að fimm börn eru viðbót í
ekki stærri skóla. Það var alfarið
ákvörðun fólksins í sveitinni að
senda börnin í Hvolsskóla og við
komum ekki nálægt þeirri ákvörðun.
Ég vildi bíða með að börnin kæmu
þar til formlega væri búið að ganga
frá málinu en mér er sagt að form-
leg ákvörðun hafí verið tekin um
það á miðvikudag að skólahald yrði
ekki í Njálsbúð. Börnin komu því í
skólasetninguna hjá okkur í fylgd
með foreldrum," sagði Unnar Þór.
Unnar Þór telur að fólksfæðin í
sveitinni hafi ráðið því að þessi
ákvörðun hafi verið tekin.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Bætur til foreldra fyrirbura
*
Astæða til að kanna bæt-
ur til foreldra fyrirbura
ENGIN ákvæði eru í lögum um sér-
stakar bætur til foreldra fyrirbura
til að mæta mikilli umönnunarþörf
þessara barna. Dögg Pálsdóttir, for-
maður nefndar sem vinnur að endur-
skoðun laga um fæðingarorlof, seg-
ir ástæðu til að kanna mál þeirra.
Fyrirburum sem halda lífi hefur
farið mikið Qölgandi síðustu áratugi
vegna framfara í umönnun þeirra á
vökudeild Landspítalans.
Tiyggingastofnun hefur svigrúm
til að lengja fæðingarorlof um einn
mánuð ef sérstakar ástæður koma
til. Einnig er möguleiki á umönnun-
arbótum, í fyrsta lagi þremur mán-
uðum eftir fæðingu, og má veita
þær með fæðingarorlofi. Þessar
bætur mæta þörfum foreldra fyrir-
bura aðeins að litlu leyti.
Tryggingastofnun ekki mótað
stefnu í málefnum fyrirbura
í frétt Morgunblaðsins á
fimmtudag um fyrirburann Sögu
var sagt að Tryggingastofnun
hefði ekki mótað stefnu í málefnum
fyrirbura. Svala Jónsdóttir deildar-
Mikið af frjóum í ágúst
NIÐURSTÖÐUR frjómælingar fyrir
ágústmánuð liggja nú fyrir. Tvisvar
áður hafa fleiri fjórkorn mælst í
ágústmánuði en það var 1988 og
1990. Hér munar mest um grasfijó-
in. í þrígang fór frjótala grasa yfir
eitt hundrað eða 1., 9., 22. og 23.
ágúst.
I september er jafnan lítið um frjó-
korn, helst að grasfijó finnist og þá
í litlu magni eða innan við 10 fijó í
rúmmetra á sólarhring, enda sá tími
kominn að jurtirnar búa sig undir
vetrardvalann.
Reykjavíkurborg, Veðurstofa ís-
lands og Raunvísindastofnun Há-
skólans styrkja mælingarnar og
frumúrvinnslu gagna í sumar. Taflan
táknar fjölda fijókorna á hvern rúm-
metra andrúmslofts í ágústmánuði.
ár Ftjómagn í Reykjavík í ágúst (fijó/m') gras túnsúra/hundasúra netla beitilyng annað óþekkt samtals
1988 4818 36 0 1 70 2 4927
1989 599 54 0 0 46 2 701
1990 1292 22 7 4 31 5 1361
1991 499 23 7 6 41 12 588
1992 668 60 9 1 58 9 805
1993 412 19 11 0 49 18 509
1994 491 13 7 3 37 13 564
1995 282 19 21 9 15 12 360
1996 1203 29 21 20 43 16 1332
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins fannst foreldrum slæmt
hve dróst að taka ákvörðun um
hvar börnin sæktu sitt nám. Hrepp-
urinn mun þurfa að greiða með
börnunum sem sækja nám í Hvols-
skóla og auk þess biðlaun kennara
sem hafði verið ráðinn við skólann
í Njálsbúð. Því hefur verið haldið
fram að hreppurinn sparaði sér alit
að einni og hálfri milljón króna með
því að senda börnin í Hvolsskóla í
stað þess að halda uppi skóla í Njáls-
búð. Tæplega 200 manns búa í
Vestur-Landeyjahreppi.
Skólahald var í Njálsbúð síðastlið-
inn vetur. Skólastjóri var Ragnhild-
ur Einarsdóttir. Henni var sagt upp
störfum síðastiiðið sumar.
stjóri bendir á að það sé ekki hlut-
verk stofnunarinnar. Hún verði að
fylgja lögum og í þeim sé takmark-
að svigrúm.
Nefndin sem endurskoða á lög
um fæðingarorlof mun að sögn
Daggar líklega ljúka störfum á
haustmánuðum. Hingað til hefur
ekki sérstaklega verið fjallað um
málefni fyrirbura, en Dögg segir
að umfjöllunin um Sögu litlu hafi
vakið athygli hennar á að huga
þyrfti að erfiðleikum foreldra
þeirra.
„Misskiln-
ingur í
máli rétt-
argæslu-
manns
MISSKILNINGS gætir í grund-
vallaratriðum í máli rétt-
argæslumanns manns frá Si-
erra Leóne sem framselja á til
Finnlands að beiðni yfirvalda
þar í landí, að sögn Jóns H.
Snorrasonar, starfandi vara-
rannsóknarlögreglustjóra.
Réttargæslumaður viðkom-
andi kvaðst í Morgunblaðinu í
gær telja mannréttindabrot fel-
ast í framsali mannsins og hef-
ur óskað eftir því við ráðuneyti
dómsmála að hann verði ekki
framseldur.
Samningur um framsal
„Norðurlandaríkin eru með
gagnkvæman samning um
framsal sakamanna, þ.e. þeirra
sem hafa hlotið dóma í hveiju
ríki fyrir sig. Við erum ekkert
að taka upp dóm finnskra dóm-
stóla á íslenskri grund og
byggjum alfarið á þeim reglum
og samningum sem eru í gildi
á milli landanna.
Málflutningur hans felur í sér
efasemdir um að Finnland sé
réttarríki en þar er málsmeðferð
eins réttlát og réttindi einstakl-
ings jafn mikils virt og í öðrum
réttaiTÍkjum, þar á meðal hér-
lendis. Samningur um framsal
biýtur að sjálfsögðu engin
mannréttindi en þar er ekkert
slegið af kröfum og forsendur
og skilyrði eru mjög skýr.
Réttargæslumaðurinn lýsir
jafnframt yfir að sakbending
liafí ekki farið fram í Finnlandi
á sínum tíma og verður þá að
líta til þess að sakbendingar
eiga ekki við í öllum málum,“
segir Jón.
Hann bendir enn fremur á
að í fjölmiðlum hafi komið fram
sú fullyrðing af hálfu réttar-
gæslumannsins að Sierra
Leóne-búinn hafi verið neyddur
úr landi í Finnlandi.
„Það þykir mér ákaftega sér-
stök fullyrðing, í ljósi þess að
Finnar eru að krefjast framsals
tians. Skilyrðin fyrir framsali
er dómur og að manninum hafi
ekki verið vísað úr landi. Það
hefur hins vegar sennilega
þvingað umræddan aðila á brott
frá Finnlandi að málsmeðferð
var í gangi fyrir þarlendum
dómstólum vegna nauðgunar-
kæru á hendur honum sem lykt-
aði síðan með sakfellingu.“